Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 1
296. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MAIIKA MAHKA. '***H*4 Reuters Minnt á Evrópu- myntina FRANSKUR vegfarandi gengur hjá upplýstum blöðrum sem hanga uppi í innkaupamiðstöð í París til að minna á að um ára- mótin tekur hin sameiginlega Evrópumynt, evran, við af gjald- miðlum ellefu aðildarlanda Evr- ópusambandsins (ESB). Blöðr- urnar hanga fyrir utan höfuð- stöðvar franska bankans Paribas. Mikið hamfaraár Frankfurt. Reuters. NÁTTÚRUHAMFARIR hafa á þessu ári valdið dauða um fímmtíu þúsunda manna og tjóni sem metið er á yfir 90 milljarða bandaríkjadala, 6.300 milljarða króna. Þetta er næstmesta tjón sem orðið hefur á einu ári, sam- kvæmt upplýsingum sem stærsta baktryggingafyrirtæki heims, Munich Re, birti í gær. I fréttatilkynningu frá Munich Re segir, að hina óvenjumiklu eyðileggingu sem náttúruhamfar- ir hefðu valdið á árinu megi rekja tii blöndu veðurfarslegra breyt- inga af völdum „gróðurhúsaáhrif- anna“ og óheyrilega mikilla rign- inga. Árið 1997 fórust um 13.000 manns í náttúruhamförum og tjónið var um 30 milljarðar doll- ara, 2100 milljarðar króna. Aðeins árið 1995 var fjárhagslegt tjón meira en í ár, þegar það fór upp í 180 milljarða dollara. Megnið af því tjóni olli jarðskjálftinn í japönsku iðnaðar- borginni Kobe. 16 ferðamenn tekmr í gíslmgu í Jemen Fjórir fellu við björgun London, Sanaa. Reuters. ALLS sextán ferðamenn, tólf Bret- ar, tveir Bandaríkjamenn og tveir Ástralar, voru teknir í gíslingu af mannræningjum á leið sinni til suð- urhéraða Jemen á mánudag. Fjórir ferðalanganna, þrír Bretar og einn Ástrali, létu lífið í átökum í gær þeg- ar öryggissveit jemensku ríkislög- reglunnar réðst að búðum mannræn- ingjanna. Talsmaður jemenskra yfir- valda segir mannræningjana vera meðlimi herskárra öfgahópa múslima sem krefjast þess að félög- um þeirra verði sleppt úr fangelsum landsins. Öryggissveit lögreglunnar tókst að bjarga hinum gíslunum en tveir þeirra særðust lítillega. Tveir mann- ræningjanna voru skotnir til bana í árásinni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem gíslar láta lífið í Jemen. Björgunaraðgerðin var einnig sú fyrsta af sínu tagi í landinu. Um 100 mannrán á sex árum Ferðamennirnir fóru til Jemen á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Explore Worldwide, sem kvaðst hafa fylgt öllum reglum um slík ferðalög til hlítar. Þetta væri í fyrsta sinn sem viðskiptavinir hennar lentu í alvar- legum vandræðum í Jemen. Robin Cook, utanríkisráðhen-a Bretlands, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann hvatti alla Breta til að forðast ferðalög til Jemens og öllum breskum ferðamönnum þar væri ráðlegast að yfirgefa landið. Síðan 1992 hafa meira en 100 út- lendingar, þar á meðal ferðamenn, stjórnarerindrekar og olíuverka- menn, verið teknir í gíslingu mann- ræningja í Jemen. Lögreglan hefur tekið á málinu með aukinni hörku undanfarið vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Tekjur jem- enska ríkisins af ferðamannaþjón- ustu eru um 100 milljónir dollara ár- lega en hafa lækkað undanfarin ár sem má án efa rekja til stöðugra mannrána. Gíslatakan á mánudaginn var stærsta og jafnframt alvarlegasta málið til þessa. Mannræningjarnir kröfðust lausnar fanga sem hand- teknir voru þegar öi’yggissveit lög- reglunnar gerði vopnabúr öfgahóps múslima upptækt fyrir skömmu. Rannsókn stendur nú yfir á uppruna samtakanna sem og samböndum þeiiTa við samskonar hópa í öðrum arabaríkjum. Þýskir ferðamenn í haldi Þremur vikum fyrir atburði mánu- dagsins var fjórum þýskum ferðamönnum rænt af ættbálki ann- ars staðar í landinu. Haft er eftir jemenskum fjölmiðlum að kröfur mannræningjanna hljóði upp á 640.000 sterlingspund í reiðufé. Fyrrverandi leiðtogar Rauðu kmeranna sættast við stjórn Kambódíu Biðjast fyrir- gefningar á ódæðisverkum Reuters KHIEU Samphan og Nuon Chea svara spurningum fréttamanna í gær. Phnom Penh. Reuters. KHIEU Samphan og Nuon Chea, sem voru meðal helstu leiðtoga skæruliðahreyfingar Rauðu kmer- anna í Kambódíu, báðust í gær í fyrsta sinn opinberiega afsökunar á grimmdarverkum sem framin voru í stjórnartíð hreyfingai’innar á átt- unda áratugnum, en talið er að allt að tvær milljónh- Kambódíumanna hafi þá látið lífið. Khieu Samphan og Nuon Chea gáfu sig fram á laugardag, eftir að stjórnvöld höfðu heitið því að þeir yrðu ekki teknir höndum. Tvímenn- ingarnir komu með þyriu til höfuð- borgarinnar Phnom Penh í gær og áttu fund með Hun Sen, forsætis- ráðherra Kambódíu, sem tók þeim fagnandi. „Þetta eru endalok Rauðu kmer- anna,“ sagði Khieu Samphan á fundi með fréttamönnum í gær. Aðspurður sagðist hann fullur iðrunar vegna þeirra þjáninga sem landsmenn hefðu liðið í stjórnartíð Rauðu kmer- anna, en enginn leiðtogi hreyfingar- innar hefur fyrr beðist afsökunar á ógnaröldinni. Mannréttindahreyf- ingar létu sér þó fátt um fmnast og hétu á stjórnvöld að standa við fyrri yfirlýsingar um að leiðtogar Rauðu kmeranna yrðu dregnir fyrir dóm. Khieu Samphan tjáði fréttamönn- um að nauðsynlegt væri að gleyma blóðugri fortíðinni til að unnt væri að ná sáttum meðal þjóðarinnar og tryggja frið og öryggi í landinu. Hun Sen, sem sjálfur vai' meðlimur Rauðu kmeranna um skeið, tók í sama streng og ýjaði hann jafnvel að því að yrðu tvímenningarnir sóttir til saka fyi-ir þjóðarmorð gæti blossað upp borgarastyrjöld í landinu. Næstráðendur Pol Pots Rauðu kmerarnir náðu völdum í Kambódíu árið 1975, en var steypt af stóli í innrás Víetnama árið 1979. Á þessum fjórum árum er talið að fímmtungur kambódísku þjóðarinn- ar hafi látið lífið vegna vinnuþrælk- unar, hungurs og sjúkdóma, og margir voru pyntaðir eða teknir af lífi. Pol Pot, sem lést í apríl á þessu ári, var æðsti leiðtogi Rauðu kmeranna, en Khieu Samphan gegndi embætti þjóðhöfðingja á valdatíma hreyfing- arinnar og kom jafnan fram í hennar nafni. Nuon Chea var talinn ganga þeim næstur að völdum. Stjórnmálaskýi-endur telja að stór hluti Kambódíumanna vilji forðast að róta upp vandamálum fortíðarinn- ar, enda séu þeir uppgefnir á ára- tugalöngum átökum. Stjórnarand- staðan, undir forystu Sams Rainsys, hefur þó lagt hart að stjórnvöldum að draga forystumenn Rauðu kmer- anna fyrir dóm. Réttarhalda fyrir krafist Háværar raddir á alþjóðavett- vangi hafa einnig krafist réttarhalda. Fulltrúi alþjóðlegu mannréttinda- samtakanna Amnesty International í Kambódíu sagði í gær að það væri móðgun við fórnarlömb grimmdar- verka Rauðu kmeranna ef Khieu Samphan og Nuon Chea slyppu við refsingu. Yfirmaður Asíudeildar Human Rights Watch sagði að hægt væri að fallast á að tvímenningarnir yi’ðu náðaðir að loknum réttarhöld- um, til að stuðla að friði í Kambódíu, en að óhugsandi væri „að láta sem ein mestu fjöldamorð 20. aldar hefðu aldrei átt sér stað“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna eru þegar farnir að undirbúa ákærur á hendur leiðtogum Rauðu kmeranna, sem lagðar yrðu fram kæmi til réttarhalda. Forsætis- ráðherrann Hun Sen hefur þó vísað því algjörlega á bug að erlendir aðil- ar komi að málinu. Færeyskir sjómenn með mettekjur í ár FÆREYSKIR sjómenn eru nú farn- ir að finna fyrir því að góðæri ríkir í Færeyjum. Tekjur sjómanna á fiski- skipum hafa á árinu sem er að líða verið hærri en nokkru sinni, eftir því sem Jyllandsposten gi-einir frá.. Samkvæmt upplýsingum frá færeyska fiskimannasambandinu, Foroya Fiskimannafélag, hafa áhafnir nótabáta aukið sinn hlut mest. Meðaldagstekjur áhafnar- meðlima þeirra hafa verið í kringum 30.000 ísl. kr. Það er um 53% hækk- un frá því í fyrra. Laun áhafnar- meðlima á ferskfisktogurum voru um 18.000 kr. á dag, sem er 47% hækkun frá í fyrra. Á frystitogurum voru daglaunin nær 11.000 kr. og á rækjutogurum um 16.000 kr. Þessi bættu kjör færeyskra sjó- manna má fyrst og fremst rekja til góðrar veiði auk methás afurðaverðs. --------------------- Kosið á Græn- landi í febrúar Kaupinannahöfn. Reuters. JONATHAN Motzfeldt, forsætis- ráðherra grænlenzku heimastjórnar- innai', boðaði í gær til þingkosninga 16. febrúar næstkomandi. Búizt er við að kosningabaráttan muni fyrst og fremst snúast um efnahagsmál, hugmyndh- um aukna sjálfstjórn Grænlands, sjávarútvegs- og auðlindamál. 31 á sæti á heima- stjórnai'þingi Grænlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.