Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 62
"•B2 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gjöf sem gefandinn getur verið stoltur af AÐSENDAR GREINAR Arangursrík sala hlutabréfa FBA LACOSTE Kemur upp um þinn góða smekkl . UTILÍFf Glæsibæ AÐ undanförnu hef- ur margt verið rætt og ritað um hin fram- virku viðskipti með hlutabréf í Fjárfest- ingarbanka atvinnu- lífsins sem áttu sér stað þegar 49% hluta- bréfa bankans voru seld almenningi með opnu áskriftarfyrir- komulagi nú í nóvem- ber. Hafa ýmsir haldið því fram, að hér hafi eitthvað óeðlilegt ver- ið á seyði og talað í neikvæðum tón um „kennitölusöfnun". En var eitthvað að athuga við þessi viðskipti og er 20-25% hækkun á gengi hlutabréfa í FBA eftir söl- una til marks um það, að gengið hafi verið of lágt í útboðinu? í þessari grein hyggst ég svara þessum spurningum og taka dæmi til samanburðar. Sú þróun, sem átt hefur sér stað í kjölfar sölunnar, er mjög í anda þess sem almennt hefur gerst við framkvæmd einkavæðingar í helstu nágrannalöndum okkar þar sem þessi aðferð hefur verið við- höfð, þ.e.a.s. sala með áskriftar- fyrirkomulagi til almennings á föstu gengi. Þessi söluaðferð er á ensku kölluð „Initial Public Offer- ing“ eða „IPO“. Raunar er litið svo á meðal flestra sérfræðinga á verðbréfamarkaði, að það frumút- Hreinn Loftsson V T R R V I N D R 2 fyrir 1 á Vetrarvinda! KVIKMYNDAHATIÐ I HASKOLABIOI OG R EG NBOGANUM 26. nóv.-16. des. Gegn framvísun þessarar auglýsingar býöur M o rgu n b I a ö i ö lesendum sínum tvo miða á verði eins á kvikmynda- hátíöina Vetrarvinda sem haldin er í Regnboganum og Háskólabíói. Góða skemmtun! x _______1 háskólabíó boð eða „IPO“ hafi mistekist þar sem ekki er um skjóta hækkun á gengi hlutabréfa að ræða þegar almenn við- skipti hefjast með hlutabréfin eftir út- boðið. I hvert sinn, sem farið er af stað með almenna sölu af þessu tagi, leitast söluaðil- inn eðlilega við að mynda umframeftir- spurn til að tryggja árangursríkt útboð. Þetta hefur í för með sér að flestir stofnanafjárfestar fá jafnan mun minna af hlutabréfum en þeir hefðu óskað og hafa skráð sig fyrir. Þar af leiðandi reyna Ýmsir hafa haldið því fram, að hér hafí eitt- hvað óeðlilegt verið á seyði og talað í nei- kvæðum tón um „kennitölusöfnun“, segir Hreinn Loftsson, en hér svarar hann þessum spurningum og tekur dæmi til samanburðar. þeir að tryggja sér fleiri hlutabréf á eftirmarkaði, þar sem jafnvægi næst á milli framboðs og eftir- spurnar. Svo fremi sem ekki eru nægilega margir seljendur hluta- bréfa leiðir þessi þróun til þess að gengi hlutabréfanna hækkar þar til jafnvægi næst. I tilviki FBA hófst þessi þróun á áskriftatíma- bilinu með hinni svonefndu „kennitölusöfnun". I sumum tilvikum, en það kemur þó ekki oft fyrir, geta áski’iftir orð- ið 10 til 20 sinnum meiri en sem nemur söluverðmæti þeirra bréfa, sem áskrifta er safnað fyrir. I slík- um tilvikum er líklegt að gengi bréfanna hækki verulega þegar eftir áskriftartímann, jafnvel um 50% á fyrstu dögum eftir að al- menn viðskipti með hlutabréfin hefjast að loknu áskriftatímabil- inu. Algengara mun þó vera á þró- uðum mörkuðum í nágrannaríkj- um okkar, að gengið hækki um 20- 25% eftir söluna þegar almenn við- skipti hefjast og er það almennt talið merki um árangursríkt og vel heppnað útboð. Taka má tvö nýlega dæmi til skýringar á framangreindu. Fyrra dæmið varðar þróun gengis og magns viðskipta við sölu hluta- bréfa í finnsku símafyrirtæki, Sonera, en sú sala fór fram í nóv- ember sl. og er auk sölunnar á FBA nýjasta dæmi um fram- kvæmd einkavæðingar með áskriftarfyrirkomulagi á Norður- löndum. Sala hlutabréfa í Sonera hefur mjög verið rómuð meðal sér- fræðinga á hlutabréfamarkaði sem dæmi um vel heppnaða fram- kvæmd einkavæðingar. Þar nam áskriftin 20 sinnum kaupverði þeirra hlutabréfa, sem í boði voru. Þar af leiðandi var eftirspurn langt umfram framboð og gengi hluta- bréfanna hækkaði um 41% þegar og almenn viðskipti hófust með bréfin eftir söluna. Þessi þróun hefur haldið áfram og hefur gengi bréfanna hækkað um 16% til við- bótar upp á síðkastið. Annað dæmi, sem hér verður nefnt, varð- ar sölu hlutabréfa í svissneska símafyrirtækinu, Swisscom, en sú sala fór fram í október sl. Þar var áskriftin þreföld sú fjárhæð sem í boði var. Gengi hlutabréfanna hækkaði um 6% á fyrsta degi eftir að almenn viðskipti hófust með bréfin og gengið hefur hækkað upp á síðkastið um 21% til viðbót- ar. Auk þeirra almennu markmiða, sem að er stefnt með einkavæð- ingu, þ.e.a.s. að draga úr ríkis- rekstri, örva samkeppni og mark- aðsbúskap, svo og að ná tekjum í ríkissjóð, er staðreyndin sú, að rík- isvaldið nær fram margvíslegum öðrum markmiðum, með því að selja hlutabréf á þann hátt, sem gert var með sölu hlutabréfanna í FBA. í þessu sambandi má nefna eftirfarandi: I fyrsta lagi stóð öllum Islend- ingum til boða að vera með og njóta hugsanlegs arðs af viðskipt- um með bréfin á eftirmarkaði. Jafnræði var þannig tryggt. Ekki var samið um sölu alls bankans á samningafundum eða með tilboðs- sölu þar sem aðeins örfáir fjár- sterkir aðilar áttu möguleika á þátttöku. I öðru lagi mun rétt markaðs- verð myndast með hlutabréfin á eftirmarkaði þar sem kemur inn huglægt mat fjárfesta á bankan- um, sem erfitt er að spá fyrir um við ákvörðun gengis í frumútboð- inu. Ríkissjóður mun njóta góðs af þessu þegar seinni hluti einkavæð- ingar bankans fer fram á fyrri helmingi næsta árs, en þá verður stofnanafjárfestum og öðrum stæi-ri fjárfestum væntanlega gef- ið færi á, að bjóða í 5-8% hluti í bankanum að hámarki hverjum. Líklegt má telja, að nokkuð hærra verð fáist í slíku útboði en sem nemur skráðu gengi, enda enj menn þá að kaupa áhrifameiri hluti en hver einstaklingur getur keypt. I þriðja lagi hljóta allir þátttak- endur í frumútboðinu að vera mjög ánægðir með þann hagnað, sem þeir hafa notið á eftirmarkaði, en það hvetur allan almenning til frekari þátttöku í næstu einkavæð- ingarverkefnum og skapar aukinn áhuga á viðskiptum með hlutabréf almennt séð. Slíkt er heppilegt út frá hagsmunum atvinnulífsins í heild og stuðlar að aukinni þekk- ingu alls þorra fólks á atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna. I fjórða lagi má ekki gleyma hag Fjárfestingarbankans sjálfs, sem var einkavæddur með þessum hætti. Bankinn á nú fjölmarga stuðningsmenn í stórum hópi hlut- hafa, sem hljóta að vilja hag bank- ans sem mestan. FBA hefúr komið inn á markaðinn með vel heppn- aðri sölu, en sá góði árangur styrk- ir fjármögnunarmöguleika bank- ans á markaðnum til frambúðar. Höfundur er hæstaréttarlögniaður og formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.