Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 70
•70 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Ógæfu- menn og mann- vonska Red Meat eftir Max Cannon. Boxtree, London, árið 1998, 110 bls.. Bóksala stúdenta. 1.186 kr. ÓGÆFUMENN, mannvonska og kaldhæðni einkenna þessar teiknimyndasögur. Með svörtum húmor sem er mjög langt frá því að vera pólítískt réttum megin við strikið, verður bókin virkilega fyndin. Persónurnar eru annað hvort fráhrindandi og viðbjóðs- legar eða eins og bandarískir út- hvei’físbúar frá 1950. Þarna birtast kunnuglegar fígúrar eins og mjólkurpósturinn síbrosandi, einkaspæjarinn með hattinn og úthverfapabbinn með vatnsgreitt hár og pípu. Aðrar minna huggulegir karakterar era á sveimi en allar persónurnar eiga þó sameiginlegt að vera meira eða minna geðveikar. Fígúraraar breytast sama og ekkert á milli myndaramma og virðast frosnar í ógæfu eða góð- borgaragleði. Texti karakteranna er skrýtnari en gengur og gerist og aldrei það sem maður á von á. Utkoman er drepfyndnar og ófyr- irsjáanlegar teiknimyndasögur sem ættu að vera til á hverju heimili. Elsa Eiríksdóttir MESTI NULIFANDI DÆGURLAGA- SÖNGVARI BANDARÍKJANNA? Söngvarinn síbrosandi ÞAÐ KOM eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Frank Sinatra lýsti því yfir árið 1965 og enturtók þráfaldlega í viðtöl- um eftir það að Tony Bennett væri besti söngvari sem hann hefði hlustað á og bróðirinn sem hann hefði aldrei eignast. Bennett kallar Sinatra, sem lést fyrr á árinu, besta vin sinn, fyrirmynd og hetju, þótt vegir þeirra hafi ekki oft legið saman. Báðir ólust þeir upp hjá ástríkum ítölskum fjölskyldum í skugga Manhattan. Hún átti síðar eftir að liggja fyrir fótum þeirra. Sinatra ólst, upp í Hoboken í New Jersey og Bennet í Astoria í Qu- eens og báðir urðu frægir fyrir að syngja það sem Bennett kallar „hina miklu bandan'sku söngvabók" sígildra laga. Báðir unnu á táningsaldri sem sendlar fyrir fjölmiðlafyrirtæki og voru reknir fyrir leti. „Ef ég hefði verið fljótari í förum ynni ég örugglega ennþá hjá Associ- ated Press,“ segir Bennett. Nú hefur hann bryddað upp á nokkru sem Sinatra gerði aldrei; hann hefur skrifað ævisögu um 50 ár í sýningarbransanum og honum tókst það án þess að halla á neinn fyrir utan forráða- menn plötufyrirtækja að sjálf- sögðu. Lagið um San Francisco Lítið fer fyrir slúðri í bókinni enda er Bennett of mikill heið- ursmaður til þess að fara niður á það plan. Aftur á móti eru í bókinni, sem nefnist Hið ljúfa líf eða „The Good Life“, óvænt tíð- indi um vinsælasta lag Bennetts „I Left My Song in San Franc- isco“. Hann skildi það nefnilega eftir í tvö ár. Ekki þó í San Francisco heldur undir skyrtum í kommóðuskúflú í New York. Bennett, sem hét áður Ant- hony Dominick Benedetto, segir frá þessu í viðtali í þriggja her- bergja hótelsvítu í Beverly Hills sem státar af risastórum flygli. Hann lítur á píanóið og segir: „Ég spila ekki. Ég syng.“ Síðan hefur hann upp raust sína fyrir Ijósmyndarann og klykkir út með: „Þá er það búið, að- eins eitt lag á hvern viðskiptavin." „Tveir lagahöfund- ar, George Cory og Douglas Cross, sum unnu fyrir Billie Holiday, hittu lagasmið minn, Ralph Sharon, og gáfu honum lagið vegna þess að þeim fannst gaman að vera í félagi við söngvara og fá þá til að hlusta á nýjar lagasmíðar," seg- ir Bennett. „Ralph gerði ekkert með lagið í fyrstu, í svona tvö ár. Hann lagði það í kommóðu- skúffu og mundi eftir því á síð- ustu stundu þegar við fórum á tónleikaferð árið 1961 vegna þess að við áttum að spila í San Francisco í fyrsta skipti og vildum spila eitthvað fyrir heima- menn,“ rifjar Bennett upp. Lagið tekið undan skyrt- ununi „Ralph tók upp lagið undan skyrtunum sinum og við æfðum það á Vapo- urs-veitingastaðnum í Hot Spings í Arkansas og bar- þjónninn, sem var eini mað- urinn í salnum, sagði: „Ég myndi kaupa plötuna.“ Þá vissi ég að við vorum með eitt- TONY Bennett er bróðirinn sem Frank Sinatra eignaðist aldrei. hvað í höndunum. Þetta var lag- ið sem gerði mig að heimsborg- ara. Ég ferðast til San Franes- isco tvisvar á ári og er eins og arabi með olíulind. Ég elska borgina. Þetta varð uppáhalds- lagið mitt enda hefur það kennt mér mikla Iexíu.“ Bennett segir að lagið hafi vakið mikla lukku á þessum fyrstu tónleikunum á Fairmont- hótelinu og vakið áhuga plötuút- gefenda sem gáfu það út á bak- hlið lagsins „Once Upon a Time“. Bennett var látinn kynna hitt lagið þar til hljómplötufyrir- tækið drukknaði í beiðnum um „San Francisco“. Það grasseraði í grasrótarhreyfingum, varð lof- söngur hermanna í Víetnam og er aðdráttarafl fyrir fjölmarga ferðamenn til San Francisco enn þann dag í dag. „Þetta varð gullplata og ég fékk mín fyrstu Grammy-verð- laun,“ segir Bennett. „Það hélst á vinsældalistanum í 25 mánuði en náði aldrei fyrsta sæti. Það selst ennþá.“ Dúett með Kermit Bennett segist hafa gefist upp á að rita ævisögu sína fyrir nokkrum árum vegna þess að „mér finnst yndislegt að lesa, en ég er enginn rithöfundur". En í samvinnu við Will Friedwald, sem skrifaði áður ævisögu Frank Sinatra, varð til Hið ljúfa líf fullt af góðum minningum og kátum samferðamönnum þótt stundum hafi hann rekið sig á eins og í tveimur misheppnuðum hjónaböndum og breyttum tíðar- anda rokksins sem gerði hann næstum atvinnulausan. „Ef til vill er nokkuð af skap- stirðum mönnum á sjötugsaldri í heiminum en Bennett er ekki einn þeirra," segir höfundur við- talsins. „Hann hefði jafnvel gam- an af því að syngja síma- skránna." Bennett hefur lifað tímana tvenna. Táningsstúlkur klædd- ust svörtu þegar hann gifti sig árið 1954. Núna mæta sömu konur með barnabörnin sín á tónleika hjá honum. Vikublaðið People hefúr lýst því yfir að hann sé eftir andlát Sinatra „mesti dægurlagasöngvari Bandaríkjanna sem er á lífi“. í upphafí áttunda áratugarins uppgötvaði MTV-sjónvarpsstöð- in Bennett og gerði um hann þáttaröð. Systurstöð MTV gerði þátt um hann og Backstreet Boys 29. nóvember síðastliðinn. Það sýnir vel vinsældir söngvar- ans síbrosandi. Síðasta breiðskífa Bennetts nefnist Leikvöllurinn eða „The Playground" og er það barna- plata þar sem hann syngur m.a. dúett með froskinum Kermit. Talandi um barnaplötur rifjar hann upp sögu: „Ég bjó í grennd við [djasstrompetleikarann] Dizzy Gillespie. Hann kom í heimsókn einn daginn og kynnti sig fyrir syni mínum, sem þá var tíu ára. Hann sagði: „Sæll, ég er Dizzy." Svo sonur minn hljóp og náði í vatnsglas handa honum.“ Þannig er slúðrið í Hinu ljúfa lífi; mannlegar og meinlausar sögur af Bennett og litríkum samferðamönnum hans í gegn- um tíðina. Forvitnilegar bækur Gæsahúð og rúmfata- nag á and- vökunóttum „Superstition" Hjátrú eftir David Ambrose. Pan Books, árið 1997, 419 bls. Mál og menning.1.315 krónur. HJÁTRÚ er spennusaga um yf- irskilvitlega atburði. Hópur áhuga- manna um dulræna atburði kemur saman í tilraunaskyni. Kenningin sem á að sannreyna er sú að yfir- náttúruleg fyrirbæri, draugar og afturgöngur, eigi tilvist sína því að þakka að ákveðinn hópur fólks sameinist um að trúa á þá. Undir stjórn sálfræðingsins Sam Towne tekst þessum sex manna hópi að búa til sinn eigin draug. Draugurinn fær nafnið Adam Wyatt og ævisagan sem þau búa til handa honum gerist að miklu leyti á vel rannsökuðu skeiði frönsku byltingarinnar. Með sameiginlegri einbeitingu allra viðstaddra öðlast draugurinn líf og byrjar að tjá sig með því að banka í borð. Þau spyrja hann spurninga og hann svarar, en hann veit aðeins það sem þau vita sjálf, því hann er búinn til úr hugsunum þeirra. Því miður grunar engan að myrkari hugsanir þeirra og leynd- ari eru ekki síður þáttur í þessum heimatilbúna draugi. Þau missa stjórn á sköpunarverki sínu og fyrr en varir hefur draugurinn skapað sinn eigin heim samhliða þeirra sem sogar þau til sín og dregur þau til dauða, eitt af öðra. Hér er komin bókin fyrir þá sem hafa gaman af gæsahúð og rúm- fatanagi á andvökunóttum. David Ambrose skapar óhugnalega spennu líkt og í fyrri bókum sínum, „Mother of God“ og „The Man Who Turned into Himselí . Spenna sem er svo einstaklega sannfærandi af því að hann skrifar um venjulegt og viðkunnanlegt fólk. Hryllingur sem er svo lógískur og samofinn al- mennri skynsemi að hann loðir áfram við hugsanir lesandans. Úlfur Eldjárn Gen Halliwell var ennh Úrir e»mþa með Kryddj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.