Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 51
BJARNIJOHANN
GUÐMUNDSSON
+ Bjarni Jóhann
Guðmundsson
fæddist í Stykkis-
hólmi 15. júlí 1919.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þórólfsson trésmið-
ur, f. 18.1. 1887 í
Litluhlíð á Barða-
strönd, d.
1921, og kona hans,
Þorgerður Sigurð-
ardóttir, f. 2.11.
1879 á Hellissandi,
d. 14.12. 1964.
Systkini Bjarna eru:
Jónína, f. 3.11.
1902, d. 22.5. 1987, húsfrú í
Reykjavík. Hún á Qögur börn á
lífí. Sigmundur, dó á barns-
aldri. Kristín, dó á barnsaldri.
Anna Kristín, f. 10.7. 1910, d. 6.
okt. 1939, hjúkrunarfræðingur.
Hún á tvö börn. Sigmundur, f.
8.11. 1911, d. 27.12. 1939, kenn-
ari. Hinrik Jón, f. 18.9. 1917, d.
23.3. 1985, húsasmíðameistari.
Margrét, f. 25.10. 1920, hjúkr-
unarfræðingur, búsett í
Reykjavík. Hún á tvö
börn.
Bjarni varð fyrir
föðurmissi á fjórða
aldursári. Ólst upp í
foreldrahúsum og hjá
móður sinni eftir frá-
fall Guðmundar í
Stykkishólmi til sjö
ára aldurs. Heilsu-
leysi móður Bjarna,
Þorgerðar, átti sinn
þátt í að Bjarni ólst
upp að Kolgröfum í
Eyrarsveit frá sjö ára
aldri fram yfír ferm-
ingaraldur. Hafði
samt ávallt þau ár gott samband
við æskuheimilið í Stykkishólmi.
Bjarni hlaut venjubundna mennt-
un barna og unglinga. Að því
búnu stundaði hann nám tvo vet-
ur í Héraðsskólanum í Reykholti
og lauk þaðan prófi 1937. Að lok-
inni Reykholtsdvöl fluttist Bjarni
til Reykjavíkur - þangað hafði
móðir hans þá þegar flutt - þar
bjuggii og öll systkini Bjarna.
Bjarni stundaði sjómennsku frá
MINNINGAR
fyrstu Reykjavíkurárum. Á
stríðsárum var hann í hópi tog-
arasjómanna, sem stunduðu
hættulegar siglingar til Bret-
lands. Á árunum eftir heims-
stríðið tók Bjami upp störf sem
bifreiðastjóri í Reykjavik. Fyrst
sem leigubílstjóri en síðan um
langt skeið sem vömbflstjóri
hjá Þrótti.
Bjarni átti tvö börn með sam-
býliskonu sinni, Elínu Þorgerði
Magnúsdóttur, f. 12. október
1921, d. 2. september 1983. 1)
Gróa Herdís, hjúkmnarfræð-
ingur, f. 10.10. 1947, d. 2.2.1972
í Kaupmannahöfn - stundaði
þar framhaldsnám. 2) Magnús
Grétar Karl, f. 20.1. 1952, d.
29.8. 1975. Sambýliskona
Bjarna um langt árabil var Sig-
ríður Guðmundsdóttir, f. 1918,
d. 1981. Heimili þeirra var á
Kleppsvegi 34. Sigríður var
ekkja þegar sambúð þeirra
Bjarna hófst. Fóstursonur
Bjarna og sonur Sigríðar er
Árni Jón Baldursson, f. 21.8.
1944. Eiginkona hans er Jófríð-
ur Guðjónsdóttir og eiga þau 3
syni. Sambýliskona Bjarna síð-
ustu æviárin var Kristbjörg
Guðmundsdóttir.
Útför Bjarna fór fram frá Ás-
kirkju 4. desember.
Elsku afi minn, mig langar að
minnast þín og fræða aðra um
minningar mínar um þig. Þó svo að
veikindi þín hafi gefið okkur tíma til
að undirbúa okkur fyrir fráfall þitt
var þetta mikið áfall fyrir mig. Við
áttum eftir að gera svo margt sam-
an, t.d. ætlaðir þú að koma með mér
í bíltúr og skoða verkstæðið mitt.
Eg veit að það gladdi þig þegar ég
sagði þér að verkstæðið væri í
Kópavogi þ.e.a.s. á Dalveginum, því
þér fannst það svo góður staður.
Það sem mér er minnisstæðast
var þegar við fórum ásamt mömmu,
pabba, Siggu ömmu og bræðrum
mínum í Hvassahraunið þar sem þú
varst með sumarhús, þú kenndir
mér að smíða og bar það góðan ár-
angur því í dag er ég húsasmiður. I
Hvassahrauninu fórum við með
ömmu niður í fjöru og nutum útiver-
unnar.
Á jólunum vorum við öll saman
heima hjá þér og Siggu ömmu og
þar kom í Ijós hversu rólegur þú
varst, þú pakkaðir inn jólagjöfunum
okkar rétt áður en klukkan sló sex,
þar sem við stóðum og horfðum á.
Þegar ég var ungur drengur kom
svo smááfall fyrir lítinn dreng, jú
jólasveinninn var ekki til og Bjarni
afi var í raun ekki alvöru afi minn
heldur fósturafi, en ég leit alltaf á
hann sem alvöru afa enda þekkti ég
engan annan afa.
Þar sem þú varst vörubílstjóri
fékk ég stundum að koma með í
ferðir. Hvort sem við vorum að
keyra vörubílinn, Volguna eða Löd-
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útfór er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
una voru nánast allir aðrir í umferð-
inni annaðhvort asnar eða eitthvað
verri bflstjórar en þú, því að eigin
sögn varst þú besti bílstjórinn í
bænum.
Þegar ég var níu ára gekk ég í
Hólabrekkuskóla og varst þú þá að
vinna rétt hjá á vörubflnum og hljóp
ég þá oft til þín í frímínútunum og
ósjaldan gafst þú mér pening fyrir
nammi. Eitt skiptið þegar ég hitti
þig ásamt vini mínum gafst þú okk-
ur einn rauðan (500 kr.) og við
sýndum öllum bekknum peninginn.
Eftir þetta talaði vinur minn um þig
sem peningaafa.
Árið 1981 dó Sigga amma og við
það breyttust samskipti okkar, þú
fórst alltaf til útlanda um jólin og
man ég að fyrstu árin saknaði ég þín
og fannst mikið vanta. Árin liðu og
voru samverustundir okkar alltof fá-
ar og sé ég eftir því í dag. Því miður
áttar maður sig of seint á hvað tím-
anum líður, en ég og Andri Már vor-
um sem betur fer duglegri síðasta
árið að heimsækja þig og vinkonu
þína, Kristbjörgu. Okkur var ávallt
vel tekið með nammi, drykkjum og
meðlæti. Eg fann mjög vel hversu
góðan hug þú barst til sambýliskonu
minnar Eddu Júlíu og hrósaðir þú
henni mikið og spurðir ávallt um
hana og kunni hún vel að meta það.
Einu verð ég að koma á framfæri
LEGSTEINAR
JL
Gruníl'
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASIÐA: www.granit.is
og biðja ungt fólk að gleyma ekki
þeim gömlu og bíða ekki með heim-
sóknir því tíminn líður svo hratt.
Eftir andlát þitt keyrði ég og sonur
minn framhjá heimili þínu og þá
sagði hann, hér býr afi Bjarni.
Sagði ég syni mínum, Andra Má,
sem er þriggja ára að þú værir dá-
inn og farinn til Guðs og reyndi ég
að útskýra þetta eins vel og ég gat,
leit hann þá á mig og sagði, já, þá
breytist hann afi bara í flugu.
Elsku afi minn og alnafni, ég bið
Guð að geyma þig og veita yl. Avallt
mun ég bera nafn okkar með stolti.
Svo hittumst við seinna og klárum
það sem við áttum eftir að gera.
Þitt bamabarn,
Bjarni Jóhann Árnason.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LIKKISTUVINNUSTOFA
EY\aNDAR ÁRNASONAR
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
ARNBJORG
ARNADOTTIR
+ Árnbjörg E. Concordía
Ámadóttir fæddist í
Reykjavík 10. júlí 1906. Hún
lést á kvennadeild Landspítal-
ans 21. nóvember síðastliðinn
og fór útför liennar fram frá
Dómkirkjunni 2. desember.
Þegar ég hugsa til æskuáranna
er mér minnisstætt hversu ná-
komnar systumar Día og Unnur
voru, þær heyrðust daglega, og
studdu hvor aðra í daglegu amstri.
Þegar móðir mín lést var Día
mér innan handar, ég gat hringt til
hennar og fengið leiðbeiningar ef
mig vantaði. Día hringdi iðulega til
að athuga hvernig okkur gengi og
sýndi þannig hversu kærleiksrík
hún var í garð fjölskyldu systur
sinnar. Þau vora ófá skiptin sem ég
hringdi til Díu til að vita hvað lengi
ég ætti að sjóða matinn eða hvern-
ig ég ætti að búa til sósur eða gera
einhverja aðra hluti tengda heimil-
ishaldi. I nokkur ár fór ég með
saltkjötið og pottinn fyrir sprengi-
daginn yfir til Díu og sótti hann
síðan um kvöldið. Þetta þótti mér
ákaflega vænt um þar sem mér óx
þessi eldamennska í augum í
fyrstu.
Það sem stendur einnig upp úr
og ekki síst em allar góðu stund-
imar við Álftavatn í litla fjöl-
skylduvæna sumarbústaðnum þai-
sem allir vom saman í einni stofu
sem var bæði stofa og svefnher-
bergi í senn, mjög vel skipulagt og
fjölskylduvænt. Eg sakna þessa
verustaðar þar sem öllum leið svo
vel úti í náttúmnni í gróðrinum og í
vatninu að sulla og skottast. Eg
man mest eftir Díu í slopp utan yfir
fótin sín með net yfir hárinu í fínu
stígvélunum sínum með skóflu í
hendinni á leiðinni að reka bola í
burtu og við máttum alls ekki
koma með, en það var ekki laust
við að ég væri hrædd um að hún
myndi nú kannski ekki bera hærri
hlut fyrir bola, þar sem Día var
mjög nett kona, og beið eftir að
hún kæmi til baka. Eg vissi ekki
fyrr en mörgum áram síðar hvað
hún var að fara að gera, hún var að
losa kamarinn. Boli gerði nú um-
hverfið ekki mjög öraggt á kvöldin
og nóttunni en hann var greinilega
aldrei til staðar á daginn þar sem
hún fór aldrei í þessa múnderingu
fyrr en skyggja tók.
Nú höfum við kvatt Díu í hinsta
sinn, hún hefur nú hitt maka sinn
og fjölskyldu og er því örugglega
fegin. Þótt hennar sé saknað þá
gleðjumst við með henni.
Björg Vigfúsína
Kjartansdóttir (Lilla).
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Ástkær móðir okkar,
HELGA STRÖM SCHJETNE,
Norðurbrún 1,
lést á Landspítalanum að kvöldi sunnu-
dagsins 6. desember.
Dætur hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRGVINS GUÐNASONAR,
illugagötu 16,
Vestmannaeyjum.
Erna Alfreðsdóttir,
Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir, Helgi Þór Gunnarsson,
Aðalheiður Björgvinsdóttir, Ómar Reynisson,
Guðný Björgvinsdóttir, Georg Skæringsson,
Sigfríð Björgvinsdóttir, Hallgrímur Gísli Njáisson,
Harpa Björgvinsdóttir, Ólafur Vestmann Þórsson
og barnabörn.
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
EINARS HELGASONAR
bókbandsmeistari,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins, sem reyndist honum vel í hvívetna.
Ragnar G. Einarsson, Guðlaug Friðriksdóttir,
Helgi R. Einarsson, Helga Stefánsdóttir,
Dagný H. Leifsdóttir,
Steinunn Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.