Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson JAKOB Óskar Sigurðsson og Fjóla Sigurdardóttir ásamt börnum sínum, Guðrúnu Maríu og Sigurði Ágústi. ERUM ÓSÝNILEGIR VTÐSKIFn AIVINNULÍF A SUNNUDEGI ► Jakob Óskar Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. mars 1964. Hann útskrifaðist sem efnafræðingur frá Háskóla íslands samhliða því að hann var leikmaður með „gnll-liði“ Islands í handknattleik, sem vann það frækilega afrek 1989 að vinna stórsigur í B-heimsmeistarakeppninni í París. Jakob hélt til Bandaríkjanna 1993, þar sem hann útskrifaðist sem markaðs- og viðskiptafræðingur frá Nord West University, sem er rétt norðan við Chicago 1995. Jakob er nú framkvæmdastjóri hjá efnafyrirtækinu Rohm and Haas, sem er eitt það stærsta í heimi. Jakob er giftur Fjólu Sigurðardóttir, tölvu- og hagfræð- ingi, og eiga þau tvö börn, Sigurð Ágúst, fæddan 1. maí 1991, og Guðrúnu Maríu, fædda 4. nóvember 1993. Eftir Sigmund Ó. Sleinarsson Jakob Sigurðsson, fyri-um fyr- irliði Vals og íslenska lands- liðsins, sem hefur keppt und- ir merkjum íslands á þrenn- um Ólympíuleikum - í Los Angeles 1974, í Seoul 1988 í Barcelona 1992, er einn af mestu keppnismönnum íslands. Þegar ég var á ferðinni í Þýskalandi á dögunum ákvað ég að heimsækja hann í Delkenheim við Wiesbaden til að forvitnast um hvað hann væri að gera. Ég hafði frétt að hann væri „liðsstjóri" fímm efna- verksmiðja í Evrópu. Eins og fyrri daginn var ekki komið að tómum kofunum, er Jakob á í hlut. Jakob, sem er lærður efnafræð- ingur frá Háskóla íslands, og fjöl- skylda fór til Bandaríkjanna haustið 1993, þar sem hann hóf nám í mark- aðs- og viðskiptafræði við háskóla Nord West rétt norðan við Chicago, þaðan sem hann lauk námi haustið 1995. Eftir það hóf hann störf hjá bandaríska efnafyrirtækinu Rohm and Haas. Fyrst var hann markaðs- stjóri fyrirtækisins í Evrópu, var ábyrgur fyrir ákveðnum mai'kaðs- hluta, en síðan varð Jakob alheims- markaðsstjóri hjá fyrii-tækinu. Rohm and Haas sendi Jakob til Þýskalands fyrir ári, þar sem hann sér um rekstur fimm stórra efna- verksmiðja í Evrópu. Aðalstöðvar Jakobs eru í Frankfurt, þar sem að- alstarf hans er að innleiða ákveðna aðferðafræði, sem gengur þvert á alla framleiðslu fyrirtækisins - á þrjár afkomueiningar á viðskipta- hlið fyrirtækisins. Einnig sér hann um öll innkaup og framleiðslu. „Mitt hlutverk er að hámarka allar þær aðgerðir sem eiga sér stað frá því að pöntun kemur inn í fyrirtæk- ið, þar til varan er framleidd, komin til viðskiptavina og þar til pening- arnir skila sér til baka. Mitt hlut- verk hefst í rauninni áður, eða þeg- ar áætlunargerð hefst. Hvað ætlum við að selja og síðan hvernig þær hugmyndir þróast hjá fyrirtækinu - hvernig áætlanir eru byggðar upp. Hér á árum áður vorum allar þær deildir sem komu að framleiðslunni kastalar, sem varla töluðu sín á milli. Grýttu gögnum á milli sín með slöngubyssum. Mitt verkefni byggðist upp á að breyta vinnufyr- irkomulaginu í fyrirtækinu, þannig að vinnslan var öll markvissari og hraðari - það var lögð áhersla á að stytta allan þann tíma sem vinnslan tekur; tíminn er peningar. Einnig er lögð áhersla að minnka allar birgðir, sem voru í öllu kerfinu; Birgðimar eni einnig peningar. Eg hef kappkostað að stytta allan vinnsluferilinn á þann hátt að það sé ekki gert á kostnað þjónustu við viðskiptavini okkar. Það skemmti- lega við starfið er að sjá hvernig svo stórt fyrirtæki hreyfir sig, breytir sér - já, breytir sér ört. Ef við ætl- um að vera samkeppnishæfir verð- um við að geta breytt okkur ört - aðlagað okkur fljótt breyttum að- stæðum. Ef það er ekki gert lifum við ekki lengi. Að sjá hvemig þetta gerist er skemmtilegt, góð reynsla og góður skóli,“ sagði Jakob. Leiðir tíu vinnuhópa Þegar hér var komið sögu fannst mér réttast að spyrja Jakob hvaða vörar væri um að ræða. „Fyrirtæk- ið sem ég starfa hjá framleiðir vatnsborin akrílefni, sem eru notuð í byggingariðnaði, pappírsiðnaði, leðuriðnaði og alls kyns límfram- leiðslu. Allt eru þetta umhverfisvæn efni, sem eru meira og minna að leysa af hólmi leysiefnaframleiðslu. Fyrirtækið er leiðandi á því sviði í heiminum." Hvíið erfyrirtækið stórt? „Fyrirtækið er með fjóra millj- arða dollara í sölu á ári. Hjá því starfa hátt á tólfta þúsund manns. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Philadelphiu í Bandaitkjunum, en síðan er fyrirtækið með verksmiðj- ur um allan heim - fimm hér í Evr- ópu. Mitt starf er að vinna með Evr- ópudeildinni og leggja áherslu að breyta ferli iðnaðarins. Númer eitt er að vita hvernig við stöndum okk- ur og í því sambandi vinnum við að endurbótum. Ef við vitum ekki hvernig við stöndum okkur hverju sinni er ekki hægt að vinna mark- visst að endurbótum á fyrirtækinu. Ég ber ábyrgð á þeim þætti og þar með stjórna ég vinnuhópunum í verksmiðjunum fimm hér í Evrópu. Þeim mönnum sem sjá um innkaup, þjónustu við viðskiptavini, þeim sem sjá um pantanir og annað. Ég leiði eina tíu vinnuhópa - fímm í verksmiðjunum, síðan þrjá í að- komueiningum og tvo í miðlun. Að- almarkmið okkar er að vinna hratt og skipulega. Við þessi verkefni er notuð ákveðin aðferðafræði sem ég ber ábyrgð á,“ sagði Jakob. Á ferð og flugi um Evrópu Jakob er ekki aðeins starfandi í Frankfurt, heldur er hann á ferð og flugi á milli verksmiðjanna fimm í Evrópu. Hvar eru þær? „Ein verk- smiðjan er rétt hjá Malmö í Svíþjóð - í Landskrona, önnur rétt hjá Newcastle í Englandi, hinar era hjá Strasborag í Frakklandi, Tudela á Spáni, ekki langt frá Bilbao, og sú fimmta er rétt hjá Mflanó á Ítalíu. Ársframleiðsla hjá þessum verk- smiðjum er á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund tonn.“ Pú ert þá greinilega mikið á ferð- inni á milli þessara verksmiðja? „Já, einnig er ég mikið með síma- fundi. Þeir koma þó aldrei í staðinn fyrir að hittast. Ég legg þvi mikla áherslu að fara á staðina og ræða við mitt fólk, byggja upp trúnað og traust. Þá koma starfshópar mikið hingað til Frankfurt til funda. Við höldum einnig reglulega fundi í London, þar sem aðabækistöðvar fyrirtækisins í Evrópu eru. Hér í Érankfurt er mjög gott hafa að- stöðu, þar sem borgin er í miðri Evrópu. Það er stutt af flugvellinum til bækistöðvar okkar, þ_ar sem fundaraðstaðan er frábær. Ég fer af og til til aðalbækistöðvanna í Bandaríkjunum, þar sem við erum nú að innleiða sömu hugmynda- fræðina og hér í Evrópu; einnig í Suður-Ameríku. Ég hef mikil sam- skipti við starfsfélaga mína á þess- um svæðum. Öll rannsóknar- og þróunarstarfsemi fer fram í Banda- ríkjunum." Jakob starfaði áður sem mark- aðsstjóri hjá fyrirtækinu. Hann byrjaði sem Evrópumarkaðsstjóri, og síðan alheimsmarkaðsstjóri. Þá var hann ábyrgur íyrir vöraþróun og markaðssetningu á ákveðnum flokki efna um allan heim, en síðan var honum boðið að taka við því starfi sem hann er nú í. „Þetta starf er allt annað. Ég sé um að móta viðskipti og framleiðslu og allt þar á milli. Þegar mér bauðst þetta starf gat ég ekki neitað. Fyrra starf mitt sem markaðsstjóri krafð- ist miklu meiri ferðalaga og þá vora símafundir á öllum tímum sólar- hringsins. Þá var ég í samskiptum við fólk í Asíu, þar sem klukkan er tíu til. tólf tímar á undan og fólk í Bandaríkjunum, þar sem klukkan er sex tímum á eftir. Þetta þýddi mikil ferðalög á milli svæðanna og símafundi sem vora yfirleitt á kvöldin og stóðu þeir fram á miðja nótt. Út frá þessu var starfið þreyt- andi, en um leið mjög áhugavert. Þá var ég ábyrgur fyrir liði sem mótaði stefnuna og var ábyrgur fyrir vöru- þróun sem velti eitthvað um það bil tvö hundruð og fimmtíu milljónum dollara. Við vorum með um tuttugu milljónir dollara í okkar hlut fyrir rannsóknir. Þetta fjölþjóðalið skipu- lagði alla markaðssetningu og rann- sóknar- og þróunarstarfsemi. Þessu starfi gegndi ég í um það bil eitt ár áður en ég tók við starfinu sem ég gegni nú.“ Þegar Jakob var spurður út í hvernig hann fékk þessi störf, sagði hann að spurningin væri nokkuð góð. „í fyrsta lagi hefur það eitt- hvað með bakgrunninn að gera. Ég er efnafræðingur og vann á íslandi sem viðskiptavinur hjá fyrirtækinu, þegar ég vann hjá málningardeild Slippfélagsins. Þá fengum við ákveðin efni til íslands sem við not- uðum í málningariðnaði. Síðan fór ég í skóla í Bandaríkjunum, sem er einn af fjórum skólum sem fyrir- tækið sem ég starfa hjá, leitar eftir mönnum úr. Áður en ég fékk vinnu hjá fyrirtækinu fór ég í yfir tuttugu viðtöl, bæði hér í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég byrjaði síðan sem markaðs- stjóri í Evrópu og smám saman vann ég mig upp í það að vera mað- ur með ábyrgð. Síðan tók ég þátt í að endurskipuleggja alla vöraþróun, sem byggist upp á því að stytta þann tíma frá því menn fá hug- mynd, þar til menn geta farið að selja vörana. í allri samkeppni ræð- ur hraðinn miklu - það er lykilatriði að koma vörunni eins fljótt á mark- að og mögulegt er til að nýta öll tækifæri sem fyrir hendi eru. Ef það er ekki gert eiga menn hrein- lega á hættu að missa af lestinni. í kjölfarið var mér boðin staða sem alþjóða markaðsstjóri. Síðan geri ég mér ekki alveg grein íýrir því hvernig ég fékk það starf sem ég nú er í. Það starf tengist ekki því sem ég var að vinna við áður. Ég hefði þó góðan almennan bakgrann frá skólanum í Chicago. Ég var þó engan veginn sérfræðingur í því sviði sem starfið byggist á. Ég var valinn og skólaður upp í þvi valda starfinu. Það byggist fyi’st og fremst í því að leiða hópvinnu. Ég á að halda starfsmannahópun- um saman og er ábyrgur fyrir því að halda heildinni saman, að haída ákveðnum verkefnum inni á ákveðnum sporum. Það er mitt hlutverk - ég er liðsstjórinn. Það getur vel verið að það sé aðalástæð- an fyrir því að ég fékk starfið, að mér hefur gengið vel að leiða hópa,“ sagði Jakob. Á hvaða tungumáli fara fundirnir fram? „Viðskiptatungumálið er enska. Flestallir fundir fara því fram á ensku. Þegar við ræðum við við- skiptavini í Þýskalandi fara fundirn- ir fram á þýsku. Sundum reyni ég að rifja upp gömlu dönskuna þegar ég er í Svíþjóð.“ Þegar þú komst hingað til Þýska- lands, hafðir þú gott vald á þýsku? „Nei, ég var aðeins með gömlu menntaskólaþýskuna í farteskinu. Það kom mér á óvart hvað hún var á góðum granni. Þegar ég kom hing- að fékk ég kennara, sem kenndi mér viðskiptaþýsku. Það er ekki sú þýska sem maður lærir í mennta- skóla. Danskan er aftur á móti erf- iðari viðfangs. Stundum skil ég ekki Þjóðverja; hvernig þeir umgangast mál sitt. Eins næmir og þeir eru fyrir er- lendum áhrifum, sem sést best á því að þeir tala inn á erlendar kvik- myndir, eru þeir að verða kæralaus- ir með tungu sína eins og Danir. Þeir era byrjaðir að taka mörg ensk orð í þýskuna. Þeir hafa ekki hugs- að um að finna þýsk hugtök eða orð yfir ákveðna hluti. Sundum hef ég á tilfinningunni að þeim finnist fínt að sletta enskunni. Það er nokkuð sem ég reyni að passa mig á sjálfur í sambandi við okkar frábæra mál, ís- lenskuna - og íslenska málið læt ég börnin mín virða. Við hjónin reyn- um að lesa sem mest íslensku fyrir börnin okkar og með þeim, þannig að þau tapa ekki íslenskunni." Hvernig er að vera hér í Þýska- landi með íslenska fjölskyldu? „Það er gott. Við búum hér í sveitasælu. Eins og heima fara börnin út að leika sér - þau koma síðan heim þegar þau era þyrst eða svöng. Þetta er nánast eins og þeg- ar ég ólst upp í Vestmannaeyjum. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. En að sjálfsögðu söknum við ættingjanna - þeir eru heima á íslandi. Það er mikils virði að búa í þannig umhverfi að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum þó að þau bregði sér út fyrir þrösk- uldinn. Við kunnum vel við okkur hér. Það hefur mætt mikið á eigin- konunni og þá sérstaklega fyrst eft- ir að við komum hingað. Það tekur alltaf tíma að aðlaga sig nýju um- hverfi. Það er ekki einfalt, en þrosk- andi.“ Hvernignýtir þú frítíma þína? „Ég reyni hvað mest að vera í faðmi fjölskyldunnar. Við höfum verið dugleg að heimsækja íslend- inga hér í nágrenninu. Þá höfum við fengið marga gesti í heimsókn. Við reynum að nota tímann sem best um helgar, hvort sem það er hér í garðinum eða að fara út að hjóla. Helgarnar hjá okkur eru yndislegar samverastundir. Ég verð að viður- kenna að laugardagsmorgnarnir eru fráteknir í skvass, enda er það orðið eina virkilega líkamsræktin mín. Við Islendingarnir hér á svæð- inu erum með félagsskap og mæt- um við sex til átta til etja kappi hver við annan. Við keppum í klukkutíma og fórum síðan í gufubað á eftir -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.