Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ FIMMTÍU ÁRA í DAG
Eina vopn þeirra sem berj-
ast fyrir mannréttindum
Á þessum degi fyrir fimmtíu ár-
um var Mannréttindayfirlýsing-
in lögð fram af Sameinuðu þjóð-
unum. Það var ákveðið að slík
yfirlýsing skyldi saman sett er
SÞ voru stofnsettar í kjölfar
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Yfirlýsingin skyldi kveða á um
órjúfanleg réttindi mannsins til
varnar gegn ógnarstjórn og
kúgun hvers konar. Nokkurs
konar grundvallarreglur sem
fallið gætu að hinum ýmsu
stjórnkerfum. Síðan Mannrétt-
indayfirlýsingin var lögð fram
hefur mikið vatn runnið til sjáv
ar og ljóst að þó víða hafi mann-
réttindi aukist þá eru brota-
lamirnar enn margar. Það er
eðlilegt að á degi sem þessum
velti menn fyrir sér hverju áork-
að hefur verið og hvað framtíðin
bera í skauti sér. Morgunblaðið
ræddi þau mál við þrjá aðila
sem látið hafa mannréttindamál
mjög til sín taka, Jóhönnu Eyj-
ólfsdóttur framkvæmdastjóra
s
Amnesty International á Is-
landi, Bjarneyju Friðriksdóttur
forstöðumann Mannréttinda-
skrifstofu Islands og Ragnar
Aðalsteinsson hrl.
Bjarney Friðriksdóttir
Búið að
festa
mannrétt-
indi í sessi
„Mér er efst í huga,“ segir Bjarn-
ey Friðriksdóttir, „að það hefur mik-
ið áunnist á síðustu 50 árum. Það er
búið að festa mannréttindi í sessi í
alþjóðastjórnmálum sem felur í sér
að mannréttindabrot á einstakling-
um eru ekki einkamál ríkisstjórna.
Það er vissulega ástæða til að minn-
ast Mannréttindayfirlýsingar Sa-
meinuðu þjóðanna á hátíðlegan máta
á þessum tímamótum, en mannrétt-
indayfirlýsingin hefur lítið gildi ef
réttindi þau sem kveðið er á um í
henni eru ekki virt og kerfísbundin
og gróf brot á mannréttindum eru
daglegur veruleiki svo stórs hluta
mannkynsins. Sérstaklega tel ég að
horfa beri til þess hlutverks sem yf-
irlýsingin og þeir alþjóðasamningar
sem settir hafa verið fram í lgölfar
hennar munu gegna í framtíðinni í
því að móta heim þar sem meiri virð-
ing er borin fyrir réttindum einstak-
linga.
Varðandi þróunina í mannréttind-
um hin síðari ár þá hafa ýmsar mikil-
vægar breytingar átt sér stað á síð-
ustu árum. Sem dæmi um það ber að
nefna viðurkenningu alþjóðasamfé-
lagsins á mikilvægi samstarfs á milli
óháðra félagasamtaka, alþjóðastofn-
ana og ríkisstjórna á virðingu fyrir
mannréttindum. Óháð félagasamtök
eru nú viðurkennd sem aðilar að
mannréttindaumræðunni á vettvangi
SÞ sem tryggir að rödd fórnarlamba
mannréttindabrota og baráttufólks
fyrir mannréttindum heyrist þar.
Það skapar jafnvægi þegar verið er
að ræða ástand mannréttinda i ein-
hverju tilteknu ríki, að óháð félaga-
samtök geta komið sjónarmiðum á
framfæri sem mótvægi við sjónarmið
ríkisstjórna.
Annað sem skiptir miklu máli er
ítrekun þess á Heimsráðstefnunni
um mannréttindi sem haldin var í
Vínarborg 1993, að alheimsgildi
mannréttinda verður ekki dregið í
efa. Sú yfirlýsing og umræðan tengd
henni rýrir mjög vægi þeirrar rök-
semdafærslu sem fjölmargar ríkis-
stjómir hafa notað í gegn um tíðina,
og sumar gera reyndar enn, að
mannréttindi séu afstæð og það sam-
ræmist ekki menningararfi þjóðar
þeirra að einstaklingar fái notið ein-
hverra tiltekinna mannréttinda.
Einnig hefur á síðustu árum fjölgað
mjög þeim ríkjum sem staðfest hafa
hina ýmsu mannréttindasáttmála og
eftirlitið við framfylgni við þá hefur
aukist, almenn umræða og frétta-
flutningur af mannréttindamálum
hafa aukist mjög og er það allt mjög
jákvætt.
Hins vegar hafa of litlar breyting-
ar orðið hvað varðar framfylgni rík-
isstjóma, það skortir tilfinnanlega á
að ríkisstjórnir vinni kerfisbundið að
því að mannréttindi séu raungerð og
einnig er sorglegt að horfa upp á
hversu oft einstaka ríkisstjómir og
alþjóðasamfélagið sem heild eru til-
búin að líta fram hjá grófum mann-
réttindabrotum vegna þeirra eigin
pólitísku eða efnahagslegu hags-
muna.
Bjamey heldur áfram og fjallar
um óskaþróun næstu missera: „Eg
vil sjá að mannréttindamenntun
verði efld til muna. Það er órjúfan-
legur hluti af því að virðing fyrir
mannréttindum aukist að fólk sé
meðvitað um rétt sinn. Þekking fólks
á mannréttindum og réttarúrræðum
sem tengjast þeim er helsta vopn
þeirra sem berjast gegn kúgun og
kerfisbundnum brotum á mannrétt-
indum. Aukin mannréttindamenntun
getur einnig tryggt að opinberir aðil-
ar hafi þekkingu á þeim grundvallai-
viðmiðum sem þeim ber ófrávíkjan-
lega að heiðra í starfi sínu, t.d. her-
menn, lögreglumenn og dómarar.
Því þarf að leggja aukna áherslu á
hvoru tveggja formlega mannrétt-
indakennslu og almenna umræðu um
mannréttindi. Á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna þarf að styrkja eftir-
litskerfið með framfylgni ríkja við þá
þjóðréttarsamninga sem þau hafa
samþykkt og auka mjög fjárframlög
til mannréttindastarfs samtakanna.
Það segir í stofnsáttmála Sameinuðu
þjáðanna að eitt af helstu markmið-
um samtakanna sé að vinna að friði
og virðingu fyrir mannréttindum í
heiminum.
í reynd líður þó mannréttinda-
starf samtakanna bæði vegna fjár-
skorts og manneklu, þar sem ein-
ungis um 2% fjármagns samtakanna
fara til mannréttindastarfsins.
Reynslan hefur sýnt það undanfarin
ár að starf þeirra eftirlitsnefnda sem
fyrir eru innan Sameinuðu þjóðanna
getur haft mikilsverð áhrif til hins
betra, því er nauðsynlegt að styrkja
það starf enn frekar.“
Ef litið er til heimaslóða þá er
ýmislegt sem betur mætti fara á Is-
landi. T.d. er lögbundið misrétti í ís-
lenskum lögum um ríkisborgararétt
gagnvart bömum sem fædd eru ut-
an hjónabands og það skortir heild-
stæða löggjöf og framkvæmdaregl-
ur sem tryggja réttaröryggi þeirra
sem sækja um hæli á Islandi sem
flóttamenn, löggjöf sem samræmist
Flóttamannasamningi Sameinuðu
þjóðanna sem Island er aðili að.
Ónnur atriði sem má nefna eru við-
urkenning á skyldu ríkisins til þess
að tryggja fötluðum einstaklingum
jafnrétti til náms á framhaldsskóla-
stigi og það að tryggja í reynd jafn-
rétti karla og kvenna á vinnumark-
aði. Einnig mætti löggjafarvaldið
vera framsæknara í hugsun og laga-
setningu sem tryggir vernd mann-
réttinda.
Ef þróun síðastliðins áratugar í
mannréttindamálum á Islandi er
skoðuð sést að margar mikilvægar
breytingar eru komnar til vegna ut-
anaðkomandi þrýstings, svo sem
vegna dóma frá mannréttindadóm-
stól Evrópu eða athugasemda frá
Barnaréttamefnd Sameinuðu þjóð-
anna, Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna og Evrópunefndinni
til varnar gegn pyndingum og van-
virðandi meðferð eða refsingu. ís-
lendingar hafa samt sem áður nægt
tilefni til þess að taka sterkari og
gagnrýnni afstöðu til mannréttinda-
mála á alþjóðavettvangi og geta
gegnt þar mikilvægu hlutverki.“
Ragnar Aðalsteinsson
I rétta átt
Ragnai- Aðalsteinsson hrl. var
staddur á hátíðarhöldum í París í til-
efni hálfrar aldar afmælis Mannrétt-
indasáttmálans. „Hvorki ég né aðrir
erum ánægðir með þróunina í mann-
réttindamálum í heiminum í dag.
Hins vegar verður að segja, að ef á
heildina er litið þá mjakast hlutirnir í
rétta átt,“ sagði Ragnar og hélt
áfram:
„Það er af margvíslegu að taka
þegar skoðað er hvað betur mætti
fara. Við getum t.d. staldrað við þá
staðreynd að um það bil 35.000 böm
deyja á degi hverjum úr vannæringu
AÐALRITARI Amnesty International, Pierre Sane, afhendir Kofi
Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna undirskriftir 10
milljóna stuðningsmanna Mannréttindayfirlýsingar SÞ, í móttöku
sem lialdin var í París á þriðjudaginn í tilefni af 50 ára afmæli Mann-
réttindayfirlýsingarinnar í dag.
Mannréttindasáttmálinn 50 ára
Sköpunin og
mannfélagið
Öll hugsun, verk og hvaðeina
á höfundar frumkvæði tryggt.
Eitt hús og heimur sameina,
það hvorttveggja af smiði’ er byggt.
(Sbr. Hebr. 3:4)
Vor veröld er mikil völundarsmíð,
sem vísindin gefa til kynna.
í kraftbirting alheims frá ómunatíð
er aImætti Drottins að fínna.
Gjörandann, öll vér Guð nefnum hann,
hinn góða og fuilkomna anda.
Vér skiljum ei hvernig hann skóp heimsins rann
en skoðum þó vinnu Guðs handa.
Og tilvistar hnattheim Guðs orka gaf.
Sem gistihús byggð er oss jörðin.
Mengum ei landið vort, háloft né haf.
Hér hnattræn sé lífsreglugjörðin.
Það sem helst orsakar óhæfuverk
er ágirnd að komast til valda.
Fégh-ndin rót er ills, freistingin sterk,
á Frelsara þurfum að halda.
í ofbeldisheimi er heimsfriðar þörf,
sem helsprengjan gerir lífsnauðsyn.
Hér sé Guðs friður í huga, - við störf,
huglægt er fjöregg þitt, - mannkyn.
Á lífskjörum fólksins stórt brúa þarf bil,
sem byltingar ei gátu margar,
enda er Jesú Krists afturhvarf til
það eina sem mannheimi bjargar.
Kristsárið byi'jar nýtt stóraldar stig
ojg stofnandinn Kristur, - orð Drottins.
I kærleiksfórn Guð heiminn sætti við sig,
sjálfur í Frelsara heimsins.
(Sbr. annað Kor. 5:19)
Pétur Sigurgeirsson