Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 37 LISTIR En Færeyjar eru ekki hluti af þeim heimi og stílbrigðin sem lista- menn þeirra velja sér - Parísarskóli eftirstríðsáranna - eru því síður hluti af þúsundáraríkinu. Þess vegna verður að telja það meirihátt- ar afturfór þegar Heinesen fer að mála nákvæmlega eins og Nicolas de Staél gerði fyrir hálfri öld. Ef ég man rétt var Heinesen miklu per- sónulegri og snöggtum tilþrifameiri á ofanverðum 8. áratugnum. Hið sama má segja um kollega hans. Þeir lofuðu allir góðu í upphafí 9. áratugarins þegar Norræna lista- miðstöðin dró þá saman í sýningu, sem hingað kom í salarkynni Norræna hússins. Einlægni skein úr hverju verki, enda voru Lanskoy, Vieira da Silva, Riopelle og aðrar „óheillakrákur" gamla Parísarskól- ans ekki búnar að hreiðra um sig í myndum þeirra. Hans Pauli Olsen er eini mynd- höggvarinn í hópnum. Þessi liðlega fertugi nemandi þeiiTa Willy 0r- skov og Bjarn Nprgaard er býsna stórskorinn í list sinni. Þannig sver hann sig fullkomlega í ætt við málarana, en mónumental stærðir og inntak virðist heilla alla þessa færeysku listamenn. Léttleiki 0r- skovs og húmor Norgaards er víðs fjarri Olsen. Svo virðist sem hann taki mun ákveðnara mið af dönsk- um póstmódernistum á borð við Henrik B. Andersen, Morten Stræde og 0ivind Nygárd. Líkt og þeir sver Olsen sig í þá sérdönsku hefð að halda höggmyndinni á plani minnisvarða í staðinn fyrir að tvístra henni einfaldlega í_ margar sjálfstæðar einingar. Útkoman verður vægast sagt þunglamaleg fyrir vikið. Andspænis listmálurunum átta standa vefararnir Astrid Andreasen og Tita Winther - finnsk að upp- runa - leirlistarmaðurinn Guðrið Poulsen og teiknarinn Rannvá Kunoy, langyngsti listamaðurinn í hópnum og að því best verður séð langvænlegasti fulltrúinn á sýning- unni. Konurnar sýna að vaxtar- broddurinn í færeyskri list er ekki lengur fólginn í stórskorinni hetju- list. Þótt verk þeirra brjóti vart blað hvað frumleik áhrærir leita þær í heilbrigðari og heillavænlegi'i áttir en karlpeningurinn. Þær hafa vinn- inginn vegna þess að list þein-a er snöggtum lágværari og hógværari en verk starfsbræðra þeirra. Hún er þar af leiðandi sannari. Af ofansögðu má sjá að færeysk samtímalist stendur á tímamótum. Það sem dugði svo vel og lengi hef- ur nú tapað flugi og misst allan fyrri sannfæringarkraft. Færeyjar eru ekki lengur þær saklausu drauma- eyjar sem þær voru fyrir nokki-um áratugum. Eins og frændur þeirra í norðri hafa Færeyingar lent í þroskandi erfiðleikum - efnahags- legum og stjórnmálalegum - sem rænt hefur þá náttúrulegri einfeldni sinni. Þess vegna geta færeyskir listamenn ekki haldið áfram að láta sem ekkert hafi breyst; að forsend- ur séu hinar sömu og þær voni fyrir hálfri öld. Því fyrr sem þeir snúa sér að því að túlka færeyska samtíð, þeim _mun skjótar megum við vænta endurreisnar færeyskrar samtíma- listar. mym- LIST/TOJVLIST BLðjKDIID TÆKIVI HALLDÓR ÁSGEIRSSON og SNORRI SIGFÚS BIRGISSON ÁKVEÐIN eftirvænting fylgii' ávallt tilraunum á borð við sam- vinnu þeirra Halldórs Asgeirssonar og Snorra Sigfúsar Birgissonai- á gangi Kjaivalsstaða. Það er ekki langt síðan fjallað var um hljóðlist á listasíðum Morgunblaðsins og getið merkilegra tilrauna listamanna og tónskálda til að bræða saman mymd- list og tónlist. Skriabin ög Schönberg voru meðal þeirra tónskálda sem gerðu tilraunir með tónlist í litum, meðan Kandinsky og Klee úr hópi myndlistarmanna sökktu sér ofan í hugmyndir um samruna mynd- og tónmáls. Meðfram endilöngum norður- veggnum er einfóld stólaröð þar sem gestir geta tyllt sér til að hlýða á im- pressjónísk tónaljóð Snorra Sigfúsar, Portrett nr. 1-7, sem höfundurinn leikur á flygilinn, í milli þess sem Halldór Asgeirsson gengur milli þriggja upplýstra glerkerja, sem tyllt er eins og fiskabúrum ofan á báts- laga hjólavagna, og blandar mislitu bleki í vatnið. Smám saman verða til fegurstu litbrigði sem ljóskastarar varpa upp á suðurvegg gangsins svo úr verða tímabundnar vatnslita- myndir. Um leið og litadýrðin stendur full- sköpuð rennir Snon-i Sigfús sér eftir nótnaborðinu og vekur upp kliðmjúka hljóma, nokkurs konar tónræna samsvörun endurkasts- mynda Halldórs. Ef málverk hans líkjast þeim stílbrigðum sem Green- berg kallaði „Post-painterly Abstraktion“, og Morris Louis og Helen Frankenthaler voru helstu fulltrúar fyrir, mætti skilgreina píanóverk Snorra Sigfúsar sem post- atónskan krómatisma. Reyndar minnir margt í Portrettum hans á Þrjú píanóstykki Schönbergs frá 1909, en tónsmíðar Snorra eru snöggtum impressjónískari og til- finningalegiá, enda eru þær tilraunir til mannlýsinga með tónum. Reyndar er eins og gjömingnum sé lokað með hljómdiski þeim sem Smekkleysa gefur út í nánum tengsl- um við Kjarvalsstaði. Þar er að finna píanóverk Snorra Sigfúsar, ásamt fagurri sýningarskrá Halldórs As- geirssonar; eins konar samantekt í bókarformi á samvinnu þeirra. Þar kemur reyndar betur í Ijós en á sjál- fri sýningunni hvert Halldór hvarflar huganum meðan hann litar vatnið sitt. Hafrótið umhverfis landið sem tekið hefur sinn toll af sjómönnum litar alla útgerðarsögu okkar. Ara- báturinn sem klýfur tilbúna ölduna á veröndinni við safnið og mannskap- urinn sem hoi-fir á, túlkaður með skuggamyndum á glerplötur, fá hljómrænan styrk frá mannlýsingum Snorra Sigfúsar og dæmið gengur upp. Þetta er heillandi tilraun til að vefa saman tóna og liti í einum gjömingi; á einum diski og í einni sýningarskrá. Næstu tvo sunnudaga; 13. og 20. des- ember - stundvíslega klukkan 17 - gefst gestum Kjarvalsstaða kostur á að upplifa merldlega samvinnu þess- ara tveggja listamanna. Af því skyldi enginn missa. Halldór Björn Runólfsson Jólatónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar SKÓLATÓNLEIKAR í Tónleika- skóla Hafnarfjarðar í Hásölum hefj- ast í kvöld, fimmtudag, kl. 20 á tón- leikum grunndeildar. Nemendur leika á ýmis hljóðfæri undir stjórn Helgu Bjargar Amardóttur. Miðvikudaginn 16. desember kl. 20 verða jólatónleikar miðdeildar. Fimmtudaginn 17. desember kl. 20 verða tónleikar framhaldsdeildar. Mánudag og þriðjudag, 14. og 15. desember, heldur forskólinn tón- leika og jólaball kl. 17. -------------- 800 söngraddir í Hafnarborg í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar verður á morgun, laugardag kl. 13 , tónlistardagskráin Syngjandi jól í Hafnarborg. Dagskráin er samvinnuverkefni Hafnarborgar og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Tuttugu og einn kór og sönghópur, alls um 800 manns koma fram og lýkur dagskránni kl. 20. HALLDÓR Ásgeirsson blandar bleki í eitt af búrum sínum. Snorri Sigfús Birgisson fylgist með við flygilinn, en hljóðfærið er hluti af skipan sýningarinnar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. HLUTHAFAFUNDUR Boðað er til hluthafafundar í Trygginga- miðstöðinni hf. og verður hann haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, fimmtudaginn 1 7. desember 1998 og hefst kl. 1 6:00. Dagskrá: Tillaga stjórnar um hlutafjárhækkun. Lögð verður fram tillaga um að hækka hlutafé félagsins um kr. 50.699.042, þannig að hlutafé hækki úr kr. 182.400.000 í allt að kr. 233.099.042. Hlutafjárhækkunina skal alla nýta til skipta á útistandandi hlutafé í Tryggingu hf., að nafnverði kr. 203.599.696, samkvæmt samkomulagi stjórna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf., sem gert var í nóvember 1998. Vikið er frá forkaupsrétti hluthafa til áskriftar að hinum nýju hlutum og hafa eigendur hlutafjár í Tryggingu hf. einir rétt til að skrifa sig fyrir aukningarhlutunum og greiða þá með hlutabréfum í Tryggingu hf. Tillaga stjórnar ásamt greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, hluthöfum til sýnis viku fyrir hluthafafundinn. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.