Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Málefni grunn-
skólans
I DAGBLADINU
Degi birtist 2. desem-
ber sl. afar sérkenni-
legt viðtal við Eirík
Jónsson, formann
Kennarasambands Is-
lands. Þar er m.a. vitn-
að til þeirra ummæla er
ég lét falla á fulltrúa-
ráðsfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga,
sem haldinn var 27.
nóvember sl., en þar
sagði ég að óþolandi
væri f'yrir sveitarfélög-
in að búa við það
ástand sem nú er í
kjaramálum kennara
og að trúnaðarbrestur
hefði orðið milli forystu kennara-
samtakanna og sveitarfélaganna.
Ymsir aðrir sveitarstjórnaiTnenn
tjáðu sig með líkum hætti um það
mál á fulltrúaráðsfundinum.
Gagnkvæmt traust mikilvægt
Formaður KI hefur oft verið yf-
^irlýsingaglaður um samskipti KI
og sveitarstjórnarmanna og stund-
um sett fram fullyrðingar í því
sambandi sem orka mjög tvímælis.
I umræddu viðtali fer formaðurinn
mikinn, fullyrðir út og suður um
komandi launakröfur kennara,
mistök í samningagerð ríkis og
sveitarfélaga vegna yfirtöku sveit-
arfélaganna á öllum rekstri grunn-
skólans og friðarhorfur i grunn-
skólum landsins í framtíðinni. _Auk
þess víkur hann að vinnu KÍ og
Launanefndar sveitarfélaga við
' ‘úndirbúning að tilraunasamningi
um breyttan vinnutíma kennara í
grunnskólunum. Margt af því sem
formaður KI lætur sér um munn
fara í umræddu viðtali einkennist
af miklum rangfærslum og það er í
raun afar dapurt að formaður KI
skuli haga málflutningi sínum með
þessum hætti.
Formaður KI virðist halda að
fjármál sveitarfélaga snúist fyrst
og fremst um launakjör kennara og
hvort sveitarfélögin hafí efni á því
að hækka laun þeirra langt umfram
laun annaiTa hópa opinberra
starfsmanna. Það er mikill mis-
skilningur. Það sem máli skiptir er
að á síðasta ári gerðu sveitarfélögin
kjarasamning við kennara sem þau
hafa að öllu leyti staðið við. Sveitar-
félögin ætlast til þess að hinn
samningsaðilinn geri slíkt hið sama.
Sveitarfélögin bera ásamt stéttar-
félögunum ábyrgð á launakjörum
u.þ.b. 20.000 starfsmanna í tæplega
16.000 stöðugildum, þar af um 3.300
stöðugildum grunnskólakennara,
auk viðamikils reksturs og fjárfest-
ingar til viðbótar rekstri grunn-
skólanna. í samningum við starfs-
menn sína verða sveitarfélögin að
gæta þess að hafa heildaryfirsýn.
I samskiptum sveitarfélaganna
við forystu KÍ hefur ætíð verið
lögð áhersla á heiðarleg vinnu-
«brögð og gott samstarf. Það er í
raun frumskylda þeirra sem bera
ábyrgð á málefnum grunnskólans
að haga samskiptum sínum þannig
að sem bestur árangur náist og
starfsfriður ríki í skólunum. Með
sameiginlegu átaki sveitarstjóma,
kennara, skólastjórnenda og for-
eldra hefur á undanförnum árum
náðst mikill árangur í að efla og
bæta innra starf grunnskólans og
taka upp ýmis nýmæli í skólastarfí.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Gremjulegar yfirlýs-
ingar og hótanir for-
manns KI í garð við-
semjenda sinna um að
verði eitt og annað ekki
gert líki styijaldará-
stand í grunnskólunum
stuðla ekki að betri
samskiptum og skila
engum árangri fyrir
kennai’a eða málefni
grannskólans þegai- til
lengr-i tíma er litið. Slík
framkoma er formanni
KI ekki samboðin.
Hvers vegna trún-
aðarbrestur?
Heldur þú að
Gitiseug sé nóg ?
NATEN
-ernógl
É SðLUKEIUIMSLA GUIUNARS AAIDRA
■Jm Einkaþjálfun ■ Námskeiö ■ Ráðgjöf • Fyrirlestrar
Við höfum sameiginiegt markmið -
að þér gangi vel!
llpplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167
Í aðdraganda kjara-
samningagerðar við kennara á sl.
ári var með góðum fyrirvara ráðist í
vinnu við gerð breytinga á kjara-
samningum við kennara einkum
hvað varðar breyttan vinnutíma og
viðveru kennaranna í grannskólun-
um. Af hálfu sveitarstjórnarmanna
var unnið að því verkefni af fullum
heilindum og í góðri trá en er nær
dró sjálfri kjarasamningagerðinni
slitu fulltráar KI þessum viðræðum
og neituðu að ræða nokkrar breyt-
ingar á vinnutíma kennara í tengsl-
um við kjarasamninga sem þá stóðu
fyrir dyram. Miðað við yfirlýsingar
formanns KI í umræddu viðtali geta
sveitarfélögin allt eins búist við þvi
að kennarar dragi sig út úr þeirri
vinnu sem nú er farin af stað við
Það er óviðunandi fyrir
sveitarfélögin að viður-
kenndar samskipta-
reglur vinnumarkaðar-
ins séu ekki virtar,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, og gripið
til hópuppsagna í ein-
stökum sveitarfélögum
með vitund, vilja og
aðstoð forystu KI.
gerð tilraunasamnings rétt eins og
gerðist fyrir rámu ári.
Svo sem kunnugt er leiddi kjara-
samningagerðin við kennara til
33% launahækkunar á sama tíma
og leikskólakennarar fengu 27%
hækkun og aðrir starfsmenn sveit-
arfélaganna að jafnaði um 17%
hækkun. Að þeirri samningagerð
stóð forysta KÍ við Launanefnd
sveitarfélaga, sem aflað hafði um-
boðs hverrar einstakrar sveitar-
stjórnar að sérstakri ósk forystu
KÍ. Kjarasamningurinn var síðan
samþykktur í allsherjaratkvæða-
greiðslu kennarafélaganna.
Blekið á undirskrift samning-
anna var vart þornað þegar kenn-
arar tóku að beita hópuppsögnum í
einstökum sveitarfélögum til að
knýja á um enn frekari launahækk-
anir til viðbótar þeim hækkunum
sem um var samið í kjarasamn-
ingnum. Þessum vinnubrögðum
var beitt með vitund og samþykki
formanns KI, sem t.d. mætti á fund
með sérstakri samninganefnd
kennara á Seltjarnarnesi og bæjar-
stjóranum þar til að knýja á um
meiri launahækkanir en gildandi
kjarasamningur kvað á um og for-
maðurinn hafði nýlega undirritað.
Jafnframt er Ijóst að forysta KÍ
hefur komið í veg fyrir að tekist
hafi samkomulag um breytingar á
vinnutíma kennara á einstökum
stöðum í tengslum við samning um
viðbótargreiðslur í kjölfar hópupp-
sagna þeirra. Það er því engin
furða þótt brestur sé kominn í trá
sveitarstjórnarmanna á samninga-
gerð við foi-ystu KÍ í ljósi þeirra
vinnubragða sem þeir hafa beitt og
umrætt viðtal við formann KI er
ekki til þess fallið að auka traust
milli aðila.
Samningur ríkis
og sveitarfélaga
I aðdraganda yfirfærslu alls
reksturs giamnskólans til sveitar-
félaga var lögð gríðarleg vinna í að
reikna út þann kostnað sem sveit-
arfélögin yfirtækju og finna þeim
tekjur til að standa undir þeim
kostnaði. Allar fullyrðingar for-
manns KI um mistök í þeirri samn-
ingagerð og að sveitarfélögin hafi
ekki fengið næga fjármuni til að
standa undir þeim skyldum sem
þau yfirtóku era staðlausir stafir.
Staðreyndin er sú að frá árinu 1997
til og með árinu 2000 er heildar-
kostnaður vegna þeirra grann-
skólaverkefna sem sveitarfélögin
yfirtóku frá ríkinu áætlaður 35.049
milljónir króna en áætlaðar út-
svarstekjur á sama tímabili vegna
þeirra verkefna áætlaðar 35.285
milljónir króna. Framangreindar
fjárhæðir era miðaðar við verðlag
ársins í ár. Auk þess var samið um
að ríkissjóður og Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga endurgreiddu sveit-
arfélögunum 2.135 milljónir króna
á áranum 1997 til 2002 vegna fram-
kvæmda við einsetningu grann-
skólans.
I kostnaðartölum þessum er tek-
ið tillit til alls kostnaðar sem fellur
á sveitarfélögin í samræmi ákvæði
grunnskólalaga, m.a. árlegrar
fjölgunar kennslustunda. A hinn
þóginn er í þessum tölum ekki
reiknaður kostnaður vegna viðbót-
arlaunahækkana umfram núgild-
andi kjarasamning KI og Launa-
nefndar sveitarfélaga, sem ein-
staka sveitarfélög hafa samþykkt
að greiða í kjölfar hópuppsagna
kennara og heldur ekki ýmiss ann-
ars kostnaðar, svo sem aukins
kennslumagns, sem mörg sveitar-
félög greiða umfram lögboðnar
skyldur sínar. Sá kostnaður er nú
áætlaður um 3rá00 milljónir króna
á ári. Hugmyndir formanns KI um
að sveitarfélögin eigi að sækja
marga milljarða króna til ríkisins
til að hækka laun kennara enn og
aftur langt umfram aðrar starfs-
stéttir í þjóðfélaginu eru því hrein-
ir hugarórar.
Nýjar leiðir í kjara-
samningagerð
Málflutningur af því tagi sem
formaður KI viðhefur í umræddu
viðtali er síst til þess fallinn að
auka traust milli svejtarstjórnar-
manna og forystu KÍ. Vinna við
gerð tilraunasamnings um nýjan
og breyttan vinnutíma þarf að
byggjast á gagnkvæmu trausti
beggja aðila. Ef sveitarfélögin hafa
með sér samstarf um gerð kjara-
samnings við kennarafélögin á veg-
um Launanefndar sveitarfélaga
verða þau að geta treyst því að for-
ysta KI virði þá samninga sem hún
gerir. Hinn möguleikinn er sá að
sveitarfélögin taki samningana
heim í hérað og semji við kennara á
hverjum stað um sig.
Ljóst er að sveitarfélögin þurfa
að endurskoða afstöðu sína til nú-
verandi samstarfs við kennarafé-
lögin m.a. um gerð tilraunasamn-
ings. Það er óviðunandi fyrir sveit-
arfélögin að viðurkenndar sam-
skiptareglur vinnumarkaðarins séu
ekki virtar og gripið til hópupp-
sagna í einstökum sveitarfélögum
með vitund, vilja og aðstoð forystu
KÍ. Sveitarstjórnarmenn vítt og
breitt um landið hafa átt gott sam-
starf við kennara með það að mark-
miði að auka gæði grunnskóla-
starfsins. Mikilvægt er að því starfi
verði haldið áfram en til þess að
hægt sé að vinna að því af fullum
heilindum er nauðsynlegt að kjara-
samningar séu virtir og starfsfriður
ríki. Það er sú krafa sem þjóðin
gerir til þeirra sem bera ábyrgð á
starfsemi grannskólans.
Höfundur er formnður Sambands
fslenskrn s veitarfélaga.
Geta seljendur
hlaupist undan
ábyrgð?
NOKKUR umræða
hefur verið í fjölmiðl-
um vegna útsölu
þrotabús Radíóbúðar-
innar fyrir nokkra og
Sparisjóðs Reykjavík-
ur og nágrennis núna
á hlutum sem vora í
eigu Radíóbúðarinnar.
Það sem hefur vakið
eftirtekt er einhliða yf-
irlýsing þrotabúsins í
auglýsingum þess efn-
is að ekki sé tekin
ábyrgð á þeim hlutum
sem til sölu era, þrátt
fyrir ákvæði laga um
eins árs frest til að fá
úrbætur vegna galla.
Margir hafa verið til að gagnrýna
þessa söluhætti.
Geta neytendur samið
sig frá ábyrgð?
Við búum við kaupalög frá árinu
1922 (heita raunar lög um lausa-
fjárkaup, nr. 39/1922). Þó svo að
þessi lög standi að sumu leyti fyrir
sínu, era þau barn síns tíma. Helsti
galli við þessi lög er að þau era frá-
víkjanleg, þ.e. að semja má sig frá
ákvæðum þessara laga, þar á með-
Ég vænti þess að
Sparisjóður Reykjavík-
ur leysi úr þeim hugs-
anlegu vandamálum,
segir Jóhannes Gunn-
arsson, sem kunna
að koma upp vegna
þessarar sölu.
al vegna neytendakaupa. Þetta er
andstætt því sem tíðkast, bæði í
neytendalöggjöf hér á landi og í
nágrannalöndunum. Það er grund-
vallaratriði að lög um neytenda-
vernd séu lágmarksvernd sem
neytendur geta ekki samið sig frá.
Astæðan er einföld, neytendur eru
veikari aðilinn í viðskiptum og það
er seljandinn sem setur skil-
málana.
Þetta vissu alþingismenn þegar
þeir samþykktu lög um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti á árinu 1978 og aft-
ur þegar samkeppnislög tóku við af
þeim á árinu 1993. Því er svohljóð-
andi grein í þessum lögum: „Yfir-
lýsingu um ábyrgð má því aðeins
gefa, að ábyrgðaryfirlýsingin veiti
viðtakanda meiri rétt en hann hef-
ur samkvæmt gildandi lögum.“ Það
kemur skýrt fram í greinargerð
ineð lögunum að tilgangur þessar-
ar greinar er einmitt að tryggja að
ekki megi bjóða styttri ábyrgðar;
tíma vegna galla á vöra en eitt ár. I
greinargerð segir: „Samkvæmt
þessu ákvæði má ekki takmarka
ábyrgð frá því sem gildir sam-
kvæmt lögum“. Það er því Ijóst að
ábyrgð á vöra er í eitt ár.
Tuttugu ár
aftur á bak
Samkeppnisyfirvöld hafa vísað
til fyrstu greinar kaupalaga, en í
þeirri grein segir að semja megi
sig frá ákvæðum laganna og því sé
heimilt að láta neytanda undirrita
yfirlýsingu sem seljandi útbýr, um
samþykkt sína á ábyrgðarleysi
mbl.is
seljanda. í greinar-
gerð með samkeppnis-
lögum segir: „Mjög
eðlilegt er að tryggja í
lögum lágmarksrétt
sem svarar til hinnar
frávíkjanlegu reglu í
kaupalögum." Lög-
skýring samkeppnis-
yfirvalda stenst því
tæpast. Jafnframt er
yfirlýsing sem seljandi
lætur viðskiptavin
undirrita marklaus.
Það sem er þó alvar-
legra, hér er reynt að
rýra rétt neytenda
verulega og ef skýring
samkeppnisyfirvalda
er rétt, er verið að fara tuttugu ár
aftur á bak í tímann, þegar selj-
endur ákváðu sjálfir hvaða ábyrgð-
artíma þeim þóknaðist að bjóða
neytendum.
Þessi lögskýring er einnig and-
stæð lögum í nágrannalöndum okk-
ar. Ef búið væri að færa kaupalög-
in til nútímahorfs, eins og búið er
að gera fyrir löngu í nágrannalönd-
unum, væri enginn ágreiningur um
að slíkt athæfi gengi gegn lögum.
Þess má geta að nú liggur fyrir
frumvarp á Alþingi um ný kaupa-
lög þar sem óheimilt er að tak-
marka ábyrgðartíma í neytenda-
kaupum.
Það er þó hvað alvarlegast við
þessa sölu og yfirlýsingu sam-
keppnisyfiivalda, að með henni eru
markaðnum send þau skilaboð að
hægt sé að flytja hvaða rasl sem er
inn til Islands, neytendur skrifi
einfaldlega undir yfirlýsingu um
ábyrgðarleysi seljanda og allt sé
klárt. Sumir birgjar erlendis hljóta
að kætast yfir nýjum markaði fyrir
raslið sem nánast er orðið óseljan-
legt á öðrum Vesturlöndum vegna
ákvæða í lögum um neytendarétt.
Raunai- má segja að fjölþjóðlegar
skuldbindingar myndu geta bjarg-
að neytendum, því þeir gætu sótt
kröfur á hendur framleiðendum er-
lendis. Það gæti þó reynst torsótt
og erfitt, enda gæti framleiðandinn
þess vegna verið í SA-Asíu og var-
an flutt beint þaðan. Þá væri málið
orðið afar snúið fyrir neytandann.
Ekki hægt að hlaupast
uudan ábyrgð
Neytendasamtökin hafa alltaf
fagnað lágu vöraverði, enda hafa
þau stutt frjálsa verðlagningu og
ýtt undir aukna samkeppni í því
skyni að lækka verð á vöra og þjón-
ustu. I viðskiptum verða að ríkja
ákveðnar grundvallarreglur, þar á
meðal era reglur um neytenda-
vemd og þar er ábyrgð vegna galla
á vöra eða þjónustu grandvallarat-
riði. Hvort einhver starfsemi trufli
aðra samkeppnisaðila er fyrst og
fremst þeirra vandamál sem þeir
verða að eiga við samkeppnisyfir-
völd. Eðlilega neytendavernd um
ábyrgð verður hins vegar að
tryggja hér á landi eins og gert er í
nágrannalöndum okkar bæði vest-
an hafs sem austan. Þetta hljóta
forráðamenn Sparisjóðs Reykjavík-
ur og nágrennis einnig að skilja og
því vænti ég þess að þeir leysi úr
hugsanlegum vandamálum sem
kunna að koma upp vegna þessarar
sölu. Þess er varla að vænta að jafn
virðuleg stofnun hlaupist undan
ábyrgð. Auk þess þarf Alþingi að
flýta umfjöllun sinni um frumvarp
til nýrra kaupalaga og þar vilja
Neytendasamtökin vinna með al-
þingismönnum til að tryggja að við
fáum góð og framsýn kaupalög.
Höfundur er formuður
Ncytcn dusíiin lakanna.
Jóhannes
Gunnarsson