Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Skattlagning lífeyris- sjóðstekna og skerðing bóta hjá hjónum HINN 3. október sl. birtist gi-ein eftir mig í Morgunblaðinu, sem fjallaði um tvo einstak- linga, sem komnir voru á ellilífeyri. Ég gat þess, að á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara hefði verið samþykkt tillaga um, að fara skyldi með 2/3 hluta líf- eyrissjóðstekna eins og fjármagnstekjur. Trygginga- stærðfræðingur hafði reiknað út, að 2/3 hlut- ar af lífeyiissjóðs- gi’eiðslum, miðað við Margrét H. Sigurðardóttir 3,5% raunávöxtun, væru vaxtatekj- ur og 1/3 greidd iðgjöld lífeyris- sjóðsþega. Hvers vegna erum við látin gi-eiða 39,02% í skatt af vaxta- tekjum, þegar aðrir greiða 10%? Nú ætla ég að taka fyrir tvenn hjón á sama hátt og ég gerði með einstaklingana áður. Lítum á töflu I. Laun og helming- ur fjáiTnagnstekna skerða ellilíf- eyri. Frítekjumarkið er 91.048 kr., svo báðir aðilar fá fullan ellilífeyri. Allar tekjur nema tryggingabæt- ur skerða tekjutryggingu, þó aðeins helmingur fjármagnstekna. Hjón, sem eru með greiðslur úr lífeyi’is- sjóði, fá fulla tekjutryggingu, ef tekjur að frádregnum bótum eru ekki hærri en 20.452 kr. hjá hvoru. 45% af tekjum, sem umfram eru, skerða tekjutrygginguna og hún fer í 0, ef tekjurnar eru 82.283 kr. eða hærri hjá hvoru hjóna. í desember er greidd 30% uppbót, sem reiknast bara af tekjuti-yggingu, heim- ilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Þar sem tekjur hvors hjóna I ná ekki 92.529 kr. geta þau átt rétt á uppbót, ef þau þurfa að greiða fyrir lyf eða annan sjúkra- kostnað. Af því að hjón I eru með óskerta tekju- tryggingu fá þau hvort um sig 75% endur- greidd í tannviðgerð- í töflu II, sem ég vona að eigi eft- ir að verða að raunveruleika, er farið með 2/3 hluta lífeyrissjóðs- greiðslnanna eins og fjármagnstekj- ur. Af þeim hluta er greiddur 10% skattur í stað 39,02%, og aðeins helmingur þess hluta skerðir nú tekjutryggingu. Svo hjón II eru nú komin með skerta tekjutryggingu og örlitla desemberuppbót. Þá fá þau einnig 50% af kostnaði vegna tannviðgerða endurgreidd. Það er augljóst, að ráðstöfunartekjur hvors um sig mundu hækka um 25-30 þúsund krónur á mánuði við þessa breytingu. Það er mikið réttlætismál fyrir okkur eldri borgara, að skattamálin •TAFLAII: DESEMBER 1998 Sörnu tvenn hjón, en farið er með 2/3 lífeyrissjóðstekna eins og fjármagnstekjur. Aðeins helmingur fjármagnstekna skerðir tekjutryggingu Hjón I Hjón II Mism. Innborganir kr. 6.817 kr. 27.428 kr. 20.611 Vaxtatekjur 2/3 13.635 54.855 41.220 1/2 lífeyrissjóðsgreiðslur 20.452 82.283 61.831 Ellilífeyrir 13.611 13.611 0 Tekjutrygging 27.824 12.343 -15.481 Desemberuppbót 30% 8.347 3.703 -4.644 Uppbót á lífeyri 40% 6.049 0 -6.049 76.283 111.940 35.657 Skattur 39,02% -1.085 0 1.085 Skattur 10 % -1.364 -5.486 -4.122 Samtals: 73.834 106.454 32.620 Tannviðgerðir 12.000 kr. Greiðsla Tryggst. 75% 9.000 6.000 -3.000 Afsl. af dagblaði 50% 900 0 -900 Alls 83.734 112.454 28.720 verði leiðrétt sem fyrst og við greiðum 10% skatt af 2/3 hlutum, sem við fáum í lífeyrissjóðsgreiðsl- ur en ekki 39,02%. Hver er munur- um, og ennfremur greiða þau aðeins helming af áskriftargjaldi dagblaðs vegna þess, að þau eru með óskerta tekjutryggingu. Hjón II, sem hafa greitt í lífeyris- Ég fagna tillögum eldri sjálfstæðismanna, segir Margrét H. Sigurðar- dóttir, sem vísa veg til réttrar áttar. sjóði í tugi ára, eru litlu betur sett, þegar upp er staðið. Ráðstöfunar- tekjur þeirra hvors um sig eru aðeins 2.059 kr. hærri á mánuði. Er von að maður spyrji, hvers vegna borgaði maðm- í lífeyrissjóð? TAFLAI: DESEMBER 1998 Tvenn hjón, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðsgreiðslur Hjón I kr. 40.904 Hjón II kr. 164.566 Mism. kr. 123.662 1/2 lífeyrissjóðsgreiðslur 20.452 82.283 61.831 Ellilífeyrir 13.611 13.611 0 Tekjutrygging 27.824 0 -27.824 Desemberuppbót 30% 8.347 0 -8.347 Uppbót 40% 6.049 0 -6.049 Skattur 39,02% 76.283 -6.406 95.894 -14.058 19.611 -7.652 Samtals: 69.877 81.836 11.959 Tannviðgerðir 12.000 kr. Greiðsla Tryggingast. 75% 9.000 0 -9.000 Afsl. af dagblaði 50% 900 0 -900 Alls 79.777 81.836 2.059 inn á því, að fá vaxtatekjur úr banka eða lífeyrissjóði? Hvað ætla stjórnvöld að gera fyrir okkur á ári aldraðra? Það er ekki nóg að halda ræður, tala um góðæri og kenna nokkrum öldruðum einstaklingum á tölvur, þegar margir ellilífeyrisþegar eru með tekjur undir fátæktarmörkum og ekkert er gert til að lagfæra það. Við eldri borgarar munum fylgjast vel með. Hvað verður gert til að hækka tekjur okkar og bæta hag okkar á næstu mánuðum? Að lokum vil ég fagna tillögu Samtaka eldri sjálfstæðismanna, sem borin var fram á aðalfundi þeirra nú fyrir skömmu og samþykkt. Hún felur í sér, að allir landsmenn 67 ára og eldri fái 80.000 kr. á mánuði hver í eftirlaun frá almannatryggingum óháð tekj- um og hjúskaparstétt. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaforniaður Félags eldri borgara í Reykjavik. Er þetta boðlegt? í SÍÐUSTU viku lagði heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Ingibjörg Pálmadótt- ir, fram á Alþingi frumvarp um breyt- ingar á almanna- tryggingalögunum og hélt af því tilefni blaðamannafund og fór nokkuð mikinn. Okkur, sem störfum í samtökum eldri borgara, finnst eitt og annað athugavert við framgang þess- ara mála og æði margt sem miklu betur mætti fara. Fyrst er þar að telja undirbúning málsins. Við höfum verið að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og þingflokka undanfarn- ar vikur og okkar sjónarmið eru fyrst og fremst þau, að bæta veru- lega stöðu þeirra, sem einvörðungu verða að lifa af framlögum frá Tryggingastofnun ríkisins, en án minnsta vafa er það sá hópur eftir- launaþega sem verst er settur. Við höfðum verið að vona - og héldum satt best að segja að það væri í þágu bæði þeirra, sem eftirlaun- anna eiga að njóta og ríkisins - að eitthvert samráð yrði haft við sam- tök okkar við undirbúning málsins, en svo reyndist ekki vera. Málið var kynnt fulltrúum samtaka eldri borgara sem fullfrágengið og þar við bætist að frumvarpið kom svo seint fram, að enginn möguleiki var á að málið gæti fengið eðlilega með- ferð í Alþingi, ætti það að afgreið- ast fyrir jólafrí og geta komið til framkvæmda þegar í janúar á næsta ári. Þetta eru að sjálfsögðu óhæf vinnubrögð og verður að vona að á því verði breyting, þar sem vel hef- ur verið tekið í að koma upp sam- starfsnefnd samtaka eldri borgara og ríkisins, með svipuðum hætti og eru starfandi á hinum Norðurlönd- unum og að sú nefnd verði virk og henni gefínn kostur á að fylgjast með og koma að málum þegar á vinnslustigi. En hvernig var svo staðið að því að bæta hlut eftirlaunaþeganna? Nokkuð er komið til móts við kröfur okkar um að frítekjumark verði hækkað og er ekki nema gott um það að segja, enda öllum þeim er til þekktu augíjóst ranglæti - sem jaðrar við að vera óskynsamlegt - í því hve frítekjumarkið var lágt. Því hefur m.a. verið haldið fram að frí- tekjumarkið hafi verið það lágt að það hafí beinlínis latt fólk til að vera áfram á vinnumarkaði þó að það ætti þess kost. Hér er semsagt stig- ið fyrsta skerf til leiðréttingar. Én hvað þá með hækkun bóta al- mannatrygginga? Hækkun bóta al- mannatrygginganna verður 4%. Það þýðir t.d. að ellilífeyrir hækkar úr 15.123 krónum á mánuði í 15.728 krónur, eða um 605 krónur á mán- uði (fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 552 krónum) eða um 27,92 kr. á dag (miðað við fimm vinnudaga í hverri viku). Það hvarflar ekki að höfundi þessara lína að halda því fram, að stjórnmálamennirnir, sem standa Pví verður ekki trúað að óreyndu, segja Þórir Daníelsson og Páll Gíslason, að Alþingi bæti ekki úr verstu ágöllunum á komandi ári - ári aldraðra. að þessari ákvörðun, geri það af ein- hverjum illvilja, þaðan af síður að þeim sé eitthvað í nöp við eldri borgara og samtök þeirra. En finnst ykkur þetta boðlegt? Er ekki alltaf verið að tala um góðæri? Var ekki einhver að tala um „sólskinsfjár- lög“? Hafið þið nokkurn tíma leitt hugann að því, hvernig það fólk, sem hefur úr engu öðru að spila en bótum frá almannatryggingum, á að fara að því að framfleyta sér? Finnst ykkur í alvöru að framan- gi-eindar tölur beri svip af góðæri eða sólskini? í Morgunblaðinu var því slegið upp í þriggja dálka fyrirsögn fnnmtudaginn 17. þ.m. að „bætur öryrkja og aldraðra hækka um 1,5 milljarða 1999“. Þetta er nokkuð há tala og vafalaust rétt. En hver er hlutur hinna verst settu í þessu dæmi? Hann sýnist vera harla rýr miðað við það sem að framan var sagt. Um það mun hafa orðið sam- komulag á Alþingi að afgreiða ein- ungis þann hluta frumvarps heil- brigðis- og tryggingaráðherra sem nauðsynlegur var til þess að útborg- un hærri bóta gæti hafist þegar á nýju ári. Því verður ekki trúað að óreyndu þegar Alþingi fjallar um frumvarpið á næsta ári - ári aldraðra - að ekki verði bætt úr verstu ágöllunum og að þeim verst settu í hópi eldri borgara verði tryggð þau lífskjör sem þjóðfélagið þarf ekki að skammast sín fyrir. Þórir Damelsson er formaður hagnefndar FEB og Páll Gfslason formaður FEB. Hvers eiga þeir að gjalda sem minnst hafa? Þegar heilbrigðis- ráðherra kynnti hækk- un frítekjumarks á tekjutryggingu öryrkja var ekki ekki komið til móts við þá sem minnst hafa. Þeir öryrkjar sem hafa haft tekjur undir kr. 19.338 hafa fengið óskerta tekjutrygg- ingu. Við breytinguna hækkar þessi tekju- viðmiðun um 4% eða um 774 kr. á mánuði, fer í kr. 20.112. Það er öll hækkunin sem þessi hópur fólks fær, en í þeim hópi eru aðeins þeir einstaklingar sem búa einir. Það er tilfellið að einstaklingar, sem eru öryrkjar og hafa haft minnst úr að spila, standa ekki betur eftir þessar breytingar. Það, sem verið er að gera, er að koma til móts við þá sem eiga maka, er hefur tekjur, sem hafa skert eða fellt tekjutryggingu öryrkjans. Hins vegar er verið að koma til móts við þá sem eiga maka með tekjur sem hafa skert eða fellt niður tekjutryggingu öryrkjans. Það er sjálfsögð lagfæring eins og margoft hefur verið bent á en þvi miður var ekki gengið alla leið með því að fella alveg út tekjutenginguna. Raunhæfasta leiðin hefði verið að hækka örorkulífeyrinn sérstaklega, t.d. um 3-5 þúsund kr. og koma þannig til móts við alla. Sérstaklega hefði það komið þeim til góða sem eru með tekjur undir frítekjumarki því þeim gagnast ekki þessi sérstaka hækkun vegna tekjutengingar maka, en hækkunin hefði getað getað komið þeim hópi vel. Þessi hækkun kemur ekki heldur til góða þeim aðilum sem hafa sam- band við Sjálfsbjörg og biðjast ásjár og aðstoðar vegna lé- legra kjara eða bóta. Ég tala nú ekki um . eftir síðasta glaðning frá heilbrigðisráðuneytinu núna rétt fyrir jólin. Þá á ég við hækkun lyfja, sem var samsvarandi upphæð og sett var í þetta lítilræði sem leiðrétt var. Ég vil leggja áherslu á að það þarf að hækka grunnlíf- eyri og skattþrep þannig að þeir sem minnst mega sín þurfi ekki að vera í biðröðum fyrir ut- an mæðrastyrksnefnd og aðrar hjálparstofnan- ir og nægir í því sam- bandi að benda á ósmekklega mynd sem forsíða DV skartaði einn daginn fyrir jól. Ég þakka ráðherra fyrir að koma til móts við vissan hóp öryrkja, en Raunhæfasta leiðin hefði verið að hækka örorkulífeyrinn sér- staklega, segir Sig- urrds M. Sigurjdns- ddttir, og koma þannig til móts við alla. það hefði átt að huga að þeim sem minnst hafa og minnsta möguleika hafa til að auka tekjur sínar. Með ósk um gleðilegt ár fyrir alla landsmenn. Höfundur er fornraður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.