Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 ÚR VERINU „Afskaplega leiðinlegt haust44 Barningur á sfld og loðnu LOÐNU- og sfldveiðar ganga enn illa. Veður ræður þar miklu og segja útgerðarmenn og sjómenn veðurfar í haust með eindæmum leiðinlegt. Afli af báðum þessum tegundum er miklum mun minni en í fyrra og ljóst að halda verður vel á spöðunum eftir áramót, eigi leyfi- legur loðnuafli allur að nást. Skip Isfélagsins í Vestmannaeyj- um hafa í haust verið bæði á sfld og loðnu og gengið treglega. I gær var Sigurður VE kominn með 550 tonn eftir 6 nætur á miðunum norðnorð- austur af Langanesi, Dunu (áður Guðmundur VE) landaði 700 tonn- um á sunnudag og Gígja var með 40 tonn á miðunum. Loðnan stendur djúpt og dreift og er mjög erfitt að eiga við hana. Þurfa að kasta í öfugan hring Skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar eru einnig á loðnu. I gær var Jón Kjartansson á leið í land með bilaða hliðarskrúfu og 100 tonn. Hólma- borgin var á miðunum með 100 tonn og Guðrún Þorkelsdóttir var komin með 150 tonn. Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, segir að að- stæður á miðunum séu afar erfiðar. Til dæmis þurfi skipin að kasta í öfugan hring vegna straums og þurfi torfurnar þá að vera anzi stór- ar til að góð köst náist. „Þetta hefur verið afskaplega leiðinlegt haust. Þessa fáu daga, sem veður hefur verið skaplegt, hefur eitthvað annað komið upp á eins og mikið tunglskin, eða loðnan hreinlega finnst ekki. Aflinn er því miklum mun minni en á sama tíma í fyrra og ljóst að menn verða að halda vel á spilunum, ætli þeir að ná leyfilegum loðnuafla eftir ára- mótin. Þá kemur það sér illa að nú er ekki leyfilegt að veiða loðnu í flottroll, en það hefur gefið góða raun á síldinni," segir Emil Thorarensen. SVN saltað í 27.000 tunnur Sfldveiði er áfram treg fyrir Austurlandi og næst hún nær ein- göngu í flottroll. Frystitogarinn Venus HF er þar við veiðar og hef- ur ekki gengið vel, enda sfldin ákaf- lega dyntótt. Lítið var um að vera hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað í gær, engin sfldarvinnsla í gangi en Beitir á leið í land með einhvern afla. Sfldarvinnslan hefur þegar saltað í 27.000 tunnur á vertíðinni, en í fyrra nam heildarsöltun 39.000 tunnum. Þá hafa um 600 tonn verið fryst. Svanbjörn Stefánsson, fram- leiðslustjóri SVN, segir að í fyrra hafi söltun verið töluverð eftir ára- mót og því sé möguleiki á því að salta jafnmikið nú og á vertíðinni í Loðnan Endanlegs kvóta beðið NIÐURSTÖÐUR úr nýaf- stöðnum loðnuleiðangri Haf- rannsóknastofnunar liggja enn ekki fyrir. Tvö skip, Ámi Frið- riksson og Bjarni Sæmunds- son, tóku þátt í leiðangrinum, sem er farinn á hverju hausti. Nú er verið að bera saman nið- urstöður úr rannsóknum skip- anna og liggja þær fyrir eftir nokkra daga. Að því loknu liggja niðurstöður fyrir og verður endanlegur loðnukvóti gefinn út í framhaldi þess. Gert er ráð fyrir því að heildarkvóti verði allt að 1,4 milljónir tonna, sem er nokkru meira en á síð- ustu vertíð. fyrra. Samkvæmt hans upplýsing- um eigi eftir að salta í um 15.000 tunnur upp í gerða samninga og vonist Sfldarvinnslan eftir því að stór hluti þess verði saltaður í Nes- kaupstað. Sfld handa Keikó Sfldin veiðist enn vestur af land- inu, í Kolluál og þar fékk Antares þokkalegan afla, 450 tonn, og var á leið með hann til Eyja í gær. Þar er síldin fryst hjá Isfélagi Vestmanna- eyja á markaði í Frakklandi, Þýzkalandi, Bretlandi og Japan. Sfldin fyrir vestan er stór og góð og fer lítið í úrkast. Þá má geta þess að ísfélagið sér Keikó einnig fyrir mat og er uppistaðan í fæði hans sfld og loðna. 450 tonn í trolli „Heyi-ðu, þetta er svona allt eftir atvikum. Við erum á leiðinni í land með um 450 tonn. Við tókum þetta í troll norðarlega í Kolluálnum. Síldin er dreifðari nú en áður og því notuð- um við trollið, en megnið af aflanum í haust höfum við tekið í nótina," sagði Grímur Jón Grímsson, skip- stjóri á Antares, þegar Verið náði símasambandi við hann í gær. Grímur Jón og áhöfnin á Antares hafa tekið um 3.500 tonn af sfld í haust og segir hann að þetta fari allt saman í vinnslu. „Fyrst sfldin fer til manneldis þurfum við að fara nokkuð ört í land, en þetta hefði aldrei gengið, hefðum við ekki verið með sjókælitanka. Þetta er gífur- legur munur frá veiðunum í fyrra, þegar við vorum ekki með kælingu. Við komum í land með um 700 tonn um daginn og þannig hittist á að það var árshátíð hjá Isfélaginu. Sfldinni var því landað í slöttum á fjórum dögum og sfldin, sem síðast var landað, var engu síðri en sú sem landað var fjórum dögum fyrr. Það munar öllu að við kæinguna fer hitastig sfldarinnar nánast strax niður í 0 gráður og síðan er henni haldið þannig þar tfl að löndun kemur. Þolir flutninga betur Þá hefur komið í ljós að sfldin þolir miklu betur flutninga í vondu veðri í sjókælitönkunum en venju- legum lestartönkum. Við lentum í 9 til 10 vindstigum og haugasjó á leið í land um daginn. Þrátt fyrir það var ekkert að sfldinni, þegar við komum í land. Þetta hefði verið al- gjörlega óhugsandi án kælit- ankanna, þá hefði síldin verið kom- in í graut, þegar í höfn var komið,“ segir Grímur Jón. Grímur segir að veðrið þarna í Kolluálnum sé óskaplega leiðinlegt, aldrei sé veður skaplegt svo lengi að hægt sé að klára túr án þess að lenda í brælu. Þetta sé ákaflega ei’fitt svæði. „Það var hins vegar mikil heppni að við skyldum finna þessi mið í haust, því annars er hætt við að sfldveiðarnar hefðu ein- faldlega verið blásnar af. Þegar sfldveiðin við Eldey var stöðvuð í haust, góðu heilli, höfðum við fregnir af því frá netabát, að sfld væri að finna þarna úti. Við fórum á fjórum skipum og fundum sfldina, en ég er viss um að hún hefur hald- ið sig þarna í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar, þó enginn hafi farið þangað á veiðar. Fregnir frá neta- bátunum benda til þess. Jólabónus Við verðum svo á þessu fram að jólum og eitthvað eftir áramót, meðal annars til að skapa vinnu í frystihúsinu. Þetta er svona eins konar jólabónus fyrir konurnar í frystihúsinu, en reyndar er ágætt út úr vinnslunni að hafa fyrir fyrir- tækið líka,“ segir Grímur Jón Grímsson. — h MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Endalausar uppákomur í réttarhöldunum yfír Anwar Vilja ómerkja fram- burð bflstjórans Kuala Lumpur. Reuters. VERJENDUR Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu, unnu ágætan sigur í gær þegar dómarinn í málinu gegn Anw- ar sagðist ætla að íhuga beiðni þeirra um að vitnisburður fyrrver- andi einkabílstjóra Anwars, eins helsta vitnis saksóknara, yrði gerð- ur ómerkur og honum vísað úr vitnastúkunni. Kemur þetta tveimur dögum eftir að einkabílstjórinn fyrrverandi, Azizan Abu Bakar, virtist hafa dregið til baka þann framburð sinn, að hann hefði haft mök við Anwar. Óvíst er hins vegar hvort dómar- inn, Augustine Paul, verður við beiðni verjendanna sem halda því fram að Azizan eigi aðild að um- fangsmikilli ófrægingarherferð gegn Anwar en Mahathir forsætisráð- herra, sem rak Anwar í september, segir, að Anwar- sé siðferðilega van- hæfur. Þá hafa saksóknarar gefið í skyn, að Anwar hafi reynt að neyða lögregluna til að fá bílstjórann til að draga framburð sinn til baka. Segja fréttaskýrendur hins vegar að öll óvissa um framburð Azizan geti orð- ið Anwar til góða því lög segi til um að Anwar eigi að njóta efans. Hafði Azizan á þriðjudag sagt fyr- ir rétti að Anwar hefði ekkert haft með andlát eiginkonu einkabílstjór- ans fyrrverandi að gera, en hún lést í bflslysi fyrr á árinu. Að því er hins vegar ýjað í bók sem kom út á árinu að Anwar hafi jafnvel látið myrða eiginkonuna, og segja verjendur Anwars þetta lið í þeirri ófrægingar- herferð sem rekin hefur verið gegn Anwar. Ákæran á hendur Anwar er í fjór- um liðum og snúast allir liðirnir um spillingu. Alvarlegast þykir þó að hann hafi haft mök við bílstjóra sinn Reuters WAN Azizah Wan Ismail, eiginkona Anwars Ibrahims, flaggar brosandi mynd af bónda sínum eftir vitnaleiðslur í gær. en þau eru bönnuð í Malasíu á milli fólks af sama kyni. Skildi bflstjórinn spurninguna? Við réttarhöldin á mánudag spurðu lögfræðingar Anwars Azizan hvort hann hefði ekki verið tíður gestur á heimili Anwars í fimm ár fram til 1997 „vegna þess, að hann hafði ekki haft mök við þig“ og bflstjórinn játaði því. Saksóknarinn hélt því hins vegar fram, að veijendumir hefðu ruglað bflstjórann í ríminu. Hann hefði hald- ið, að verið væri að spyrja hvort þeir Anwar hefðu átt mök saman eftir 1992 en þá á það að hafa gerst sam- kvæmt framburði hans. Sagði bflstjórinn við verjanda Anwars, að hann hefði lagt fram ákæruna vegna þess, að Anwar hefði neytt sig til kynmaka en þegar verj- andinn spurði hann síðar fyrrnefndr- ar spurningar og þá á ensku, svaraði hann ,já“ á malaísku. Með öðrum orðum, að Anwar hefði ekki neytt hann til kynmaka og hann sagði aft- ur já þegar verjandinn bar upp sömu spurningu nokkru seinna. Þrátt fyrir þessi svör er ekki ljóst hvort bflstjórinn átti við, að hann hefði aldrei haft mök við Anw- ar eða hvort hann var að segja, að hann hefði ekki haft þau frá árinu 1992 og þar til hann lagði fram kæruna 1997. Evrópuþingið og Ráðherraráð Evrópusambandsins semja Samkomulag um fjárlög Brussel. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ og R.áðherraráð Evrópusambandsins (ESB) komust á þriðjudag að samkomulagi um fjár- lög sambandsins fyrir árið 1999. Fjárlagaramminn er samtals 85,5 milljarðar ECU, eða rúmlega 7.000 milljarðar íslenzkra króna. Með samkomulaginu var bundinn endi á deilu milli þessara tveggja ákvarðanatökustofnana ESB um fjárlögin og því þar með afstýrt að deilan spillti fyrir flóknum viðræðum sem nú eru í gangi um fjármál ESB í heild, einkum með tilliti til þess hvernig fjár- magna skuli fyrir- hugaða stækkun ESB til austurs. „Ráðið og Evr- ópuþingið sam- þykkja gagn- kvæmt fjárlög fyrir árið 1999 án ið við kröfum þingsins um að fá meira um það að segja hverju sam- bandið eyðir í landbúnaðar- og byggðastyrki, en yfii- helmingm’ fjár- laga hvers árs fer í þetta styrkja- kei’fi. Endurskoðun fjármála í gangi ****★. EVROPA^ Til stendur að hleypa nokkrum fyrrverandi kommúnistaríkjum Mið- og Austur-Evrópu inn í ESB fljót- lega eftir aldamót og að óbreyttu kerfi greiðslna í og úr sameiginleg- ......... um sjóðum sam- bandsins myndi sú fjölgun þýða gífurlegan kostn- aðarauka fyrir núverandi aðild- am'ki. Auk þess rennur núgild- andi fimm ára þess að grípa þurfi til varafjárveit- inga,“ segir í yfirlýsingu sem gefin var út á þriðjudagskvöld eftir sex tíma viðræður milli fjárlagaráðherra aðildarríkjanna og þingmanna á Evrópuþinginu. Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði lagt til fullgild- ingar fyrir þingið í næstu viku, þegar það kemur saman í Strassborg. Fyrir viðræðurnar í fyrradag hafði Evrópuþingið hótað því að þvinga sambandið inn í fyrirkomu- lag, þar sem þingið veitti fjárveit- ingaheimild fyrir útgjöldum ESB til eins mánaðar í senn, ef ekki yrði orð- fjárlagarammi ESB út um aldamótin og semja þarf um nýjan fjárlagara- mma fyrir tímabilið 2001-2006. Tillögur að þessari grundvallar- endurskoðun fjármála sambandsins verða meðal umræðuefna á leiðtoga- fundi ESB í Vín, sem hefst á morg- un, föstudag. Þjóðverjar, sem taka við formennskunni í ráðherraráðinu um áramótin, þrýsta mjög á um að fá greiðslur sínar í hina sameiginlegu sjóði lækkaðar og - m.a. með stuðn- ingi Frakka - að þak verði sett þak á útgjöld ESB áður en til fjölgunar að- ildarríkja kemur. Kínverjar ótt- ast afleiðing- ar evrosins Peking. The Daily Telegraph. HELSTU framámenn í kínversku efnahagslífi óttast að evróið, hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópu- sambandsríkjanna, er tekinn verður upp um áramótin, muni gera Kínveijum erfitt að stunda viðskipti í Evrópu auk þess sem þeir telja að hin sameiginlega Evrópumynt muni veita evrópsk- um fjármálastofnunum ískyggi- lega mikil völd. Fulltrúar á ráðstefnu helstu fjármálasérfræðinga í Kína, sem haldin var í Peking á dögunum, komust að þeirri niðurstöðu að Evrópumarkaðir myndu taka upp aukna verndarstefnu, sem valda mun utanaðkomandi aðilum erf- iðleikum við að hasla sér þar völl. Óttast Kínverjar jafnframt að evróið skuldbindi vel stæðar Evr- ópuþjóðir til að rétta fátækari að- ildarlöndum ESB hjálparhönd, sem verði til þess að skaða sam- keppnisaðstöðu kínverskra verk- smiðja gagnvart lægst launuðu verkamönnum ESB-ríkjanna, og þannig gera það Kínverjum erfið- ara að koma útflutningsafurðum sínum á markað í Evrópu. Spáði Huang Yangxin, fulltrúi frá Kínabanka, því að hinn nýi gjaldmiðill myndi er fram liðu stundir fæða af sér risastóran Evrópubanka sem ógnaði hags- munum Kína, vegna þess hversu kínverskar Qármálastofnanir væru enn veikar. Reikna kín- verskir hagfræðingar með því að evróið muni með tíð og tíma taka sér stöðu við hlið Bandaríkja- dollarans sem sterkasti gjaldmiðill í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.