Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 64
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ H ______AÐSENPAR GREINAR_ Þar sem misréttið ræður ríkjum KJÖR lífeyrisþega eru til skammar. Al- mennur efnahagur þessa fólks er alls óvið- unandi. I flestum til- fellum dugir sá lífeyrir sem fólkið fær alls ekki til framfærslu og undir hælinn lagt hvort það hefur í sig og á. Undir fátæktar- mörkum Hér er um að ræða mismunandi greiðslur frá Tryggingastofnum ríkisins eftir því hvort um einstaklinga er að ræða eða sambýlisfólk og hjón. Ekki bætir það ástandið hjá þessu fólki að verð á lyfjum hefur hækkað verulega undanfarin misseri og þátttaka Trygginga- stofnunar í þeim kostnaði minnkað verulega, að ógleymdum þeim þjónustugjöldum sem fólk þarf að greiða er það leitar á náðir heil- brigðisþjónustunnar. Á sama tíma og laun þessa fólk eru langt undir fátæktarmörkum eru gæðingum og einkavinum stjórnvalda réttar gjafir og dúsur upp á milljarða króna. Fylgjast ekki með Stjórnvöld og meirihluti Alþingis virðist ekki fylgjast með eða gera sér grein fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að þeir eru búnir að skipta þjóðinni í ríka og fátæka og þeir verst settu draga fram lífið á launum sem eru langt undir hung- urmörkum. Kannski er meirihluta Alþingis al- veg sama hvað snýr upp og hvað snýr niður í málefnum lífeyris- þega úr því að þeirra eigin lífeyrissjóðsmál eru í lagi. Stjómvöld verða að reka af sér slyðruorðið og hefja strax aðgerðir til að lífeyrisþegar geti lifað eðlilegu lífl og fái laun sem duga þeim til framfærslu. Málið þolir enga bið, því svo mikið A meðan fátækt ríkir, segir Sigurður T. Sigurðsson, fá sex bankastjórar hálfan milljarð króna. er sorfið að sumu af þessu fólki að það á ekki fyrir jólamatnum. Stjórnvöld verða þess vegna að bregðast skjótt við. Úrbætur strax Fyrstu skrefin í því máli verður að stíga strax og áður en jólahelgin gengur í garð. I fyrsta lagi að lífeyrir frá Trygg- ingastofnun ríkisins hækki frá og með 1. janúar nk. og verði aldrei lægri en almenn verkamannalaun í kjarasamningi VMSÍ og VSÍ og fylgi síðan launaþróun í landinu. I öðru lagi að tekjur maka skerði ekki bætur bótaþega frá 1. janúar nk. í þriðja lagi að þeir sem fá greiddan lífeyri frá Tryggingastofn- un ríkisins fái árlega greidda des- embergreiðslu, hliðstæða þeirri sem er í kjarasamningi VMSI og VSÍ, sem nú er 26.100 krónur. í fyrsta sinn nú fyrir þessi jól. I fjórða lagi að húsaleigubætur verði ekki skattlagðar frá 1. janúar nk. í fimmta lagi að skattleysismörk hækki vemlega. Siðleysi Það er stjórnvöldum til skammar hvernig þau hafa komið sér hjá að gæta hagsmuna lífeyrisþega en lát- ið óátalið og þykjast enga ábyrgð bera þegar stórum fjárfúlgum er sóað í fáa útvalda gæðinga vegna einkavæðingar sem þau hrundu sjálf af stað. Á sama tíma og fátækt ríkir með- al láglaunastétta þjóðfélagsins, fá sex bankastjórar hálfan milljarð króna í sérstökum lífeyrisskuld- bindingum vegna hlutafélagsvæð- ingar ríkisbanka. Itrekað koma upp mál er sýna að bruðl, sukk og sið- leysi ríkir meðal þeirra manna sem mest hafa fjallað um íslenska ríkis- banka á undanförnum árum. Ábyrgð Ríkisstjórnin getur ekki komist hjá því að vera kölluð til ábyrgðar í Sigurður T. Sigurðsson 1 10. des.-23. des. -v BSöm ftndhttja teiknimyndanno ■ íþráttir flfrek /6iu Anuus í KOMANDI alþing- iskosningum er mikil- vægt að þegnar lands- ins noti sér lýðræðis- legan rétt sinn sem er kosningarétturinn. Honum fylgir réttur sem er ekld síður mikil- vægur í lýðræðisþjóðfé- lagi, en það er þegar viðhaft er prófkjör. Þá fær hinn almenni kjós- andi tækifæri til að hafa áhrif á uppröðun á framboðslista fyrir kosningar. Misjafnt hefur verið hvernig prófkjör hafa virkað í gegnum tíðina. Oft á tíðum hafa þau ein- kennst af svæðispoti þar sem hver smalar fyrir sig heimalning, burtséð frá pólitískri getu. Sá sem barist var fyrir átti svo að gæta hagsmuna heimabyggðarinnar. Veikleiki hinna dreifðu byggða er að ekki virðist hafa verið gerð fag- leg úttekt í samráði við sveitarfélög- in um forgangsröðun verkefna t.d. í samgöngumálum. Efling sam- gangna er jú mikilvægast þátturinn í eflingu byggðar í dreyfbýlinu. Mjög brýnt er að stytta vegalengdir til að stærri svæði geti þró- ast til að verða eitt at- vinnusvæði. Þá eiga jarðgöng að vera kost- urinn sem fyrst er skoðaður. Allt of al- gengt hefur verið, að sveitarfélögin takist á um, að næsta fram- kvæmd þjóni þeirra sérhagsmunum. Yfir því sérhagsmunapoti tróna svo þingmenn og láta mola detta hér og þar til friðþægingar fyrir alla. Ávöxtur slíkrar framkvæmdastefnu er sparðatíningur út um allt kjördæm- ið sem verður ekki styrkur í heild fyrir byggðalögin. Nú er tími prófkjöra vegna al- þingiskosninga á vori komandi. Kjósandi góður, brýnt er að þú ger- ir faglega úttekt á kandídötum áður en þú raðar á framboðslista. Þá eiga að vega þyngra fundir og bein sam- skipti frambjóðandans við kjósend- Brýnt er, segir Snorri Aðalsteinsson, að kjósendur geri faglega úttekt á kandídötum áður en þeir raða á framboðslista. ur, en milljóna glæsiauglýsingar í stærstu blöðum landsins. Sæktu fundi með þátttakendum, spurðu og spjallaðu. Það er ekki einasta að þú verðir betur að þér um hugsanlegan frambjóðanda, heldur er það styrk- ur hans líka að hafa samband við sem flesta kjósendur. Ef verið er að kjósa um leiðtoga fyrir framboð í kjördæmi er allra hagur að sterkasti einstaklingurinn verði fyr- ir valinu. Hann verður að hafa bein í nefi til að framfylgja heildstæðri framkvæmdaáætlun öllum til hags- bóta. Fulltrúar okkar á hinu háa al- þingi, verða að setja höfuðið að veði og leggja til hliðar sérhagsmuna- hyggju heimabyggðarinnar. Þau eru jú altént þingmenn og -konur allra þegna kjördæmisins alltaf, ekki bara fyrir kosningar. Mjög brýnt að þau rækti tengslin við kjósendur allt kjörtímabilið. Höfundur er smábátasjómaður. Landsbyggðin og lýðræðið Snorri Aðalsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.