Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 31
Bjamey Ragnar Jóhanna K.
Friðriksdóttir Aðalsteinsson Eyjólfsdóttir
og sjúkdómum og alls búa um 800
milljónir manna með hungurvofuna
yfir sér. Þá vita allir um gríðarlegan
fjölda flóttamanna sem hafa flosnað
upp af heimilum sínum vegna stríðs-
reksturs. Iðulega er miklum vand-
kvæðum bundið fyrh' þetta fólk að
snúa aftur til síns heima og það býr
yfirleitt við slæmar aðstæður.
Þannig mætti lengi telja og lesningin
er ekki góð.
Góður áfangi sem þó hefur náðst
og lofai' góðu er það sem kallað hef-
ur verið heimsvæðing. Hún felst í því
að það á vaxandi fylgi að fagna að
vandamál verði ekki leyst af einstök-
um ríkjum, heldur í sameiningu.
Þetta atriði skiptir miklu máli þegar
til lengri tíma er litið.
A næstu misserum tel ég að
leggja beri æ meiri áherslu á að
minnka muninn á ýmsum sviðum
milli þeirra svæða sem stundum eru
nefnd norður og suður. Þar á ég við,
að þrátt fyrir batnandi efnahagslíf
hefur ávinningur alls ekki runnið til
allra. Margir og stórir hópar hafa
setið eftir, aðallega þó þeir sem síst
skyldi. Þetta atriði á við alls staðar,
m.a. á Islandi þar sem við gætum
staðið okkur miklu betur í mann-
réttindamálum en raun ber vitni.
Mannréttindi eru margs konar,
pólitísk, borgaraleg, félagsleg, efna-
hagsleg og svo framvegis. Þau eru
undirstaða lýðræðis og án þeirra
væri ekkert lýðræði. Þar er margt
sem við gætum bætt betur úr. Ef ég
nefni dæmi, þá eru fötluðum og
fleiri sambærilegum hópum ekki
tryggð nægileg mannréttindi og
jafnréttismál karla og kvenna eiga
einnig að fara í deigluna. Það þarf
og að auka fræðslu, kenna fólki í
hverju mannréttindi þeirra felast,
kenna því að krefjast þeirra og
beita þeim.“
Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir
Eina
vopnið
,Á þessum merku tímamótum er
margt sem sækir á hugann,“ segir
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir fram-
kvæmdastjóri Amnesty Inter-
national á Islandi. Og hún heldur
áfram: „Mannréttindayfírlýsingin
er eina vopn þeirra sem berjast fyr-
ir mannréttindum og samþykkt
hennar á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna fyrir hálfri öld er mikil-
vægasta skrefið sem alþjóðasamfé-
lagið hefur tekið til að verja mann-
réttindi um víða veröld. En raun-
veruleikinn sem stór hluti jarðarbúa
býr við er oft í engu samræmi við
raunveruleika ákvæða yfirlýsingar-
innar. Sömu ríkisstjórnir og stóðu
að samningu yfirlýsingarinnar og
hafa staðfest ákvæði hennar þráast
við að fara eftir henni og brjóta dag
hvern á réttindum þegna sinna. I
dag, 50 árum eftir að yfirlýsingin
var samþykkt, er að finna sam:
viskufanga í 87 löndum heimsins. í
117 löndum viðgangast enn pynd-
ingar, I 40 löndum bíða fangar af-
töku, í 34 löndum situr fólk á bak
við lás og slá eftir óréttláta dóms-
meðferð og í 53 löndum er fólk í
haldi án ákæru og dóms.
Dag hvern deyja um 35.000 börn
af næringarskorti og sjúkdómum,
um 1,3 milljarðar manna þurfa að sjá
sér farboða fyrir minna en 50 krónur
á dag. Hundruð manna í meira en 30
löndum þjást dag hvern vegna vopn-
aðra átaka. Mannréttindayfirlýsing-
in virðist því innihalda óuppfyllt lof-
orð.
„Eigi að síður er mjög margt sem
hefur áunnist á seinni árum,“ held-
ur Jóhanna áfram, „þegar mann-
réttindayfirlýsingin var skráð var
stór hluti veraldar enn í fjötrum ný-
lenduveldanna, réttur margra
þjóða, minnihlutahópa frumbyggja
og kvenna var hunsaður og endur-
speglaði yfirlýsingin vissa framtíð-
arsýn þar sem réttindi allra voru
virt. í baráttunni hefur margt áunn-
ist, á grunvelli yfirlýsingarinnar
hafa verið gerðir fjölmargir alþjóð-
legir samningar og sáttmálar sem
hafa sett alþjóðlegan lagaramma
um einstök ákvæði yfirlýsingarinn-
ar og setja fram grundvallarreglur
sem teljast skuldbindandi fyrir öll
ríki sem gerast aðilar að samningn-
um. Á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna hafa verið mótaðir ýmsir al-
þjóðasáttmálar sem tengjast flest-
um sviðum mannlífs, sáttmálar sem
óneitanlega hafa haft mikil áhrif á
lagasetningar í fjölmörgum löndum
og skapað nauðsynlegan ramma í
alþjóðalögum sem veita fólki vernd.
Við getum horft bjartsýn fram veg-
inn. Um allan heim er að finna óháð
félagasamtök sem berjast fyrir
framgangi Mannréttindayfirlýsing-
arinnar. Þessi grasrót er gífurlega
mikilvæg, bæði til að upplýsa fclk
um ákvæði yfii'lýsingarinnar svo og
veita þessi samtök yfirvöldum nauð-
synlegt aðhald og tryggja að þagn-
armúrinn sem oft umlykur mann-
réttindabrot sé rofinn. Slík samtök
eru einnig mikilvæg fyrir fórnar-
lömb mannréttindabrota, þai’ sem
mörg þessara samtaka veita laga-
lega aðstoð og aðstoða fórnarlömb
við að ná fram réttlæti.
Hlutverk íslendinga í verndun
mannréttinda er í raun tvíþætt. í
fyrsta lagi ber okkur skylda til að
tryggja að ákvæði mannréttindayf-
irlýsingarinnar séu virt í öllum at-
riðum hér á landi. Til þess að svo
geti orðið er nauðsynlegt að gera ít-
arlegan samanburð á íslenskum lög-
um við alþjóða mannréttindasátt-
mála og breyta íslenskum lögum til
samræmis við þá þar sem þess er
þörf. Önnur leið, sem hægt er að
fara, er að lögfesta alþjóðlega
mannréttindasáttmála hér á landi. í
öðru lagi getum við Islendingar lagt
mjög mikið af mörkum á alþjóða-
vettvangi, bæði innan Sameinuðu
þjóðanna, NATO, Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, Evrópu-
ráðsins og á öðrum alþjóðavettvangi
þar sem mannréttindi eru til um-
fjöllunar. ísiand á að hafa háa og
skýra rödd á alþjóðavettvangi og
nýta hvert tækifæri til að stuðla að
því að mannréttindayfirlýsingin
verði að veruleika um víða veröld.
Nauðsynlegt er að utanríkisráðu-
neytið hafí til umráða nægilegt fjár-
magn til þess að hægt sé að taka
fullan þátt í slíku starfi. Okkar rödd
er mikilvæg og framlag Islendinga
getur skipt sköpum."
Gæðavottun
ISO 9001 - ISO 9002 - ISO 14001
S k í m a
3 mánaða Intemetáskrift
hjá Skímu
Irrtel PentJum II Klamtti
með 512K flýtimiruii
300 MHZ
Irrtel Pentium II Klamtti
með 5I2K ftýtiminni
350 MHZ
Skjár
Vinnsluminni
Móöurborð
Harður diskur
Skjákort
Hljóðkort
Hátalarar
Geisladrif
Mótald
Disklingadrif
Annað
17"
64mb SDRAM
Intel LX kubbasett
4,3 GB Ultra DMA/33
8 MB AGP-3D
PCI-168
60W Fujitsu
DVD verðlaunadrif
56,6 BPS V90 voice
: 3,5" 1,44mb
Hljóðnemi og ísl. lyklaborð
Atn. lyklaborð m/Tlýtirofum er
aukabúnaður á mynd.
Verð kr.
124.000
Skjár
Vinnsluminni
Móðurborð
Harður diskur
Skjákort
Hljóðkort
Hátalarar
Geisladrif
Mótald
Disklingadrif
Annað
Hugbúnaður: Windows 98
Ms Word 97 - Ms Works 4.0
17"
64mb SDRAM
Intel BX kubbasett 100MHz
4,3 GB Ultra DMA/33
8 MB AGP-3D
PC1-338-A 3D
60W Fujitsu
DVD verðlaunadrif
56,6 BPS V90 voice
3,5" 1,44mb
Hljóðnemi og ísl. lyklaborð
Atn. lyklaborð m7tlýtirofum er
aukabúnaður á mynd.
Verð kr.
130.000
Hugbúnaður: Windows 98
Ms word 97 - Ms Works 4.0
Skipholti 17 -S. 5301800
Þjónusta í 25 ár
RflFTffMERZLUNÍSLílNDSIf
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776