Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Reykjavíkur Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson FYRSTI samlestur á leikritinu Horft frá brúnni sem frumsýnt verður í janúar. Horft frá brúnni í samlestri HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Horft frá brúnni eftir Arthur Miller í þýð- ingu Sigurðar Pálssonar. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins um miðjan janúar. Sögusviðið er hafnarhveríi ítalskra innflytjenda í New York. Hafnarverkamaðurinn Eddie og eiginkona hans ganga Katrínu, systurdóttur konunnar, í for- eldrastað. Þegar fram líða stund- ir og Katrín verður ástfangin af ungum Itala blossar upp afbrýði- semi í Eddie og það rennur upp fyrir honum að tilfinningar hans í garð Katrfnar eru flóknari en hann hafði gert sér grein fyrir. Hann einsetur sér að skilja elskendurna að. Með hlutverk ungu elskend- annna fara Marta Nordal og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Með önnur hlutverk fara: Eggert Þorleifsson (Eddie), Ari Matthí- asson, Ellert A. Ingimundarson, Hanna María Karlsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann G. Jó- hannsson^ Jón J. Hjartarson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þórhallur Gunn- arsson. Hljóð annast Ólafur Örn Tlioroddsen, lýsingu Ögmundur Þór Jóhannesson, búninga Helga I. Stefánsdóttir, leikmynd Stígur Steinþórsson. Leikstjóri er Krist- ín Jóhannesdottir. Norræn jólasýn- ing í New York ÍSLENSK leikkona, Sigrún Gylfadóttir, leikur annað aðalhlut- verkanna í jólasýning- unni Christmas Revels sem færð er upp árlega í New York. Þátttakendur í sýningunni eru um 100, leikarar, söngvar- ar, dansarar og hljóð- færaleikarar, og eru flestir af norrænum uppruna. Efni sýning- arinnar er fengið frá Norðurlöndunum, þættir úr finnska þjóð- kvæðabálknum Ka- levala, ásamt norsk- um, dönskum, íslensk- um og sænskum sög- um, söngvum og kvæðum. Sigrún Gylfadóttir nam leiklist í New York við American Academy of Dramatic Arts og New York University. Hún hefur starfað hérlendis undanfarin ár og tekið þátt í leiksýningum í Þjóðleikhús- inu, Kaffileikhúsinu og með ýms- um leikhópum. Sigrún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún væri í hlutverki annars tveggja sögu- manna sem tengja hin fjölmörgu atriði sýningarinnar saman í tali og tónum. „Mér bauðst þetta hlut- verk í Christmas Revels þar sem leikstjórinn er fyrrverandi kenn- ari minn og var að leita að leikkonu með norrænan uppruna. Þetta er fjölskyldusýning sem nýtur mjög mikilla vinsælda og margir koma ár eftir ár með börn- in sín og barnabörnin. A hverju ári er efni sýningarinnar valið úr menningararfi tiltek- inna þjóða eða heims- hluta og þátttakendur eru valdir með tilliti til þess. Langflestir sem taka þátt í sýn- ingunni núna eru af norrænum uppruna og svo er í henni hóp- ur söngvara og dans- ara frá Karelíu í Finn- landi sem setja mjög skemmtilegan svip á hana.“ Sigrún segir að Revels-sýningamar séu ekki bundnar við jólin eingöngu og séu settar upp víðsvegar um Bandaríkm árið um kring. „I New York hefur skapast sú hefð að Revels-sýningin er alltaf rétt fyrir jólin og tengist jólunum. Margt af því skandinavíska efni sem notað er í sýningunni núna tengist þeim fallega sið að fagna rísandi sól á nýju ái'i. Frá Islandi er sungið kvæðið Ólafur Liljurós á kröftugii íslensku með sterkum bandarísk- um hreim en allir söngtextar em sungnir á frummálinu." Sýningarstaðurinn er ekki af verri endanum, gamalt virðulegt leikhús á Broadway, Symphony Space heitir það og tekur nær 700 manns í sæti. Framsýt verður í kvöld en alls verða sýningarnar sex talsins nú um helgina og er uppselt á þær allar. „Það er virkilega gam- an að taka þátt í þessu og upplifa jólastemmninguna hérna í New York,“ segir leikkonan Sigi'ún Gylfadóttir. SIGRÚN Gylfadóttir leikkona leikur í jóla- sýningu Christmas Revels í New York. Ingveldur Yr og kór Landakirkju INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzosópran, syngur einsöng með Kór Landakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 20.30, á árlegum jólatónleikum kórsins. Ingveld- ur Ýr mun einnig flytja einsöngs- lög við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar, orgelleikara og stjómanda kórsins. Einnig koma fram á tónleikunum Védís Guð- mundsdóttir, sem leikur á þver- flautu, og Elísa Guðjónsdóttir, sem leikur á altflautu. Flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Helga S. Ólafsson, G.F. Handel, L. Luzze o.fl. Aðgöngumiðar, kr. 800, verða seldir við innganginn. -------------- Máradans á Súfistanum PÉTUR Jónasson gítarleikari kynnir nýútkomna plötu sína, Máradans, á kaffihúsi Súfist- ans, Strandgötu í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld, fóstu- dag. Á morgun, laugardag kl. 15, kynnir hann plötuna á Súfist- anum við Lauga- veg. Á plötunni leikur Pétur þekkt lög frá gullaldartíma spænskrar gítartónlistar. LEV Andre Vykopal við verk sitt. Vinnustofusýn- ing í Hafnarborg BRESK-bandaríski listmálarinn Lev Andre Vykopal opnar vinnnu- stofu sína almenningi kl. 16 á morg- un, laugardag. Listamaðurinn dvelur nú í lista- mannaíbúð og starfar í vinnustof- unni í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á vinnustofunni mun hann sýna „verk í þróun“, en þau hefur hann unnið á þeim þremur mánuðum sem hann hefur dvalið á íslandi. Hinn 27 ára gamli Vykopal er menntaður í myndlist frá Lundúna- háskóla og Brighton og hefur sýnt verk sín í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Seinasta sýning hans var afrakstur 18 mánaða dvalar í glei'verksmiðjum í Bretlandi. Verkefnið sem listamaðurinn er nú að vinna að nefnist „Nomad“ (Hirðingi) og er það blanda mál- verks og þrívíðrar myndlistar. Þar er áherslan lögð á hugtakið „Genus Locki“ eða Staðarsálina og lista- maðurinn hefur unnið að þessu verkefni á ýmsum stöðum frá Vest- mannaeyjum til Akureyrar. „Nomad“ (Hirðingi) á að vera far- andsýning (frá árinu 2000) þar sem hreyfmg eða flutningur verkanna er samofm hugmyndinni á bak við þau. Listamaðurinn mun einnig vinna að þessu verkefni á Italíu, í Englandi og Oman. Sýningin er opin á morgun, laug- ardag og sunnudag kl. 15-18. Listaverk- smiðja í Gateshead KYNNTAR hafa verið teikningar og fyrirætlanir um nýja listamið- stöð í Gateshead, systurborg Newcastle, í norðausturhluta Englands, sem nefnist Baltic. Um er að ræða alþjóðlega listamið- stöð sem opnuð verður árið 2001. Vonast aðstandendur hennar til þess að hún muni marka tímamót í rekstri slíkra miðstöðva, þar sem frekar sé um listaverksmiðju en Jistasafn að ræða. Áhersla verður lögð á að fela listamönnum ákveðin verkefni, þeim verður boðin gisti- og vinnuaðstaða en gestum mið- stöðvarinnar gefst þá kostur á því að fylgjast að einhverju leyti með verkunum verða til. Til þess að svo megi verða er Iögð áhersla á að miðstöðin verði op- in, nánast „gegnsæ". Hún er byggð inn í gamla hveitimyllu og verður reynt að tengja hið gamla og nýja hlutverk hússins eins og þess er kostur. Fimm sýningar- salir verða í miðstöðinni hver með sínu sniði, auk margmiðlun- armiðstöðvar, fyrirlestrarsalar, kennslustofa, sýningartjalds, op- ins vinnurýmis og rýmis fyrir uppákomur. Yfirmaður listamiðstöðvarinn- ar er Sune Nordgren en upp- bygging hennar og rekstur verða að mestu ijármögnuð af breska ríkinu og svæðaþróunarsjóði Evrópusambandsins. Kostnaður við breytingar á húsinu og rekst- ur fyrstu fimm árin er áætlaður 45,7 milljónir punda, um 5,4 milljarðar ísl. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.