Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 25 LEIKLIST Lcikíclag Akureyrar PÉTUR GAUTUR Höfundur: Henrik Ibsen. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Höfundar tón- listar: Edvard Grieg og Guðni Franz- son. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Búningahönnuður: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Hönnuður leikmyndar og lýsingar: Kristin Bredal. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arni Pétur Reynisson, Erika Mist Arnarsdóttir, Eva Signý Berger, Guðjón Tryggvason, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Hákon Waage, Jakob Þór Einarsson, Pálína Jónsdóttir, Sólveig Elín Þórhallsdótt- ir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Sunna Borg, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Þráinn Karlsson. Hljóðfæraleikar- ar: Daníel Þorsteinsson og Stefán Orn Arnarson. Mánudagur 28. desember. ÞAD ER ekki heiglum hent að setja á svið Pétur Gaut svo vel megi við una. Textinn er firnalangur og atriðin ótalmörg enda lýsti höfund- ur því yfir í frumútgáfunni að verkið væri ætlað til lestrar. En ekki kom þessi yfirlýsti vilji höfundar í veg fyrir að leikritið færi sigurför um leikhús heimsins og sé sennilega orðið það verka hans sem víðast hefur farið, eins ólíkt og það er kunnustu stofudrömum Ibsens. Hér er snilldarlega sneitt hjá helstu hindrunum við uppsetningu verksins og ímyndunarafli áhorf- enda látið eftir það sem ekki er hægt að sýna með leiktjöldum og ljósum. Hingað til hefur þýðing Einars Benediktssonar verið notuð við uppfærslur leikritsins hér á landi en hér er í fyrsta skipti flutt á sviði þýðing Helga Hálfdanarsonar. Hún er umfram allt þjál í munni, auðskiljanleg og trúrri frumtextan- um en eldri þýðingin, en aðdáendur Einars munu að sjálfsögðu sakna skáldlegrar snilldar hans. Það má Vandanum vaxinn Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson JAKOB Þór Einarssyni ferst hlutverk Péturs Gauts vel úr hendi og Pálína Jónsdóttir er táknmynd hins góða og hreina holdi klædd í hlutverki sínu sem Sólveig segir m.a. í umsögninni. Á sviðinu eru einnig hljóðfæraleikarar sýningarinnar; Daníel Þorsteinsson og Stefán Orn Arnarson. benda þeim á að sú þýðing hentar vel til lesþrar í góðu tómi. I uppsetningu Sveins Einarssonar er textinn í fyrir- rúmi. Að sjálfsögðu er hann styttur, en svo meistaralega að ekkert skortir til að skilja framvindu leiksins og einungis á örfáum stöðum sakn- ar undirritaður hug- arflugs Ibsens. En það er sennilega of erfitt að sýna tvo fullvaxna leikara tví- menna á grís og þeysa um sviðið, svo eitt dæmi sé nefnt. Þessum leikandi texta fylgir sveigjan- leg leikmynd og lýs- ing. Þó að einfald- leikinn sé hér alls- ráðandi eru lausnirn- ar feikisnjallar og leiktjöldum breytt sem hæfir hverju atriði. Allt gengur þetta svo átakalaust og fljótt að eft- ir á að hyggja er eins og hrynjandi ljóðmálsins hafi aldrei hnikast til. Lýsing og leiktjöld mynda afar sterka heild sem umfaðmar leikar- ana á hreyfingu um sviðið. Búning- arnir eru af öðrum toga. I hverju at- riði eru valdir saman þeir litir sem endurspegla stemmninguna: grá- móskulegir jarðlitir í gráum hvers- dagsleikanum; æpandi sterkir á hirð Dofrans; og klisjukenndir stór- veldungar klæðast svarthvítum myndum á pappaspjöldum. Stíl- hreint og fjölbreytt! Að minni hyggju fjallar Pétur Gautur um leit aðalsöguhetjunnar að sjálfsmynd og siðalögmáli sér til handa. Bakgi-unnsins ber að leita í þeirri afneitun á æðri máttarvöld- um sem hafði smám saman sótt í sig veðrið á síðustu hundrað árum fyrir ritunartíma verksins. Pétur Gautur er ótrúlega frumlegt verk og er tengiliður á milli annars veg- ar byltingarkenndrar einstaklings- hyggju rómantísku stefnunnar og hins vegar sálfræðiskilnings okkar tíma. Sveinn Einarsson leggur áherslu á kristileg gildi í verkinu: þrátt fyrir örvæntingarfulla leit Péturs að til- gangi lífsins um veröld víða, bíður hans fyrirgefning og náð heima í líki ástar Sólveigar sem fyiirgefur allt, skilur allt og krefst einskis. Ast hennar er ekki holdleg heldur tákn- mynd alls hins hreina og tæra í mannlífinu - tilfinningar hennar til Péturs eru móðurlegar. Hér er sýnt ábyrgðarleysi Péturs Gauts og and- hverfa þess: hin skilyrðislausa móð- urlega umhyggja. Þessar andstæð- ur eru einnig meginuppistaðan í verkinu um nafna hans Pan sem frumsýnt var um helgina. Hið vandasama aðalhlutverk leik- ur Jakob Þór og ferst það vel úr hendi. Framsögn hans er til fyrir- myndar og leikurinn afburðagóður. Hann syndir jafn vel um lygnur sem boðaföll textans og áhorfandinn sér hann af leikni stökkva fossa og smjúga í gegnum gildrur þær sem felast í textanum. Samleikur hans og Þórunnar Magneu í hlutverki Asu er sérstaklega áhrifamikill. Pá- lína Jónsdóttir er táknmynd hins góða og hreina holdi klædd í hlut- verki sínu sem Sólveig. Seiðandi rödd Arndísar Hrannar Egilsdóttur vekur athygli í hlut- verkum þriggja tálkvenda. Hákon Waage mætti aftur á móti huga betur að framsögninni þó að vissu- lega komi hann mikilfenglega fyrir sem Dofrinn. Sunna Borg var skörulegust sem forstöðumaður geðveikrahælisins og Þráinn Karls- son var ísmeygilegur hnappari. Stefán Sturla og Árni Pétur Reyn- isson vógu sjálfa sig með tilþrifum og Arni Pétur var einstaklega óað- laðandi krakki. Þau fimm síðast- töldu auk sex annarra leikara sinntu fjöldamörgum minni hlut- verkum. Tveir hljóðfæraleikarar léku tónlistina í leiknum á sviðinu líkt og í síðustu sýningu Leikfélags Akureyrar. Laglínur Edvards Gri- eg gáfu tóninn í nokkrum áhrifa- mestu atriðunum og Guðni Franz- son átti nokkur viðfelldin stef. í mínum huga er Pétur Gautur hér lifandi kominn í sviðsetningu sem hentar nútímaáhorfendum. Þýðing Helga Hálfdanarsonar hentar vel í leikhúsi, er auðskilin og lætur vel í eyrum enda fram- sögn helstu leikara til fyrirmyndar. Sýningin líður sem örskot þó að nær einskis sé saknað úr verki Ib- sens. Leikur, búningar, tónlist, leikmynd og lýsing mynda mjög sannfærandi heild þar sem textinn er gerður að lifandi afli sem hrífur áhorfandann með sér. Leikstjórinn hefur hér með alúð samhæft þá ótal þætti sem þarf til að flétta úr listræna heild og reynist vandan- um vaxinn. Sveinn Haraldsson Ki.........il m ' ‘■m -—NÖVÉNYI EREDETÖ----- ROSTLINNÁ ÉLEHACKA— WROBOK RASTLINNÉHO POVODl ----ÆíÉSUffi---------- ...á heita súkkulaðið, hátíðareftirréttinn, heitu eplabökuna, cappuccino-kaffið og annað sem þér dettur í hug. Alltaf tilbáinn. Alltaf þeyttur. Salurinn hljómar Tónleikar laugardaginn 2. janúar 1999 kl. 18:00-24:00 kl.18:00 Kór Snælandsskóla Signý Sæmundsdóttir, sópran Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanó Pétur Jónasson, gítar Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó Kvartettinn Rúdolf Hljómskálakvintettinn kl. 19:00 Jazzkvartett Bergþór Pálsson og Jazzkvartett Auður Hafsteinsdóttir, fiðla Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó Kammerkór Kópavogs Rússíbanarnir kl. 20:00 Camilla Söderberg, blokkflauta Snorri Ö. Snorrason, lúta Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran Elín Guðmundsdóttir, píanó Gréta Guðnadóttir, fiðla Vaigerður Andrésdóttir, píanó Kristinn E. Árnason, gítar Cammerarctica Hljómeyki kl. 21:00 Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla Peter Maté, píanó Strengjatríó Karlakórinn Fóstbræður kl. 22:00 Sigurður Rúnar Jónsson, íslensk fiðla Kanúkaflokkurinn Voces Thules Ólafur K. Sigurðarson, bariton Tómas Guðni Bergsson, píanó Kristín Snædal Sigtryggsdóttir, sópran Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanó Einar Kristján Einarsson, gítar Guðný Guðmundsdóttir, fiðla Gerrit Schuil, píanó Gunnar Kvaran, selló Selma Guðmundsdóttir, píanó Samkór Kópavogs kl. 23:00 Áshildur Haraldsdóttir, flauta Iwona Jagla, píanó Snorri Sigfús Birgisson, píanó Finnur Bjarnason, bariton Gerrit Schuil, píanó Caput - hópurinn Hamrahlíðarkórinn Tónlistarhús Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.