Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 48
■^8 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ekk/ segja /uée.. f>ú
ERLT S/M/ÐAM/IOK!
-------------------
-cs*«
E&EZ EEYNPy4E D(/l -
BÚ/KJ/J 7F&HÍVJ
Grettir
8AVE I EVER TOLP THE
U)ORLPWARI FLYIN6 ACE
HOW MUCH I ADMIRE HI5
BEAUTIFUL SILK 5CARF ?
Hef ég nokkru sinni sagt flugkapp-
anum úr fyrri heimsstyrjöldinni
hve ég dáist mikið af silkiháls-
Jflútnum hans?
PERHAPS THE FLYIN6 ACE
MI6HT BE UJILLIN6TOTRA0E
IT FOR A LITTLE KlSS...
Kannski er flugkappinn fús til þess
að skipta á honum og smá kossi...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Ekki bara
heitt loft
Frá Arngrími Arngrímssyni:
TÍMARNIR eru að breytast. Með
heimabönkum og sjálfvirkum bönk-
um minnkar álag á starfsfólk bank-
anna. Það hefur líka unnið gott starf
í þágu fjöldans með heimilisbók-
haldinu sem það hefur kennt fólki.
Tryggingafélög og bankar eru nú
meir og meir að renna saman og
mynda heildstæða fjármálaþjón-
ustu. Bankar ráða yfir miklum og
góðum upplýsingum um fasteignir,
stundum betri en Fasteignamat rík-
isins. Þeir hafa líka innan sinna vé-
banda fólk sem kann til verka þegar
mæla þarf fyrir mannvirki eða taka
það út. Ofantalið í heild sinni skapar
nýtt tækifæri fyrir bæjarstjórnir að
einfalda rekstur sinn og spara. Nú
þegar nær ekkert er byggt á lands-
byggðinni má leggja byggingar-
nefndir og skrifstofuhald þeim sam-
fara niður. Einfaldlega af því að
verkefni þeirra eru hverfandi. En
það má líka stíga þetta spamaðar-
skref til fulls og bjóða aiit skrif-
stofuhald bæjarins út. Bankaútibú-
in, til dæmis, gætu vel tekið við
þessari þjónustu og þannig hækkað
sértekjur sínar en lækkað um leið
rekstrarkostnað bæjarins. Til þess
að milda umrótið sem af þessu hlyt-
ist má hugsa sér að bankarnir
tækju tímabundið eitthvað af starfs-
liði bæjarskrifstofunnar til sín til að
kynna sínu fólki þau nýju störf sem
bankinn tekur að sér.
Gerjun er að verða í þjóðfélaginu.
Bæjarstjórnir geta ekki treyst því
að næsta ríkisstjórn hlaupi undir
bagga með bæjarfélögunum. Ekki
er víst að almenningur geri sér að
góðu, eina ferðina enn, að skattpró-
sentan sé bara hækkuð eða nýr
gjaldstofn fundinn upp. í stuttu
máli, bæjarstjórnir gætu sjálfar
orðið að leysa vandann og til þess
þarf djarfar ákvarðanir. En lítum
nú á björtu hliðarnar. Með því að
loka byggingarnefndarskrifstofunni
og hætta rekstri bæjarskrifstofunn-
ar fáum við allt í einu í hendur mik-
ið og gott ónotað húsrými. Og hér
er það einmitt þjóðfélagsgerjunin
sem getur hjálpað bæjarfélögunum.
En til að ná árangri verður auðvitað
að snúa hugsunarhættinum við.
Gamla skattpíningarstefnan gerir
ekkert annað en drepa. Jæja, hús-
næðið ónotaða skapar ný tækifæri.
Gott og vel, hvaða? Jú, bærinn gæti
iaðað til sín ný fyrirtæki í hugbún-
aðariðnaði og líftækniiðnaði. Þau
þurfa ekki að vera stór til þess að
skipta máli. Fjarlægðir eins og hér
á landi eru ekki lengur hindrun á
þessu sviði. Eins má hugsa sér að
Islensk erfðagreining stofni útibú
úti á landi, eða fyrirtæki sem af
henni kann að spretta. En í þessu
efni skiptir mestu máli að skapa
sem ódýrast og þægilegast starfs-
umhverfi fyrir þessa nýju vaxtar-
brodda. Ekki skattpíninguna á fullu
frá fyrsta degi eins og vaninn er nú.
Djörf skref í þessa átt gætu, ef vel
tekst til og það er engin ástæða til
að ætla annað, náð langt til að bæta
þjónustu bæjarins við þegna sína og
eins hitt: sparað verulegar fjárhæð-
ir.
En nú, meðan þessar breytingar í
bæjarrekstrinum ganga yfir, hvað á
bæjarstjórnin að gera? Fólk tekur
sig ekki upp og flytur burt af engu.
Það segir sig sjálft. Bærinn þarf á
fólkinu að halda, ef ekki til annars
en til þess að halda uppi bæjarkerf-
inu. Bærinn þarf að vita ástæður
fólks fyrir brottflutningi, það er al-
veg augljóst. Þess vegna ætti bær-
inn að koma á fót viðtalsnefnd. Það
fólk sem hyggst flytja getur þá tal-
að við nefndina og sagt henni
ástæður sínar. Alveg má hugsa sér
að slík samtöl leiddu í ljós að bær-
inn sjálfur gæti bætt eitt og annað í
framkomu sinni við þegnana. Slík
betrumbót gæti leitt til þess að fólk-
ið yrði áfram í bænum. Allt hjálpast
að, það munar um skattpeninga
hverrar fjölskyldu. Ennþá eitt gæti
komið að gagni: bæjarstarfsmenn
og bæjarfulltrúar gætu litið í eigin
barm svo sem í fimmtán mínútur
einu sinni í mánuði og lagt fyrir
sjálfa sig: hef ég komið á sama hátt
fram við alla, hef ég komið heiðar-
lega fram við alla? Slík sjálfsskoðun
getur ekki gert nema gott.
í bæjarfélagi voru til samþykktar
teikningar af bílskúr. I þrjátíu ár
borgaði konan sem átti teikningarn-
ar upphitunarkostnað af skúrnum.
Þegar konan bað bæinn um leiðrétt-
ingu fékk hún nei. Dómstólar sögðu
hinsvegar já, en leiðréttu aðeins til
fjögurra ára, hin tuttugu og sex
lágu óbætt hjá garði. Bæjarstarfs-
menn og bæjarfulltrúar, ójöfnuður,
eins og sá gagnvart konunni með
samþykktu teikningarnar, getur
komið ykkur sjálfum í koll; því þeim
mun fleiri sem hrekjast brott hans
vegna, þeim mun erfíðara verður að
framfæra ykkur. Reyndar sleppið
þið vel, einhliða, ósanngjörn ákvæði
sett í skjóli yfírburðastöðu (ákvæðin
um greiðsluskyldu vegna sam-
þykktra teikninga) standast nefni-
lega ekki samkvæmt íslenskum
rétti. Konan hefði getað krafist
skaðabóta, miskabóta og refsibóta
(punitive damages) og þær hefðu
getað numið verulegum fjárhæðum.
Það var einmitt af þessum sökum
sem rafveitan bætti tjón vegna raf-
truflana á Skaganum hérna um dag-
inn. Rafveitan veit sem er að
ákvæðið um að tjón af raftruflunum
bætist ekki á sér ekki stoð sam-
kvæmt lögum.
Bæjarstarfsmenn, bæjarfulltrú-
ar, hlutverk ykkar ætti ekki að vera
að níðast á einstaklingum, verið
þess fullvissir að þann dag sem síð-
asti ímyndaði andstæðingur ykkar
fer úr bænum, byrja fyrst vandræði
ykkar fyrir alvöru. Látið ekki ykkar
þegna borga bara heitt loft.
ARNGRÍMUR ARNGRÍMSSON,
Baldursgötu 23, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.