Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 1
296. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MAIIKA MAHKA. '***H*4 Reuters Minnt á Evrópu- myntina FRANSKUR vegfarandi gengur hjá upplýstum blöðrum sem hanga uppi í innkaupamiðstöð í París til að minna á að um ára- mótin tekur hin sameiginlega Evrópumynt, evran, við af gjald- miðlum ellefu aðildarlanda Evr- ópusambandsins (ESB). Blöðr- urnar hanga fyrir utan höfuð- stöðvar franska bankans Paribas. Mikið hamfaraár Frankfurt. Reuters. NÁTTÚRUHAMFARIR hafa á þessu ári valdið dauða um fímmtíu þúsunda manna og tjóni sem metið er á yfir 90 milljarða bandaríkjadala, 6.300 milljarða króna. Þetta er næstmesta tjón sem orðið hefur á einu ári, sam- kvæmt upplýsingum sem stærsta baktryggingafyrirtæki heims, Munich Re, birti í gær. I fréttatilkynningu frá Munich Re segir, að hina óvenjumiklu eyðileggingu sem náttúruhamfar- ir hefðu valdið á árinu megi rekja tii blöndu veðurfarslegra breyt- inga af völdum „gróðurhúsaáhrif- anna“ og óheyrilega mikilla rign- inga. Árið 1997 fórust um 13.000 manns í náttúruhamförum og tjónið var um 30 milljarðar doll- ara, 2100 milljarðar króna. Aðeins árið 1995 var fjárhagslegt tjón meira en í ár, þegar það fór upp í 180 milljarða dollara. Megnið af því tjóni olli jarðskjálftinn í japönsku iðnaðar- borginni Kobe. 16 ferðamenn tekmr í gíslmgu í Jemen Fjórir fellu við björgun London, Sanaa. Reuters. ALLS sextán ferðamenn, tólf Bret- ar, tveir Bandaríkjamenn og tveir Ástralar, voru teknir í gíslingu af mannræningjum á leið sinni til suð- urhéraða Jemen á mánudag. Fjórir ferðalanganna, þrír Bretar og einn Ástrali, létu lífið í átökum í gær þeg- ar öryggissveit jemensku ríkislög- reglunnar réðst að búðum mannræn- ingjanna. Talsmaður jemenskra yfir- valda segir mannræningjana vera meðlimi herskárra öfgahópa múslima sem krefjast þess að félög- um þeirra verði sleppt úr fangelsum landsins. Öryggissveit lögreglunnar tókst að bjarga hinum gíslunum en tveir þeirra særðust lítillega. Tveir mann- ræningjanna voru skotnir til bana í árásinni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem gíslar láta lífið í Jemen. Björgunaraðgerðin var einnig sú fyrsta af sínu tagi í landinu. Um 100 mannrán á sex árum Ferðamennirnir fóru til Jemen á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Explore Worldwide, sem kvaðst hafa fylgt öllum reglum um slík ferðalög til hlítar. Þetta væri í fyrsta sinn sem viðskiptavinir hennar lentu í alvar- legum vandræðum í Jemen. Robin Cook, utanríkisráðhen-a Bretlands, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann hvatti alla Breta til að forðast ferðalög til Jemens og öllum breskum ferðamönnum þar væri ráðlegast að yfirgefa landið. Síðan 1992 hafa meira en 100 út- lendingar, þar á meðal ferðamenn, stjórnarerindrekar og olíuverka- menn, verið teknir í gíslingu mann- ræningja í Jemen. Lögreglan hefur tekið á málinu með aukinni hörku undanfarið vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Tekjur jem- enska ríkisins af ferðamannaþjón- ustu eru um 100 milljónir dollara ár- lega en hafa lækkað undanfarin ár sem má án efa rekja til stöðugra mannrána. Gíslatakan á mánudaginn var stærsta og jafnframt alvarlegasta málið til þessa. Mannræningjarnir kröfðust lausnar fanga sem hand- teknir voru þegar öi’yggissveit lög- reglunnar gerði vopnabúr öfgahóps múslima upptækt fyrir skömmu. Rannsókn stendur nú yfir á uppruna samtakanna sem og samböndum þeiiTa við samskonar hópa í öðrum arabaríkjum. Þýskir ferðamenn í haldi Þremur vikum fyrir atburði mánu- dagsins var fjórum þýskum ferðamönnum rænt af ættbálki ann- ars staðar í landinu. Haft er eftir jemenskum fjölmiðlum að kröfur mannræningjanna hljóði upp á 640.000 sterlingspund í reiðufé. Fyrrverandi leiðtogar Rauðu kmeranna sættast við stjórn Kambódíu Biðjast fyrir- gefningar á ódæðisverkum Reuters KHIEU Samphan og Nuon Chea svara spurningum fréttamanna í gær. Phnom Penh. Reuters. KHIEU Samphan og Nuon Chea, sem voru meðal helstu leiðtoga skæruliðahreyfingar Rauðu kmer- anna í Kambódíu, báðust í gær í fyrsta sinn opinberiega afsökunar á grimmdarverkum sem framin voru í stjórnartíð hreyfingai’innar á átt- unda áratugnum, en talið er að allt að tvær milljónh- Kambódíumanna hafi þá látið lífið. Khieu Samphan og Nuon Chea gáfu sig fram á laugardag, eftir að stjórnvöld höfðu heitið því að þeir yrðu ekki teknir höndum. Tvímenn- ingarnir komu með þyriu til höfuð- borgarinnar Phnom Penh í gær og áttu fund með Hun Sen, forsætis- ráðherra Kambódíu, sem tók þeim fagnandi. „Þetta eru endalok Rauðu kmer- anna,“ sagði Khieu Samphan á fundi með fréttamönnum í gær. Aðspurður sagðist hann fullur iðrunar vegna þeirra þjáninga sem landsmenn hefðu liðið í stjórnartíð Rauðu kmer- anna, en enginn leiðtogi hreyfingar- innar hefur fyrr beðist afsökunar á ógnaröldinni. Mannréttindahreyf- ingar létu sér þó fátt um fmnast og hétu á stjórnvöld að standa við fyrri yfirlýsingar um að leiðtogar Rauðu kmeranna yrðu dregnir fyrir dóm. Khieu Samphan tjáði fréttamönn- um að nauðsynlegt væri að gleyma blóðugri fortíðinni til að unnt væri að ná sáttum meðal þjóðarinnar og tryggja frið og öryggi í landinu. Hun Sen, sem sjálfur vai' meðlimur Rauðu kmeranna um skeið, tók í sama streng og ýjaði hann jafnvel að því að yrðu tvímenningarnir sóttir til saka fyi-ir þjóðarmorð gæti blossað upp borgarastyrjöld í landinu. Næstráðendur Pol Pots Rauðu kmerarnir náðu völdum í Kambódíu árið 1975, en var steypt af stóli í innrás Víetnama árið 1979. Á þessum fjórum árum er talið að fímmtungur kambódísku þjóðarinn- ar hafi látið lífið vegna vinnuþrælk- unar, hungurs og sjúkdóma, og margir voru pyntaðir eða teknir af lífi. Pol Pot, sem lést í apríl á þessu ári, var æðsti leiðtogi Rauðu kmeranna, en Khieu Samphan gegndi embætti þjóðhöfðingja á valdatíma hreyfing- arinnar og kom jafnan fram í hennar nafni. Nuon Chea var talinn ganga þeim næstur að völdum. Stjórnmálaskýi-endur telja að stór hluti Kambódíumanna vilji forðast að róta upp vandamálum fortíðarinn- ar, enda séu þeir uppgefnir á ára- tugalöngum átökum. Stjórnarand- staðan, undir forystu Sams Rainsys, hefur þó lagt hart að stjórnvöldum að draga forystumenn Rauðu kmer- anna fyrir dóm. Réttarhalda fyrir krafist Háværar raddir á alþjóðavett- vangi hafa einnig krafist réttarhalda. Fulltrúi alþjóðlegu mannréttinda- samtakanna Amnesty International í Kambódíu sagði í gær að það væri móðgun við fórnarlömb grimmdar- verka Rauðu kmeranna ef Khieu Samphan og Nuon Chea slyppu við refsingu. Yfirmaður Asíudeildar Human Rights Watch sagði að hægt væri að fallast á að tvímenningarnir yi’ðu náðaðir að loknum réttarhöld- um, til að stuðla að friði í Kambódíu, en að óhugsandi væri „að láta sem ein mestu fjöldamorð 20. aldar hefðu aldrei átt sér stað“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna eru þegar farnir að undirbúa ákærur á hendur leiðtogum Rauðu kmeranna, sem lagðar yrðu fram kæmi til réttarhalda. Forsætis- ráðherrann Hun Sen hefur þó vísað því algjörlega á bug að erlendir aðil- ar komi að málinu. Færeyskir sjómenn með mettekjur í ár FÆREYSKIR sjómenn eru nú farn- ir að finna fyrir því að góðæri ríkir í Færeyjum. Tekjur sjómanna á fiski- skipum hafa á árinu sem er að líða verið hærri en nokkru sinni, eftir því sem Jyllandsposten gi-einir frá.. Samkvæmt upplýsingum frá færeyska fiskimannasambandinu, Foroya Fiskimannafélag, hafa áhafnir nótabáta aukið sinn hlut mest. Meðaldagstekjur áhafnar- meðlima þeirra hafa verið í kringum 30.000 ísl. kr. Það er um 53% hækk- un frá því í fyrra. Laun áhafnar- meðlima á ferskfisktogurum voru um 18.000 kr. á dag, sem er 47% hækkun frá í fyrra. Á frystitogurum voru daglaunin nær 11.000 kr. og á rækjutogurum um 16.000 kr. Þessi bættu kjör færeyskra sjó- manna má fyrst og fremst rekja til góðrar veiði auk methás afurðaverðs. --------------------- Kosið á Græn- landi í febrúar Kaupinannahöfn. Reuters. JONATHAN Motzfeldt, forsætis- ráðherra grænlenzku heimastjórnar- innai', boðaði í gær til þingkosninga 16. febrúar næstkomandi. Búizt er við að kosningabaráttan muni fyrst og fremst snúast um efnahagsmál, hugmyndh- um aukna sjálfstjórn Grænlands, sjávarútvegs- og auðlindamál. 31 á sæti á heima- stjórnai'þingi Grænlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.