Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 49
__________LISTIR________
Gerist í tungumálinu
BÆKUR
Greinasafn
ÉG VILDI AÐ ÉG
KYNNI AÐ DANSA
Eftir Guðmund Andra Thorsson.
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík
hf. Mál og menning, Reykjavík
1998. 191 bls.
ÍSLENDINGAR hafa átt frá-
bæra ritgerða- og greinahöfunda í
hópi skálda og rithöfunda í gegnum
tíðina og nægir þar að nefna Þór-
berg Þórðarson og Halldór Lax-
ness. í greinum sínum settu þeir
fram skýi't mótaðar skoðanir á
menningar- og þjóðfélagsmálum,
voru óhræddir að taka afstöðu,
hvetja þjóðina þegar þeim þótti
þess þurfa og hafa uppi gagnrýni
þegar það átti við. Óneitanlega virð-
ast fæm höfundar blanda sér í al-
menna umræðu með þessum hætti
nú til dags. Hver svo sem ástæðan
er þá vildu vafalaust margir sjá
fleiri rithöfunda taka til máls um
málefni dagsins, þó ekki væri nema
vegna þess að rithöfundar kunna
betur að koma fyrir sig orði en
BÆKUR
Stangaveirt i
ÁIN MÍN
Eftir Eh-ík St. Eiriksson. Fróði. 223 bls.
„ÁIN mín“ heitir bók sem ætluð
er áhugamönnum um stangaveiði.
Þar skráir Eiríkur St. Eiríksson
blaðamaðut' frásagnir sex reyndra
og snjallra stangaveiðimanna sem
nefna til eftirlætis laxveiðiár sínar.
Þeir rekja tilurð þess að viðkom-
andi ár eru þeim jafn kærar og
raun bei' vitni og krydda frásögn-
ina með fjölbreytilegum veiðisög-
um.
í bókinni ræðir Eiríkur við Ólaf
Helga Ólafsson um Laxá í Kjós,
Halldór Snæland um Langá, Jón
Gunnar Baldvinsson um Norðurá,
Gunnar Sveinbjömsson um
Þverá/Kjarrá, Ásbjörn Óttarsson
um Miðfjarðará og Eirík Sveinsson
um Hofsá. Allir hafa þeir veitt í
„ám sínum“ um langt árabil og
þekkja öll hin mörgu andlit þeirra,
en raunveruleg þekking á laxveiðiá
næst ekki nema að halda við hana
tryggð. Vera tíður og fastur gestur
á bökkum hennar, helst árið um
kring, og fara með henni í gegn um
þykkt og þunnt, þ.e.a.s. ekki bara
góðu árin, heldur þau slæmu
einnig. Það hafa allir þessir menn
gert í ríkum mæli.
Fyrirfram skal viðurkennt að
undiiTÍtaður hafði af því áhyggjur
að bókin kynni að vei'ða röð af
leiðigjörnum grobbsögum sem all-
ar virðast hljóma „svo fékk ég
þrjátíu" og „svo fékk ég fjörutíu,
en hinar stangirnar ekki kvikindi".
En áhyggjurnar reyndust með
öllu óþarfar, því þó stóiveiðisögur
séu þarna, þá er efnið hið fjöl-
breyttasta. Stóiveiðisögurnar eru
nauðsynlegar, en bara í mátulegum
skömmtum saman við annað efni.
Eiríkur skiiar sínu hlutverki
prýðilega. Hann er sjóaður blaða-
maður og notar reynslu sína til að
skila efninu. Hann lætur ekkert á
sjálfum sér bera, stingur ekki einu
margir þeir sem skrifa í
blöðin lon og don og
blaðra í útvarpi og sjón-
varpi.
Guðmundur Andri
Thorsson er einn þeirra
sem hafa haldið uppi
merki rithöfunda á
þessu sviði. Hann hefur
undanfarin ár skrifað
skarpskyggnar greinar
í dagblöð og flutt erindi
í útvarp. I þessum pistl-
um hefur Guðmundm’
Andri fjallað bæði um
pólitík og menningará-
stand. Þeir hafa iðulega
verið ólgandi af húmor
og stundum einnig bít-
andi hæðni en það sem hefur senni-
lega gefið þeim mest gildi er að í
þeim hefur oft og einatt verið horft
á hlutina út frá óvæntum sjónarhóli.
í nýtútkomnu greinasafni Guð-
mundar Andra, sem ber það yfir-
lætislausa nafn Ég vildi að ég kynni
að dansa, birtast 27 greinar frá
tímabilinu 1989 til þessa árs. Ekk-
ert er sagt til um upphafiegan birt-
ingarstað greinanna en ártals er
getið fyrir aftan hverja þeirra.
sinni inn spurningu og spurningu í
mýflugumynd. Viðmælendurnir fá
að tala óáreittir og bókin hefur gott
flæði.
Það er mikill styrkur fyrir bók-
ina hvað viðmælendur Eiríks eru
fróðir um sögu og almenna um-
gjörð við árnar og miðla af þeirri
þekkingu á síðum hennar. Gott
dæmi um það er frásögn Halldórs
Snæland á sögunni, bæði frá fyrstu
tíð stangaveiðimanna við Langá og
ekki síst þá stórmerkilegu ræktun-
arsögu sem þar hefur verið skráð
með feikilegri elju og dugnaði.
Stangaveiði hefur löngum verið
talin til íþrótta. Þó ekki í þeim
skilningi að menn séu eða eigi að
keppa innbyrðis. I stangaveiði eins
og öðnim veiðiskap hafa menn leit-
að eftir útrás fyrir hina fornu arf-
leifð, veiðieðlið og hjá mörgum þró-
ast veiðiferðir út í mikla nægju-
semi í aflabrögðum þar sem allt fer
meira og minna að snúast um það
eitt að fara einfaldlega í veiði, njóta
útiveru, íslenskrar náttúru og fé-
lagsskapar, annaðhvort fjölskyldu
eða vina, ef ekki hvors tveggja.
Stundum veiða menn vel og stund-
um illa og svo allt þar á milli. Þó að
menn þroskist sem stangaveiði-
menn og læri að taka mótlæti þá
vilja menn alltaf veiða, sbr. Eirík
Sveinsson lækni, sem tilkynnir að
hann verði enn sár ef hann fái ekki
að minnsta kosti einn. En undir
niðri krauma straumar. Ytra byrð-
ið er slétt og fellt, en hart er keppt
um aðstöðuna. I frásögnum við Jón
G. Baldvinsson og Eirík Sveinsson
kemur það t.d. skýrt fram. Menn
geta jafnvel lent í því að fá ekki
lengur aðgang að „ánni sinni“.
Það skiptast því á skin og skúrir
í stangaveiði og sá heimur er vel og
rækilega opnaður fyrir lesendum í
bókinni „Áin mín“. Hún er vel unn-
in, fróðleg og skemmtileg aflestrar
og laus við prentviílur og þess hátt-
ar leiðindi. Litmyndir af viðkom-
andi ám, sem flestar eru úr smiðju
Rafns Hafnfjörð, gera hana bara
eigulegri.
Guðmundur Guðjónsson
Sennilega er þó bæði
um að ræða hluta af áð-
umefndum pistlum og
svo lengri ritgerðir sem
höfundur hefur skrifað
á þessum tíu árum.
Efni greinanna er
fjölbreytt. Bókin skipt-
ist í fjóra meginkafla
sem nefnast „Þið þekk-
ið fold“, „Ospektir á al-
mannafæri“, „Ráðgjaf-
ar lýðsins" og „Sá
veikasti lifir af‘ sem
inniheldur raunar að-
eins eina grein. Kafla-
heitin eru lýsandi um
viðfangsefni greinanna
sem þeir innihalda á
einn eða annan hátt en jafnframt
hafa þau sum hver vísun í aðra
kafla, beint eða óbeint. Það má til
dæmis segja að greinarnar í fyrsta
kaflanum fjalli um landið og þjóð-
ina. Þarna er meðal annars grein
sem nefnist „Islandsklukkan“ og
fjallar um ásýnd þjóðarinnar og um
ásýnd landsins er fjallað í grein sem
nefnist „Landið allt lúpínu vaxið...“.
En þarna er líka gi'ein sem er sam-
nefnd þriðja kaflanum („Ráðgjafar
lýðsins") og fjallar um aldargamla
ritdeilu Jóns Ólafssonar, ritstjóra
Pjóðólfs, og Gests Pálssonar, skálds
og ritstjói'a Suðra, sem upphaflega
var um menntamál en tók fljótlega
að snúast um ýmis önnur óskyld eða
fjarskyld mál. Á sama hátt er annar
kafli („Óspektir á almannafæri“)
samnefndur síðustu greininni í
þriðja kafla. Og enn fremur má
nefna að síðasta setningin í þriðja
kaflanum („sá veikasti lifir af‘)
verður heiti fjórða og síðasta kafl-
ans. Þó að kaflaskiptingin skerpi
vissulega svip bókarinnar, ljái henni
yfirbi'agð skipulagðs heildstæðs
vei'ks og láti lesandann fá á tilfinn-
inguna að hún lúti ákveðnum lög-
málum um byggingu eða skipan
efnis, þá bx-ýtur hún hana jafnfi'amt
upp. Guðmundur Andi-i bregður
með öði’um orðum á leik þegar hann
skipar greinunum niður og myndar
úr þeim eitt vei'k; í stað þess að
raða þeim niður í fyrii'framgefna
röð (t.d. tímaröð) þá lætur hann
gi'einarnar tala saman og skapar
með því móti nýtt verk (úr gömlum
og sundurleitum efnivið).
Raunar má sjá undirliggjandi
þema í kaflabi'englinu sem hér var
rakið. Kaflarnir og greinai'nar sem
þeir heita eftir fjalla allir/allar með
einum eða öðrum hætti um efni sem
drepið var á í upphafi þessa dóms,
það er að segja þátttöku (i'ithöf-
unda) í menningarlegri og þjóðfé-
lagslegri umi'æðu. Jón og Gestur
eru „ráðgjafar lýðsins“ með íi'ónísk-
um formerkjum og um fleii'i slíka er
fjallað í þriðja kaflanum, til dæmis
fiðlai'ann á hox’ninu. Gi'einai'nar í
kaflanum „Óspektir á almannafæri“
ei’u svo lýsandi um hlutskipti rithöf-
undarins sem Guðmundur Andi'i
lýsir í greininni „Óspektir á al-
mannafæi'i“. Hlutskipti i'ithöfund-
arins er að vera sá „sem ryðst með
skarkala og látum fyrirvaralaust
inn í líf fólks og tekur að æpa vit-
stola á torgum um einkamál sín og
eyðilagt líf þótt enginn kæri sig um
þvílíkan ft'éttaflutning. Ritstörf eru
óspektir á almannafæri". Að vísu
segir Guðmundur Andri að rithöf-
unda dreymi um að vera bæði í
þessu hlutverki og því að opna augu
fólks með kærleik og skýrleik, fá
það til að reyna að hugsa.
Þessi bók er full af fyndni og
óvæntum tengingum og bæði
fyndnin og þessar óvæntu tenging-
ar gerast í tungumálinu. Guðmund-
ur Andri vinnur með öðrum orðum
ekki svo mikið með hugmyndir og
kenningar heldur tungumálið sem
liggur undir því öllu saman. Fyndni
sem gei'ist í tungumálinu hljómar til
dæmis svona: „Það er þreytandi til
lengdar að vera minntur daglega á
að blaðamenn eru óski'ifandi hálfvit-
ar en í'ithöfundar hálfskrifandi óvit-
ar.“ Stundum er þó teflt á tæpasta
vað í tengingunum, til dæmis þegar
markaðui’inn er sagður þríeinn eins
og sá Guð kristninnar sem trúað var
á langt fram eftir 19. öld: „faðii’inn
sonui'inn og heilagur andi - mai'kað-
urinn, hagvöxtui'inn og hagræðing-
in.“ Bókin ber annars vott um mikla
nostursemi, í stíl og allri framsetn-
ingu og þá ekki síst í áðurnefndri
viðleitni höfundar til að gera hana
að einhvei'ju aðeins meii'u en venju-
legu greinasafni.
Þröstur Helgason
Áhyggjurn-
ar reyndust
óþarfar
Guðmundur
Andri Thorsson
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
j
kr. 6.995 louis norman
ri: rmt kaiscií kr. 9.995
kr. 8.495 Diego Beilini
ROMANI kr. 9.495
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
kringlunnP