Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 56

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 56
456 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin, Regnboginn, Nýja bíó í Keflavík og á Akureyri sýna spennumyndina Enemy of the ---------t-----------r. .—------------------------------------------------------ State, Ovinur ríkisins. I aðalhlutverkum eru Will Smith og Gene Hackman. Leikstjóri er Tony Scott. BLÓMLEGUR starfsferill og hamingjusamt heimilislíf lögfræðingsins Roberts Claytons Deans (Will Smith) fer í vaskinn eftir að hann rekst á gaml- an kunningja fyrir tilviljun og þessi endumýjuðu kynni enda með því að hann er sakaður um morð. Á bak við sakargiftirnar stendur spilltur njósnaforingi hjá banda- ríska Þjóðaröryggisráðinu, Thom- as Brian Reynolds (Jon Voight) sem hefur misnotað aðstöðu sína til þess að fremja hinn fullkomna glæp, breiða yfir víðtækt pólitískt samsæri, og koma Robert í leiðinni í gjörsamlega vonlausa stöðu í ^-'samfélagi þar sem allt byggist á tölvuvæddum persónuupplýsing- um. Eina vonin sem Robert á um að endurheimta sitt íyn-a líf og sanna sakleysi sitt liggur í því að hann fái aðstoð dularfulls manns, fyrrverandi njósnara, sem þekkir vel til í undirheimunum, og gengur undir nafninu Brill (Gene Hack- man). Á bak við myndina um Óvini rík- isins stendur framleiðandinn Jerry Bruckheimer, sem gert hefur -ínyndir á borð við Flashdance, Top Gun, Crimson Tide, The Rock, Con Air og Armageddon. Bruckheimer hófst handa við undirbúning verks- ins ásamt samstarfsmanni sínum til margra ára, Don Simpson, árið 1991, en Don lést í fyrra. Þeir fengu ungan handritshöfund, Da- vid Marconi, til að vinna út frá ákveðinni hugmynd og skrifa fyrir sig handrit út frá henni. Eftir rannsóknir ákvað Marconi að skrifa um Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna, National Security Agency. „Gælunafn þeirra er No Such Ágency," segir Marconi. „Því meira sem ég rannsakaði málið því minna vissi ég um þá og ég sá að JON Voight leikur manninn sem stendur á bak við samsærið. ROBERT Clayton Dean (Will Smith) fær Brill (Gene Hackman) í lið með sér. GABRIEL Byrne fer með hlutverk í myndinni. þessi stofnun gæti orðið gott efni í voldugan andstæðing í bíómynd." „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllum þeim spurningum, sem tengjast vemd einkalífsins,“ segir Jerry Bruckheimer. „Eins og tæknin er orðin er allt mögu- legt og jafnvel líklegt. Ég held ekki að almenningur geri sér grein fyrir því hvað mikið er í húfi þegar um einkalífsvernd er að tefla. En hin hliðin á málinu er sú að við þurfum að vernda ríkið og borgarana.“ Leikstjórinn Tony Scott tók að sér að festa söguna á filmu. Hann hefur áður unnið með Simpson og Bruckheimer við leikstjóm Top Gun, Beveriy Hills Cop II, Days of Thunder og Crimson Tide en auk Frumsýning I greipum samsæris þess á hann t.d. að baki myndir á borð við True Romance. Seott og Bruckheimer komu sér saman um að sagan krefðist sterkra leikara og hún ætti að leggja áherslu á njósnir og eftirlit. Þeir voru strax með WUl Smith og Gene Hackman í huga. Smith var fljótur að gefa kost á sér en Hackman lét ganga á eftir sér. Will Smith, stjarnan úr Independence Day, Men in Black og Bad Boys, segir að eftir að hafa unnið að gerð myndarinnar í 10 daga hafi hann fyrst gert sér grein fyrir því að þetta var tíma- mótamynd á ferli hans. „Þá fattaði ég að þetta var ekki mynd um tvo félaga eða einhvem hóp, heldur var ég aUtaf í mynd; í fyrsta skipti snerist sagan algjörlega um þann sem ég leik. Það hvíldi meira á mínum herðum en nokkra sinni fyrr. Gene Hackman, óskarsverð- launahafi úr French Connection og Unforgiven og samstarfsmaður Brackheimers og Scotts úr Crim- son Tide, segir að það sem höfði til sín við þessa mynd sé að í henni sé fjaUað um hluti sem gætu gerst þótt þeir virðist fjarstæðukenndir. „Brill er bitur maður,“ segir Gene um fyrrverandi njósnarann, sem hann leikur. „Hann er strax tilbú- inn að gera það sem hann getur til þess að fá þetta ofvaxna skrímsli, sem Þjóðaröryggisráðið er, til þess að spóla í hjólförunum." I aukahlutverkum myndarinnar er álitlegt úi'yal þekktra leikara. Jon Voight, Óskarsverðlaunahaf- inn úr Coming Home, sem er þekktur úr myndum á borð við Midnight Cowboy, Deliverance, Runaway Train, The Rainmaker, Anaconda og Mission: Impossible, leikur óvininn. Lisa Bonet, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum um Cosby-fjölskylduna, fer með hlutverk og einnig Regina King, sem var eftirminnileg í Jerry Maguire. Þá eru þarna Gabriel Byrne úr Usual Suspects, Ian Hart, Lennon í Backbeat, og Ja- son Robards í smærri hlutverk- um. HEIÐURSGESTURINN Össur Skarphéðinsson var á léttu nótunum og gerir hér upp gömul mál við samþingmann sinn Áma Johnsen. ÞEIR VORU flottir á Skötukvöldinu klæddir eins og alvöm kúrekar. Magnús Kristinsson, út- vegsbóndi og starfsmaður hans Guðni Hjörleifsson. JÓHANN Pétursson, fráfarandi kóngur Skötukvöldsins, til vinstri, sæmir nýkjörinn kóng, Sigurð Sveinsson, sæmdarheitinu og afhendir honum dúkkuna Sjöfn. HÖRÐUR Rögnvaldsson hlaut Dollarann en hann er veittur þeim sem að mati Hrekkjalóma hefur skarað framúr á árinu við að gera mikið úr litlu. SKÖTUKVÖLD HREKKJALÓMA Vestmannaeyjum Hrekkjalómafélagið í Vest- mannaeyjum hélt sitt árlega Skötukvöld fyrir skömmu. Skötukvöld Hrekkjalóma hafa verið haldin á jólaföstunni í áraraðir og eru afar vinsæl. Fullt hús var á Hertoganum þar sem Skötukvöldið var hald- ið að þessu sinni og skemmtu . allir sér konunglega. Skötu- kvöldin eru karlakvöld og er kvenfólki meinaður aðgangur að samkomunni enda ríkir andi karlrembu á skemmtuninni. Forseti Hrekkjalóma, Þórar- inn Sigurður Sigurðsson, setti hátíðina en að loknu ávarpi hans var gengið að hlaðborði með skötu, saltfiski og plokk- fiski ásamt tilheyrandi meðlæti og var loft í salnum fljótt mett- að megnri skötulykt. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FASTUR liður á Skötukvöldum Hrekkjalóma er að Magnús Kristinsson, útvegsbóndi, gangi fyrstur að hlaðborðinu og gæði sér á kræsingunum. Þegar allir höfðu borðað sig sadda var tekið til við skemmtidagskrá sem stóð fram á nótt. Farið var yfir atburði ársins I máli og myndum og viðurkenningar veittar fyrir ýmis afrek og glappaskot. Öss- ur Skarphéðinsson, alþingis- maður, var heiðursgestur kvöldsins og fór hann á kostum í ávarpi sínu þar sem hann rifj- aði uppð ýmis skemmtileg at- vik. Hrekkjalómar og gestir þeirra enduðu svo formlega dagskrá með fjöldasöng við undirleik Árna Johnsen en síð- an skemmtu menn sér hver sem betur gat fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.