Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 49 KIRKJUSTARF MINNINGAR Safnaðarstarf KFUM og KFUK 100 ára NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. janúar, verður þess minnst með messu í Dómkirkjunni kl. 11 að 100 ár eru liðin frá stofnun KFUM (Kristilegs félags ungra manna) og KFUK (Kristilegs félags ungra kvenna). KFUM var stofnað 2. janúar en KFUK 29. apríl 1899. Hugmyndin að félagsstofnuninni kynnti séra Friðrik Friðriksson fyrst fermingarbörnum í Dómkirkj- unni. Séra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur var formaður KFUM í meira en hálfa öld. Þegar séra Friðrik Friðriksson hóf æskulýðsstarf sitt var kirkjan að fóta sig sem þéttbýliskirkja í ört vaxandi bæjarsamfélagi. Ohætt er að staðhæfa að fáir hafa með starfí sínu markað dýpri spor í kirkjusögu 20. aldar en séra Friðrik með braut- ryðjendastarfi sínu í þágu reyk- vískrar æsku. KFUM og KFUK-félÖg eru nú starfandi í Hafnarfírði, Vestmanna- eyjum, á Akranesi og Akureyri auk Reykjavíkur og starfrækja sumar- búðir í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og að Hólavatni. I guðsþjónustunni á sunnudag mun Dómkórinn flytja lag séra Friðriks við 24. sálm Davíðs, í út- setningu Jóns Þórarinssonar tónskálds, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Einsöngvarar með kórnum eru Jóhanna G. Möller og Loftur Erlingsson. Þá munu söng- hópar úr KFUM og KFUK taka þátt í guðsþjónustunni, hópur ungs fólks sem nefnir sig Rúmlega átta og hópur langafabama Knuds Ziemsen fyrrv. borgarstjóra, en hann sat um árabil í stjórn KFUM og var jafnframt skólastjóri sunnu- dagaskóla KFUM og K um langt skeið. Séra Sigurður Pálsson, fyrrver- andi formaður KFUM, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Jak- obi Ágústi Hjálmarssyni dóm- Mrkjupresti. Leikmenn úr félögun- um annast ritningarlestra og að- stoða við útdeilingu altarissakra- mentisins. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Hallgrímskirkja. Miðnæturtónleik- ar sönghópsins Voces Thules kl. 23. Flutt. verður fjölbreytt kórtónlist og gregórískir söngvar. Listvinafélag HallgrímsMrkju. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Ihugunar- og fyr- irbænastund kl. 18. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. TeMð á móti fyrirbænaefn- um í Mrkjunni og í síma 567 0110. Léttur málsverður í safnaðarheimil- inu eftir stundina. KFUM og KFUK. Árshátíð KFUM og KFUK vegna 100 ára afmælis félaganna verður á laugardaginn 2. janúar 1999, kl. 20, en þann dag fyr- ir 100 árum stofnaði æskulýðsleið- toginn sr. Friðrik Friðriksson KFUM. Miðar á árshátíðina eru seldir á skrifstofu félaganna í aðal- stöðvunum við Holtaveg og kostar miðinn 1.000 kr. Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _4ÍZ.MF eiTTH\SA£l iS/ÝTT + Birgir Breiðfjörð Pét- ursson fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 29. desem- ber. Kæri vinur. Þegar við hittumst að kvöldi 14. desember sl. datt okkur síst af öllu í hug, að svo stutt yrði í kveðjustundina. Þegar litið er til baka yfir rúm- lega 40 ára kynni birtast minning- arnar eins og myndir á skjá. Fyrsta myndin er af skólasveinum í Stýrimannaskóla, við nýtrúlofuð, en þið Erla nýbyrjuð að búa. Þá strax fundum við að það var eitt- hvað sérstakt sem dró okkur til ykkar. Það vai- ekki aðeins að Erla og Björg hefðu alist upp nánast eins og systur, heldur var það vel- vildin og hlýjan sem frá ykkur stafaði. Það er því engin tilviJjun að þið voruð jafn kunningjamörg og raun bar vitni. Þótt vík væri milli vina, þið bú- sett á Patrekstfirði en við í Reykja- vík hélst sambandið órofið og myndirnar birtast ein af annarri frá heimsóknum og ættarmótum fyrir vestan. Þegar þú ákvaðst að hætta á sjónum og gerast smiður fjölgaði stundunum heima hjá fjölskyldunni. Þá byrj- aði einnig nýr kafli í þínum starfsferli. Og ekM nýttist þér síður við smíðamar en á sjónum, útsjónarsemin og vandvirknin, þetta sem þér var svo eigin- legt, að leggja þig allan í hvert verk, sem þér var falið að sinna. Það var því engin tUviljun að þú skyldir fá viðm'- kenningu frá stjómendum ísl. álfélagsins fyrir hug- myndir að vinnuhagræðingu. Og þú stóðst lengur en stætt var og ef það er ekM sannur hetjuskapur, þá vit- um við ekM hvað hetjuskapur er. Eftir að þið fluttuð suður fjölgaði heimsóknunum aftur og þá var gaman að geta teMð lagið, enda hafðir þú gaman af að syngja og hafðir fengið æfingu í kórsöng og lást ekki á liði þínu þar frekar en annars staðai’. Síðastar á skjánum birtast myndir af samverastundum á þessu ári. Hún var frábær ferðin sem við fóram um Suðurland síð- sumars og heimsóknimar í haust. Við eram þakMát fyrir að hafa átt þessar stundir sem og aðrar í návist. ykkar. Við höfum alltaf dáðst að ykkar innilega og trausta sam- bandi, samstöðunni í fjölskyldunni og þeirri ræktarsemi sem börnin ykkar hafa erft. Leiðir okkar mun nú sMlja um sinn en við höfum þá trú að þegar sá tími kemur munum við hittast á ný og þá verður gott að hafa góðan leiðsögumann. Vér leggjum allir líf og önd, vor ljúfi drottinn þér á hönd. I þínu nafni, þinni trú með þér á haf vér leggjum nú. En verði fyrir skildi, skörð og skiljist leiðir hér á jörð. Hn heilög elska huggi þá er heima bíða, vona og þrá. Sýn þeim er stígur harmur hæst að hjálp frá Guði þá sé næst, og öllum þeim sem elskast hér Guð endurfundi býr hjá sér. Sýn þeim að bak við dauðans dröfn sé dýrðarinnar bjaita höfn. Par dánum fyrir drottin Krist er dýrðleg búin sæluvist. (V.V.Sn.) Elsku Erla. Megi góður Guð styrkja þig og börnin ykkar. Blessuð sé minning Birgis Péturs- sonar. Björg og Sigurjón. Árið 1995 var efnt til endurfunda nemenda Núpsskóla sem þar vora á ánmum 1949-1952. Þá kom okk- ur á óvart hve margir úr þeim hópi voru fallnir frá, 25 vora dánir og nú kveðjum við einn enn, Birgi Pét- ursson en hann lést fimmtudaginn 17. desember síðastliðinn. Síst granaði okkur þegar á undirbún- ingi þessara endui’funda stóð að Bii’gir yrði næstur til að kveðja. Elja hans og áhugi hreif alla með sér. Hins vegar höguðu atviMn því svo að hann gat ekki verið viðstaddur samkomuna sjálfur. Hörmulegt slys sem snerti fjöl- skyldu hans olli því. Oft hefur vei’ið rætt um að efna til slíkra endur- funda á ný, þótt í smærri stíl væri, ekki síst vegna Birgis, svo hjart- fólgið sem þetta vei’kefni var hon- um. En þetta urðu aðeins oi’ðin tóm og nú er Birgir allur. Það fer ekki hjá því að þegar ungmenni eiga jafn náið samneyti í jafn litlu samfélagi sem heimavist- arskóli í afskekktri sveit er, þá myndast milli þeira ti’aust bönd sem ekM rofna þó að hver fari sína leið að námi loknu. Birgi sáum við ekki nema í svip áram saman. En eins og gengur endaði margra leið í Reykjavík, og þá vora kynnin endumýjuð. Birgirf og Erla kona hans bjuggu lengst af á Patreksfirði en síðustu ái*in í Reykjavík. Birgir var einstaklega vel gerður maður andlega og líkamlega. Hann var hreinsMptinn gleðimaður í bestu mei'Mngu þess orðs, skap- mikill en líka ljúfur í lund, afar tryggur vinur vina sinna og góður heimilisfaðir. Ex’la og hann áttu yndislegt heimili þar sem gestrisn- in var í hávegum höfð. Erfiðum veikindum sínum tók Birgir af fádæma æðraleysi. Honum var fyr- ir löngu ljóst að hverju dró en um- bar það af einstakri karlmennsku. Vor ævi stuttrar stundar * er stefnt til drottins fundar að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engilsróm. (Einar Ben.) Við kveðjum kæran skólabróður og vin og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Dóra, Emil, Hulda og Hilmar. BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON + Ingvi Björgvin Jónsson fæddist í Framnesi við Dal- vík 24. mars 1910. Hann lést í Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík, 21. desember síðast- liðinn. Foreldi’ar hans voru Jón Jóns- son, fiskimatsmað- ur, og kona hans, Kristjana Hall- grímsdóttir. Systk- ini Björgvins voru Steinberg, sölumað- ur í Reykjavík, Tryggvi Kristinn, Iengst af fi-ystihússtjóri á Dalvík, Loftur Gunnar, kaupfélagsstjóri á Bíldudal, og Þórhildur Fjóla, starfsmaður danska seðlabank- ans, búsett í Kaupmannahöfn. Þórhildur er nú ein á lífi þeirra systkina. Björgvin fluttist ung- ur til Dalvíkur og gerðist þar athafnamikill skipstjóri og út- gerðarmaður. Björgvin kvæntist Guðrúnu Margréti Þorleifsdóttur frá Hóli á Upsaströnd hinn 20. apríl 1935. Þeirra börn eru: 1) Svan- hildur Þórlaug, f. 15. nóvember 1936, sérkennari, búsett í Kópa- vogi. Fyrri maður hennar var Helgi Þorsteinsson, mennta- skólakennari. Þeiri-a dætur eru a) Yrsa Hörn, f. 1968, leikskóla- kennari, gift Ólafi Ragnarssyni stýrimanni. Þeirra böm eru Jara Sól Guðjónsdóttir, Kol- beinn Höður og Melkorka Ýrr. b) Ylfa Mist, f. 1974, matráðs- kona. Hennar sonur er Björgúlfur Egill Pálsson. Svan- hildur og Helgi skildu. Seinni maður Svanhildar var Ragnar Júlíusson skólastjóri, þau Látinn er afi okkar, Björgvin Jónsson, sMpstjóri frá Dalvík. I gegnum árin höfum við oft átt von á dauða hans því hvert hjartaáfallið af öðra var hann búinn að fá, svo mörg skildu. 2) Viðar, f. 22. desember 1937, d. 11. desember 1940. 3) Kristjana Vigdís, f. 30. maí 1942, póstaf- greiðslumaður á Dalvfli. Hennar maður er Birnir Jónsson, umsjónar- maður Dalvíkur- skóla. Þeirra dætur eru a) Dagný Elfa, f. 1959, skólasafns- kennai’i, gift ívani G.N. Brynjarssyni stýrimanni. Þeirra börn eru Kristján Birnir og Guðrún Margrét. b) Gunnhildur Helga, f. 1965, leikskólastjóri. 4) Dagmar Lovísa, f. 13. febrúar 1945, starfsmaður hjá sýslu- mannsembættinu á Ákureyri. Hennar maður er Tómas Sæ- mundsson rafvirkjameistari. Börn þeirra eru a) Viðar Björg- vin, f. 1964, rafmagnsfræðingur b) Guðrún Ýrr, f. 1969, nemi í rafeindavirkjun, gift Jens K. Kristinssyni útgerðartækni og sölumanni. Dóttir þeirra er Karen María. c) Birgir Örn, f. 1972, rafvirki, kvæntur Dag- nýju Björk Reynisdóttur. Sonur þeirra er Björgvin Hólm. 5) Svava Heiðrún, f. 10. ágúst 1947, skrifstofustjóri. Maður hennar er Stefán Jónsson mál- arameistari. Börn þeirra eru a) Hjöi’dís, f. 1970, málari, sambýl- ismaður hennar er Heiðar Kon- ráðsson húsasmíðameistari. Dóttir þeirra er Heiðrún Valdís. b) Jón Ari, f. 1975, nemi í við- skiptafræði við HÍ. Utför Björgvins fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að við vorum búin að missa töluna á þeim. En hjartað var ótrálega sterkt og alltaf komst hann til heilsu á ný og var í fullu fjöri þar til í sumar. Þá fór þreMð að þveiTa og elli kerling varð áleitin. EkM er því hægt að segja að lát hans hafi kom- ið okkur ættingjunum á óvart. Margs er að minnast þegar afi er kvaddur því hann hefur verið stór pax-tur af lífi okkar. Eftir að amma okkar, Guðrún Margrét Þorleifs- dóttir, dó árið 1977 var afi í fæði hjá foreldrum okkar allt þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Dalbæ fyr- ir þremur áram. Vegna hjaxtaáfall- anna þurfti afi mjög að gæta að öllu því sem hann lét ofan í sig og þótti okkur systrum oft þunnur þrettánd- inn að fá fisk fimm daga vikunnar. Svo pössunarsamur var afi með fæðið að aðeins einu sinni á ári lét hann eftir sér að fá sér sósu út á mat, það var rjúpnasósan á aðfangadagskvöld sem hann gat ekki látið á móti sér. Alli-a síðustu ár fór hann þó að slaka á varðandi matinn og sást æ oftar í veislum með mai-engetertusneið á disk. En fullvissar eram við um að matar- æðið á sinn þátt í langlífi hans. Afi var skipstjóri um áratuga skeið og fór oft í siglingar. Meðal okkar kærustu bernskuminninga eru minningai’ um afa að koma úr siglingu. Einhvern veginn finnst okkur að sMpið sem hann var á, Björgvin EA 311, hafi alltaf komið að kvöldlagi heim úr siglingu því við munum spenninginn við að sjá ljós- in á sMpinu fyrir utan hafnarmynn- ið þegai’ verið var að tollskoða. Dag- inn eftir vora allir skáparnir hjá ömmu og afa í Mörk fullir af sælgæti og þai’ mátti finna Machin- tosh og Cadburys-konfekt og brjóstsykur sem angaði af skógar- berjalykt. Ekki piá heldur gleyma dótinu sem við fengum, en margt af því sást ekM í íslenskum búðum og var því mjög spennandi. Möi’k, Ixús afa og ömmu, var okk- ar annað heimili. Þar voru tvær stofur, suðurstofan og norðurstofan. í suðurstofunni var útvarpið og á meðan afi var á sjó var það alltaf stillt á bátabylgjuna. Þar sóttumst við eftir að fá að leika okkur því okkur þótti svo skemmtilegt að fylgjast með því sem var að gerast á sjónum og ekki spillti það ánægj- unni ef við heyrðum í afa. Eftir að afi hætti til sjós varð hann framkvæmdastjóri Utgerð- arfélags Dalvíkinga, en það félag hafði hann stofnað ásamt Sigfúsi Þoi’leifssyni og fleiram rétt fyrir 1960. Félagið gerði út til að byrja með sMpin Björgvin EA 311 og Bjöi’gúlf EA 312 og seinna skuttog- ai-a með sömu nöfn. Afi hafði skrif- stofu sína til að byrja með í norður stofunni í Mörk og þar var reikni- vélin eitt mest spennandi tækið sem við höfum komist í. Stór og þung með miðarállu, í henni fengum við að hamast að vild, okkur til óbland- innar ánægju. Margar sögur ganga af sjó- mennsku afa og sumar þeirra hafa yfir sér blæ þjóðsagna. Við höfum oft verið spurðar hvort sagan um afa og rónann í Reykjavík sé sönn. Hún er á þá leið að afi hafi aumkast yfir róna sem hann rakst á og gefió" honum úlpuna sína. Afi hafi bara ekM gætt að því að í vösum úlpunn- ar hafi verið peningar til að gera upp við áhöfn Björgvins. Við vitum ekM hvort þetta er satt, við fengum bara tvírætt bros frá afa þegar við spurðum. Hitt vitum við að um svipað leyti og þetta á að hafa gei’st hafði afi ætlað að kaupa pianó fyrir dætur sinar sem aldrei kom. Bílskúi-inn við Mörk fannst okkur dularfullur staðui-: Hann var fullur af alls konar dóti, netum, netabelgj- urn og netahringum því afi átti litla trillu, Tía að nafni, sem hann notaði til að sækja í soðið. EkM ósjaldan vora í skúmum hákarlabeitur þvi afi verkaði hákai’l og þótti hákarlinn'" hans mjög góður. Á Tía sótti afi sjóinn fram yfir áttræðisaldurinn. Sjórinn átti hug og hjai’ta afa allt til enda. Önnur okkar er gift stýrimanni á frystitog- ai’a og fylgdist afi vel með hvernig gekk hjá honum og þótti gaman að fá sögur af sjónum. Afi hvatti okkur og studdi ávallt í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Hann lagði mikla áherslu á að við öfluðum okkur menntunar og gladdist við hvern áfanga. Að okkai’ mati átti afi góða ævi* þótt auðvitað hafi skipst á skin og skúrir eins og gengur, og allt til loka naut hann í ríkum mæli um- hyggju samheldinnar fjölskyldu sinnar. Við þökkum langa og góða sam- ferð. Guð blessi minningu afa okkar. Fari hann í friði. Dagnýog Guniihildur. BJÖRGVIN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.