Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIMAR INGIMARSSON + Ingimar Ingi- marsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1925. Hann lést á heimili sínu, Tjalda- nesi 1, Garðabæ, 16. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, 29. des- ember. Nú, þegar Ingimar Ingimarsson er látinn, hljótum við hjón að kveðja hann með söknuði og trega. Kynni okkar hjóna af honum og Sól- veigu, konu hans, eru orðin löng. Þau voru vinir foreldra okkar beggja og hafa látið okkur njóta þess alla tíð. Fundum okkar hjóna bar raunar saman á heimili Ingi- mars eitt eftirminnilegt kvöld í janú- ar 1973. Síðan hefur heimili hans staðið okkur opið og hann rækt við okkur kynni alla tíð. Ingimar Ingimarsson verður öll- um þeim sem kynntust honum nokk- uð minnisstæður. Hann var í senn yfirlætislaus og vandaður maður. I störfum sínum var hann vel séður og skilaði verki sínu af nákvæmni og samviskusemi. I einkalífinu var hann áreiðanleg- ur og afar umhyggjusamur heimilis- fað'r. Regla og festa var yfir við- leitni hans allri. Akvarðanir voru teknar af yfirvegun og hver hlutur á sínum stað þegar til átti að taka. Við kyr.ntumst vel trygglyndi hans og hvemig hann var vinur vina sinna. Ingimar var að ætterni kominn af sterkum stofnum. I móðurætt var hann af athafnamönnum vestan- lands. Faðir hans Ingimar stór- kaupmaður var sonur séra Brynj- ólfs Jónssonar, sem var sonur Jóns Péturssonar háyfirdómara bróður Péturs biskups, allt kunnir gáfu- menn. Ingimar þótti vænt um upp- runa sinn án þess að miklast af hon- um, og gaman var að finna í fari hans ýmis kunn einkenni og mann- kosti hinna þekktu for- feðra hans. Ingimar var maður sem vel fylgdist með og mótaði sér sjálfstæðar skoðan- ir á mönnum og mál- efnum. I því virtist gjarnan koma fram drenglyndi og skýr lífs- skoðun. Hann bar virð- ingu fyrir þeim gildum sem hann í æsku nam af góðum foreldrum, og þótt hann hefði vak- andi áhuga á framför- um í samtíð sinni kastaði hann ógjarnan fyrir róða nokkru því sem hingað til hefur reynst gilt. Já, margs er að minnast að leiðar- lokum og margt að þakka, en vænst þykir okkur um að minnast vináttu þessa gengna samferðamanns og þess hvernig vinátta hans var bland- in umhyggju og hollustu. Guð blessi svo minningu Ingimars Ingimars- sonar að í hana sæki eftirkomendur hans uppbyggingu og styrk á kom- andi tíð. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum vottum við samúð og biðjum góðan Guð að senda þeim huggun og gæfu á komandi tíð. Arndís Jónsdóttir og Sigurður Sigurðarson, Selfossi. Kvaddur er í dag Ingimar Ingi- marsson flugumsjónarmaður, starfsfélagi til margra ára, traustur og góður drengur. Samstarf okkar hófst vorið 1951, er íslenska ríkið tók yfir hluta af rekstri Keflavíkur- flugvallar. Við vorum meðal þeirra fyrstu sem vorum ráðnir til að taka við sérhæfðum störfum af þeim Bandaríkjamönnum sem höfðu ann- ast þau frá stríðslokum. Sumir voru lærðir flugmenn eins og Ingimar, aðrir loftskeytamenn, siglingafræð- ingar, flugumferðarstjórar eða flug- umsjónarmenn. Ingimar var fyrstu árin af- greiðslustjóri í Flugafgreiðslunni, en flutti sig síðar í Flugumsjón og t Elskulegur frændi okkar, HINRIK ANDRÉS ÞÓRÐARSON, Lambhaga 50, Selfossi, áður bóndi í Útverkum, Skeiðum, lést á Sjúkrahúsi Selfoss þriðjudaginn 15. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. t Maðurinn minn, ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON SNÆDAL frá Skjöldólfsstöðum, andaðist á Sjúkrahúsi Egilsstaða aðfaranótt mánudagsins 28. desember. Jarðarförin verður auglýst siðar. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Þorkelsdóttir. t Stjúpsonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR ERLENDSSON múrari, Heiðvangi 42, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. desember síðastliðinn. Ólafur Ólafsson frá Kleif og systkini hins látna. lærði það fag í Bandaríkjunum, eins og við nokkrir fleiri. Ingimar var fjölskyldumaður á þessum tíma eins og við flestir og fengum við til um- ráða 24 nýlegar íbúðir í þremur hús- um, nálægt Flugvallarhótelinu. Þarna þróaðist gott mannlíf hjá ung- um samhentum fjölskyldum, sem gerðu sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvíldi á þeim, sem full- trúar íslenska ríkisins. Ingimar var virðulegur fulltrúi í sínum glæsilega einkennisbúningi. Hann þurfti að stjórna fjölmennu liði, sem sá um hleðsluútreikninga fyrir þær flug- vélar sem fóru frá Keflavíkurflug- velli, útbúa reikninga, taka við greiðslum, sjá um eldsneytistöku, afhleðslu og áhleðslu á vörum og farangri, matarpantanir fyrir áhafn- ir og farþega, skeytasendingar fyrir farþega, eftirlit með tækjum, skrá inn farþega o.fl. Öll sín störf vann hann á sinn ákveðna en rólega máta og naut virðingar viðskiptavinanna, sem voru öll stærstu flugfélög heims á þessum árum. Síðar varð hann vakt- stjóri í Flugumsjón, sá um flug- vallareftirlit, fór í brautarskoðanir, sérstaklega þegar hætta var á hálku og gaf flugmönnum upplýsingar fyrir lendingu, hafði tilbúna flugá- ætlun fyrir næstu flugleið, aflaði veðurupplýsinga og flugspáa fyrir flugvelli og upplýsti flugmennina um það sem máli skipti áður en báð- ir skrifuðu undir að öllum reglum væri fylgt. Þarna var Ingimar á réttum stað, þaulkunnugur öllum reglum. Ingimar var gæfumaður, átti góða konu, góð börn og bamabörn. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut þess að vera með sínu fólki. Við gömlu félagarnir söknum góðs vinar og samstarfsmanns í áratugi og þökkum samfylgdina. Við sendum Sólveigu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur okkar og biðjum Guð að blessa þau. Guðmundur Snorrason. Þegar mér barst sú fregn að Ingi- mar Ingimarsson væri látinn, fann ég til vanmáttar, ég vissi af veikind- um hans en hafði aldrei heimsótt hann heldur fengið upplýsingar frá ættingjum um líðan hans. Við vom starfsfélagar á sitthvorri vaktinni, fyrst hjá Loftleiðum, síðan hjá Flug- leiðum, áttum frí saman og bjuggum í sömu blokk á Keflavíkurflugvelli, svo og í Grænás. Kynni okkar voru fyrst og fremst í vinnunni, en þó voru tengsl við börn og fjölskyldu sem aldrei brugðust. Margs er að minnast bæði úr vinnu og frístund- um; kartöflugarðurinn, fýlusprengj- ur, kínverjar o.fl. o.fl., en ég ætla að geyma mér þær. Með þessum fátæklegu skrifum vil ég aðeins kveðja góðan vin og fé- laga því svo illa stendur á að á sömu stundu er ég að kveðja annan vin, sem ég verð að vera viðstaddur hjá. En þrátt fyrir það er hugur minn og fjölskyldu minnar hjá ykkur og við vonum að drottinn styrki ykkur í sorg ykkar. Ingi Gunnarsson. Nú hefur hann afi minn kvatt okk- ur eftir hetjulega baráttu við sjúk- dóminn sem hann hefur verið með undanfarin ár. Margar minningar koma upp í hugann á þessum tíma- mótum. Efst í huga mér er ferskasta minningin. Ég og Arna komum til hans fyrir þremur vikum. Ég kom með merkimiða sem hann hafði beð- ið mig um að gera nokkru áður. Við spjölluðum saman um nýju vinnuna mína og áform okkar Örnu um íbúðakaup á næsta ári. Afi gaf okkur ljósakrónu, sem Herborg langamma og Ingimar langafi höfðu átt, í búið. Þetta er síðasta gjöfin sem hann gaf mér, þar af leiðandi er hún okkur Ömu mjög kær. Það eru margar minningarnar, sem komu upp í huga mér, eins þeg- ar við bjuggum í Lúxemborg. Þegar afi og amma komu í heimsókn var alltaf jafn gaman og alltaf fylgdu þeim ýmsar skemmtilegar gjafir og fréttir frá íslandi. Ég fór oft með afa og ömmu í bæinn þegar þau fóru að versla og skoða sig um og ég hjálpaði þegar það komu upp tungu- májaerfiðleikar. A sumrin kom ég alltaf til Islands og bjó hjá afa og ömmu á Tjaldanesi hálfa Islandsdvölina. Við gerðum margt skemmtilegt á þessum tíma. Afi og amma voru miklir útivistar- og náttúruunnendur. Við fórum oft til hestanna sem þau voru með uppi í Hallanda, við fórum í sumarbústað- ina þeirra á Þingvöllum og í Flóan- um, við keyrðum um í vörubílnum og við heimsóttum langömmu í Skerjafirðinum svo eitthvað sé nefnt. Það var alltaf nóg að gera með afa og ömmu svo að okkur bræðrunum leiddist aldrei þegar við dvöldum hjá þeim. Það er mjög eftirminnilegt þegar við fórum saman að veiða, afi var svo mikill veiðimaður, og hafði ver- ið það frá því að hann var ungling- ur. Margar sögur eru til um veiði- ferðir hans. Ég minnist þess að hafa oft heyrt þá sögu þegar afi sem unglingur veiddi risalax. Að- dragandinn var sá að hann var hestastrákur við Kjarrá í Borgar- firði. Eitt sinn var Sveinn Björns- son forseti að veiðum og fékk afi stöng hans á meðan hann var að borða og veiddi hann þá þennan fræga 33 punda lax. Þau eru ófá skiptin sem við fórum saman að Mjóanesi í Þingvallasveit og hrein- lega mokuðum fiskinum úr vatninu, þó hann væri sjaldnast stór. Minningin um afa minn mun alltaf vera mér kær. Ég er honum mjög þakklátur fyrir allt sem ég hef af honum lært og fyrir allt sem við höf- um gert saman. Blessuð sé minning hans. Elsku amma, Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Birgir Ingimarsson. Hjartans besti afinn okkar er lát- inn. Við söknum afa mjög mikið þvi okkur þótti svo vænt um hann. Okk- ur fannst alltaf gaman að heimsækja afa og ömmu út á Arnarnesi og í sumarbústaðinn þeirra á Þingvöll- um. Hann var alltaf svo góður við okkur frænkurnar og dekraði við okkur eins mikið og hann gat. Hann var alltaf jafn hlýr í okkar garð og lék oft við okkur þegar við komum í heimsókn. Við munum sérstaklega eftir því þegar afi og amma unnu í eggjaboðhlaupi á ættarmóti sem haldið var í Flóanum. Við munum aldrei gleyma afa okkar. „orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getr.“ (Hávamál). Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónss. frá Presthólum) Vaki englar vöggu hjá, varni skaðanum kalda, breiði Jesús bamið á blessun þúsundfalda. (Ók.höf.) Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Sólveig Björk Ingimarsdóttir og Sólveig Guðnin Geirsdóttir. Þegar afi Ingimar dó, dó lítill hluti af hjartanu mínu líka. Þessi hluti af hjartanu mínu fæðist þó alltaf aftur þegar ég hugsa um afa, því þegar minningarnar eru svona margar og góðar er ekki hægt að láta sér líða illa nema maður ætli að láta söknuð- inn ná tökum á sér. Ég veit að afa líður vel þar sem hann er núna og ég veit að hann vill að við látum okkur líða vel. Það er merkilegt að alltaf þegar ég loka augunum og byrja að hugsa um afa þá finnst mér eins og ég sé kominn undir sængina hjá honum og hann sé að segja mér söguna af Búkollu, því þegar ég var yngri og fékk að sofa hjá ömmu og afa þá leyfði afi mér að koma upp í til sín og hann sagði mér söguna af henni Búkollu, ég hefði aldrei getað fengið leið á þeirri sögu eins og hann sagði frá henni með allskonar baulum og köllum. Afi hafði alltaf gaman af því að veiða eða flengja vatnið eins og við kölluðum það. Það var ótrúlegt með hann afa að það var eins og hann gæti alltaf veitt fisk þótt allir aðrir yrðu einskis varir. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður sest niður og ætlar skrifa eitthvað um afa en það er erfitt að koma því öllu á blað. Ég þakka afa fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum saman og ég bið Guð um að vera hjá ömmu Sólveigu og passa hana. Ililmar Geirsson. t JÓHANN GUÐJÓNSSON frá Stykkishólmi, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Elskuleg fóstra mín og frænka, SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR, Litlu-Tungu, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugar- daginn 2. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Árbæ. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN S. MAGNÚSSON, Hátröð 7, Kópavogi, andaðist á Landakotsspítala fimmtudaginn 24. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 30. desember, kl. 10.30. Kristjana Indriðadóttir, Gylfi Sveinsson, Sigríður Anna Þorgrímsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Einar Oddgeirsson, Jóna Sveinsdóttir, Lárus Óli Þorvaldsson, Sveinn Goði Sveinsson, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.