Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 34

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Reykjavíkur Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson FYRSTI samlestur á leikritinu Horft frá brúnni sem frumsýnt verður í janúar. Horft frá brúnni í samlestri HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Horft frá brúnni eftir Arthur Miller í þýð- ingu Sigurðar Pálssonar. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins um miðjan janúar. Sögusviðið er hafnarhveríi ítalskra innflytjenda í New York. Hafnarverkamaðurinn Eddie og eiginkona hans ganga Katrínu, systurdóttur konunnar, í for- eldrastað. Þegar fram líða stund- ir og Katrín verður ástfangin af ungum Itala blossar upp afbrýði- semi í Eddie og það rennur upp fyrir honum að tilfinningar hans í garð Katrfnar eru flóknari en hann hafði gert sér grein fyrir. Hann einsetur sér að skilja elskendurna að. Með hlutverk ungu elskend- annna fara Marta Nordal og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Með önnur hlutverk fara: Eggert Þorleifsson (Eddie), Ari Matthí- asson, Ellert A. Ingimundarson, Hanna María Karlsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann G. Jó- hannsson^ Jón J. Hjartarson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þórhallur Gunn- arsson. Hljóð annast Ólafur Örn Tlioroddsen, lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson, búninga Helga I. Stefánsdóttir, leikmynd Stígur Steinþórsson. Leikstjóri er Krist- ín Jóhannesdottir. Norræn jólasýn- ing í New York ÍSLENSK leikkona, Sigrún Gylfadóttir, leikur annað aðalhlut- verkanna í jólasýning- unni Christmas Revels sem færð er upp árlega í New York. Þátttakendur í sýningunni eru um 100, leikarar, söngvar- ar, dansarar og hljóð- færaleikarar, og eru flestir af norrænum uppruna. Efni sýning- arinnar er fengið frá Norðurlöndunum, þættir úr finnska þjóð- kvæðabálknum Ka- levala, ásamt norsk- um, dönskum, íslensk- um og sænskum sög- um, söngvum og kvæðum. Sigrún Gylfadóttir nam leiklist í New York við American Academy of Dramatic Arts og New York University. Hún hefur starfað hérlendis undanfarin ár og tekið þátt í leiksýningum í Þjóðleikhús- inu, Kaffileikhúsinu og með ýms- um leikhópum. Sigrún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún væri í hlutverki annars tveggja sögu- manna sem tengja hin fjölmörgu atriði sýningarinnar saman í tali og tónum. „Mér bauðst þetta hlut- verk í Christmas Revels þar sem leikstjórinn er fyrrverandi kenn- ari minn og var að leita að leikkonu með norrænan uppruna. Þetta er fjölskyldusýning sem nýtur mjög mikilla vinsælda og margir koma ár eftir ár með börn- in sín og barnabörnin. A hverju ári er efni sýningarinnar valið úr menningararfi tiltek- inna þjóða eða heims- hluta og þátttakendur eru valdir með tilliti til þess. Langflestir sem taka þátt í sýn- ingunni núna eru af norrænum uppruna og svo er í henni hóp- ur söngvara og dans- ara frá Karelíu í Finn- landi sem setja mjög skemmtilegan svip á hana.“ Sigrún segir að Revels-sýningamar séu ekki bundnar við jólin eingöngu og séu settar upp víðsvegar um Bandaríkm árið um kring. „I New York hefur skapast sú hefð að Revels-sýningin er alltaf rétt fyrir jólin og tengist jólunum. Margt af því skandinavíska efni sem notað er í sýningunni núna tengist þeim fallega sið að fagna rísandi sól á nýju ái'i. Frá Islandi er sungið kvæðið Ólafur Liljurós á kröftugii íslensku með sterkum bandarísk- um hreim en allir söngtextar em sungnir á frummálinu." Sýningarstaðurinn er ekki af verri endanum, gamalt virðulegt leikhús á Broadway, Symphony Space heitir það og tekur nær 700 manns í sæti. Framsýt verður í kvöld en alls verða sýningarnar sex talsins nú um helgina og er uppselt á þær allar. „Það er virkilega gam- an að taka þátt í þessu og upplifa jólastemmninguna hérna í New York,“ segir leikkonan Sigi'ún Gylfadóttir. SIGRÚN Gylfadóttir leikkona leikur í jóla- sýningu Christmas Revels í New York. Ingveldur Yr og kór Landakirkju INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzosópran, syngur einsöng með Kór Landakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 20.30, á árlegum jólatónleikum kórsins. Ingveld- ur Ýr mun einnig flytja einsöngs- lög við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar, orgelleikara og stjómanda kórsins. Einnig koma fram á tónleikunum Védís Guð- mundsdóttir, sem leikur á þver- flautu, og Elísa Guðjónsdóttir, sem leikur á altflautu. Flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Helga S. Ólafsson, G.F. Handel, L. Luzze o.fl. Aðgöngumiðar, kr. 800, verða seldir við innganginn. -------------- Máradans á Súfistanum PÉTUR Jónasson gítarleikari kynnir nýútkomna plötu sína, Máradans, á kaffihúsi Súfist- ans, Strandgötu í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld, fóstu- dag. Á morgun, laugardag kl. 15, kynnir hann plötuna á Súfist- anum við Lauga- veg. Á plötunni leikur Pétur þekkt lög frá gullaldartíma spænskrar gítartónlistar. LEV Andre Vykopal við verk sitt. Vinnustofusýn- ing í Hafnarborg BRESK-bandaríski listmálarinn Lev Andre Vykopal opnar vinnnu- stofu sína almenningi kl. 16 á morg- un, laugardag. Listamaðurinn dvelur nú í lista- mannaíbúð og starfar í vinnustof- unni í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á vinnustofunni mun hann sýna „verk í þróun“, en þau hefur hann unnið á þeim þremur mánuðum sem hann hefur dvalið á íslandi. Hinn 27 ára gamli Vykopal er menntaður í myndlist frá Lundúna- háskóla og Brighton og hefur sýnt verk sín í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Seinasta sýning hans var afrakstur 18 mánaða dvalar í glei'verksmiðjum í Bretlandi. Verkefnið sem listamaðurinn er nú að vinna að nefnist „Nomad“ (Hirðingi) og er það blanda mál- verks og þrívíðrar myndlistar. Þar er áherslan lögð á hugtakið „Genus Locki“ eða Staðarsálina og lista- maðurinn hefur unnið að þessu verkefni á ýmsum stöðum frá Vest- mannaeyjum til Akureyrar. „Nomad“ (Hirðingi) á að vera far- andsýning (frá árinu 2000) þar sem hreyfmg eða flutningur verkanna er samofm hugmyndinni á bak við þau. Listamaðurinn mun einnig vinna að þessu verkefni á Italíu, í Englandi og Oman. Sýningin er opin á morgun, laug- ardag og sunnudag kl. 15-18. Listaverk- smiðja í Gateshead KYNNTAR hafa verið teikningar og fyrirætlanir um nýja listamið- stöð í Gateshead, systurborg Newcastle, í norðausturhluta Englands, sem nefnist Baltic. Um er að ræða alþjóðlega listamið- stöð sem opnuð verður árið 2001. Vonast aðstandendur hennar til þess að hún muni marka tímamót í rekstri slíkra miðstöðva, þar sem frekar sé um listaverksmiðju en Jistasafn að ræða. Áhersla verður lögð á að fela listamönnum ákveðin verkefni, þeim verður boðin gisti- og vinnuaðstaða en gestum mið- stöðvarinnar gefst þá kostur á því að fylgjast að einhverju leyti með verkunum verða til. Til þess að svo megi verða er Iögð áhersla á að miðstöðin verði op- in, nánast „gegnsæ". Hún er byggð inn í gamla hveitimyllu og verður reynt að tengja hið gamla og nýja hlutverk hússins eins og þess er kostur. Fimm sýningar- salir verða í miðstöðinni hver með sínu sniði, auk margmiðlun- armiðstöðvar, fyrirlestrarsalar, kennslustofa, sýningartjalds, op- ins vinnurýmis og rýmis fyrir uppákomur. Yfirmaður listamiðstöðvarinn- ar er Sune Nordgren en upp- bygging hennar og rekstur verða að mestu ijármögnuð af breska ríkinu og svæðaþróunarsjóði Evrópusambandsins. Kostnaður við breytingar á húsinu og rekst- ur fyrstu fimm árin er áætlaður 45,7 milljónir punda, um 5,4 milljarðar ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.