Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 56
• 56 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðmundur Ax- elsson fæddist í Reykjavík 21. janú- ar 1934. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Sel- fosskirkju 29. des- ember. Það var um það leyti undirbúningur jóla- hátíðarinnar stóð sem hæst að tíðindi bárust um ótímabært andlát góðs vinar, Guðmund- ar Axelssonar póstmanns og knatt- spyrnuáhugamanns. Fyrstu kynni mín af þessum góða dreng voru í gegnum knatt- spyrnuna á Selfossi, sem átti hug hans allan frá því er hann hóf að skipta sér af henni og um leið að leggja til börn og tengdabörn til að bera uppi merki knattspyrn- unnar á Selfossi. Fyrst vakti Gummi Axels, eins og hann var oftast kallaður, athygli mína á boltakvöldi hjá ungum knatt- ^*spyrnumönnum sem haldið var í Tryggvaskála. Þar geystist fram maður, söng hvert Presley-lagið af öðru við mikla aðdáun, með Presley-lokkinn og Presley- skrúðann eins og hann kom fyrir. Eg minnist þess að löngu fyrir tíma leikmannakaupa á milli félaga eins og í dag tíðkast gerði Gummi sér grein fyrir því að ef lið ætlaði að ná langt þyrfti að hlúa vel að yngriflokkastarfi og líka beita tækni við að „stela“ mönnum frá (iðrum félögum. Þetta átti allt eftir að koma á daginn. Gummi sat í stjórn knattspymudeildar UMF Selfoss til margra ára, þjálfaði, var bflstjóri og einnig var hann knattspyrnu- dómari. Gummi notaði sínar aðferðir við þjálfunina og oftar en ekki var keyptur ís í brauðformi eða kók og prins fyrir heimferð, ef góður árangur náð- ist þegar leikið var í Reykjavík. Gummi sýndi áhuga sinn á framgöngu knatt- spyrnunnar á Selfossi í verki því tengdason- ur hans, Þórarinn Ing- ólfsson, lék með Sel- fossi um árabil, auk þess að þjálfa, um það mál sá Anna dóttir hans sem starfað hefur í stjórnum og ráðum, Páll unglingalandsliðsmað- ur, sonur hans, lék með Selfossi í mörg ár áður en honum var „stolið" til Leifturs á Olafsfirði og Laufey, yngsta bam Guðmundar og Ingunnar, hefur leikið lengi með kvennaliðinu og nú síðustu árin einnig þjálfað. Þetta er uppeldi upp á tíu. Fyrir nokkrum ámm varð Guð- mundur fyrir áfalli, sem leiddi til þess að möguleikar hans til að starfa af sama krafti og áður skert- ust en þá kom til arfleifð hans. Hann fylgdist þó áfram með af krafti og nú voru að koma til sög- unnar barnaböm sem hann gaf gaum og á alla heimaleiki meist- araflokks mætti hann á jeppanum sínum til hliðar við áhorfendastæð- in, flautaði eða kallaði eftir því sem við átti. Ef illa gekk inni á vellinum settist maður gjarnan inn í jeppann hjá Guðmundi og Simma Asmund- ar sem oft var með honum, fékk kex og góð ráð því uppgjöf var ekki til þótt stundum hafi útlitið verið dökkt, enda Gummi oft léttlyndur. A okkar vináttu, sem var svolítið sérstök, skyggði ekkert, enda sam- mála um meginatriðin og héldum báðii- upp á Arsenal í þokkabót sem oft kom sér vel þar sem leiðir okkar lágu saman í getraunafélag- inu Dagskokki um árabil. Gummi hafði yndi af knatt- spyrnu en frábæra fjölskyldu hafði hann fyrst og fremst við hlið sér sem klett ef eitthvað bjátaði á. Svo kom að því fyrir einu ári rúmu að hann var gerður að heiðursfélaga knattspyrnudeildar UMF Selfoss við hátíðlegt tækifæri. Þá kom sú hugsun eðlilega upp að án svona einstaklinga væri félagsstarf erfitt. Knattspyrnumenn á Selfossi sjá á bak góðum félaga. Gummi hefur ábyggilega þegar hitt Presley sjálfan og sungið með hon- um í dúett Wonder of you eins og hann tók svo eftirminnilega í Tryggvaskála um árið. Eg vil fyrir hönd fjölskyldu minnar, svo og félaga í getraunafé- laginu Dagskokki, færa Ingunni og fjölskyldunni allri innilegustu sam- úðarkveðjur á erfiðri stund. Minn- ing hans mun lifa. Kjartan Björnsson. Það eru um fjörutíu ár síðan fundum okkar Guðmundar Axels- sonar bar fyrst saman. Það var á hinni árlegu skemmtun Kvenfé- lags Þingvallahrepps í Valhöll á Þingvöllum í byrjun september 1958. Hsnn var þar í fylgd Ing- unnar systur minnar og ég sá ekki betur en að ástarblossi væri kviknaður. Þau gengu svo í hjóna- band í Búrfellskirkju 1959 ásamt Eddu systur minni og Svan. Systrabrúðkaup, falleg athöfn, gleði og eftirvænting hins ókomna. Ungu hjónin störfuðu bæði við virkjunarframkvæmdir, hún í mötuneyti, hann á þunga- vinnuvélum við Efrafall sem síðar var nefnt Steingrímsstöð. Um helgar voru þau tíðir gestir hér á Búrfelli og kom þá strax í ljós áhugi Guðmundar á íþróttum. Við reyndum oftlega með okkur og sérstaklega var kúluvarp og kringlukast vinsælt tóm- stundagaman. Ævinlega hafði Guðmundur betur og undraðist ég hve laginn hann var og snarpur. Svo var knattspyrna hans óska- leikur. Ungu hjónin settu saman heimili í barnaskólanum við Ljósa- foss þar sem Guðmundur starfaði við akstur hjá Landsvirkjun en Ingunn sá um mötuneyti Ljósa- fossskóla. Þá var heimavist í skól- anum og náðu þau miklum vin- sældum nemenda í leik og starfi. Vinátta sem þarna myndaðist hef- ur staðið alla tíð síðan. Börnin þeirra, Anna, Páll og Laufey, uxu úr grasi við ástríki for- eldra sinna og Kolbrún Yr sem Ingunn átti fyrir hjónaband naut umhyggju Guðmundar eins og væri hún hans eigin dóttir. Svo líða árin, Guðmundur fór til starfa við Búrfellsvirkjun og jafnframt er hafin húsbygging á Víðivöllum 19 á Selfossi. Þetta er takmark flestra að koma þaki yfir höfuðið og hér var unnið af dugnaði með mikilli vinnu. Þegar framkvæmdum við Búrfellsvirkjun er að ljúka 1969 er lítið um atvinnu og fjöldi Islend- inga fer til Svíþjóðar. Það gera þau Ingunn og Guðmundur og dvöldu í Svíþjóð í nokkur ár. Koma svo aft- ur og Guðmundur tekur að sér póstdreifingu í Arnessýslu sem hann stundaði til dauðadags. Einn þáttur í fari Guðmundar var áhugi á góðri dægurtónlist. Hann hafði góða söngrödd og gam- an af slagverki og stundaði lítillega danshljómsveitarstörf. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðmundi fyrir hlýhug og virðingu sem hann sýndi foreldrum mínum, okkur fjölskyldunni á Búrfelli og sérstaklega hafði Guðmundur gam- an af samskiptum við börnin okkar. Heimilið á Víðivöllum 19 á Selfossi var gestrisið og hjónin höfðu gam- an af því að taka á móti gestum. Við tengdafólkið þökkum sam- fylgdina. Minning um góðan dreng lifir. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig, Inga mín, og fjölskyld- una alla. Sorg ykkar er mikil nú þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Blessuð sé minning Guð- mundar Axelssonar. Böðvar Pálsson. Mitt í önnum og undirbúningi jólahátíðarinnar er einn starfsfélagi okkar, Guðmundur Axelsson, land- póstur, kvaddur brott úr þessu lífi. Guðmundur fór í sína síðustu póstferð þann 16. desember sl. og var þá farinn að kenna lasleika, daginn eftir var hann allur. Guð- mundur var búinn að starfa sem landpóstur frá árinu 1976 að und- anskildu einu og hálfu ári er hann átti við veikindi að stríða. En ótrauður kom hann aftur til vinnu og stundaði hana þrátt fyrir fötlun sína og naut við það aðstoðar fjöl- skyldu sinnar og vina. Guðmundur var glaðsinna og oft var slegið á létta stengi þegar hann kom að gera upp eftir póstferðirn- ar og fylgdi þá oftar en ekki smá grínsaga. Eigum við án efa eftir að sakna þerra stunda. Það fór heldur ekki framhjá neinum sem þekkti Guðmund áhugi hans á íþróttum og þá sérstaklega fótbolta og fylgdist hann þar vel með. Um leið og við kveðjum Guð- mund með söknuði og þökkum samskiptin í veraldarvafstrinu sendum við Ingu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Starfsfólk Islandspósts og Landssíma, Selfossi. GUÐMUNDUR AXELSSON + Stefán Ingvar Guðjónsson fæddist á Þrándar- stöðum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 19. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Þorsteins- son, f. 26.10. 1872, d. 10.12. 1923 og Sig- ríður Þorvaldsdótt- ir, f. 2.3. 1881, d. 19.8. 1968. Systkini Ingvars eru: Þor- steinn, f. 23.3. 1903, d. 7.9. 1951; Stefanía, f. 2.9. 1904, d. 2.12. 1998; Anna, f. 15.10. 1905, látin; Kristinn, f. 25.9. 1908, d. 20.7. 1927; Soffía, f. 25.9. 1909; Lauf- ey, f. 14.2. 1911, látin; Þorvald- ur, f. 4.11. 1913, látinn; Guðný, f. — 23.4. 1915, látin; Þorleifur, f. 11.10. 1916, látinn. f júlí 1928 kvæntist Ingvar Helgu Magn- úsdóttur húsfreyju, f. 6.9. 1906, d. 12.2. 1993 frá Grófarseli í Jökulsárhlíð. Foreldr- ar hennar voru Magn- ús Eyjólfsson, f. 28.7. 1860, d 9.6. 1909 og Þórdís Pálsdóttir, f. 27.9. 1868, d. 25.10. 1945. Börn Ingvars og Helgu eru: 1) Gunnar Hafdal, f. 18.3. 1929, d. 30.4. 1979. 2) Kjartan Þór, f. 5.5. 1931, maki Bjamdís Helga- dóttir. Böm þeirra em Þorgerð- ur, f. 7.4. 1955, d. 20.8. 1955, Helga, f. 31.8.1956, á þijú börn og eitt bamabarn. Yngvi Þór, f. 5.12. 1958, á fjögur böm. Héðinn, f. 10.10. 1960, á ljögur böm. Kol- beinn, f. 25.3. 1964, d. 15.1. 1966. Kolbrún Gerður, f. 20.2. 1968, á þrjú börn. Ingveldur Margrét, f. 17.10.1969, á tvö börn. 3) Sigur- jón Sævar, f. 17.12. 1934, d. 20.2. 1984. Maki Sigurbjörn Reimars- dóttir, f. 13.5. 1938. Þau slitu sambúð. Böm þeirra eru Víðir, f. 19.12. 1957. Arnheiður Ásdís, f. 5.10. 1965, á þijú böm. Sigríð- ur Laufey, f. 9.12. 1967, á tvö böm. Smári, f. 16.8. 1969. 4) Gísli Heiðmar, f. 11.8. 1940. Sambýliskona Erna Gestsdóttir, f. 13.5. 1936. 5) Yngvi Dalur, f. 29.11. 1941. Maki Hildigunnur Sigþórsdóttir, f. 15.8. 1946. Börn þeirra era Sigþór Heiðar, f. 26.3. 1966. Ómar Arsæll, f.17.3. 1971. Guðný Dalbjörk, f. 24.6. 1981. Ingunn Heiðdís, f. 24.6. 1983. 6) Daldís, f.28.7. 1944. Maki Einar Kr. Einarsson. Börn þeirra era Jónína Margrét, f. 11.2. 1964, á tvö börn. Einar Dalberg, f. 8.5. 1967, á þijú böm. Kristjana, f. 18.6. 1974, Gunnar Helgi, f. 5.6. 1979, Ingvar Birkir, f. 6.12. 1983. Utför Ingvars fór fram frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 29. desember. STEFÁNINGVAR GUÐJÓNSSON Hún er lengri jólakveðjan til þín Ingvar en ég átti von á. Hún er líka önnur. Hún er hinsta kveðja. Samt verður þú alltaf til í hjarta mínu. Ég kynntist þér ekki fyrr en eftir að þú varðst níræður. Þér hafði verið bent á mig, að ég kynni að vélrita. Þig vantaði góðan vélritara þar sem þú varst að búa gögn þín, viðtöl og greinar undir varðveislu. Ég man þegar þú stóðst á tröppunum hjá mér og afhentir mér fyrsta plaggið. Það var upphaf að sérstakri vináttu sem hvorugt okkar vissi um þá. Þú lifðir langa ævi og áttir oft erfiða daga. Það kom fram í spjalli okkar um lífið og tilveruna. Eg var ekki fædd og kynntist þér þar af leiðandi ekki á þínum uppgangsárum en veit að þú stóðst í fremstu víglínu, bar- áttumaður bænda og velferðar í þinni sveit. Sem ungur maður dvaldist þú um tveggja ára skeið innan veggja sjúkrahúss þar sem þú barðist við sjúkdóm upp á líf og dauða. Sami sjúkdómur lagði bróð- ur þinn að velli. Ungur misstir þú föður þinn, elstur ellefu systkina. Þú og Helga þín fenguð að upplifa það hvernig það er að missa aleig- una er heimili ykkar brann og horfa á eftir tveimur sonum síðar. Svo t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN MARGRÉT HELGADÓTTIR, Laugarnestanga 60, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést mánudaginn 28. desember. Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristín Benný Grétarsdóttir, Davíð Héðinsson, Óskar Eyjólfur Grétarsson, Grétar Atli Davíðsson, Gunnar Atli Davíðsson. kvaddir þú Helgu og tókst á við lífið í einveru. Stærsti félaginn þinn var ellin og sú líkamlega hnignun sem henni fylgir. Þetta eru allt stórar minningar sem þú geymdir í hjarta þínu og lifðir með. Þú hafðir sér- staka kímnigáfu og gast hlegið að atburðum sem þóttu ekki broslegir á þeim tíma sem þeir gerðust. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu var biturð ekki lífsförunautur þinn. Ég dáist að því hversu vel þér tókst að lifa með fortíðinni þinni, gleðinni og sorginni. Þú sem fékkst langa ævi- daga sem fólu m.a. í sér að horfa á eftir vinum og samferðafólki en sitja áfram einn eftir. Þú varst al- veg einstaklega sérvitur en sú sér- viska kom svo skýrt fram í persónu- leika þínum. En heimur sérviskunn- ar er margvíslegur. I séi'viskunni þinni var falið hugrekki og engin þörf fyrir að þóknast öðrum. Þú stóðst með þér og virtir sjálfan þig hátt. Vissir að þú gast haft áhrif. Það fannst mér svo spennandi við þig- Það var Ijúft að sækja þig heim á Lagarásinn. Koma inn úr ysi og þysi hversdagsleikans, lífshraða at- hafnakonunnar og inn í hrópandi þögnina sem dró mig umsvifalaust inn í andartakið. Ekkert heyrðist nema tif stofuklukkunnar (ef hún var ekki biluð en þá heyrðist ekk- ert), sem taldi niður mínúturnar í lífsdansinum. Ketilkaffi eða kon- íakstár. Gleði yfir andartakinu. Gleði yfir hlýjum samskiptum. Gleði í að rifja upp. Gleði í að deila skoð- unum sem við tvær manneskjur höfðum, ólíkar, en stundum líkar þó að 60 ár skildu okkur að. Gleði og einhver djúp tilfinning fyrir því að finna að vináttan á sér engin landa- mæri. Hún stillir ekki upp við vegg. Hún telur ekki ár. Hún er eins og á sem flæðir og hugir þeirra sem að- ild eiga að leyfa henni stöðugt að flæða. Reyna ekki að hindra flæðið. Búa til stíflur. Engar stíflur trufl- uðu okkar flæði. Vinátta okkar var án kröfu. Það er það sem eftir lifir í mér. Svo fluttir þú á sjúkrahúsið. Ellin var komin svo nálægt þér. Hún aftr- aði þér frá því að skreyta göturnar hér í þorpinu með nærveru þinni. Ganga hægt upp og niður Lagarás- inn, í frakkanum með hattinn og stafinn eins og þú hafðir áður gert. Sjónrænn, virðulegur. Fulltrúi ell- innar. Þú deildir ekki hnignun þinni með mér. Bölvaðir svolítið og sagð- ist stundum vera ómögulegur en snerir alltaf fallegu hliðinni þinni að mér þegar ég kom. Og ég sneri minni að þér. Þannig vorum við. Og við pukruðumst stundum með kon- íakið. Þú varst tilfinninganæmur og meyr. Stundum fylltust augu þín tárum og varir þínar titruðu þegar þú talaðir um lífið og örlög. Þú fannst til með mér þegar ég átti erfitt. Þú táraðist, sagðir falleg orð við mig og studdir mig á þann eina hátt sem þér fannst þú geta. Og sá stuðningur hjálpaði mér að gera það sem mér fannst rétt að gera í stöðunni eins og hún var þá. Þú hafðir stundum áhyggjur af mér því þér fannst heimurinn ekki svo góð- ur. Og nú hefur þú kvatt þennan heim. Aðeins viku á eftir systur þinni Stefaníu. Og eins og þú bjóst fallega um gögnin þín til varðveislu, þannig bjóst þú einnig um þinn eig- in líkama. Nú ert þú farinn inn í nýjar víddir þar sem önnur lögmál gilda en þau sem mannlegur skiln- ingur nær yfir. Ég sakna þin en samgleðst þér í því að fá að svala forvitni þinni á þessum nýja stað sem ég trúi að sé fegurri og betri en sá sem þú hefur nú kvatt. Ég vil þakka þér vináttu þína og gjafir og sérstaklega stærstu gjöfina sem ég fékk frá þér í síðasta sinn er ég heimsótti þig hressan, viku fyrir andlát þitt. Þá trúði ég þér fyrir framtíðaráformum mínum. Þú fórst að hlæja og ég hafði orð á því að þér litist nú ekkert á þetta. Þá sagðir þú við mig: „Þú hefur nú sýnt að þú getur allt sem þú vilt.“ Er hægt að fá stærri gjöf? Haf þú þökk elsku vinurinn minn. Ég þakka aðstandendum Ingvars um- burðarlyndi og hlýju og votta þeim samúð mína. Anna Ingólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.