Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 58
_ 58 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Jyrir jólabaksturinn H KitchenAid'xsMw ásamt öflugri hakkavél að verðmæti kr. 5.480 KitcKenAid Kóróna eídhússins! /■/■- KitchenAid einkaumboð á íslandi Einar Farestveit &Cahf. | BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 | AÐEINS KR: 28.340,- meö hakkavélinni! (stgr. - hvít vél) 5 litir áanlegir Brandtex fatnaður ^ Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 I tilefni 50 ára afmælis Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna í DAG eru 50 ár síð- an Mannréttindayfir- lýsing Sameinuðu þjóðanna var sam- þykkt á allsherjar- þingi SÞ. Síðan þá hafa fulltrúar yfir 160 þjóða, þ.á m. Islend- inga, skrifað undir hana. Þótt yfirlýsingin sé aðeins viljayfirlýs- ing og hafi ekki laga- gildi hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki, gefið viðmiðanir um að hverju beri að stefna og verið notuð sem mælistika á athafnir og aðgerðir þeirra ríkja heimsins sem hafa staðfest hana. Auk þess hafa stórir hlutar hennar verið notaðir í samninga sem hafa lagagildi, s.s. Mannrétt- indasáttmála Evrópu. „í samæmi við skipulag" Yfirlýsingin er undirrituð skömmu eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar, í langþreyttum heimi vegna nýafstaðinna stríðs- hörmunga og skýrir það e.t.v. hversu langt menn voru tilbúnir til að ganga og þann anda sem í henni birtist. Það má leiða að því líkum að ekki væri hægt að ná samstöðu á meðal þjóða heimsins í dag um yfirlýsingu sem næði eins langt. Sumum þykir hún þó ekki ganga nógu langt og benda á að í henni séu glufur sem nota megi til að réttlæta mannréttindabrot. Má t.d. benda á 22. grein, 1. lið, þar sem sagt er: „Hver og einn hefur, sem þjóð- félagsþegn, rétt til fé- lagslegs öryggis og á tilkall til fram- kvæmda, fyrir við- leitni þjóðfélagsins og með alþjóðlegu sam- starfi og/í samræmi við skipulag og efna- hag hvers þjóðríkis á þeim efnahagslegu, fé- lagslegu og menning- arlegu réttindum sem eru ómissandi fyrir sjálfsvirðingu hans og frjálsa þróun persónu- leikans". Með þessari setningu; „í samræmi við skipulag og efnahag hvers þjóðríkis", er í raun búið að opna fyrir að skipulagsleg og efnahags- leg áhrif geti á einhvern hátt tak- markað mannréttindi og er það al- gjörlega óviðunandi. Það býður upp á að ríki geti réttlætt og stutt mannréttindabrot með því að vísa til að þau séu hluti af menningu þeirra. Einnig hafa fylgt upplýs- inga- og tæknibyltingunni ýmis vandamál sem kalla á ítarlegri skilgreiningar á mannréttindum og er nærtækt að minnast á per- sónuupplýsingar í tengslum við miðlægan gagnagrunn í heilbrigð- ismálum í því sambandi. Yfirgnæfandi kostir Þrátt fyrir minniháttar ann- marka eru kostir þess að hafa slíka yfirlýsingu undirritaða af þjóðum heims yfirgnæfandi og má Þrátt fyrir minniháttar annmarka, segir Kjartan Jónsson, eru kostir þess að hafa slíka yfirlýsingu undirritaða af þjóðum heims yfirgnæfandi. fullyrða að heimurinn yrði tölu- vert mikið betri ef ríki heimsins færu að fylgja henni í auknum mæli. Skýrslur Amnesty International um mannréttinda- brot undanfarin ár sýna þó að víð- ast eigum við langt í land, meira að segja í löndum sem þykjast vera til fyrirmyndar í þessum efn- um. Ótal dæmi um pyntingar, ólöglegar fangelsanir og önnur mannréttindabrot er að finna í skýrslum samtakanna. Leiddar hafa verið líkur að því að nýfrjáls- hyggjan og einkavæðingin sem fylgir í kjölfar hennar vinni bein- línis gegn mannréttindum þar sem einkavæddir skólar og einkavædd sjúkrahús geta þýtt að mannrétt- indi eins og menntun og heilsu- gæsla verða aðeins í gildi fyrir þá sem hafa efni á þessari þjónustu. Notkun atvinnuleysis sem hag- stjórnartækis er annar fylgifiskur sem gerir ráð fyrir að gott sé að ákveðinn hluti fólks sé atvinnu- laus, það gefi fólki aðhald og haldi því við efnið. Þetta stangast alger- lega á við Mannréttindayfirlýsing- una, þar sem hún segir í 23.1.: „Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hag- kvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi." Húmanistaflokkurinn Húmanistaflokkurinn hefur Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna í heild sinni sem hluta af sinni stefnuskrá. Mörgum finnst kannski fjarlægt að tala um mannréttindabaráttu á Islandi, en þegar nánar er að gáð kemur ým- islegt í ljós. Nú á t.d. að leggja fram lög sem takmarka eða banna hópuppsagnir. Það er þvert á þann anda sem kemur fram í Mannrétt- indayfirlýsingunni. Við eigum eftir að taka ýmis skref í málefnum t.d. samkynhneigðra og útlendinga sem hingað flytjast; umræður um miðlægan gagnagrunn í heilbrigð- ismálum kalla á nánari skilgrein- ingar á persónuvernd sem mann- réttindi og hér ríkir mismunun í úthlutun fiskikvóta sem Hæstirétt- ur hefur staðfest að brjóti jafn- ræðisreglu stjórnarskránnar. Einnig hefur verið bent á að ríkis- styrkt þjóðkirkja brjóti í bága við þau mannréttindi sem trúfrelsið er. Það eru því ótal ástæður fyrir þvi að við höldum vöku okkar áfram og er þetta afmæli Mann- réttindayfirlýsingarinnar gott tækifæri til þess að blása lífi I mannréttindabaráttu hvar sem er í heiminum. Höfundur er sölustjóri og félagi í Húmanistaflokknum. Kjartan Jónsson Bf ICVAL &i ertt alltaf GREINILEG Thomson samsteypan er fjórði stærsti framleiðandi raftækja í heiminum og eru vörumerki hennar Thomson, General Electric, Proscan, RCA, Saba og Telefunken. Thomson er leiðandi í framleiðslu sjónvarps-, myndbanda- og hljómtækjabúnaðar. Fyrirtækið var meðal annars fyrst til að innleiða DVD spilara og plasmatækni en sú tækni er undirstaða fyrir þynnri og fyrirferðarminni skjái. TÖLVUN 'Sf Skeifunni 11 Reykjavíkurvegi 64 Stjóm Olíufélagsins hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 17. desember, kl. 16.00 síðdegis, í húsnæði Olíufélagsins hf., Suðurlandsbraut 18, 5. hæð, Reykjavík. Á dagskrá fundarins er tillaga stjómar félagsins um sammna Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis ehf. við Olíufélagið hf., skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna. Verði tillagan samþykkt, þá felst jafnframt í henni breyting á samþykktum Olíufélagsins hf. um hækkun á hlutafé, en hækkuninni verður varið til að skipta á hlutum hluthafa í yfirtekna félaginu á hlutabréfum í Olíufélaginu hf. jj m Hluthöfum er bent á að skjöl viðkomandi 5 fyrirhuguðum samruna, skv. 5. mgr. 124. gr. | hlutafélagalaga, hafa legið frammi | á skrifstofum félagsins frá 1. nóvember 1998. Hluthafar geta fengið framangreind gögn send skv. beiðni fyrir fundinn, eða nálgast þau á skrifstofu félagsins, en rétt er að taka fram að gögnin liggja einnig frammi til skoðunar á sjálfum hluthafafundinum. Stjóm Olíufélagsins hf. Olíufélagiðhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.