Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Vann rúm í Draumaleik Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Háskólabíó og Kósý hús- gögn fyrir leik á mbl.is sem bar nafnið Draumur. Tilefni leiksins var frumsýning myndarinnar Hvaða draumar okkar vitja, What Dreams May Come. Vinningar í leiknum voru vegleg- ir. Hægt var að vinna miða á mynd- ina, margmiðlunardisk um myndina eða amerískt rúm frá Kósý hús- gögnum, Síðumúla 28. Öllum vinn- ingshöfum hefur verið sendur tölvu- póstur en einnig er hægt að skoða lista yfír vinningshafa í samnefnd- um lið í flokknum Dægradvöl á mbl.is. Aðalvinninginn Simmons Beautyrest-rúmdýnu frá Kósý, Síðumúla 28 vann Reynir Örn Bjömsson en á myndinni hefur Reynir (t.v.) veitt honum viðtöku úr hendi Skúla Rósantssonar hjá Kósý húsgögnum. RÚNAR Arnarson formaður Knattspymudeildar Keflavíkur (t.v.) og Björn L. Þórisson sölustjóri Austurbakka skrifa undir samninginn. Keflavík semur við K-sport KNATTSPYRNUDEILD Keflavík- ur, Austurbakki og K-sport hafa gert með sér samning til þriggja ára og mun Keflavík samkvæmt honum eingöngu nota Nike-knatt- spyrnuvörur. Bætist Keflavík því í sívaxandi flóru Nike-félagsliða í Evrópu, s.s. Barcelona, Arsenal, Inter Milan, Hertha Berlin ofl. Þá eru meðal Iandsliða sem spila í Nike, Brasilía, Holland, Ítalía o.fl. Verðmæti samn- ingsins er u.þ.b. 3,6 millj. á samn- ingstímanum. Atkvöld Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur fyrsta atkvöld næsta árs mánudaginn 4. jan- úar 1999 og hefst mótið kl. 20. Fyrst era tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þijár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi nafn annars keppanda, sem einnig fær máltíð fyr- ir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tOlits tO árang- urs á mótinu. Þátttökugjöld eru 300 kr. fyrir fé- lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Mótið er öllum opið. Frjálslyndi flokkurinn opn- ar skrifstofu FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur opnað flokksskrifstofu í Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Landsþing Frjálslynda flokksins verður haldið helgina 23. og 24. janúar nk. en Sverrir Hermanns- son stofnaði flokkinn með sam- starfsmönnum sínum í lok nóvem- ber. „Stuðningsmenn eru hvattir til að staðfesta skráningu á landsþingið hið fyrsta á skrifstofu flokksins. Stuðningsmönnum skal jafnframt bent á heimasíðu Sverris Her- mannssonar, www.centrum.is/svh og netfang Frjálslynda flokksins, frjalslyndisflokkurinnÞcentrum.is," segir í fréttatilkynningu frá Frjáls- lynda flokknum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Skrá ekki nýja félaga um Netið AÐ gefnu tilefni hefur stjórn Full- trúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík farið fram á við skrif- stofu flokksins að hætt verði að taka við skráningum nýrra félaga í framsóknarfélögin í Reykjavík í gegnum Netið. Nýir félagar geta skráð sig á skrifstofu Framsóknar- flokksins. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ánægja meið „viðhorf" VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Mig langar tii að lýsa ánægju minni yfir þeim pistlum sem birtast undir heitinu Viðhorf í Morgun- blaðinu og era skiifaðir undir nafni blaðamann- anna. Til dæmis þykja mér pistlar Ásgeirs Sverrisson- ar, sem oft fjalla um stjórn- mál, jafnan skemmtilegir og vera skrifaðir af skaip- skyggni og blessunarlega lausir við þá einsýni sem felst í því að skoða stjórn- mál í gegnum „flokksgler- augu“. Eru skrif Ásgeirs dáh'tið í ætt við þá málefna- legu þjóðmálaumræðu sem margir reyna að halda uppi með skynsamlegum skiif- um í Morgunblaðið. Og á dögunum (19. des. sl.) birt- ist undir nafni Kristjáns G. Arngrímssonar Viðhorfs- pistill sem var alveg sér- staklega góður. Efni pistilsins var nytjastefnan og dæmi tekin af vettvangi þjóðmálaumræðunnar. Hér var á ferðinni það sem alltof sjaidan sést í ís- lenskri þjóðmálaumræðu, því Kristján ræddi ýmis „sannindi" eða rök sem menn taka sem góð og gild (stundum með tilstuðlan málflutnings fi’á hags- munaaðilum sem jafnan hlýtur að vera einhliða) og skoðaði þau í ljósi sið- rænna eða heimspekilegra viðhorfa. Hér var um að ræða hið ágætasta dæmi um sannarlega upplýsta umræðu því öll viljum við reisa þjóðfélag okkar og athafnir á skynsamlegum og vel ígrunduðum for- sendum en ekki sannindum sem reynast svo kannski aðeins hálfsannindi þegar betur er að gáð. Þjóðfé- lagslegt giidi heimspeki- iegra viðhorfa eða heim- spekilegi-ar skoðunar, ef svo má að orði komast, er eftir mínum skilningi það að hjálpa okkur að átta okkur á grundvaliarfor- sendum mannlegs lífs og meta út frá því æskileg markmið og leiðir að þeim. Heimspekin sjálf gefur ekki bein svör við slíku en hún kennir mönnum rök- legan hugsunarmáta sem hjálpar mönnum að mynda sér skoðanir á deilumálum samtímans þar sem vega þarf ólík sjónannið. Iðu- lega era miklir efnahags- legir hagsmunir bundnir þeim og því skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir því að slík deilumál hafa oft ekki síður mikilvægar sið- rænar eða tilfinninga- bundnar hliðar sem hafa líka mikið vægi og verður að taka tillit til. Dæmi um þetta af vettvangi þjóð- málaumræðunnar eru næg. Skrif á borð við Við- horfspistil Kristjáns G. Arngrímssonar eru því ekki aðeins ánægjuleg til- breyting fi'á umræðu sem oft á tíðum er bundin við of þröngt sjónarhorn eða jafnvel beina hagsmuna- gæslu. Heldur er upplýst umræða, eins og skrif Rristjáns bera vitni um, beinlínis nauðsynleg virku lýðræði í þessu landi og vonandi að meira sjáist af slíku í framtíðinni á vett- vangi dagsins. H.B. Oréttlát skattheimta HÆKKUN varð á rusla- tökugjaidi hjá borginni og hækkaði gjaldið úr 2.500 kr. í 6.000 kr. á ári og skiptir þá ekki máli hversu margar tunnur fólk notar. Tökum sem dæmi fjölbýlishús. I einni íbúð búa eldri hjón og í næstu íbúð býr sjö manna fjölskylda. Eldri hjónin þurfa að greiða sama gjald og sjö manna fjöl- skyldan, þótt þau noti að- eins 1 tunnu á móti 4-5 tunnum hjá stórfjölskyld- unni. Þetta er ekki rétt- látt. Eldri borgara og ör- yrkja munar um hverja krónu og ætti að skatt- leggja ruslatökugjaldið eftir tunnunotkun. Það er réttlætismál. 230626-4059. Slæm þjónusta LAUGA hafði samband við Velvakanda og var hún óhress með þjónustu Pósts- ins. Sagðist hún hafa fengið pakkasendingu utan af landi og átti hún óhægt með að ná í hana á pósthús- ið og bað um að hún yrði send heim til hennar en henni var þá sagt að hún yrði að borga 500 kr. fyrir það. Finnst henni það ekki réttlátt því að búið var að borga fyrir sendinguna af þeim sem setti hana í póst. Tapað/fundið Myndavél í óskilum MYNDAVÉL, Olympus, lítil og nett, fannst 21. desember fyrir utan Borg- artún 24. Upplýsingar í síma 557-3488 og vs. 561- 8131. Stússíveski týndist SVART Stússíveski með áföstum lyklum týndist á Kaffi Thomsen sl. laugar- dagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 3351. Cucci herraúr týndist í leigubfl CUCCI herraúr með rauð- brúnni ól týndist aðfaranótt 29. nóvember í leigubíl. Leigubílstjórar á leiðinni Kringlukráin, Næturgalinn, Hafnarfjörður eða öfugt vinsamlega hafið sajnband við afgreiðslu stöðvanna. Greiðsla eða fundarlaun. Svartur rússkins- hanski í óskilum SVARTUR rússkinsdömu- hanski fannst 22. desem- ber sl. í Breiðagerði. Upp- lýsingar í síma 553 3094. Dýrahald Ikarus er týndur GRÁBRÖNDÓTTUR, 7 mánaða fress, með brúnni og svartri hálsól, týndist frá Fakkastíg 20. desem- ber sl. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 5621150 eða 551 6843. Víkverji skrifar... AÐ á ekki af kunningja Vík- verja að ganga í samskiptum sínum við opinber og fyrrum op- inber fyrirtæki. Það er mjög al- gengt að borinn sé út póstur í húsið hans sem tilheyrir alls ekki íbúum þess og hefur hann margoft kvartað við íslandspóst vegna þessa. Ekki nóg með að nöfn fólksins sem pósturinn var stílaður á passaði ekki heldur passar heimilisfangið stundum ekki heldur. Á stundum hefur hann velt fyrir sér hvað ráði því hvert pósturinn er borinn út, hvort heimilisfangið sem stendur á póstinum sé aðeins haft til hlið- sjónar. Það væri í sjálfu sér ekki meira að segja af samskiptum hans við Islandspóst ef hann eftir nokkrar símhringingar hefði ekki gert tilraun til að skila póstinum á pósthúsið í leiðinni heim úr vinnunni dag einn. Klukkan var á slaginu sex þegar hann nálgaðist dyr pósthússins. Starfsmaður pósthússins sem nálgaðist hurð- ina að innanverðu til að læsa henni hraðaði sér svo ekki var um villst til að læsa áður en kunningi Víkverja kom að henni. Engu máli virtist skipta þótt hurðin væri hrist, klukkan var sex, það var búið að loka. Kunningjanum varð að orði að það virtist ekki skipta máli að búið væri að skipta um skilti á pósthúsinu, þjónustan og framkoman væri sú sama og var þegar þar stóð Póstur og sími hf. og ekki hf. XXX INELTI hefur verið mikið rætt undanfarið og er það þarft. Aðallega hefur verið rætt um að uppræta það í skólum og það væri vel ef það tækist. Þess- um kunningja Víkverja þykir það vera rannsóknarefni hvort einelti sé að finna í fleiri opinberum (og fyrrverandi opinberum) stofnun- um en skólum og hvort eineltið kunni að vera stundað af starfs- mönnum sjálfum. Hann telur sig verða fyrir stöðugri áreitni og óþægindum af hálfu Ríkisútvarps- ins vegna þeirrar „sérvisku" sinn- ar að eiga ekki sjónvarp. Alls staðar annars staðar í heiminum væri það hans mál hvort hann ætti sjónvarp eða ekki. Fyrir hann er það ekki nóg að hann hafi margoft lýst því skriflega yfir við Ríkisútvarpið að hann eigi ekki sjónvarp og hann hafi ekki í hyggju að fá sér sjónvarp, alltaf er hann af og til að fá rukkunar- seðla fyrir afnotagjaldið. Það er eins og það sé nóg tilefni fyrir Ríkisútvarpið að fyrri eigendur hússins hafi sett upp sjónvarps- loftnet. Um þverbak keyrði á dög- unum þegar hann enn einn gang- inn hafði sent skiflega yfirlýsingu þess efnis að hann ætti ekki sjón- varp og hefði ekki aðgang að því á heimili sínu. Þá hringdi dyrabjöll- unni maður sem sagðist vera frá Sjónvarpinu og vildi fá að spyrja hann nokkurra spurninga. Kunn- inginn tjáði hringjaranum sem var að hann væri vant við látinn og gæti ekki svarað spurningum hans í dyrasímann og því síður hleypt honum inn til að svara spurningum hans þar. Þegar hann nokkrum dögum síðar fékk rukk- un fyrir afnotagjaldið hringdi hann í innheimtudeild sem vændi hann um að hafa verið ókurteisan við þann sem kom og tjáði honum að ef hann væri í raun og veru án sjónvarps ætti hann að senda enn eina skriflegu yfirlýsinguna og hleypa fólki inn til sín til að ganga úr skugga um það. Kunningjanum finnst hann vera að verða fyrir einelti af stofnuninni fyrir það eitt að nota ekki sjónvarpið og svo virðist sem gert sé ráð fyrir að hann sé sekur þar til hann hafi sannað sakleysi sitt. XXX Víkverji finnur vh-kilega til með þessum kunningja sínum en það er ekkert sem kemur honum á óvart í frásögninni. Islandspósti og öðrum fyrrverandi hlutum Pósts og síma virðist ætla að ganga illa að þvo af sér stofnanastimpilinn og bragur einokunar í þjónustu og framkoma starfsmanna virðist því miður ennþá vera til staðar. Hvað Ríkisútvarpið varðar vh-ðist því engin takmörk sett hve langt það er tilbúið að ganga í tilraunum við innheimtu. Það er ótrúlega lítið talað um það óréttlæti sem í því er fólgið hér á landi sé rekið ríkis- sjónvarp og útvarp sem er á aug- lýsingamarkaði, þiggur styrki í milljónavís á ári hverju en leyfír sér að auki að innheimta afnota- gjald af þvílíkri hörku að furðu sætir. Víkverja þykir í hæsta máta undarlegt að starfsmenn inn- heimtudeildar skuli heimta það að friðhelgi heimilisins sé rofin til þess eins að viðkomandi nái að bera af sér þær „sakir“ að eiga eða hafa sjónvarpstæki á heimilinu. Sögusagnir af handalögmálum sem innheimtumenn Ríkissjón- varpsins lenda í eru ekki til þess fallnar að vekja traust hjá fólki sem hefur áhuga á að bera af sér slíkar „sakir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.