Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 1

Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 1
1. TBL. 87. ÁRG. LEITARMENN að störfum á nýársnótt. Níu fórust í snjóflóði í Kanada Montréal. Reuters. NÍU fórust og 25 slösuðust er snjó- flóð féll á íþróttahús þar sem um 500 manns fögnuðu nýju ári í þorpinu Kangiqsualujjuaq í afskekktri byggð inúíta í Québec-fylki í Kanada. Snjóflóðið féll fyrirvai-alaust niður 200 metra háa hlíð um tveimur klukkustundum eftir að nýtt ár gekk í garð. Flóðið braut einn veggja íþróttahússins og færði bygginguna á kaf í um þriggja metra háan snjó. Flestir gestirnir í nýársfagnaðinum gátu graflð sig út af sjálfsdáðum, en aðrir þurftu aðstoð. Bæjarbúar leit- uðu ættingja sinna og vina í örvænt- ingu alla nóttina, en mjög hvasst var og kalt og tafði það björgunarstörf, auk þess sem óttast var að þak íþróttahússins myndi falla. Björgunarmenn, læknar og leitar- hundar voru sendir með flugi frá bæjunum St. Hubert og Kuujjuaq, en komu ekki á slysstað fyrr en eftir hádegi á nýársdag. Mildi að ekki fór verr Fimm þeirra sem fórust voru börn. Sex létust samstundis, en lík móður og tveggja ungra barna henn- ar fundust nokkrum klukkustundum eftir að flóðið féll. Að sögn lögreglu slösuðust 12 alvarlega, hlutu bein- brot eða aðra áverka, og voru þeir fluttir á sjúkrahús í Montréal. Hinir 13 sem slösuðust hlutu umönnun á sjúkrahúsi í Kuujjuaq. Þykir það mildi að ekki hafi farið enn verr, þar sem um 500 manns voru í íþróttahús- inu er flóðið féll á það. Sérfræðingar hafa leitt getum að því að byssuskot sem hleypt var af í hátíðarskyni á miðnætti hafi komið flóðinu af stað. Kangiqsualujjuaq er við Ungava- flóa í norðausturhluta Québec, um 1.500 km norður af Montréal. Þar búa um 650 manns, og í bænum er aðeins einn læknir og tveir lögreglumenn. SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ellefu Evrópurfki taka upp sameigínlegan gjaldmiðil Nýju ári fagnað ÞEIR Kristján Gunnarsson, Þor- geir Vilberg Raguel og Alexand- er Haraldsson fögnuðu nýju ári með stjörnuljósuni á gamlárs- kvöld. ríkja sagður Brussel, Frankfurt, Kaupmannahöfn. Reuters, The Daily Telegraph. ELLEFU ríki Evrópusambandsins (ESB) tóku upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, um áramótin. Alls búa tæplega 300 milljónir á evru-svæðinu og það spannar um fimmtung heimsviðskipta. Vona ráðamenn ESB-ríkja að evran muni brátt standa jafnfætis Bandaríkja- dollar að mikilvægi. Fastgengis- stuðlar milli evrunnar og þeirra gjaldmiðla sem eiga aðild að henni, voru kynntir á gamlársdag. Jafngild- ir ein evra tæpum tveimur þýskum mörkum eða um 82 krónum. Þjóð- verjar tóku nú um áramótin við for- mennsku í ráðherraráði ESB. Gun- ther Verheugen, Evrópuráðhen'a Þýskalands, sagði af því tilefni að pólitískur samruni ESB-ríkjanna væri næsta skref. „Yfirleitt hefur sameiginlegur gjaldmiðill verið loka- skrefíð í pólitískum samruna. Að þessu sinni er það hins vegar upp- hafsskrefíð. Enn á eftir að ti-yggja pólitískar forsendur þess að evran verði stöðugur og áhrifamikill gjald- miðill,“ sagði Verheugen í viðtali við BBC. Af ríkjum ESB eru það einungis Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland er standa utan hins nýja gjaldmiðilssvæðis. Seðlar og mynt í hinum nýja gjaldmiðli verða ekki teknir í notkun fyrr en 1 ársbyrjun 2002 en viðskipti í evrum hefjast á alþjóðlegum íjármálamörkuðum á mánudag. Fyrstu viðskiptin verða í kauphöllinni í Sydney í Astralíu þeg- ar hún verður opnuð á mánudags- morgni að staðartíma, eða klukkan 18 á sunnudag að íslenskum tíma. Viðskipti í Asíu hefjast skömmu síð- ar. Unnið allan sólarhringinn Gífurlega vinnu hefur þurft að leggja í að skipta verðbréfum úr hinum gömlu gjaldmiðlum yfír í evr- ur, breyta hefur þurft tölvukerfum í bönkum og kauphöllum og endur- vinna öll gögn er tengjast gjaldeyr- isviðskiptum. Verður þeirri vinnu lokið nú um helgina og virðist hún samkvæmt fregnum hafa gengið snurðulaust fyrir sig þannig að ekk- ert ætti að geta komið í veg fyrir að evru-viðskipti hefjist á mánudag. Tugþúsundir bankastarfsmanna um alla Evrópu urðu hins vegar að fresta áramótagleði sinni vegna undirbúningsins og tilkynnti bank- næsta skref Reuters ÞÚSUNDIR manna mynduðu evru-merki fyrir framan höfuð- stöðvar Evrópska seðlabankans f Frankfurt á nýársdag. inn Salomon Smith Barney í London að hann myndi bæta starfs- fólki sínu það upp með mikilli ára- mótaveislu, er haldin verður eftir tvær vikur. Hjá Deutsche Bank í Frankfurt hafa 3.200 starfsmenn unnið á vöktum allan sólarhringinn við undirbúning og þrátt fyrir að Bretar standi utan hins nýja gjald- miðilssvæðis unnu 30 þúsund bankastarfsmenn sleitulaust að breytingum í fjármálahverfí Lund- úna, en þar er helsta miðstöð verð- bréfaviðskipta í Evrópu. „Tækni- lega séð er þetta flóknasta verkefni sem við höfum nokkurn tímann staðið frammi fyrir. Það eru engin fordæmi fyrir neinu þessu líku,“ sagði forstöðumaður evru-vinnu- hóps J.P. Morgan’s-bankans. Þótt almenn evru-viðskipti hefjist ekki fyrr en að þremur árum liðnum munu íbúar ESB geta opnað banka- reikninga í evrum, tekið lán í hinum nýja gjaldmiðli og keypt ferðatékka. Og þótt þýsk mörk, franskir fi'ankar og aðrir gjaldmiðlai' ríkjanna verði í gildi fyrst um sinn er gengi þeirra gagnvart evru læst og þeir eru í raun ekki lengur sjálfstæðir gjaldmiðlar heldur staðgenglar evrunnar. Gore gefur formlega kost á sér AL Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, skráði sig á nýárs- dag formlega til þátttöku í for- kosningum fyrir næstu for- setakosningar, sem fram fara í lok ársins 2000. Gore hefur skilað inn til kjörnefndar skjölum, sem gera honum kleift að hefja fjáröflun, ráða starfsfólk og stunda kosninga- baráttu víðs vegar um landið. Pólitískur samruni ESB- AJJóni lœrðð og hans shrífelsi STRÍÐSHETJA í HELGAN STEIN Vandasamt að breyta eátaóvwlM lax Erum ósýnilegir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.