Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vaxandi áhugi á annars konar fjármögnun í rekstri sjúkrahúsa Hugsanlegt að taka upp þjón- ustusamninga árið 2000 Yfirlit yfir rekstur sjúkrahúsanna árin 1994-1998 Sjúkrahús Reykjavíkur Upphæðir eru í milljónum króna á verðlagi 3. ársfj. 1998 Hlutfallsleg 1994 1995 1996 1997 Áætlun 1998 breyting frá 1994 til 1998 Launagjöld 4.116 4.223 4.129 4.227 4.343 +5,5% Önnur rekstrargjöld 1.679 1.821 1.765 1.748 1.719 +2,4% Samtals 5.795 6.044 5.894 5.976 6.061 +4,6% Fjöldi sjúklinga (Upplýsingar ekki fyrirliggjandi 41.224 44.836 Greidd stöðugildi Borgarspitala og Landakots) 1.616 1.609 1.592 Ríkisspítalar 1994 1995 1996 1997 Áætlun 1998 Launagjöld 6.458 6.518 6.393 6.418 6.871 +6,4% Önnur rekstrargjöld 2.587 2.632 2.596 2.692 2.776 +7,3% Samtals 9.045 9.150 8.989 9.110 9.647 +6,7% Fjöldi sjúklinga 43.782 42.246 45.998 47.281 48.599 +11,0% Fjöldi stöðugilda 2.610 2.591 2.516 2.497 2.500 -4,2% Morgunblaðið/Árni Sæberg REKSTUR Ríkisspítala í ár kostar kringum 9,6 milljarða króna. ÁRLEGUR kostnaður við rekstur SHR hefur verið kringum 6 milljarða síðustu árin. Við umfjöllun á fjár- hagsvanda í heilbrigðis- kerfínu að undanförnu hefur æ meira borið á þeirri hugmynd að breyta fjármögnunar- kerfínu. Jóhannes Tóm- asson kynnti sér hvaða leiðir væru mögulegar í þeim efnum. FTIRSPURN eftir heil- brigðisþjónustu hérlendis hefur aukist mjög undanfarin ár og má búast við að svo verði enn í náinni framtíð. Framleiðni Sjúkra- húss Reykjavíkur og Ríkisspítala hefur farið vaxandi síðustu ár og hefur aukinni eftirspurn verið mætt með hagræðingu, tækninýjungum, aukinni þekkingu og betri stjórnun. Heildarútgjöld hafa hins vegar lítið hækkað. Vegna stöðugs fjárhagsvanda stóru sjúki-ahúsanna í Reykjavík síðustu árin hafa forráðamenn þeirra vaxandi áhuga á því að koma á öðru kerfí við fjármögnun í sjúkrahúsrekstri. Þykja þjónustusamningar meðal annai's áhugaverðir og telja þeir hugsanlegt að þeim verði komið á ái'ið 2000. í samtölum við forráðamenn Ríkisspít- ala og SHR kom fram að ýmsar skýi'- ingai’ eru á aukinni eftirspurn í heil- brigðisþjónustu: Meðferð og aðgerðir sem áður voru flóknar má nú gera með ein- faldai-i hætti og krefjast ekki langrar legu. Sífellt hæn-a hlutfall þjóðarinnar býr á suðvesturhomi landsins og betii samgöngur hafa í för með sér að fleiri sjúklingar leita til spítalanna í Reykjavík. Sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur loka iðulega ákveðnum deildum á sumrin og sjúklingar verða því að leita annað, t.d. til sjúkrahúsanna í höfuðborginni. Þá er bent á að vegna breyttrar aldurssamsetningai- þjóðarinnar, þ.e. hækkandi hlutfalls aldraðra, hljóti álag á heilbrigðisþjónustu einnig að vaxa. Framleiðni hefur aukist Hægt er að mæta aukinni eftir- spurn með því að fá meira fjármagn, auka tækni og þekkingu og bæta skipulag og stjórnun að mati for- ráðamanna sjúkrahúsanna. í tölum úr rekstri Ríkisspítala kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 11% frá 1994, meðalkostnaður á hvern sjúkling hefur lækkað um 3,9% og stöðugildum hefur fækkað um4,2%. Á síðustu árum hafa báðir stóru spítalamir hagrætt og sparað. Þannig hafa ný tækni og breytt meðferðarform mætt aukinni þörf fyrir þjónustu án mikilla hækkana á heildarútgjöldum og má í þessum efnum nefna stein- brjót og kviðsjáraðgerðir. Ríkisspít- alar hafa einnig hætt rekstri leik- skóla að mestu, eldhús Ríkisspítala á Vífilsstöðum, Kópavogshæli og Kleppspítala hafa verið lögð niður og matur í staðinn sendui’ frá eldhúsi Landspítalans, stöðugildum í þjón- ustustörfum Ríkisspítala hefur fækkað á nokkrum árum úr 700 í 600 og tækninýjungar gera kleift að stytta meðferðartíma og fækka legu- dögum. Einnig hefur göngudeildar- þjónusta aukist sem dregur úr álagi á legudeildir. Þá má segja að beiðnir beggja sjúkrahúsanna um fjármagn til end- umýjunar tækja, breytinga á að- stöðu og til að taka upp nýja starf- semi miði margar hverjar að því að lækka rekstrarútgjöld. Þannig hafa Ríkisspítalar óskað eftir 11,6 millj- ónum til að koma á innritunarmið- stöð. Henni er ætlað að taka á móti sjúklingum sem fara eiga í aðgerðir, undirbúa sýnatökur og annað sem gera þarf áður en til að- gerðar kemur. Sjúklingur fer síðan heim og leggst ekki inn fyrr en næsta dag þegar aðgerð fer fram. Með því sparast legudagur. Á SHR hefur einnig verið hagrætt og gerðist það ekki síst í tengslum við sameiningu Borgarspítala og Landakots 1995. í framhaldi af því voru meðal annars lagðar niður 5 skurðstofur á Landakoti og rekstri deilda í Hafnarbúðum, Heilsuvernd- arstöðinni og Hvítabandinu hætt en komið upp öldrunarþjónustu á Landakotsspítala í staðinn. Þá hafa ýmsar aðrar breytingar verið gerðar í átt til hagræðingar og nefna má að fækkað hefur í þjónustudeildum spítalans úr 424 starfsmönnum í 360 starfsmenn á síðustu 6 til 7 árum. Einnig gildir um SHR það sama og um Ríkisspítala að margs konar breytingar hafa orðið í meðferð og umönnun sjúklinga sem leiða af sér sparnað. Stjórnvöld sýna áhuga á þjónustusamningum Síðustu misserin hefur ríkisvaldið haldið fram ágæti þjónustusamninga í ríkisrekstri. Nokkuð er síðan hug- myndir um slíka samninga voru bornar á borð heilbrigðisyfirvalda af ýmsum þeim sem standa í rekstri heilbrigðisstofnana en ekki talið þar að þeir myndu henta alls kostar. Nú er hins vegar að verða breyting þai’ á og eru samningar um afmarkaðan rekstur í burðarliðnum og komnir á i sumum tilvikum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fundi með hjúkrunarforstjór- um nýverið að til gi-eina kæmi að gera slíka þjónustusamninga við sjúkrastofnanir. Fjárveitingavaldið, þ.e. bæði fjárlaganefnd og ráðuneyti fjármála og heilbrigðismála, hafa fjármál spítalanna til athugunai’ og eru menn sammála um að til að lag- færa ástandið þui-fi bæði eitthvert viðbótarfjármagn og kerfisbreyt- ingu. Eru málin því nú til skoðunar á þessum vígstöðvum og verið að reyna að mjaka þeim áfram. Einnig er Ijóst að einhver skoðanamunur er á því milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytis og spítalanna annai-s vegar og fjárveit- ingavaldsins hins vegar hvernig sjúkrahúsin hafa spilað úr fjárveiting- um, komist upp með að fara framúr áætlunum og heilbrigðisráðuneytið að nokkru leyti vísað vandanum í fjár- málaráðuneytið en ekki sett ofan í við sjúkrahúsin. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða lausnir verða ofan á eða hversu mikið fjármagn spítalai’nir fá til ráðstöfunar. Þjónustusamningar gera ráð fyrir að ríkið kaupi ákveðna þjónustu eða verk og gi’eiði fyi’ir það fast eininga- verð. I rekstri sjúkrahúss myndi það þýða að skilgreina yrði hvað kaupa á, svo sem móttaka á sjúklingum og skoðun, læknisverk, lyf, hjúkrun, umönnun, eftirlit og svo mætti lengi telja. Reiknaður yrði út kostnaður við hvern verkþátt, þ.e. laun, tæki og afskriftir og sett inn ákvæði um end- urskoðun, frávik og fleira. Sjúkra- húsið tæki síðan að sér að selja rík- inu út þá þjónustu. Upplýsingar um kostnað við hina ýmsu þætti í rekstri sjúkrahússins hafa verið að safnast upp á síðustu árum. Hefur einnig verið unnið við ýmsa útreikninga á kostnaði í sjúkrahúsrekstri. Nú fyi’st eru þvi kannski að verða forsendur til að taka upp kerfi sem þetta. Þótt sjúkrahúsarekstur sé mjög flókinn og kostnaður breytilegur eftir samsetningu sjúklinga vegna mis- dýrrar og flókinnar meðferðar og lyfja er kostnaðurinn samt sem áður tiltölulega svipaðui’ frá áii til árs. Sé vel skilgreint hvaða þjónustu sjúkra- hús á að veita kaupandanum vilja stjórnendur sjúkrahúsa halda fram að þótt ýmislegt ófyi-irsjáanlegt komi upp séu þær breytingar ekki um- fangsmeii-i en gengur og gerist meðal annarra stóríyrirtækja. Því sé mjög raunhæft að taka upp Qármögnunar- kerfi þjónustusamninga. Þeii’ benda einnig á að fieiri en ríkið geti keypt þjónustu af sjúkrahúsunum, t.d. tryggingafélög og með því að seljend- ur þjónustunnar verði nokkrir og í sumum tilvikum margir sé tryggt að samkeppni ríki. Blönduð kerfi I nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands um fjár- mögnunarleiðir í heil- brigðisþjónustu eru rakt- ar ýmsar leiðir og þai- kemur m.a. fram að á hinum Norðui’löndunum sé heilbrigðisþjónustan fjármögnuð með föstum og breytilegum fjái’veit- ingum. Fastur kostnaður við rekstur sjúkrastofnana er fjármagnaður með föstum fjárveitingum en breytilegar fjárveitingar veittar til að standa undir breytilegum kostnaði sem ræðst af afköstum sjúkrastofnan- anna. Um fóst fjárlög segir að þrátt fyrir að þau komi í veg fyrir að greiðslur vaxi ótæpilega megi gera ráð fyrir þvi að þegar fóstu fjárlögin hafi verið ákveðin í upphafi hafi útreikningai’ oft byggst á óeðlilega háum kostnaði fyrri ára. „Þannig er líklegt að fóst fjárlög byggist á forsendum um of há- ar greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu vegna þess að forsendur fyrh’ út- reikningum fjái’laganna eru aldrei endurskoðaðar; nærri einungis er tekið tillit til fjárlaga fyrra árs þegar fjái’lögin eru ákveðin. Álykta má að þrátt íyrir að fóst fjárlög geti komið í veg fyrir aukningu útgjalda til heil- brigðismála á hverjum tímapunkti, þá koma þau ekki í veg fyrir að óhag- kvæmni valdi of háum heildarútgjöld- um.“ Þá segh’ að stjórnunarkostnaður sé lágur sem geti talist til kosta kerf- isins. „Föst fjárlög eru æskilegt kei’fi ef markmiðið er að koma í veg fyrir aukningu kostnaðar með litlum stjórnunai’kostnaði og án þjónustu vel menntaðs vinnuafls. Það er því ekki tilviljun að þetta kerfi er einkum notað í vanþróuðum löndum." Eins og almenn fyrirtæki Um þjónustusamninga segh’ með- al annars í skýrslunni: „Með þessum hætti breytist rekstrai’umhvei’fi sjúkrahúsanna frá því að vera stjórnað af hinu opinbera í að vera eins konar fyrh’tæki sem rekið er á svipuðum forsendum og almenn fyi’- h’tæki. Starfsemi sjúkrahúsanna er ekki lengur takmörkuð við þann þrönga stakk sem föst fjárlög sníða þeim, heldur hafa þau meira svigním til að fá greitt fyrh’ þá þjónustu sem þau í raun og veru veita.“ I skýrslunni er talið að hag- kvæmara sé að nota blandað greiðslu- kei’fi í stað þess að reiða sig á eitt kerfi, með þvi megi sneiða hjá ókost- um hvers kerfis án þess að fórna kostunum. Ekki eru taldir sjáanlegh’ annmarkai’ á því að taka upp hérlend- is þessi flóknari greiðslukei’fi en þó bent á að vegna smæðar þjóðarinnar verði aldrei mikil innbyrðis sam- keppni milli stofnana. Án samkeppni sé hætta á að greiðslukerfi sem stuðla eigi að samkeppni verði til þess að einokun myndist sem geti haft í fór með sér hærri kostnað og minni gæði. „Nægjanleg samkeppni er grundvöll- ur þess að kerfi þjónustugjalda leiði ekki til veiri þjónustu við sjúklinga. Sjúki-astofnun í einokunaraðstöðu gæti notfært sér markaðsaðstöðu sína í samningum við ríkisvald og þjónustu við sjúklinga. Slíkh’ samn- ingar og verðlagning þjónustu er ein- ungis réttlætanleg þai’ sem margir aðilai’ geta keppt um hylli sjúklinga og heilbrigðisyfii*valda.“ Þá segir í skýrslunni að nauðsyn- legt sé að endurskoða uppbyggingu alls heilbrigðiskei’fisins í landinu til að unnt sé að koma á sem hag- kvæmustum rekstri. Lokaorð henn- ar eru: „í ljósi efnahagslegrar þró- unar og menntunarstigs íslensku þjóðarinnar má segja að unnt væri að auka hagkvæmni í rekstri sjúkra- stofnana með því að byggja fjár- framlög til þeirra á blöndu fastra og breytilegra fjárlaga." Segja má að almenn þróun í þjóð- félaginu styrki þróun í þessa átt í heilbrigðiskerfmu einnig. Áhugi er fyrir því að snúa frá ríkisrekstri á svo mörgum sviðum og fmna frjáls- ari rekstrarform. í heilbrigðiskerf- inu eru þessir möguleikar víða fyrir hendi. I lokin má minnast á annan vanda sem hefur áhrif á stjóm sjúkrahús- anna og kannski ekki siður starfsandann og hefur síðustu miss- erin valdið truflunum í rekstri heil- brigðisstofnana. Gerði Magnús Skúlason, framkvæmda- stjóri fjármála og rekstr- ar á SHR, þetta að um- talsefni í erindi sínu á fundi forstöðumanna sjúkrahúsa: „í hinum op- inbera rekstri heilbrigðis- þjónustunnar koma t.d. glögglega í Ijós hin sterku stéttarlegu áhrif heil- brigðisstétta á allan rekstur heil- brigðisstofnana. Þessi stéttai’legu áhrif virðast oft og tíðum ráða mehm um rekstur stofnana en stjórnskipu- lag og stjórnunarhættir. Hagkvæm- ur rekstur á því oft og tíðum erfiðara uppdráttar en í öðrum rekstrarform- um.“ í hnotskurn: Gamall og nýr fjár- hagsvandi blasir við. Lausnir geta verið: Aukið fjárframlag, aukinn nið- urskurður, minni þjónusta, upp- stokkun á fjárveitingakerfinu og kannski fleiri kerfum eða blanda úr þessu öllu. Spurning er hvort stjórn- endur spítalanna þrýtur örendið í þessum efnum áður en lausnin á fjárhagsvandanum er fengin. Meiri áhrif frá stéttum en stjórn- skipulagi? Síaukin eftir- spurn en útgjöld hækka lítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.