Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 46
v46 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ > ^ Ljósmyndir/Myndasafn Reykjavíkur UPPHAF ’68 róttækninnar hérlendis er oftast miðað við töku ísl. námsmanna á sendiráði íslands í Stokkhólmi vorið 1970. Menntskælingar fylgdu fordæminu eftir með því að yfirtaka menntamálaráðuneytið heima á íslandi. Á myndinni frá atburðinum má m.a. þekkja Össur Skarphéðinsson. Baksvið '68-kynslóð- arinnar á íslandi s Afram er haldið upprifjun vegna þess að á þessu ári eru liðin þrjátíu ár frá stúd- ■U'U.HI.Mf entauppreisninni svo- til valda nefndu. I fyrri grein sinni fjallaði Leifur Reynisson um hinn erlenda bakgrunn þessara atburða en í þessari seinni grein segir frá því hvernig y----------- þessi hreyfíng barst til Islands. RÓTTÆK ungmenni komu einatt saman á fundum og ræddu ábúðarmikil baráttumálin. AÐ ER skylda stúdenta að tryggja, svo sem í þeirra valdi stendur, að Háskólinn sé hvorki óvirt- ur í orði né verki. Það gera stúdentar meðal annars með því að taka ekki þátt í óspektum eða mót- mælaaðgerðum og fordæma slíkt athæfí.“ Svo segir í yfirlýsingu stjórnar Vöku í júní 1968. Astæða yfirlýsingarinnar voru stúdentaóeirðir sem áttu sér stað víða um hinn vestræna heim um þessar mundir. Það var ekki annað að sjá en stúdentaóeirðirnar ætluðu gersamlega að fara framhjá ís- lensku æskufólki. Islenskir fjölmiðl- ar gerðu grein fyrir þróun mála en létu þess gjarnan getið um ieið að slíkar öfgar ættu ekki hljómgrunn meðal íslenskra ungmenna. Rit- stjóri Stúdentablaðsins greinir frá stöðu mála heima á íslandi með eft- irfarandi orðum: „Menn laga á sér bindið, athuga hvort skyrtan er hrein og fín.... Óeirðir? Kröfugöng- ur? Stríð í Víetnam? Ekki er öll vit- leysan eins ... I Háskóla Islands gerist aldrei neitt. NATO eflir hér alla dáð. Á forsíðu Stúdentablaðsins frá apríl 1969 er sagt frá því á for- A síðu að fjölmennur fundur stúdenta hafí samþykkt ályktun þar sem stúdentar lýsa „yfir fyllsta stuðn- ingi við aðild íslands að [Atlands- hafs]bandalaginu.“ Pólitísk róttækni var fjarri flestu æskufólki fram yfir miðjan 7. ára- tuginn. Heimdaliur þótti vænlegasti . vettvangurinn fram að því en þau *viðhorf tóku nú að breytast. Vax- andi hópur ungs fólks missti trú á flokkakerfið og tók að aðhyllast óljósar umbótahugmyndir. „Pabba- pólitík" varð að skammaryrði. Sér- staklega tók að bera á róttækni meðal mennta- og listaæskunnar. Æskan var á þessum árum að sækja í sig veðrið sem þjóðfélags- hópur. Sífellt fleiri sóttu nám auk þess sem námstíminn lengdist. Menn voru ekkert að flýta sér að verða fullorðnir heldur nutu þess lífsstíls sem æskan hafði komið sér upp. Með rokk- og síðan bítlaæðinu hafði æskan fundið sér kröftugan tjáningarmiðil. Unga fólkið tók í auknum mæli að storka þeim sem eldri voru með framkomu sinni, klæðaburði og hártísku. í krafti aukinnar velmegunnar var æskan sjálfstæðaiá en nokkru sinni fyrr og hún virtist ætla að njóta þess eins vel og lengi og kostur væri á. Með auknu sjálfstæði fór æskan að láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni og hún tók til við að krefjast breytinga. Róttækni hefur innreið sína Menntaskólai-nir tóku fyrstir við sér og á árunum 1968-70 einkennd- ust blöð þeirra af róttækni. Anark- ísk uppreisn var boðuð, skólakerfið var gagnrýnt og stríðsrekstur Bandaríkjánna í Víetnam var for- dæmdur. Róttæknin átti hins vegar ekki eins greiða leið inn í Háskól- ann. Vaka bar sigurorð af vinstri mönnum allt til ársins 1971. Nokkuð var þó farið að bera á róttækni við Háskólann 1969 þegar félag vinstri manna, Verðandi, stóð fyrir fjöl- mennum fundi gegn Víetnamstríð- inu í Háskólabíói haustið 1969. Það voru hins vegar íslenskir stúdentar erlendis sem íýrst létu að sér kveða. Þeir höfðu sent málgögn- um vinstri manna fréttir af stúd- entaóeirðum erlendis. Þeir létu hins vegar ekki sitja við orðin tóm. í apr- íl 1970 hertók hópur íslenskra námsmanna íslenska sendiráðið í Stokkhólmi. Þeir kröfðust þess að kjör námsmanna yrðu bætt auk þess sem hvatt var til sósíalískrar byltingar. Menntaskólanemar fylgdu þessu fordæmi eftir með því að yfirtaka menntamálaráðuneytið. Nálægt hundrað ungmenni áttu hlut að máli en af þeim voru einung- is þrír háskólastúdentar. Meirihluti mennta- og háskóla- nema taldi sig til vinstri upp úr 1970. Kosningar til Stúdentaráðs urðu pólitískari en áður hafði verið. Vinstri menn báru loks sigur úr býtum haustið 1971 undir kjörorð- inu „Herinn burt“. Þeir yfirtóku Stúdentablaðið og gerðu það að eig- in áróðursriti. Á forsíðu Stúdenta- blaðsins 1. des. segir eftirfarandi: í dag minnast stúdentar fullveld- is þjóðarinnar að gömlum sið en með nýjum hætti. Stúdentablaðið er að þessu sinni árangur að samstarfi tveggja baráttuhópa stúdenta, þeirra sem telja að brottvikning bandaríska herliðsins sé skilyrði fyrir fullkomlega sjálfstæðu þjóðlífi Islendinga og þeirra sem telja að sjálfstæði þjóðarinnar sé undir því komið að við hefjum nú þegar öfl- uga baráttu gegn þeim spillingaröfl- um sem herja á lífið sjálft. Rótækir námsmenn höfðu náð forystu í námsmannahreyfingunni. Markmiðið var sósíalískt þjóðfélag sem koma átti á fyrir samstöðu stúdenta og verkalýðs gegn fjand- samlegu valdakerfi. Sósíalisminn var orðinn að tískufyrirbrigði. Neikvæð afstaða gagnvart „kerf- inu“ leiddi eðlilega til minnkandi virðingar. Við Alþingiskosningarnar 1971 gafst róttækum kjörið tæki- færi til að láta skoðanir sínar í ljós. Framboðsflokkurinn var stofnaður af róttækum háskólanemum með það að markmiði að hrista upp í stöðnuðu stjórnmálakerfí. Fyrir ungmennunum einkenndist pólitíkin af stöðnun sem kæmi skýrt fram í fastmótaðri stjórnmálaumræðu þar sem menn fóru með „frasakenndar tuggur". Framboðsflokkurinn var „skopstæling starfandi stjórnmála- flokka og gerði stólpagn'n að skipu- lagi, málflutningi og kosningabar- áttu þeirra." Ætlunin var „að vekja fólk til vitundar um málflutning lýð- skrumara... “ Því var haldið fram að kosningarnar væru „bfialeikur flokkanna“ þar sem stjórnarfárið væri „peningalýðræði" enda lægju allir þræðir þjóðfélagsins um stjómmálaflokkana. Deilur hægri og vinstri manna snerust töluvert um hver umræðu- efnin ættu að vera. Vinstri menn litu svo á að hagsmunasamtök nem- enda ættu að hafa afskipti af heims- málunum en hægri menn kröfðust þess að umræðan yrði einskorðuð við hagsmunamál nemenda. I hug- um vinstri manna fékk hugtakið pólitík miklu víðtækari skírskotun en áður hafði verið. „Það var pólitík að hrófla við ævafornum hefðum, rótgrónu valdi og vanahugmynd- um... Það var pólitísk umræða að sýna fram á tengsl aðskilinna sam- félagssviða ... Mönnum varð ekki skotaskuld úr því að sjá tengsl milli Víetnamstríðsins og skólastefnu á Vesturlöndum..." Þessar áherslur komu skýrt fram í Stúdentablaðinu. I marsmánuði 1973 birtist lesendabréf í blaðinu þar sem fundið er að þessum vinnu- brögðum: í blaðinu birtast æ færri greinar um málefni stúdenta, um leið og greinum um kommúnisma, sósíalisma, marx-leninisma eða Maó má vita hvaða isma, fjölgar svo, að þær mynda nú aðaluppistöðuna í efni blaðsins. Slíkt efnisval í blaði, sem á að heita aðalmálgagn stúd- enta í hagsmunabaráttu þeirra, er fyrir neðan allar hellur.“ Deilt á Víetnam- stríðið og NATO Víetnamstríðið hafði verið eitt helsta mótmælaefni ’68 mótmæl- anna. Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hafði hafið baráttuna gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam sem einangraður en hávær minnihlutahópur. Auk fylkingarinn- ar voru ýmsar nefndir stofnaðar til höfuðs Víetnamstríðinu. Þær urðu skammlífar en með stofnun hverrar nýrrar nefndar kom fram skelegg- ari afstaða gegn hlutdeild Banda- ríkjanna í stríðinu. Aukið líf var fært í samtök herstöðvaandstæð- inga með enduiTeisn samtakanna vorið 1972. Slagorðið „ísland úr Nato - herinn burt“ var tekið upp og með það að vopni var skundað til Keflavíkur í mótmælaskyni. Róttækni festi sig í sessi meðal stúdenta næstu árin. Vinstri menn treystu stöðu sína með sífellt sterk- ari slagorðum. í Stúdentablaðinu frá 1. mai 1972 gat að líta eftirfar- andi hvatningu á forsíðu: „NÁMSMENN í REYKJAVÍK - Fjölmennið á útifundinn og kröfu- gönguna 1. maí og sýnið þannig stuðning við verkalýðinn og baráttu hans.“ og ennfremur: „Mætum öll á morgun ... til að taka á móti WILLIAM ROGERS, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og skósveini Nixons. Þá sakar heldur ekki að hafa það I huga í leiðinni að um þessar mundir ... eru liðin tvö ár síðan fjórir bandarískir stúdentar voru skotnir til bana í mótmæla- göngu gegn styrjöldinni í Víetnam.“ Daginn eftir meinuðu róttæk ungmenni bandaríska utanríkisráð- herrarium að skoða miðaldaskræður í Árnagarði. Hægristúdentar brugðust hart við með yfirlýsingu sem Vaka sendi frá sér en í henni segir meðal annars: ... þeir sem aðhyllast skoðanir valdbeitingar- manna og meiri hluta Stúdentaráðs, eru fremur fámennur hópur öfga- manna, og baráttuaðferðir þeirra eru með allt öðru móti en en þorra stúdenta. ... Stúdentaráð Háskóla Islands hefur tekið upp þá stefnu að styðja baráttu þjóðfrelsisfylkingar- innar í Víetnam eða skæruliða kommúnista þar í landi. ... Vaka lýsir yfir samúð sinni með Ví- etnömsku þjóðinni og átelur jafn- framt harðlega þá menn, sem taka upp hanzkann fyrir annan stríðsað- ilann og fordæma hinn.“ Kommaklíkur og hippamenning Þó svo vinstri menn væru hávær- ir í kröfugerðum sínum voru mark- miðin fremur óljós. Upp úr 1972 tóku róttæklingar að bregðast við því með stofnun kommúnískra sam- taka. Smáklíkur menntskælinga tóku að myndast utan um hug- myndafræði kennda við Maó og Trotský. Baráttan skyldi nú fá á sig agaða og fræðilega mynd. Þeir rót- tæklingar sem gengu þessum klík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.