Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 14

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Rúin inn að skinni Hjálpræðisherinn á Akureyri Fataúthlutun og fjárhagsað- stoð fyrir jólin Mikill verðmunur á þjónustu hársnyrtistofa 387% mun- ur á barna- klippingu MIKILL verðmunui- reyndist vera á þeirri þjónustu sem hársnyrtistofur veita í verð- könnun sem Neytendasam- tökin gerðu hjá 27 hársnyrti- stofum á Vestfjörðum, Eyja- fjarðarsvæðinu og Selfossi. Könnunin var gerð 25. nóvem- ber síðastliðinn. Ætla má að þessi mikli munur endurspegh breytilegt verð um land allt, eins og stað- fest var í nýlegri könnun Sam- keppnisstofnunar á verði þessarar þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Minni verðmunur á fullorðinsklippingu I könnuninni kemur fram að mestu munar um verð á barnaklippingu, eða 387%. Barnaklipping var ódýi'ust hjá Ametyst á ísafirði, 300 krónur en dýrust hjá Hártískunni í Kaupangi á Akureyri, 1.460 krónur. Verðmunur á klipp- ingu fullorðinna er hins vegar minni, 54% munar á hæsta og lægsta verði á klippingu kvenna og 42% á klippingu karla. Innifalið í verði er efni, en ekki var lagt mat á gæði þeirra efna sem notuð eru á hársnyrtistofum. Flestar hár- snyrtistofur veita elli- og ör- orkulífeyrisþegum afslátt, frá 10% og allt upp í 25%. ÞRÖSTUR Jónasson bóndi á Sflalæk í Aðaldal hefur haft í nógu að snúast siðustu mánuði en liann er einn þeirra manna sem fara á milli bæja til að rýja fé nágranna sinna. Frá því í október hefur Þröstur rúið um 2200 kindur en til viðbótar sér hann um ullarmat. Þröstur sagði það hafa færst í vöxt að rúið sé á haustin og þá í kringum þann tíma að fé er tekið á hús. Þannig fæst betri og hreinni ull, sem gefur bóndanum meira í aðra hönd. Hins vegar sagði Þröstur að verðið fyrir ullina hefði lækkað um 15% á milli ára. Framundan er fengitíminn og sagði Þröstur að ekki mætti rýja ærnar seinna en um viku fyrir fengitíð. Þær taki vel fóðri eftir rúning og séu því í sínu besta formi á réttum tíma. Þröstur fer fimlega með klippurnar en á myndinni er hann að rýja á hjá frændum sínum á Hraunkoti I í Aðaldal. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri mun fyrir þessi jól eins og mörg hin fyrri leitast við að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem eiga við fjárhagslega erfiðleika að etja. Aðstoðað verður með tvennu móti, annars vegar með því að bjóða upp á notaðan fatnað endur- gjaldslaust og hins vegar með fjár- hagsaðstoð. Fatamarkaður Hjálpræðishersins á Hvannavöllum 10 verður opinn á föstudag 11. desember, en það er síðasti dagurinn fyrir jól sem opið er. Þá verður opið frá kl. 10 til 19 og gefst fólki kostur á að velja sér fatn- að sem þar er á boðstólum, getur fólk sjálft ákveðið hvort og þá hve mikið það greiðir fyrir. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur opnað heimasíðu með netfangi www.hdne.is. Á síðunni er að finna ýmsar hagnýtar upplýsing- ar um dómstólinn, svo sem umdæmi hans, skiptingu hans í þinghár, fasta þingstaði, þingtíma reglulegra dóm- þinga svo og réttarhlé dómsins. Þar er einnig að finna lög og reglugerðir sem varða dómstólinn Byrjað verður að taka við um- sóknum um fjárhagslega styi'ki mánudaginn 14. desember í síma Hjálpræðishersins við Hvannavelli. Eins og áður er það undir bæjarbú- um og nærsveitarmönnum komið hvernig Hjálpræðishemum gengur að rétta fólki hjálparhönd, en undan- farin ár hefur samstaða og velvild fólks gert Hjálpræðishemum kleift að styðja fleiri og með myndarlegii hætti en áður. Leitar herinn því til al- mennings um að taka jólapottinum vel, en hann verður á sínum stað fyiir utan Amai’óhúsið í göngugötunni við Hafnarstræti og verðm- settur upp næsta föstudag. Einnig er fólk hvatt til að gefa sparifatnað. Spariklæðnað- ur á böm er sérstaklega vel þeginn. og starfsemi hans. Síðast en ekki síst eru dómar og úrskurðir sem kveðnir eru upp hjá dómstólnum birtir á heimasíðunni eins fljótt og unnt er eftir uppkvaðningu þeirra. Stefnt er að því að allir dómar og úr- skurðir sem kveðnir hafa verið upp frá stofnun dómstólsins árið 1992 verði birtir á heimasíðunni fyrir næstu áramót. Héraðsdómur Norðurlands eystra Heimasíða með hag- nýtum upplýsing’um Aðventukvöld í Svalbarðs- og Grenivíkurkirkjum Vikublaðið Vikudagur eins árs Morgunblaðið/Kristján Blaðinu verið vel tekið AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd fimmtudagskvöldið 10. desember og hefst það kl. 20.30. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjöl- skylduna og eru flytjendur á öllum aldri. Kirkjukór Svalbarðs- og Lauf- áskirkju syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Böm úr Valsár- skóla sýna helgileik um fæðingu frelsarans og hafa kennarar skólans umsjón með flutningnum. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og börnin úr kirkjuskólan- um syngja. Fermingarböm Laufás- prestakalls flytja samtalsþáttinn „Hvar heyrist rödd hinna sönnu jóla?“ þar sem skiptast á raddir írétta, auglýsinga og Biblíunnar. Hugleiðing kvöldsins verður flutt í tali og tónum og sjá Sara Helgadótt- BIKARMÓT Skákfélags Akureyrar hefst í skákheimilinu við Þingvalla- stræti 18 fimmtudaginn 10. desem- ber og hefst kl. 19.30 en verður svo framhaldið sunnudaginn 13. desem- ber næstkomandi. Atskákmóti Skákfélags Akureyrar er nýlokið og fór Þór Valtýsson með sigur af hólmi með 7,5 vinninga, Sig- urður Eiríksson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Jón Björgvinsson með 6 vinninga í þriðja sæti. Haustskák- meistari Skákfélags Akureyrar varð Ólafur Kristjánsson með 8 vinninga, Gylfi ÞórhaUsson varð annar með 7 vinninga og Þór Valtýsson þriðji með 6,5 vinninga. ir og Ósk Sigurðardóttir um sönginn en sóknarprestur flytur hugleiðing- arorð milli laga. Síðast verður ljósa- helgileikur sem fei-mingarbörn flytja en honum lýkur með því að öll börn í kirkjunni fá lítið Ijós til að halda á. Aðventukvöld verður í Grenivík- urkirkju næstkomandi sunnudags- kvöld 13. desember og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Nemendur Tónlistarskóla Eyja- fjarðar leika á hljóðfæri og börnin úr kirkjuskólanum syngja. Ferm- ingarbörn prestakallsins flytja sam- talsþátt um rödd jólanna í auglýs- ingaflóðinu. Ræðumaður kvöldsins verður Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Fermingar- börn sýna Ijósahelgileik og í lokin fá börnin í kirkjunni ljós til að halda á. Þá varð Rúnar Sigurpálsson hausthraðskákmeistari félagsins, fékk 11 vinninga af 14 mögulegum, annar varð Olafur Kristjánsson með 10 vinninga og Sigurður Ei- ríksson þriðji með 8,5 vinninga. Rúnar Sigurpálsson vann Fischer- klukkumót félagsins sem fram fór nýlega, fékk 14 vinninga af 14 mögulegum, Þór Valtýsson var annar með 10 vinninga og Jón Björgvinsson þriðji með 7,5 vinn- inga. Á sunnudag fór fram 15 mín. mót fyrir 45 ára og eldri og sigraði Þór Valtýsson, annar varð Ólafur Kristjánsson og þriðji Jón Björg- vinsson. VIKUBLAÐIÐ Vikudagur, sem gefið er út á Akureyri, átti eins árs afmæli um helgina og af því tilefni var gestum og gangandi boðið að sækja skrifstofur blaðs- ins við Glerárgögu á Akureyri heim sl. laugardag. Nýr Dagur ehf. gefur út Vikudag, fram- kvæmdastjóri er Hjörleifur Hall- gríms og ritstjóri Þórður Ingi- marsson. Alls starfa sex manns hjá blaðinu, þrír í fullu starfi, einn í hálfu starfi og tveir í hlutastarfi. Hjörleifur Hallgríms sagði barn- ið komið af brjósti og orðið nokkuð sjálfbjarga. Hann sagði blaðinu hafa verið vel tekið en áskrifendur eni í kringum 1.600 talsins. Þar af bættust við um 700 nýjir áskrifendur á þriggja mánaða tímabili í haust. Hjör- leifur sagði stefnt að því að fjölga áskrifendum í 2.000 á vor- dögum. Vikudagur fer víða um Norð- urland og eru áskrifendur blaðs- ins búsettir í Skagafirði, Þing- eyjarsýslum, Akureyri og Eyja- firði. Þá sagðist Hjörleifur hafa mikinn áhuga á að ná til brott- fluttra Norðlendinga sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir Jakob Björnsson, bæjar- fulltrúi á Akureyri (t.h.) og Rafn Herbertsson, yfirverkstjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, voru meðal gesta sem sóttu blaðið heim á afmælisdaginn en með þeim á myndinni er ritstjórinn, Þórður Ingimarsson. Djass í Deiglunni JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir til djasskvölds í Deiglunni fimmtu- dagskvöldið 10. desember og hefst það kl. 21. Fram koma Ellen Kri- stjánsdóttir, söngkona, Eyþór Gunnarsson, píanó- og bong- ótrommuleikari, Guðmundur Pét- ursson, gítarleikari, og Tómas R. Einarsson, bassaleikari. Meðal efnis sem þessir listamenn flytja eru lög af tveimur nýjum plötum sem þeir eru að senda frá sér um þessar mundir. Þetta er plata Tómasar, Á góðum degi, og plata Ellenar, Læðist um. Gestum býðst að njóta jólaveit- inga á nýjum matsölustað Karóiínu auk þess að geta á tónleikunum pantað smærri rétti og drykki í að- ventustíl. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis, en Sparisjóður Norðlendinga, Café Karólína, Fosshótel KEA og fleiri styrkja tónleikana. Samvera eldri borgara AÐVENTUSAMKOMA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 10. desember, og hefst hún kl. 15. Samveran hefst á stuttri helgistund, en gestur fundar- ins er Ti-yggvi Gíslason skóla- meistari. Nemendur úr Tón- listarskólanum á Akureyri leika á píanó ásamt kennara sínum, Guðnýju Erlu Guð- mundsdóttur. Boðið verður upp á veitingar. Skákfélag Akureyrar Bikarmot að hefjast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.