Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gunnar I. Birgisson forseti bæjarstjórnar Kópavogs Skuldir bæjarins greiddar nið- ur um 100 milljónir á næsta ári Skatttekjur á hvern íbúa hafa aukist FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs- bæjar fyrir árið 1999 gerir ráð fyr- ir að heildarskatttekjur bæjar- sjóðs verði um 3,5 milljarðar á næsta ári en að frádregnum rekstri málaflokka með vöxtum verði þær tæplega 900 milljónir króna. Til samanburðar verða heildarskatttekjur þessa árs sam- kvæmt áætluninni tæplega 3,1 milljarður en að frádregnum rekstri málaflokka verður rekstr- arafgangur tæpar sjö hundruð milljónir króna. Gunnar I. Birgis- son formaður bæjarráðs Kópa- vogs segist ánægður með áætlað- an tekjuafgang bæjarsjóðs á næsta ári og skýrir hann m.a. með fjölgun íbúa bæjarins og með aðhaldi í rekstri. Fjárhagsáætlun- in hefur þegar komið til fyrri um- ræðu hjá bæjarstjórn Kópavogs en búist er við síðari umræðu í næsta mánuði. Samkvæmt áætluninni verða íbúar Kópavogs um 22.550 í lok næsta árs en eru nú um 21.376. Heildarskuldir bæjarsjóðs eru áætlaðar á næsta ári um 4,8 millj- arðar en að sögn Gunnars er stefnt að því að þær skuldir verði greidd- ar niður um 100 milljónir ki'óna. Á þessu ári séu heildarskuldir á hvern íbúa áætlaðar um 229 þúsund krónur en miðað sé við að þær verði um 216 þúsund í lok næsta árs. Að sögn Gunnars er Kópavogs- bær betur settur fjárhagslega en mörg önnur sveitarfélög svipaðrar stærðar og telur hann að um 900 milljóna króna tekjuafgang bæjar- sjóðs megi m.a. rekja til aðhalds í rekstri, eins og fyrr segir, og þess að sífellt fleiri flytji til bæjarins, einkum ungt fólk með háar tekjur. Hann segir að fyrir níu árum hafi skatttekjur sveitarfélagsins á hvern íbúa verið um 20% lægri en í Reykjavík en nú hafí skatttekjur á hvern íbúa í Kópavogi á hinn bóg- inn aukist. Eftir sem áður sé hins vegar vel haldið utan um rekstur- inn. „Við reynum að nýta skattpen- ingana eins vel og við getum þannig að skattborgarinn fái þá til baka í góðri þjónustu og góðu bæjarfélagi, góðu umhverfi, góðum götum, göngustígum og skólum,“ ítrekai- hann. I því sambandi bend- ir hann á að gert sé ráð fyrir að 2,3 milljarðar króna fari í rekstur málaflokka án vaxta á næsta ári en að það séu um 66,4% af heildar- skatttekjum bæjarsjóðs. Til sam- anburðar hafi rekstur málaflokka verið 66,5% af heildarskatttekjum bæjarins á því ári sem senn er íiðið og 67,3% á árinu 1996. Það bendi til þess að rekstur bæjarins hafi verið nokkuð stöðugur síðustu árin. Ef eitthvað hafí hann lækkað hlut- fallslega af heildarskatttekjum bæjarins. Nýr leikskóli á næsta ári Sé litið nánar á einstaka mála- flokka kemur í ljós að stærsti hluti rekstrarkostnaðar bæjarins fari í málefni sem snúa að félagsþjón- ustu annars vegar og fræðslumál- um hins vegar. Áætlað er að verja um 561 milljón króna í fyrmefnda málaflokkinn á næsta ári en undir hann heyrir m.a. félagsmálastofn- un og húsnæðisnefnd Kópavogs- bæjar en auk þess leikskólar bæj- arins. Þá er áætlað að verja um 1,1 milljarði króna í síðamefnda mála- flokkinn en undir hann heyra m.a. grannskólar bæjarins. Séu fleiri málaflokkar skoðaðir kemur í ljós að áætlað er að verja um 144,6 milljónum króna til æskulýðs,- for- vamar- og íþróttamála, 64,5 millj- ónum til skipulags- og bygg- ingamála, um 60 milljónum til al- menningsgarða og útivistar og um 45,8 milljónum til götu-, holræsis- og umferðarmála. Gunnar bendir á að búið sé að einsetja alla grannskólana í Kópa- vogi en næsta verkefni sé að byggja nýja skóla; grann- og leikskóla, í hverfunum sem nú séu að rísa í bænum. Hann segir til að mynda að ætlunin sé að taka í notkun einn nýjan leikskóla á hverju ári á næstu fjóram áram og að sá fyrsti verði opnaður í Linda- hverfí í október 1999. í þeim skóla sé gert ráð íýrir 120 leikskólapláss- um. Þá segir hann m.a. að áfram sé stefnt að byggingu grannskóla í Lindahverfi sem taka eigi í notkun árið 2001. Af fleiri framkvæmdum nefnir Gunnar m.a. að verið sé að ljúka við að endurleggja gömlu göturnar í Kópavogi og þá sé m.a. verið að gera átak í lagningu göngustíga, frágangi skólalóða og íþrótta- svæða. Þá sé stefnt að gatnagerð í nýjum hverfum á næsta ári og enn- fremur miðað við að ljúka gerð hol- ræsafráveitu sem dæla eigi skólpi í sameiginlega fráveitu út fyrir Ák- urey. Sjötíu milljónum verður varið í þær framkvæmdir og segir Gunn- ar að með því verði fjörur Kópa- vogs loksins hreinar. Andlát ALBERT JÓHANNSSON ALBERT Jóhannsson, kennari og fyrrverandi formaður Landssam- bands hesta- mannafélaga og rit- stjóri Hestsins okkar, er látinn, 72 ára að aldri. Albert fæddist 25. september 1926 að Teigi í Fljótshlíð, son- ur hjónanna Jóhanns Jenssonar bónda og Margrétar Alberts- dóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1946 og Kennaraprófi árið 1948 auk þess sem hann lauk kennaranám- skeiðum í Danmörku og Svíþjóð á næstu áram. Hann var skólastjóri bamaskóla Laugardals árið 1948- 49 og kennari við Héraðsskólann að Skógum frá 1949. Albert sat í hreppsnefnd Eyja- fjallahrepps frá 1962, var oddviti Áustur-Eyjafjallahrepps frá 1978 og tók sæti í prófastsdæmisráði Rangárvallaprófastsdæmis árið 1979. Hann var varaformaður Landssambands hestamannafélaga árin 1964-69 og formaður frá 1969- 81. Einnig var hann formaður klúbbsins Öruggur akstur í Rangárvallasýslu frá 1968-82 og sat í stjórnum hrossaræktar- og hestamannasamtaka um árabil. Albert skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, aðallega um skólamál og hesta- mennsku, auk þess sem ljóð birtust eftir hann í safnritinu Rangæsk ljóð árið 1968. Hann sat í rit- nefnd tímarits Lands- sambands hesta- manna, Hesturinn okkar, frá 1969 og var ritstjóri frá árinu 1982. Einnig skrifaði hann bækurnar Hesturinn minn, handbók fyrir hestamenn, 1979; Sprett úr spori, kennslubók fyrir byrjendur í hestamennsku, 1979; Leiftur liðinna daga, safnrit úr Hestinum okkar, 1987; Handbók íslenskra hestamanna, 1991, og Fjörið blikar augum í, safn hesta- vísna, 1992. Albert tók þátt í nokkram sam- sýningum og hélt einkasýningar á málverkum sínum af íslenska hest- inum meðal annars. Auk þess liggja eftir hann nokkur sönglög og textar. Hann kvæntist Guðrúnu Erlu Þorbergsdóttur árið 1955 og eign- uðust þau fimm böm, fjögur þeirra eraálífi. Morgunblaðið/Björn Björnsson ASGRIMUR Signrbjörnsson, Birgir Gunnarsson, og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ganga frá samningnum. A Abyrgð í höndum heimamanna Sauðárkróki. Morgunbiaðið INGIBJORG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri og Asgrímur Sigurbjörnsson, stjórnar- formaður Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki, undirrituðu í gær sam- starfssamning þessara tveggja stofnana. Nær samningurinn til reksturs og þjónustu Heilbrigðis- stofnunarinnar næstu þrjú árin, og er árlegt viðmiðunarframlag til rekstursins að frádregnum sértekj- um 403 milljónir króna. Framlag rík- isins greiðist mánaðarlega með jöfn- um greiðslum. Skýrt er kveðið á í samningnum hvaða þjónustu skuli veita bæði á sjúkrasviði og heilsugæslusviði. I byrjun næsta árs er stofnuninni gert að leggja fram stefnumótandi áætlun um helstu verkefni og áhersl- ur til næstu þriggja ára, en áætlunin er endurskoðuð árlega. Þá skal Heil- brigðisstofnunin skila ráðuneytinu ár- lega skýrslu, þar sem fram kemur mat á árangri, auk rekstrar- og efna- hagsreiknings.Að Iokinni undirskrift ávarpaði ráðherra viðstadda og óskaði heimamönnum og ráðuneytinu til hamingju með þennan nýja samning,. Þá afhenti ráðherra gjafabréf, sem framkvæmdastjóri veitti við- töku, en þar kom fram að ráðuneytið færði Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks eina milljón króna sem viður- kenningu fyrir góðan rekstur. Birgir Gunnarsson framkvæmda- stjóri sagði að hér væri merkum áfanga náð, því nú væri búið að skil- greina hlutverk stofnunarinnar og einnig að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefði um framtíð hennar, þar sem bæði fagleg og fjárhagsleg ábyrgð væri nú í höndum heimamanna. Landssíminn undrast kæru Islandia Internets KÆRA Islandia Intemets ehf. til Samkeppnisstofnunar þess efnis að ókeypis netþjónusta Landssímans og dótturfyi-irtækis hans, Skímu ehf., verði bönnuð í lengif eða skemmri tíma í krafti stærðar sinn- ar og yfirráða yfir símkerfi landsins vekur undrun forráðamanna Lands- símans. Segir Ólafur Þ. Stephensen talsmaður Landssímans að kæran sé tilefnislaus því viðskiptahættir fyrirtækisins á netmarkaðnum séu í megindráttum þeir sömu og við- skiptahættir keppinautanna, þar á meðal Islandia Internets ehf. „Það er í meira lagi sérkennilegt þegar Islandia fer fram á bráða- birgðaákvörðun um að banna tilboð á Internet-áskrift, sem hafa við- gengist á þessum markaði mánuð- um saman,“ segir Ólafur. „Við skiljum ekki hví ætti að vera tilefni til aðgerða samkeppnisyfir- valda á markaði þar sem er virk samkeppni sem er að skila tvennu, þ.e. að Internetið er útbreiddara á Islandi en nokkurs staðar annars staðar og að neytendur hafa aðgang að því á verði sem er lægra en tíðkast víðast hvar annars staðar," segir Ólafur. I kærunni koma fram upplýsing- ar um markaðshlutdeild Lands- símans, sem Ólafur telur að séu rangar. „Þær era ekki rökstuddar með neinum heimildum. Við teljum sömuleiðis að það séu engin rök til þess að slá saman markaðshlutdeild Landssímans annars vegar og Skímu hins vegar því fyrirtækin eru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Landssíminn hefur í kringum 20% markaðshlutdeild á heimilis- markaði eða svipað og Islandia og Skíma hefur um 10% hlutdeild til viðbótar. Við getum ekki séð að þetta sé markaðsráðandi staða í skilningi samkeppnislaga og það sé nein réttlæting fyrir því að hefja að- gerðir gegn Landssímanum eða Skírnu," segir Ólafur. -------------- Minni skaði en óttast var TÖLVUVÍRUS, sem lesendur voru varaðir við fyrir jólin, olli ekki eins miklum skaða og óttast var en vírus þessi, sem nefnist W32.CIH.spacef- iller; telst óvenju skaðlegur. „Átta af hverjum tíu vélum sem hafa komið inn til okkar eftir jól eru með vírusinn. Aukningin af sýktum tölvum hjá okkur er þó ekki mikil og við teljum okkur hafa náð að gera fólki viðvart og komið í veg fyrir enn meiri skaða,“ sagði Björn Davíðsson hjá Internetþjónustu Snerpu. Skaði sá er vírusinn CIH olli var mismikill en í versta falli þurfti að skipta um svokallað móð- urborð í tölvunum. Vírusinn getur leynst í tveimur skrám, Hohoho.exe og Snowm- an.exe, sem voru í umferð í tölvupósti nú fyrir jólin. Hann fer í gang 26. hvers mánaðar og þeir sem ekki hreinsuðu tölvur sínar með vírusvarnarforriti og höfðu sýkta skrá urðu fyrir tjóni með því að setja tölvur sínar í gang hinn 26. desember. „Þessi tiltekni forritsbútur er mjög kænlega skrifaður að því leyti að hann bætir sér ekki fyrir framan eða aftan forritið heldur inn í auð bil í því. Skráin sem slík stækkar því ekki og því getur verið mjög erfitt að sjá hvort forritið er sýkt af þess- um vírus eða ekki. Þetta eðli gerir þennan vírus mjög óeðlilegan og erfiðan viðureignar," sagði Björn. Þeir sem ekki ræstu tölvur sínar á annan í jólum og eru með CIH- vírusinn í forritum hjá sér hafa um tvo kosti að velja. Annars vegar að láta hreinsa tölvurnar eða hvíla þær framvegis hinn 26. hvers mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.