Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 1
1. TBL. 87. ÁRG. LEITARMENN að störfum á nýársnótt. Níu fórust í snjóflóði í Kanada Montréal. Reuters. NÍU fórust og 25 slösuðust er snjó- flóð féll á íþróttahús þar sem um 500 manns fögnuðu nýju ári í þorpinu Kangiqsualujjuaq í afskekktri byggð inúíta í Québec-fylki í Kanada. Snjóflóðið féll fyrirvai-alaust niður 200 metra háa hlíð um tveimur klukkustundum eftir að nýtt ár gekk í garð. Flóðið braut einn veggja íþróttahússins og færði bygginguna á kaf í um þriggja metra háan snjó. Flestir gestirnir í nýársfagnaðinum gátu graflð sig út af sjálfsdáðum, en aðrir þurftu aðstoð. Bæjarbúar leit- uðu ættingja sinna og vina í örvænt- ingu alla nóttina, en mjög hvasst var og kalt og tafði það björgunarstörf, auk þess sem óttast var að þak íþróttahússins myndi falla. Björgunarmenn, læknar og leitar- hundar voru sendir með flugi frá bæjunum St. Hubert og Kuujjuaq, en komu ekki á slysstað fyrr en eftir hádegi á nýársdag. Mildi að ekki fór verr Fimm þeirra sem fórust voru börn. Sex létust samstundis, en lík móður og tveggja ungra barna henn- ar fundust nokkrum klukkustundum eftir að flóðið féll. Að sögn lögreglu slösuðust 12 alvarlega, hlutu bein- brot eða aðra áverka, og voru þeir fluttir á sjúkrahús í Montréal. Hinir 13 sem slösuðust hlutu umönnun á sjúkrahúsi í Kuujjuaq. Þykir það mildi að ekki hafi farið enn verr, þar sem um 500 manns voru í íþróttahús- inu er flóðið féll á það. Sérfræðingar hafa leitt getum að því að byssuskot sem hleypt var af í hátíðarskyni á miðnætti hafi komið flóðinu af stað. Kangiqsualujjuaq er við Ungava- flóa í norðausturhluta Québec, um 1.500 km norður af Montréal. Þar búa um 650 manns, og í bænum er aðeins einn læknir og tveir lögreglumenn. SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ellefu Evrópurfki taka upp sameigínlegan gjaldmiðil Nýju ári fagnað ÞEIR Kristján Gunnarsson, Þor- geir Vilberg Raguel og Alexand- er Haraldsson fögnuðu nýju ári með stjörnuljósuni á gamlárs- kvöld. ríkja sagður Brussel, Frankfurt, Kaupmannahöfn. Reuters, The Daily Telegraph. ELLEFU ríki Evrópusambandsins (ESB) tóku upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, um áramótin. Alls búa tæplega 300 milljónir á evru-svæðinu og það spannar um fimmtung heimsviðskipta. Vona ráðamenn ESB-ríkja að evran muni brátt standa jafnfætis Bandaríkja- dollar að mikilvægi. Fastgengis- stuðlar milli evrunnar og þeirra gjaldmiðla sem eiga aðild að henni, voru kynntir á gamlársdag. Jafngild- ir ein evra tæpum tveimur þýskum mörkum eða um 82 krónum. Þjóð- verjar tóku nú um áramótin við for- mennsku í ráðherraráði ESB. Gun- ther Verheugen, Evrópuráðhen'a Þýskalands, sagði af því tilefni að pólitískur samruni ESB-ríkjanna væri næsta skref. „Yfirleitt hefur sameiginlegur gjaldmiðill verið loka- skrefíð í pólitískum samruna. Að þessu sinni er það hins vegar upp- hafsskrefíð. Enn á eftir að ti-yggja pólitískar forsendur þess að evran verði stöðugur og áhrifamikill gjald- miðill,“ sagði Verheugen í viðtali við BBC. Af ríkjum ESB eru það einungis Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland er standa utan hins nýja gjaldmiðilssvæðis. Seðlar og mynt í hinum nýja gjaldmiðli verða ekki teknir í notkun fyrr en 1 ársbyrjun 2002 en viðskipti í evrum hefjast á alþjóðlegum íjármálamörkuðum á mánudag. Fyrstu viðskiptin verða í kauphöllinni í Sydney í Astralíu þeg- ar hún verður opnuð á mánudags- morgni að staðartíma, eða klukkan 18 á sunnudag að íslenskum tíma. Viðskipti í Asíu hefjast skömmu síð- ar. Unnið allan sólarhringinn Gífurlega vinnu hefur þurft að leggja í að skipta verðbréfum úr hinum gömlu gjaldmiðlum yfír í evr- ur, breyta hefur þurft tölvukerfum í bönkum og kauphöllum og endur- vinna öll gögn er tengjast gjaldeyr- isviðskiptum. Verður þeirri vinnu lokið nú um helgina og virðist hún samkvæmt fregnum hafa gengið snurðulaust fyrir sig þannig að ekk- ert ætti að geta komið í veg fyrir að evru-viðskipti hefjist á mánudag. Tugþúsundir bankastarfsmanna um alla Evrópu urðu hins vegar að fresta áramótagleði sinni vegna undirbúningsins og tilkynnti bank- næsta skref Reuters ÞÚSUNDIR manna mynduðu evru-merki fyrir framan höfuð- stöðvar Evrópska seðlabankans f Frankfurt á nýársdag. inn Salomon Smith Barney í London að hann myndi bæta starfs- fólki sínu það upp með mikilli ára- mótaveislu, er haldin verður eftir tvær vikur. Hjá Deutsche Bank í Frankfurt hafa 3.200 starfsmenn unnið á vöktum allan sólarhringinn við undirbúning og þrátt fyrir að Bretar standi utan hins nýja gjald- miðilssvæðis unnu 30 þúsund bankastarfsmenn sleitulaust að breytingum í fjármálahverfí Lund- úna, en þar er helsta miðstöð verð- bréfaviðskipta í Evrópu. „Tækni- lega séð er þetta flóknasta verkefni sem við höfum nokkurn tímann staðið frammi fyrir. Það eru engin fordæmi fyrir neinu þessu líku,“ sagði forstöðumaður evru-vinnu- hóps J.P. Morgan’s-bankans. Þótt almenn evru-viðskipti hefjist ekki fyrr en að þremur árum liðnum munu íbúar ESB geta opnað banka- reikninga í evrum, tekið lán í hinum nýja gjaldmiðli og keypt ferðatékka. Og þótt þýsk mörk, franskir fi'ankar og aðrir gjaldmiðlai' ríkjanna verði í gildi fyrst um sinn er gengi þeirra gagnvart evru læst og þeir eru í raun ekki lengur sjálfstæðir gjaldmiðlar heldur staðgenglar evrunnar. Gore gefur formlega kost á sér AL Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, skráði sig á nýárs- dag formlega til þátttöku í for- kosningum fyrir næstu for- setakosningar, sem fram fara í lok ársins 2000. Gore hefur skilað inn til kjörnefndar skjölum, sem gera honum kleift að hefja fjáröflun, ráða starfsfólk og stunda kosninga- baráttu víðs vegar um landið. Pólitískur samruni ESB- AJJóni lœrðð og hans shrífelsi STRÍÐSHETJA í HELGAN STEIN Vandasamt að breyta eátaóvwlM lax Erum ósýnilegir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.