Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 54
ÍDEA-6128-7
54 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
erslun
f f lugstöðinni
beint á móti
gömlu fríhöfninni
SONY Handycam videotökuvél
CCD-TR411
Frábær „Video8 XR" videotökuvél
meö aukinni upplausn í 280 línur
sem skilar þér u.þ.b. 10% meirí
myndgæðum. Lágmarks Ijósmagn
0,2 lux, 160x stafrænn aðdráttur,
„InfoLithium" rafhlaða, vélin styður
allt að 12 tíma upptöku með
„STAMINA" rafhlöðu (NP-F950),
„Program AE" grunnstillingar, val á
mörgum tungumálum og innbyggðir
myndeffektar.
PHILIPS CD Personal
l Feröageislaspilari
AZ 7272 (Silfurlitaöur) \
Ferðageislaspilari á hreint frábæru
verði - sá ódýrasti! Aukinn bassa-
hljómur, forritanleg afepilun,
sparnaðarstilling „Auto power-off“.
Nokia GSM símif
5110
Mál: 13,2 x 4,7 x 3,1 sm\
Þyngd: 170 g
Biðstaða: 270 klst.
Tal: 5 klst.
Fjölmargir aukahlutir
fáanlegir fyrir þennan síma.
kr.
þessi tilboðsverð gilda
aðeins á meðan
birgðir endast
Meðlimur í
Kaupmannasamtökum
fslands
nskjétt
QREIÐSLUB
®
l
rjssi <2?.
Ný verstun i flugstödinni!
TF - Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli.
Sími: 425 0459, fax: 425 0460
alveg
gapandi
yfir verðinu
FRÉTTIR
Hátíðardagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
50 ára afmæli Mann-
réttindayfírlýsingar SÞ
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ um
mannréttindastarf á Islandi verð-
ur opin í Tjarnarsal Ráðhússins
frá kl. 14-19 fimmtudaginn 10.
desember í tilefni af 50 ára afmæli
Mannréttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna. Þar verða einnig til
sýnis ljósmyndir úr ljósmynda-
maraþoni sem ungmenni frá Fé-
lagsmiðstöðvum Iþrótta- og Tóm-
stundaráðs Reykjavíkur tóku þátt
í, þema ljósmyndamaraþonsins er
„Öll mannréttindi til handa öll-
um“.
Dagskráin er eftirfarandi: Kl. 15
er skemmtidagskrá fyrir börn og
ungmenni. Fram koma ungmenni
frá Þjóðráði Bahá’ía, sönghópur frá
Leikskólanum Sólborg, Hallfríður
Ingimundardóttir les úr nýút-
kominni bók sinni Pési og verndar-
englarnir, börn frá Háteigsskóla
og ungmenni frá Hlíðaskóla.
„Kl. 16.45 verður haldinn opinn
stofnfundur félags til að vinna að
jafnrétti á Islandi og að fyrir-
byggja misrétti á grundvelli kyn-
þáttar, litarháttar, þjóðernis, upp-
mna eða trúarbragða.
Kl. 17.15 er málfundur um áhrif
Mannréttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna á Islandi. Ávarp flyt-
ur Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra. Erindi flytja Gréta
Gunnarsdóttir lögfræðingur og Da-
víð Þór Björgvinsson, formaður
stjómar Mannréttindastofnunar
Háskóla Islands. Að framsögunum
loknum verða umræður. Fundar-
stjóri er Jóhanna K. Eyjólfsdóttir,
varaformaður stjórnar Mannrétt-
indaskrifstofu Islands.
Kl. 20.30 er síðan skemmtidag-
skrá. Meðal þeirra sem fram koma
em: Lögreglukórinn, Snorri Sigfús
Birgisson píanóleikari, Edda Þór-
arinsdóttir leikkona og Júh'a G.
Hreinsdóttir, Daði Kolbeinsson
óbóleikari ásamt strengjatríói,
danshópurinn Extremety, Sif
Ragnhildardóttir söngkona og Rús-
síbanarnir. Ávarp flytur Haraldur
Ólafsson prófessor, afhent verða
verðlaun fyrir bestu myndaséríuna
í ljósmyndamaraþoninu „Öll mann-
réttindi til handa öllum“. Kynnir
dagskrár verður Ævai- Kjartans-
son. Hlé verður á dagskránni og
Ráðhúskaffi verður opið.
Dagskráin er öllum opin og að-
gangur ókeypis. Dagskráin verður
túlkuð á táknmáli og rittúlkuð á ís-
lensku,“ segir í fréttatilkynningu.
Þeir sem standa að dagskránni
em: Mannréttindaskrifstofa Is-
lands, Bamaheill, Hjálparstarf
kirkjunnat) Landssamtökin Þroska-
hjálp, Islandsdeild Amnesty
Intemational, Öryi-kjabandalag ís-
lands, UNIFEM á íslandi, Rauði
la-oss Islands, Kvenréttindafélag
Islands, Félag Sameinuðu þjóðanna
á íslandi, ELSA-ísland, Þjóðráð
Bahá’ía á Islandi, Mannréttinda-
stofnun Háskóla íslands, Félag
heymarlausra, Lögmannafélag ís-
lands,og undirbúningsnefnd um
stofnun félags gegn misrétti. í sam-
starfi við Félagsmiðstöðvar íþrótta-
og Tómstundaráðs Reykjavíkur,
Hitt húsið og Miðstöð Nýbúa.
Ljósmyndari/Kristján M. Baldursson
SAKSUN á Straumey í Færeyjum.
Kvöldvaka tileinkuð
Færeyingasögu
ÖGMUNDUR Helgason, forstöðu-
maður handritadeildar Lands-
bókasafns, fjallar um Færeyinga-
sögu á kvöldvöku Ferðafélagsins í
kvöld og verður farið á söguslóðir
hennar í Færeyjum.
Líklegast er að sagan sé skrifuð
á Islandi skömmu eftir 1200 en at-
burðir hennar gerast á tímabilinu
frá miðri 10. öld og fram á þá 11.
Ferðafélag Isiands hefur undan-
Atvinnulausir
fái desember-
uppbót
farin tvö ár efnt til velheppnaðra
ferða til Færeyja þar sem m.a.
hefúr verið farið á söguslóðir
Færeyingasögu og mun þeim
ferðum verða haldið áfram næsta
ár. Sýndar verða nokkrar myndir
úr ferðunum en Ögumundur
greinir frá söguþræði og einkenu-
um sögunnar en aðalpersónur
sögunnar eru Þrándur í Götu og
Sigmundur Brestisson. Færey-
ingasaga var á sínum tíma ekki
eingöngu samin mönnum til
skemmtunar og fróðleiks heldur
er hún fjölþætt listaverk, segir í
fréttatilkynningu frá FÍ.
Kvöldvakan er í Ferðafélags-
salnum í Mörkinni 6 og hefst kl.
20.30.
Stofnfundur
félags til
varnar mann-
réttindum
Á 50 ÁRA afmæli mannréttindayf-
irlýsingarinnar fimmtudaginn 10.
desember verður stofnað félag til að
fyrirbyggja misrétti á grundvelli
kynþáttar, litarháttar, þjóðernis,
uppruna eða trúarbragða og stuðla
þannig að jafnrétti á Islandi og eðli-
legri þróun þjóðfélagsins, eins og
segir í fréttatilkynningu. Nafn fé-
lagsins er Fjölbreytni auðgar og
verður stofnfundurinn haldinn í
Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn
10. desember næstkomandi kl.
16.45. og er öllum opinn.
Einnig segir að félaginu sé ætlað
að vinna að auknum skilningi og
virðingu fyrir gildi ólíkra menning-
arstrauma og stuðla að almennri
velvild og umburðarlyndi manna á
meðal. Félagið muni vinna að mark-
miðum sínum með funda- og ráð-
stefnuhaldi, fræðslu, upplýsinga-
miðlun, eflingu tengsla milli ólíkra
þjóðfélagshópa og með ályktunum
þar sem vakin sé athygli á því sem
betur megi fara til að ná jafnrétti
fólks af ólíkum uppruna hér á landi.
Bæði einstaklingar og lögaðilar
sem vilja vinna að markmiðum fé-
lagsins geta orðið félagar í Fjöl-
breytni auðgar. Að fundi loknum
standa sautján félög sem starfa að
mannréttindamálum fyrir málþingi
um áhrif mannréttindayfirlýsingar-
innar á Islandi en yfirlýsingin verð-
ur 50 ára þennan dag.
VERKAMANNAÉLAGIÐ Hlif hef-
ur gefið út yfirlýsingu þar sem segir
að ekki sé minni þörf fyrir fjárhags-
legan stuðning við atvinnulausa nú
en undanfarin ár og telur með ólík-
indum ef ekki er hægt að verða við
þeim sjálfsögðu tilmælum að at-
vinnulaust fólk fái hliðstæða desem-
beruppbót og annað launafólk.
„Miðað við það mikla góðæri sem
ráðherrar segja að sé í þjóðfélaginu
geta sömu menn varla neitað svo
eðlilegri beiðni. Félagið minnir
stjórnvöld á eftirfarandi tillögu sem
samþykkt var 13. desember í fyrra
og send stjórnvöldum en náði ekki
fram að ganga þá:
„Stjórn Verkamannafélagsins
Hlífar skorar á stjórnvöld að hlutast
til um að greidd verði jólauppbót á
atvinnuleysisbætur. Aðrir launa-
menn hafa samningsbundinn rétt til
sérstakrar desembergreiðslu og það
er algjörlega óviðunandi ef atvinnu-
lausir njóta ekki hliðstæðra réttind
því ekki eru atvinnuleysisbæturnar
það háar.“„
Jólahúsið opnað
í BJÁLKAHÚSI
neðst við Sniiðjuveg í
Kópavogi hefur verið
opnuð heilsárs jóla-
verslun.
I fréttatilkynningu
segir: „Verslunin er
sú eina sinnar teg-
undar á suðvestur-
horni landsins og er
hugmynd að urngjörð
rekstursins sótt til
þess háttar verslana
sem reknar hafa ver-
ið í Bandarikjunuiu
og Þýskalandi. Leitast er við að
bjóða mikið úrval af skrauti sem
flutt er inn af versluninni, s.s.
allskyns jólatrésskrauti frá
Bandarikjunum sem og jólasveina
frá bandariskum handverkslista-
inönnum, þýskt handunnið
glerjólaskraut og muni eftir ís-
lenskt handverkslistafólk.
Verslunin stendur við Smiðju-
veg 23a og er eigandi hennar
Þóra Gunnarsdóttir. Afgreiðslu-
tímar eru frá 13-18 alla virka
daga og 12-20 laugardaga og
sunnudaga fram að jólum. Eftir
jól verður lokað á mánudögum."