Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 37 Nýtt stjórnkerfí fískveiða í SUMAR skrifaði ég grein í Fiskifréttir um mögulega leið til að stjórna fískveiðum, en sú ábending virðist ekki hafa hlotið hljómgrunn. Vonandi vakna þeir stjórnmálamenn sem í dag kalla eftir hug- myndum að nýju fisk- veiðistjómunarkerfi við lestur þessarar greinai’. Fiskveiðum á að stjórna þannig að allir þegnar þjóðfélagsins geti vel við unað. Peningar hafa það vald sem til þarf, sé þeim rétt beitt. Eigandi auðlindarinnar, islenska þjóðin, á að innheimta gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Setja á lög um að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og þeir sjái um inn- heimtu veiðigjalds um leið og greiðsla fyrii- fisksölu fer fram. Gjaldið skal notað til að stjórna sókn í alla fiskistofna. Ef takmarka þarf sókn í einhvem fiskistofn á að hækka gjaldið það mikið að ekki verði hagkvæmt fyrir alla að sækja í þennan stofn. Ef þessi leið er notuð við stjórnun fiskveiða er öllum lands- mönnum gefinn jafn aðgangur að auðlindinni, hvort sem er til vinnslu eða veiða. Viðkomandi fisktegund, sem takmarka á sókn í, á að nota sem meðafla við sókn í aðrar fiskteg- undir. Með slíkri stjórnun myndi brottkast á fiski heyra sögunni til. Oft heyrast þau rök að ekki sé hægt að leggja niður núverandi kerfi vegna kostnaðai- sem lagt hefur verið í vegna kvótakaupa. Þetta er mikill misskilningur. Veiðirétturinn verður áfi-am fyrir hendi í nýju stjómkerfi og nýtist þeim að fullu sem í dag eru í út- gerð. Það sem tapast er svokallað brask með veiðiheimildir sem eru samkvæmt lögum eign íslensku þjóð- arinnar. Ef haldið er áfram á sömu braut og gert er í dag, þá mun mjög þröngur hópur manna eignast auð- lindina innan fárra ára. Snúi ríkis- stjómin ekki frá núverandi stjómkerfi fiskveiða svo fljótt sem auðið er verð- ur maður að halda að vilji hennar sé að koma auðlindinni í hendur fárra einstaklinga líkt og öðrum eignum í eigu ríkisins. Ég leyfi mér að halda því fram að í núverandi stjómkerfi sé öðrum hverjum þorski hent dauðum í sjóinn aftur. Það þýðir í raun að tvö hundruð þúsund tonn af þorski fara dauð í sjóinn á árinu 1998. Ég get ekki séð að núverandi fisk- veiðistjómunarkerfi sem á að byggja upp fiski- stofna geti orðið árang- ursríkt með þvílíkri um- gengni um auðlindina. Mér sýnist reyndar stjómkerfið frekar vera notað sem verslunarvara með veiðiheimildir en til uppbyggingar á fiski- stofnum. Hvað varðar brottkast á þorski í núverandi kerfi þá er að hluta til hægt að rekja það til þess að leigu- verð á kvóta er of hátt (90-100 kr. á kg). Það kemur ekki til með að lækka vegna þess að fleiri vilja en fá, nema þorskstofninn fari í lægð líkt og nú er að gerast með rækjuna. Það er enn- fremur staðreynd að of varlega hefur Eg leyfi mér að halda því fram, segir Hrólfur S. Gunnarsson, að í núverandi stjórnkerfí sé öðrum hverjum þorski hent dauðum í sjóinn aftur. verið farið við veiðar á þorsk síðustu 3-4 ár. Það sannast best með því hvað brottkast á þorski er mikið. Én mun umgengnin við auðlindina eitthvað batna með nýju stjómkerfi? Því svara ég hiklaust játandi, því að brottkast á fiski verður úr sögunni. Þetta kerfi myndi ýta undir það að koma með all- an afla að landi. Maður skyldi ætla að stjóm Hafrannsóknastofnunar mælti fyrir slíku keifi að brottkast heyrði sögunni til. Ég skora á stjóm Hafró að fara strax af stað í lagfæringar á nú- verandi kerfi, þó ekki væri til annars en að búa til réttan grann fyrir fiski- fræðingana til að reikna út frá. Sé sá viiji ekki fyrir hendi má það ljóst vera að hugmyndafræðin er ekki fólgin í vemdun fiskistofna heldur sé það fjár- málaspillingin í núverandi kvótakeifi. Fari fram sem hoifir sé ég ekki annað en spillingin aukist, óánægðum fjölgi og íslenska hagkeifið hi-ynji. Ég ætla ekki að allur vandi leysist með gjald- tökunni einni saman, það verður að setja lög og reglur um tilhögun sjálfi'a veiðanna. Það era í dag í gildi lög um brottkast á fiski, þeim er bai'a því mið- ur ekki fylgt eftir. Það leysir engan vanda að koma á gjaldtöku í núverandi kerfi og því síður uppboðsmarkaði á veiðiheimildum, sem nýstofnuð stjóm- málasamtök ætla sér til framdráttar. Það fiskveiðistjómkerfi sem í gangi er á hveijum tíma verður að vera öll- um opið til þess að jafnræðið sé í há- vegum haft samkvæmt lögum. í tutt- ugu og tvö ár höfum við verið að þróa núverandi stjórnkerfi fiskveiða og stöðugt vex óánægjan þar til yfir lýk- ur og upp úr sýður. Arið 1976 var byrjað að setja kvóta á síldveiðar og var óveralegum afla deilt á hvert skip. Arið 1979 var loðnan skömmtuð á skip að hálfu eftir burðargetu og að hálfu eftir jafnri útdeilingu, en engin afla- reynsla var notuð. Loðnuveiðar vora bannaðar 1981 vegna ótrúlegrar skammsýni tveggja manna sem að því stóðu. Sökum kurteisi nefni ég ekki nöfn þeirra. Á áranum 1981-1983 vora allir sjómenn sammála um að aldrei hefði sést jafnmikil loðna á mið- unum undan Suður- og Vesturlandi á meðan veiðar vora bannaðar. Árið 1983 var byrjað að deila út þorskkvóta eftir þriggja ára aflareynslu og síðar ýsu með sama hætti. Árið 1986 var byrjað að skammta úthafsrækju en ekki eftir neinni reglu heldur eftir geðþóttaákvörðun einhven-a ráða- manna. Af þessari upptalningu má sjá hvemig af stað var farið með kvóta- kerfið, það var engin föst regla við út- hlutun veiðiheimilda. Samkvæmt lög- um um jafnræði hefði átt að úthluta kvóta í öllum fisktegundum eftir sömu forsendum en það hefur ekki verið gert. Ég vil benda á að ég hef verið við sjómennsku í meira en 50 ár og í útgerð og við skipstjóm síðan 1956. Þetta fiskveiðistjómkerfi og fiskveið- ar almennt era mér því ekki ókunnar. Höfundur er skipstjdrí. Hrólfur S. Gunnarsson Eitt lítið stríð fyrir Gallup AÐFARANÓTT fimmtudagsins 17. desember bættu Bandaiákjamenn og Bretar enn einum kaflanum við langa og blóði drifna sögu stríðs- rekstrar síns í Mið-Aust- m'löndum, þegar herir þeirra létu sprengjum rigna yfir Irak Eins og títt er við slíkar uppá- komur, birtust borða- lagðir hershöfðingjar í sjónvarpsviðtölum og lýstu hróðugh- undrum nútímahemaðar, hvem- ig fullkomnar eldflaugar þehra leituðu uppi skot- mörk sín af ótrúlegri ná- lcvæmni og hittu beint í mark - gætu jafhvel smogið inn um þrengstu baðherbergisglugga. Gott ef þær greindu ekki líka lundemi fómar- lamba sinna og leituðust við að granda einungis vondum mönn- um. Því miður virðast íraskir arkitektar ekki notast við staðlaða stærð baðher- bergisglugga, að minnsta kosti ragl- aðist eitt flugskeytið svo í ríminu að það kom til jarðar í nágrannaríkinu Iran, eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. Miðað við þessa hittni má nærri geta í hversu mikið manngrein- arálit hinar sprengjumai' fóra. Bandarísk stjórnvöld láta slíka smámuni ekki fara í taugarnar á sér. Að þeirra mati hitti árásin beint í mark - hjá bandarísku þjóðinni. Undanfai'na áratugi hafa forsetar Bandai'íkjanna stundað þann leik að stofna til smástyrjalda til að tryggja sér vinsældir heima fyrir. Ronald Reagan gulltryggði endurkjör sitt ái'ið 1983 með því að senda herlið til smáeyjarinnar Grenada og hertaka höfuðborg hennar sem var litlu fjöl- mennari en Akranes. Síðar hafa ill- deilur við einræðishema í löndum á borð við Panama og Lý- bíu verið stjórnvöldum þægileg leið til að auka vinsældir sínar, fá að- eins hærri prósentutöl- ur í könnunum Gallup. Dáðleysi ríkisstjómar Islands Að þessu sinni er Clinton forseta svipaður vandi á höndum. Hann þarf að bæta ímynd sína hjá þegnunum og sann- færa þá um að leiðtoga sem er skjótari en skugginn að skjóta, líðist að vera gikkglaður í ,einkalífi sínu. Til þess er sprengt í Irak. Það er til skammar að íslensk stjórnvöld skuli með yfirlýsingum sínum leggja blessun sína yfir þetta ömurlega sjónarspil. I fréttum Ríkis- sjónvarpsins að kvöldi þess 17., treysti Halldór Ásgrímsson sér til að kveða upp þann úrskurð, að „það hafi ekki verið annað að gera“ en að fara í loftárásir. Undirlægjuháttur- inn er algjör, en á þó ekki að koma á óvart ef störf ráðherrans á þessu kjörtímabili eru könnuð. Sjaldan eða aldrei hafa íslenskar ríkisstjórnir gengið jafnsælar til þess verks að vera taglhnýtingar bandarískrai' ut- anríkisstefnu og um þessar mundir. Með yfirlýsingum sínum í kjölfar síðustu hemaðaraðgerða bítur utan- ríkisráðherra höfuðið af skömminni sem þó var ærin fyrir. Á undanfórn- um vikum og mánuðum hefur hann ítrekað lýst stuðningi sínum við við- skiptabannið á þessa stríðsþjáðu þjóð. Viðskiptabann sem kallað hef- ur ólýsanlegar hörmungar yfir sak- lausan almenning í landinu, en hefur ekki megnað að ná því takmarki sínu að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Fréttamenn og Með yfírlýsingum sín- um í kjölfar síðustu hernaðaraðgerða, segir Stefán Pálsson, bítur utanríkisráðherra höf- uðið af skömminni sem þó var ærin fyrir. ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa sýnt Islendingum fram á það samfé- lagshrun sem átt hefur sér stað í Irak. Sú grimmd er sigurvegararnir í Flóabardaga hafa sýnt andstæðingi sínum er fáheyrð á seinni tímum. Jafnvel þær þjóðir sem verst urðu úti í síðari heimsstyrjöldinni létu sér aldrei til hugar koma að leika hið sigraða Þýskaland svo grátt. Þær skildu, að fjöldamorð á börnum og sjúklingum geta aldrei orðið grund- völlur raunverulegs friðar. Vonandi mun utanríkisráðherra kynna sér málið betur á nýju ári, sýna þann manndóm að hætta að verja stríðs- glæpi annarra Nató-ríkja og beita sér fyrir því á vorþingi að Islending- ai' aflétti viðskiptabanninu á Irak. Höfundur er formaður Vci-ðandi, samtaka ungs AJþýdubandalagsfólks. Stefán Pálsson Haustið 1988 og hagsmunir lands- byggðarinnar HAUSTIÐ 1988 var merkilegt. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þá verið allur við land- stjórnina í á sjötta ár, þar áður ýmist að hluta eða allur svo ár- um skipti. En haustið 1988 flúði hann af hólmi þegar mál voru í raun komin í strand. Tómas Ingi Olrich kallar fram upprifjun á þessari staðreynd í grein sem hann nefnir „Hagsmunir lands- byggðar“ og birtist í Morgunblaðinu 24. des. sl. Það er rétt sem Tómas Ingi seg- ir í greininni: „Þá stóðu málefni sjávarútvegs og fiskvinnslu ekki vel.“ Hér er ekki ofmælt. Fyrir- tækin voru með þunga skuldbagga Mikilvægasta viðfangs- efnið er að sætta ákvæðið um sameign íslensku þjóðarinnar á * nytjastofnum á Is- landsmiðum við nýting- arrétt þeirra, segir Svanfríður Jónasddtt- ir, sem best eru til þess fallnir að nýta auðlind- ina með hagkvæmust- um hætti. m.a. vegna rangrar hagstjórnar undangenginna ára og til að auka enn á erfiðleikana var við mikla verðbólgu að etja. Sú ríkisstjórn sem við tók varð að grípa til marg- víslegra aðgerða til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og banka- kreppu. Það tókst. Hluti þeirra að- gerða sem gripið var til vai- víðtæk skuldbreyting fyrirtækja í útflutn- ingsgreinunum. Sú skuldbreyting var faglega unnin og var þannig liður í endurskipulagningu margra fyi'irtækja í sjávarútvegi. Þetta veit ég að ýmsir af þeim félögum Tómasar Inga sem skrifuðu undir yfirlýsinguna með honum um að- förina að landsbyggðinni hefðu getað útskýrt fyrir honum. Það varð verkefni ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að fara í þá uppstokkun í efnahags- lífinu sem nauðsynleg var til að færa hagkerfi okkar að því sem tíðkast hafði lengi í okkar ná- grannaríkjum. Aðgerðunum var ætlað að auðvelda endurskipu- lagningu atvinnulífsins og ná nið- ur verðbólgu, að skapa þá um- gjörð sem nútíma hagstjórn krafðist. Farsælt samstarf verka- lýðshreyfingar og ríkisstjórnar leiddi til gerðar þjóðarsáttar- samninganna og að öllu saman- lögðu má fullyrða að með þeim hagstjórnaraðgerðum sem gripið var til hafi tekist að leggja grunn að þeim stöðugleika sem við höf- um notið á undanförnum árum. Ég veit að það var Sjálfstæðis- flokknum sáluhjálparatriði eftir niðurlæginguna haustið 1988 að reyna að gera allar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar torti'yggilegar. Það var m.a. gert með upphrópunum um millifærslur og sukksjóði. Menn létu sér ýmislegt um munn fara af pólitískri heift og trúðu jafnvel sumir því sem þeir sögðu. Okkur aðstandendum ríkisstjórn- arinnar datt heldur aldrei í hug að þessar aðgerðir nytu nokkurn tíma sann- mælis hjá Sjálfstæðis- flokknum. Þær voru þó almennari hag- stjóm en nokkur Vest- fjarðaaðstoð. Það kem- ur okkur heldur ekki á óvart að fyrirtækin skuli borga skuldir sínar. Annað stóð aldrei til, því til þess var leikurinn gerður. Kemur okkur öllum við Ég er alltaf efins um samanburð á sjávarút- vegi okkar og hjá öðr- um. Það er svo ólíku saman að jafna þó ekki væri nema vegna þess að nýting sjávarauðlindarinn- ar er undirstaða í okkar efnahags- lífi en víðast annars staðar algjört aukaatriði, nema sem atvinnutæki- færi lítils hluta viðkomandi þjóða. En einmitt vegna þess hve fyrir- ferðarmikill sjávarútvegurinn hef- ur verið í okkar efnahagslífi höfum við öll, verkafólk jafnt sem prófess- orar, tekið þátt í dýfum hans og uppsveiflum. Við höfiim öll tekið á okkur kjaraskerðingar við gengis- fellingamar og kaupmátturinn hef- ur aukist þegar gengið hefur hækkað í uppsveiflunum. Þá hefur hinsvegar gjarnan soríið illa að öðmm atvinnugreinum sem ekki .þrífast við jafn hátt gengi og þegar best lætur hjá útgerðinni. Tii að jafna þessar sveiflur hafa ýmsir hagfræðingar talið að taka bæri upp auðlindagjald. Kenningin segir að til að fjölbreyttara atvinnulíf geti þróast hér á landi þui-fi rð taka gjald af útgerðinni sem ólíkt öðram atvinnugreinum fær ókeyp- is aðgang að mikilvægasta hluta aðfanga sinna. Slíkai' kenningar eru ekki aðför að landsbyggðinni því hún þarf sannarlega líka að geta boðið upp á fjölbreyttari at- vinnutækifæri. Dómur Hæstaréttar áskorun á Alþingi Mikilvægasta viðfangsefnið er að sætta ákvæðið um sameign ís- lensku þjóðarinnar á nytjastofn- um á Islandsmiðum við nýtingar- rétt þeirra sem best era til þess fallnir að nýta auðlindina með hagkvæmustum hætti. Dómur Hæstaréttar er að mínu mati áskorun á Alþingi að gera tilraun til þess. Ég hef spurt hvað felist í þeirri niðurstöðu Hæstaréttar að stilla upp hvoru á móti öðra at- vinnurétti í sjávarútvegi og sam- bærilegri hlutdeild í þeirri sam- eign sem nytjastofnar á Islands- miðum eru. Ohagkvæmara kerfi er ekki betra fyrir landsbyggðina. Sameiginlegir hagsmunir okkar allra felast í því að hafa starfsum- hverfi sjávarútvegsins þannig að hann geti svarað kröfu þjóðarinn- ar um hagkvæma nýtingu sameig- inlegrar auðlindar, arðsaman rekstur fyrirtækja um land allt og góð lífskjör. Það versta fyrir sjáv- arútveginn er ástand sem viðheld- ur spennu vegna ósættis og sí- felldra málaferla sem kalla á end- urteknar breytingar á starfsum- hverfinu. Það þarf að komast á starfsfriður. Þeir sem vilja endui'- skoða lögin um stjórn fiskveiða með dóm Hæstaréttar að leiðar- ljósi og reyna þannig að koma á jafnvægi sýna því ábyrga afstöðu, bæði í málefnum sjávarútvegsins og landsbyggðarinnar. Höfundur er þingmaður í þingflokki jafnaðartnanna og situr ísjávarút- vegsnefnd Alþingis. Svanfríður Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.