Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ glæsilegum þýzkum hópum sem sigraði. Úrslit Úrslitin hjá hópunum tveimur, sem okkar pör voru í, hófust laust íyrir kl. 14. Yngri pörin hófu leik- inn með suður-amerískum döns- um og dönsuðu bæði pörin mjög vel. I úrslitum vora bæði íslensku pörin, bæði þau dönsku, eitt finnskt og eitt norskt og vora þetta allt sterkir dansarar. Sigur- vegarar urðu Sonny Fredie-Pet- ersen og Jeanne Aunel sem Davíð og Halldóra hafa löngum att kappi við og í öðra sæti urðu Finnarnir Toni Rasimus og Laura Haapaniemi en bæði þessi pör kepptu einnig hér á landi þegar Norðurlandamótið var haldið fyr- ir tveimur árum. Davíð og Hall- dóra höfnuðu í 4. sæti og era það nokkur vonbrigði fyrir okkur ís- lendinga þar sem búist var við að þau myndu keppa um fyrstu tvö sætin. En svona er nú keppni, stundum vinnur maður og stund- um ekki. Hrafn og Helga lentu í 6. sæti og dönsuðu vel. í flokki 14-15 ára áttu Islendingar tvö pör og hvert hinna Norðurlandanna átti eitt par í úrslitum. Þar er skemmst frá því að segja að ísak og Halldóra gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mjög öragglega í þess- um sterka riðli, unnu alla dansana nema quickstep og komu heim með Norðurlandameistaratitil. Er þetta í annað sinn sem við íslend- ingar eignumst slíkan titil. I öðru sæti var danskt par, Marc Christensen og Ea Jacobsen. í þriðja sæti var íslenzkt par, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Yr Magnúsdóttir, sem dönsuðu mjög vel. En svo skemmtilega vill til að það var Sigrún Yr sem kom heim með fyrsta „íslenzka“ Norðurlanda- meistaratitilinn fyrir nokkram ár- um. Skipulag keppninnar þótti vera óhentugt, byrjað of snemmma að morgni og of mikið um biðtíma og eyður. En í heild- ina séð þótti ferðin skemmtileg og sérdeilis ánægjulegt að koma heim með Norðurlandameistara- titil í farteskinu og þrenn verð- laun þar fyrir utan. Næsta stóra keppni verður heimsmeistara- keppnin sem haldin verður 27. desember í Litháen. Jóhann Gunnar Arnarsson DANS Jón ÍSAK Nguyen Hall- dórsson og Hall- dóra Ósk Reynis- dóttir, Norður- landameistarai- í dansi í flokki 14-15 ára. S c a n d i ii a v i u in - h ö 11 i n f Gautaborg NORÐURLANDAMÓT f DANSI Sjö íslensk pör kepptu 5. desember sl. NORÐURLANDAMÓTIÐ í dansi fór fram í Scandinavium- höllinni í Gautaborg laugardag- inn 5. desember sl. Umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta, búið var að tjalda af hluta hallar- innar fyrir keppnina og útbúa 400 fm dansgólf. Svo stór dans- gólf eru sjaldséð en ástæða þess hve gólfið var stórt mun vera sú að samhliða Norðurlandamótinu fór fram heimsmeistaramót í mynsturdönsum. Einnig var keppt í Boogie Woogie og Rock’n Roll á Norður- landamótinu sem er ný- mæli. Islendingar hafa ekki lagt mikla stund á þessa dansa a.m.k. ekki sem keppnisíþrótt og kepptu því engin pör fyrir íslands hönd í þessari keppnisgrein. AJls voru það 7 íslensk pör sem tóku þátt í Norðurlandamót- inu í Gautaborg að þessu sinni. En íslendingar hafa rétt á að senda 2 pör S hverja keppnis- grein úr hverjum aldursflokki og hefur sú venja skapast hér á landi að Islandsmeistarar og silf- urverðlaunahafar fari til keppn- innar. Það var með nokkurri eftir- væntingu sem íslenzki hópurinn fór út að þessu sinni, því vonir manna stóðu til þess að við næð- um að krækja okkur í tvo Norð- urlandameistaratitla, í flokki 14-15 ára og í flokki 12-13 ára. Mótið hófst óvenju snemma á laugardagsmorgni, mörgum fannst það fullsnemmt því fyrsti hópurinn, 12-13 ára, byrjaði keppni kl. 9.30. Menn eru jú mis- morgunglaðir og ekki í sérlega miklu dansstuði svo snemma morguns. í flokki 12-13 ára náðu bæði íslenzku pörin að tryggja sér sæti í úrslitum, þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir og Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir. Það var sama upp á teningnum í flokki 14-15 ára, þar komust áfram Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir og ísak Nguyean Halldórsson og Hall- dóra Ósk Reynisdóttir. Hins vegar gekk ekki eins vel hjá ungmennum, 16-18 ára, því hvorugt parið, Kári Örn Óskars- son og Margrét Guðmunsdóttir eða Ragnar M. Guðmundsson og Kristjana Kristjánsdóttir komust í úrslit. Þau dönsuðu hins vegar ágætlega. í flokki fullorðinna var aðeins eitt par frá Islandi, Björn Sveinsson og Bergþóra M. Bergþórsdóttir. Þau fundu sig ekki alveg þennan morguninn og náðu ekki inn í úr- slit en voru hins vegar næsta par A góðum degi hefðu þau reyndar átt að geta verið í hópi þeirra sem komust í úrslit. Mynstur- dansarnir Eftir að undanúrslitum var lokið hófst keppni í mynstur- dönsum. Þar kepptu 15 danshópar víðs vegar að. Klæðnaðurinn er enn þá meira áberandi en í paradönsunum og málningin mjög mikil og hóparnir eru því mjög skrautlegir á að líta. Flestir hóp- arnir voru mjög vel samæfðir og í mörgum þeirra er eins og dansararnir séu líka valdir vegna útlitsins, því stundum finnst manni öll pörin vera eins. Allir eru með eins hárgreiðslu og sama háralit auk þess að vera eins klæddir. Úr 15 hópum var valið niður í 10 og síðan í 6 hópa sem dönsuðu til úrslita seint um kvöldið. Það var annar af tveimur Það ar engin tilviljun að Umax skannar sru söluhæstu skannarnir í Bandaríkjunum. Þassir margverðlaunuðu skannar henta sérlega vel fyrir skrifstofuna þar sem hágæða skönnun er skilyrði. Einnig eru þeir mjög fýsilegur kostur fyrir þá sem stunda tölvumyndvinnslu heima fyrir því Nýherji býður nú Umax skanna á verulega lækkuðu verði. UMAX (flslra 122DP | Parallel I PC 12 900 - )____________________ ^^^sJra^Jlj8!2IJJIjJJniversaJ^jriaJJhi!j^PC/iMa^^4^90D^-^ Cflstra 1220S | 5CSI + 5CSI spjald f. PC/Mac | 17.900,- ) NÝH E RJI Skaftahlið 24 • Sími 569 7700 http ://www.nyherji.is Isak og Halldóra Osk Norðurlanda- í dansi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.