Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 18

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 18
18 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýárstón- leikar frá Vínarborg „VIÐ Tomislav erum báðir í Óperuháskólanum í Vín. Hann var eitthvað dapur einn daginn svo að ég sagði að stórtónleikar í Reykjavík myndu koma honum og Reykvíkingum í gott skap. Hann sló til og hér erum við komnir.“ Þannig lýsir Davíð Ólafsson, bassa- söngvari, tildrögum nýárstónleika frá Vínarborg, sem haldnir verða þriðjudaginn 5. janúar í Smáran- um, sal Söngskólans í Reykjavík. Þar koma þeir fé- lagar fram ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleik- ara. „Tomislav Muzek er frá norðurhluta Króatíu og er aðeins 22 ára, en þegar farinn að syngja margt af því erfiðasta sem tenórar þora að syngja. Hann þolir alveg að heyra þetta,“ segir Davíð. Og Tomislav tekur af honum orðið: „ Við Davíð erum nú svo góðir vinir, að hann er ekki alveg hlutlaus. En það er. alltaf hættulegt fyrir unga söngvara að færast of mikið í fang. Það hafa margir brunnið út á fá- um árum. Til að forðast þau örlög má maður ekki vera of gráðugur." Hvað hafíð þið verið að syngja undanfarið? „Eg hef verið mjög heppinn," segir Davíð. „Eg söng fjögur aðalhlutverk á árinu, m.a. Leporello á óperuhátíð í Graz og svo Figaro (Mozart) nú í haust. Þetta vindur nokkuð hratt upp á sig og ég er þegar kominn með þrjú hlutverk fyrir næsta ár; Sarastro í Töfraflautunni, Don Alfonso í Cosi fan tutte og svo Don Magnifico í Öskubusku. Það er mikið sönglíf þarna í Vín. Montnastur var ég þó þegar það var hringt í mig og ég beðinn um að leysa söngvara frá Ríkisóperunni í Vín af með hlutverk Bartolo í Rakar- anum frá Sevilla. Þetta var fyrir einhverja óperuhá- tíð. Eg var þá í miðri uppfærslu á Don Giovanni og bað þá bara um að hringja næsta sumar og hló. Maður verður að taka þessu með hæfilegu kæruleysi TOMISLAV Muzek og Davíð Ólafsson koma fram á nýárstónleikum frá Vínarborg ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. eins og Guðmundur Jónsson söngvari segir alltaf og fær yér í nefið!“ „Ég söng með Davíð í Brúðkaupi Figaros nú í haust,“ segir Tomislav. „Og svo verðum við saman í Töfraflautunni, sem verður sýnd í Sumarhöll keisar- ans, en það er elsta barokk-óperuhús í heimi og mikil stemmning að vinna þar. Ég söng svo Jónatan í óratóríunni Sál eftir Hándel með fílharmóníunni í Munchen í haust. Það var mitt fyrsta stóra verkefni, ég fékk góða dóma og þetta var gefið út á geislaplötu. Ég get því ekki kvartað." Tónleikar þeirra félaga verða í Smáranum, sal Söng- skólans við Veghúsastíg, 5. janúar og hefjast kl. 20. Þar syngja þeir Davíð og Tomislav óperuaríur og dúetta, söngleikjatónlist og íslensk og ítölsk sönglög. Fyrri hluta tónleikanna fer mest fyrir Mozart og Puccini, en á efnisskrá síðari hlutans eru ítölsk, amer- ísk og íslensk lög. s Tríó Olafs Stephensen á Jólaþrennu ‘99 DJASSTRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á Jólaþrennu, „djasstón- leikum fyrir fólk sem hefur tak- markaða ánægju af djassi,“ í Sölvasal Sólons íslandusar í Reykjavík 4. og 5. janúar. Jólaþrennan var haldin í fyrsta sinn uin áramótin 1997/98 en þá bauð tríóið Jóni Páli Bjarnasyni, gítarleikara í Los Angeles, að leika með sér. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera þrennir, eins og nafnið gefur til kynna, en sök- um aðsóknar urðu þeir fimm. Fyrstu tónleikar Jólaþrenn- unnar voru 29. desember. Sá háttur er hafður á að gestir eru boðnir velkomnir kl. 20.30 með freyðivíni og jarðarberjum en tónlistarflutningurinn hefst kl. 21 og lýkur kl. 23.15. I tríóinu eru auk Ólafs, sem leikur á píanó, þeir Guðmundur R. Einarsson slagverksleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. í fréttatilkynningu segir m.a. að Tríó Ólafs Stephensen hafi leikið víða um heim. Arið 1997 lék það í Grænlandi og Bandaríkjunum svo og í Argentínu og Chile. I fyrra lékþað m.a. í Færeyjum og Kanada. I þessum mánuði leggja þeir félagar land undir fót og ferðast til Asíu. Þeir leika í Bangkok í þessum mánuði og í Kuala Lumpur í febrúar. Síðan verða þeir væntanlega með tón- leika á Akureyri, Húsavík og víð- ar. Geisladiskur þeirra, Píanó, bassi & tromma hefur verið end- urútgefinn m.a. vegna fyrir- spurna frá Japan. Einkaþjálfun - Body Max - Spinning - Yoga - Vaxtamótun - Líkamsmeðferðir - Nudd - Snyrtistofa Pianet Puise - Suðuriandsbraut 2-2. hæð Hótel Esju - S: 588-1700 - www.planetpuise.is Planet Pulse er llkamsræktarstöð og heilsulind í hæðsta gæðaflokki. Öll þjónusta er innifalin í æfingagjöldum, þ.e.a.s. handklæði, einkaþjálfun, ráðgjöf og aðhald, þjónusta i SPA-deild, háls-, höfuð- og herðanudd og ungverskur andlitsmaski. Ráðgjafar Planet Pulse eru alltaf til staðar fyrir þig. Ráðgjafarnir kynna þig fyrir aðstöðunni og þjónustunni sem felst í þvi að vera meðlimur í Planet Pulse. Reglulegir fyririestrar um mataræði. Þá SPA-deildin Eftir hverja æfingu er farið i heitu pottana sem innihaida þörunga og nærandi söit Þar er boðið upp á háts, höfuð- og herðanudd ásamt ungverskum andlitsmaska. Einnig er hægt að nota vatnsgufurnar sem innihalda aroma oliur eða siaka á á hvildarbekkjunum. Sfun Þjálfararnir taka á móti þér og eru tilbúnir með æfingaprógram, sérhannað fyrir þig. Þjáifaramir stilla upphitunartækin og fylgja þér í gegnum þær æfingar sem á að gera. Fylgst er með því aö þyngdir séu réttar og að æfingar séu framkvæmdar rétt Þol og þrekmælingar eru gerðar ef óskað er. Nýtt í rafnuddi %>odef- Sfafae Þjónusta í Planet Pulse er fullkomið tölvustýrt bókunarkerfi og þarf alltaf að bóka sig i tíma. Þegar þú mætir erum viö tiibúin til að taka a móti þér og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af biðröðum og stressi. Að sjálfsögðu fá allir handklæði við hverja komu. Nánari upplýsingar í síma 588-1700 Bókiö viðtal hjá ráðgjafa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.