Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hindra öryggis- hagsmunir sjálf- stæði Færeyja? Reuters LOGFRÆÐINGAR Bills Clintons Bandaríkjaforseta fá sér sæti við upphaf vitnaleiðslnanna fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í gær. Greg Craig fyrir miðju og Nicholas Katzenbach til hægri. Lögfræðingar Clintons verja hann fyrir dómsmálanefnd Talið að mælt verði með málshöfðun DANSKIR sérfræðingar í varnar- og öryggismálum eru ósammála um hvort varnarhagsmunir Dana og annarra Atlantshafsríkja kunni að koma í veg fyrir fullt sjálfstæði eyj- anna. Fjallað er um þetta í Jyllands- Posten í framhaldi af frétt blaðsins um að Bandaríkin hafi rekið fjar- skiptastöðvar í Færeyjum í kalda stríðinu með leyfi danskra yfirvalda, þvert á loforð þeirra síðamefndu. Telja sumir danskir sérfræðingar að það sé tómt mál að tala um að veita Færeyingum yfirráðarétt í hernað- ar- og öryggismálum en aðrir vísa til íslands og segja reynsluna af sjálf- stæði landsins sýna að smáríki geti axlað ábyrgð. Einn sérfræðinganna sem blaðið ræðir við segir hemaðarlega stöðu Færeyja, og Grænlands raunar einnig, svo mikilvæga að ekki komi til greina að láta Færeyingum eftir að ákveða hvort Bandaríkjamenn geti komið upp hernaðarmannvirkj- um í Norður-Atlantshafi. „Band- aríkjamenn og Danir munu aldrei leyfa að Færeyjar fái fullt sjálf- stæði. Eg er viss um að í tengslum við samkomulag um sjálfstæði verð- ur talið nauðsynlegt að gera trúnað- arsamning um að Danir og NATO hafi síðasta orðið í vamar- og örygg- ismálum. Skapist að nýju spenna á alþjóðavettvangi, verði hægt að setja að nýju upp hernaðarmann- virki í Færeyjum," segir Vagn Wáhlin, dósent við Norður-Atlants- hafsrannsóknamiðstöðina í Árósum. Fullt sjálfstæði „draumórar" Bandaríkjamenn reka enn tvær fjarskiptastöðvar í Færeyjum og telur Wáhlin að þeir og Danir muni ekki leyfa að landsstjóm í Færeyj- um geti ein tekið lokaákvörðun um örlög stöðvanna. Þessu geri Færey- ingar sér fyllilega grein fyrir. Finn Lynge, sérfræðingur í Ljósin kviknuð í geim- stöðinni Houston. Reuters. FJÖLÞJÓÐLEGA geimstöðin vaknaði til lífsins í fyrrakvöld þegar tveir bandarískir geimfar- ar tengdu rafkapla á milli rúss- nesku og bandarísku einingar- innar á mettíma. Tók það aðeins Ijórar klukkustundir en búist hafði verið við, að geimgangan stæði í sex eða sjö stundir. Geimfararnir Jim Newman og Jerry Ross tengdu alls 40 kapla, sem flytja rafmagn, upplýsingar og tölvuboð á milli eininganna, sem tengdar voru saman sl. sunnudag. Verða þær „heilinn“ eða „taugakerfi" stöðvarinnar fullsmíðaðrar en lokið verður við hana á næstu fimm árum. „Þetta hlýtur að vera Rúss- land þarna niðri,“ sagði Ross þegar hann leit einu sinni upp frá verkinu og horfði til jarðar en Robert Cabana, yfirmaður í Endeavour, leiðrétti hann og sagði, að hann hefði verið að virða fyrir sér Mongóliu. Ahöfnin um borð í Endeavour ætlaði að flytja stöðina aðeins of- ar í gær, um 4.8 km, og í dag átti að fara í eina geimgöngu. A morgun fer öll áhöfnin, sex menn, inn í geimstöðina í fyrsta sinn og opnar á milli eininganna, hinnar rússnesku Zöiju og þeirr- ar bandarísku Unity. málefnum Grænlands í danska utan- rfkisráðuneytinu, sem nú starfar tímabundið fyrir grænlensku heima- stjórnina, segir umræður um sjálf- stæði Grænlands „draumóra" vegna þess hve miklir hernaðarhagsmunir Bandaríkjamanna séu þar í landi. Fram kemur í Jyllands-Posten að í kjölfar umræðunnar um leynilegar fjarskiptastöðvar Bandaríkjamanna í Færeyjum hafi Hpgni Hoydal, varalögmaður og sá sem fer með sjálfstæðismál í færeysku land- stjórninni, lýst því yfir að Færeying- ar geri sér fullljóst að staðsetning eyjanna sé enn mikilvæg og að „sjálfstæðar Færeyjar geti ekki sagt sig úr heiminum". Engar viðræður við Bandaríkjamenn Danska utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi verið neinar viðræður við Bandaríkjamenn um hvemig gæta eigi hernaðarhagsmuna ríkj- anna í sjálfstæðum Færeyjum eða Grænlandi. Sumir sérfræðingar hafa ennfremur látið í ljósi að gömul mannvirki á báðum stöðum hafi enga sérstaka þýðingu lengur í heimi þar sem rússneska hemað- arógnin sé ekki lengur fyrir hendi. Torsten Borring Olesen, sagn- fræðingur við Arósaháskóla og sér- fræðingur í öryggismálum, tekur ekki undir málflutning áðumefnds Wáhlins. Segist hann „hlakka til“ að sjá hvemig Færeyingar taki á mál- um. „Þá verður endi bundinn á þá afstöðu Færeyinga að þeir geti fengið allt ókeypis, verið reiðir og pirraðir án þess að þurfa að bera ábyrgð. Nú verða þeir sjálfir að takast á við vandamálin. Sjáið Is- land: Þar vora menn einnig andvígir NATO, en enduðu eigi að síður, þeg- ar taka varð ábyrgð, á því að leyfa Bandaríkjunum að koma upp her- stöðvum." Washington. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, tóku í gær til við vöm í máli hans fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn- ar en þeir hafa til þess tvo daga, 30 klukkustundtr samtals. Henry Hyde, formaður nefndarinnar, sagði í fyrradag, að margt benti til, að nefndin myndi greiða um það at- kvæði síðar í vikunni hvort Clinton hefði þrisvar sinnum brotið svo al- varíega af sér, að það varðaði embættismissi. í tilkynningu frá Hvíta húsinu í fyrradag sagði, að lögfræðingar þess myndu kalla fyrir 14 vitni a.m.k., þar á meðal fræðimenn, lög- fræðinga og fyrrverandi þingmenn, til að ræða þau fordæmi, sem væru fyrir málshöfðun gegn Bandaríkja- forseta, og þær hefðir, sem skapast hefðu í sambandi við það. Þau munu hins vegar ekki fjalla um málið gegn Clinton efnislega eða þá, sem þar koma mest við sögu. Bob Barr, repúblikani frá Ge- orgíu og harður andstæðingur Clintons, sagði í gær, að hann bygg- ist ekki við neinu nýju ffá verjend- unum og Maxine Waters, demókrati frá Kaliforníu, sagði, að eina óvissan um niðurstöðu dómsmálanefndar- innar væri hvort meirihluti repúblikana í henni ákvæði, að Clinton skyldi ákærður fyrir ein embættisafglöp eða fleiii. Áhyggjufullir demókratar Hvað sem þessu líður getur frammistaða lögfræðinganna, verj- enda Clintons, haft mikil áhrif á framvindu málsins og þingmenn demókrata hafa af því áhyggjur. Hafa sumir þeirra hvatt Clinton til að gera allt, sem hann getur, til að komast hjá málshöfðun, til dæmis með sjónvarpsávarpi til þjóðarinn- ar. Skoðanakannanir sýna enn, að mikill meirihluti landsmanna, tveir þriðju, er andvigur því, að höfðað verði mál á hendur Clinton en í skoðanakönnun, sem ABC-sjón- varpsstöðin birti í fyrradag kemur aftur á móti fram, að naumur meiri- hluti er samþykkur því, að hann verði ákærður þegar hann lætur af embætti eftir tvö ár. Víst þykir, að dómsmálanefndin muni samþykkja að ákæra Clinton fyrir eitt atriði að minnsta kosti og verði það sama uppi á teningnum í fulltrúadeildinni á öldungadeildin ekki annars úrkosta en hefja réttar- höld yfir forsetanum á næsta ári, aðeins í annað sinn í sögu Band- aríkjanna. Þar þarf þó aukinn meirihluta, tvo þriðju atkvæða, til að reka forsetann úr embætti og jafnvel hörðustu gagmýnendur for- setans gera sér engar vonir um, að hann náist. „Rík ástæða“ til málshöfðunar I fulltráadeildinni hafa fimm repúblikanar lýst yfii-, að þeir muni greiða atkvæði gegn málshöfðun en þrír demókratar ætla hins vegar að styðja hana. Riðlist fylkingarnar ekki frekar er ljóst hver niðurstað- an verður. Henry Hyde, formaður dóms- málanefndarinnar, sagði í fyrradag, að miðað við málsgögn væri „rík ástæða“ til að höfða mál á hendur Clinton en hann hafði ekki ákveðið hvort nefndinni yrði leyft að greiða atkvæði um vítur sem annan kost. Sagði hann, að enn væri verið að ræða það. Viðræðum um „Bandalag í þágu atvinnuu vel tekið í Þýzkalandi Atvinnuleysi jókst í nóvember Bonn. Reuters. HIÐ svokallaða „bandalag í þágu atvinnu“ sem Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, hét í kosninga- baráttunni að koma á hlaut í gær jákvæð viðbrögð þýzkra fjölmiðla og sérfræðinga en kanzlarinn hóf í fyrradag viðræður við háttsetta fulltrúa aðila vinnumarkaðarins um áætlunina. Hins vegar minntu upp- lýsingar sem birtar vora í gær um að atvinnulausum hafði fjölgað í landinu í nóvember kanzlarann á hve risavaxið vandamálið er, sem stjórn hans hefur gert að forgangs- verkefni að leysa. Viðræðurnar á mánudag hófust eftir að fulltráar samtaka vinnuveit- enda, verkalýðsfélaga og stjórn- valda höfðu komið sér saman um að þessir aðilar sameinist um átak til að skapa ný störf og reyni að finna varanlegar lausnir á hinum mikla og þráláta atvinnuleysisvanda. Bernhard Jagoda, forstöðumaður þýzku vinnumálaskrifstofunnar, fagnaði því að áformin um að koma á „bandalagi í þágu atvinnu" virtust ætla að takast, en sagði að ekki væri neinna skyndilausna að vænta. „Eg býst ekki við neinum krafta- verkum en þó varanlegum áhrifum. Það getm- enginn búizt við að helm- inga atvinnuleysið eftir þriggja tíma viðræðufund," tjáði Jagoda frétta- mönnum. Bandalagið gengur út á að brúa hið mikla bil sem er á milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda hvað varðar leiðir til að minnka at- vinnuleysið. Það felst meðal annars í því að stjórnvöld hjálpi aðilum vinnu- markaðarins með því að heita breytingum á skattkerfinu sem eru báðum að skapi og sérstöku átaki til að auka atvinnuframboð fyrir ung- menni. Enn frekari lækkun atvinnu- leysistalna í nóvember hefði verið hinni nýju stjórn jafnaðannanna og Græningja sérstakt fagnaðarefni, en þeim mun meiri voru vonbrigðin yfir því að atvinnulausum skyldi hafa fjölgað um fjögur þúsund, að teknu tilliti til árstíðabundinna sveiflna á vinnumarkaðnum. Þannig mælt eru nú rúmlega 4,1 milljón manns án atvinnu í landinu. Þetta var fyrsta fjölgun atvinnulausra frá því síðasta vetur. Reuters BANDARISKUR geimfari tengir kapla Endeavour við rússnesku geimstöðina Zöiju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.