Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 2

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hærn gigur en í fyrri GÍGURINN sem hlóðst upp í nýafstöðnu gosi í Grímsvötnum og sést á þessari mynd frá í gær er töluvert hærri en í fyrri gos- um sem þekkt eru á þessum stað en hann nær nokkra tugi metra upp fyrir vatnsyfirborðið. „Þetta er nokkurn veginn sami gosstaður og í síðustu tveimur gosum sem við þekkjum þarna og borið saman við ljós- myndir sem til eru frá því eftir gosið 1934 hefur þetta gos myndað gíg sem nær miklu hærra,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur. „Það hefur greinilega byggt ofan á það sem myndaðist í fyrri gosum tveimur gosunum á þessi öld. Gossprungan hefur auk þess verið heldur lengra uppi í hlíð- inni en 1934.“ Magnús segir að gosin sem verði á þessum stað séu dæmi- gerð megineldstöðvagos og þau séu að jafnaði fremur lítil, um 1/5-1/10 af því gosmagni sem kom úr Gjálp árið 1996. A móti komi að gos af þessu tagi séu tíðari. Þeim fylgi að jafnaði ekki hætta, en mikil virkni geti valdið því að regluleg Gríms- vatnahlaup verði smám saman stærri því „vatnstankurinn" stækki eftir því sem meira bráðni. FRÉTTIR Eins árs fangelsi og sekt fyrir stórfellt skjalafals 32 ÁRA karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mán- uði skilorðsbundið, og til að greiða 14 milljónir króna í sekt og skaða- bætur fyrir stórfellt skjalafals og tollsvik á árunum 1994-1997. Maðurinn, sem var framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður innflutn- ingsfyi-irtækisins Elnets, notaði fölsuð bréf við tollafgreiðslu á loft- netsbúnaði hjá Tollstjóranum í Reykjavík til að fá aðflutningsgjöld felld niður af ýmiskonar fjarskipta- búnaði. Samtals fékk hann með þessum hætti, í 30 skipti á um- ræddu tímabili, felld niður aðflutn- ingsgjöld sem námu 6,6 milljónum króna. Maðurinn bætti m.a. vörum inn í bréf frá Ríkisútvarpinu og Útvarpi Kántrýbæ þar sem fram kom að fyrirtækin væru að kaupa loftnets- búnað til eigin nota. Þá notaði hann Ijósritunartækni til að skeyta sam- an bréfsefni fyrirtækja og undir- skrift starfsmanna þeirra og falsaði með þessum hætti bréf frá sendi- ráði Noregs, Ríkisútvarpinu, Is- lenska útvarpsfélaginu, íslenska sjónvarpinu, Hafnfirskri fjölmiðlun, Útvarpi Kántrýbæ, Húsvískri fjöl- miðlun, Sýn, Video Skann, Villa Video og Kristniboðskirkjunni þar sem fram kom að þau væru að kaupa ýmsar vörur sem undan- þegnar eru aðflutningsgjöldum. I dómi Héraðsdóms, sem Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp, kom fram að maðurinn játaði skýlaust þá verknaði sem hann var sóttur til saka fyrir. Var hann dæmdur í árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, og til að greiða 7,5 milljónir króna í sekt og kemur árs fangelsisvist í stað sekt- arinnar verði hún ekki greidd innan tiltekins tíma. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða Ríkistoll- stjóraembættinu í skaðabætur þær 6.642.803 krónur sem hann sveik út. Morgunblaðið/Ómar Ragnarsson Birting prófkj örsgreina Leikskólakenn- arar vilja segja sig úr BSRB ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa áfram það fyrirkomulag prófkjörs- greina í Morgunblaðinu fyrir próf- kjörin, sem í hönd fara, vegna al- þingiskosninganna í vor og viðhaft var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í haust í Reykjaneskjördæmi. Frambjóðendur í prófkjömm geta eftir sem áður skrifað greinar í blaðið og er lengd þeirra miðuð við u.þ.b. 3.000 tölvuslög með bilum. Hins vegar verða greinar stuðn- ingsmanna einstakra frambjóð- enda birtar í Morgunblaðinu á Net- inu en stuttur útdráttur úr þeim greinum verður birtur í blaðinu sjálfu. Með útdráttunum verður birt mynd af höfundi. Miðað er við að útdrættir úr greinum, sem birtast á Netinu verði um 10 dálksentímetrar eða rúmlega 800 tölvuslög með bilum, sem eru um það bil 10 línur á A4- blaði miðað við 12 punkta letur eða 10 línur vélritaðar á A4-örk. Eins og áður er óskað eftir því að höfundar komi með greinamar tölvusettar á disklingum og í út- prenti í einu eintaki. Mynd þarf að fylgja af höfundi sé hún ekki til í myndasafni Morgunblaðsins og kennitala viðkomandi. Einnig er unnt að tölvusenda með tölvupósti bæði texta greinar og myndir á netfangið: ritstj@mbl.is Loks ber að geta þess að Morg- unblaðið mun hafa sama háttinn á Frágangur Frambjóðendur: Aðsend grein að hámarki 3000 tölvuslög. Stuðningsmenn: Aðsend gi’ein í Morgunblaðið á netinu, en út- dráttur í Morgunblaðið að há- marki 10 dálksentimetrar. 10 dálksentimetrar; Jafngilda rúmlega 800 slögum með orða- bilum, eða 10 vélrituðum línum á pappír að breidd A4 eða tölvusetningu á 12 pt. letri. Skil: Greinum sé skilað í tölvu- pósti á: ritstj@mbl.is eða á disklingi, sem sendur er Morg- unblaðinu. Hið sama er unnt að gera við myndir. hvað varðar raðgreinar, sem skrif- aðar eru í kynningarskyni til þess að hvetja fólk til einhvers, sbr. tannverndardagur, brjóstagjafa- herferðir, almennar safnanir o.s.frv. I blaðinu birtist þá 10 dálksentímetra útdráttur með mynd, en aðalgreinin í Morgun- blaðinu á Netinu. Birting á mbl.is Til þess að nálgast prófkjörs- greinar á mbl.is er nægilegt að smella á hnappinn „Aðsendar greinar", sem er innan flokksins „Sérvefír" vinstra megin á forsíðu vefjarins. Á sama hátt má smella á hliðstæðan hnapp hægra megin á síðunni undir efnisþættinum Nýtt á mbl.is. Loks má slá inn slóðina sjálfa, sem er http://www.mbl.is/ adsent. Þá býðst frambjóðendum og öðnim að auglýsa á þessum sér- vef. Einnig er hægt að senda greinar til blaðsins frá vefnum. Smellið þá á hnappinn „Viltu senda grein til Morgunblaðsins?" og þá opnast form sem skrifa má inn í. 93% LEIKSKÓLAKENNARA sem tóku þátt í skoðanakönnun Félags íslenskra leikskólakennara lýstu yfir stuðningi við að félagið segði sig úr BSRB. 87% þeirra vildu að félagið sækti um aðild að nýju kennarasam- bandi. Þröstur Brynjarsson, vara- formaður félagsins, segist telja að niðurstaðan endurspegli að félags- menn vilji taka þátt í stofnun nýs kennarafélags. Samþykkt var á fulltrúaráðsþingi Félags íslenskra leikskólakennara í maí sl. að kjósa nefnd sem hefði það hlutverk að kanna afstöðu félags- manna til úrsagnar úr BSRB og kanna möguleika á aðild að öðrum bandalögum eða félögum. Nefndin hefur haldið 11 kynningarfundi vítt og breitt um landið og kynnt félags- mönnum þá möguleika sem nefndin skoðaði og þóttu álitlegir ef til úr- sagnar úr BSRB kæmi. í lok funda- herferðarinnar var efnt til skoðana- könnunar sem send var til allra fé- lagsmanna í lok nóvember. Niðurstaða skoðanakönnunarinn- ar var að 404 vildu segja sig úr BSRB eða 93%, en 24 vildu það ekki eða 5,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 6. Af þeim sem vildu segja sig úr BSRB vildu 353 eða 87,3% aðild að nýju Kennarasambandi. 34 eða 8,4% vildu aðild að BHM og 17 eða 4,2% vildu standa utan bandalaga. 434 tóku þátt í skoðanakönnun- inni, en um 1.200 leikskólakennai-ar eru í Félagi íslenskra leikskólakenn- ara. Þröstur sagði að skipulagsnefnd félagsins myndi í framhaldi af þess- ari niðustöðu gera tillögu til stjórnar félagsins. Stjórnin myndi síðan leggja tillögu fyrir fulltrúaráðsþing í maí. Ef tillaga um úrsögn yrði sam- þykkt á þinginu yrði tillagan borin formlega undir félagsmenn. 2/3 þátt- takenda í atkvæðagreiðslunni eða helmingur félagsmanna yrði að sam- þykkja tillöguna til að hún öðlaðist gildi. Kennarasambandið og HÍK vinna nú að stofnun nýs kennarafélags og sagði Þröstur greinilegt að leik- skólakennarar vildu taka þátt í því. Hann sagði að á hinum Norðurlönd- unum nema í Danmörku væru kenn- arafélögin saman í félagi eða lands- sambandi. Þróunin hér á landi tæki því mið af þeirri þróun sem átt hefði sér stað á Norðurlöndunum. Hann sagðist telja að þetta skipti meira máli varðandi afstöðu leikskóla- kennara en óánægja með skipulags- mál BSRB. Þroskaþjálfar á leið úr BSRB Þroskaþjálfafélag íslands er einnig á leið úr BSRB. Skoðana- könnun fór fram í haust meðal fé- lagsmanna um tillögu um úrsögn og lýstu tæplega 90% stuðningi við hana. Þroskaþjálfafélagið á aðild að BSRB í gegnum Starfsmannafélag ríkisstofnana og miðast tillaga um úrsögn við að félagið segi sig úr því sem jafnframt þýðir úrsögn úr BSRB. Sólveig Steinsson, foimaður fé-| lagsins, segir að tillaga um úrsögn verði borin upp á aðalfundi félagsins í vor. Jafnframt verði borin upp til- laga um að félagið gangi í BHM- Virkir félagsmenn í Þroskaþjálfafé- laginu eru um 280. --------------- Póstkassar sprengdir LÖGREGLAN í Reykjavík var kvödd að fjölbýlishúsi á Dunhaga 20 um klukkan 18.30 í gær vegna skemmdarverka sem unnin voru á póstkössum í stigagangi hússins- Fjórir póstkassar voru í stigagangin- um og voru þrír þeirra sprengdir og eyðilagðir. Þá var póstkassi við Þing- holtsstræti 27 sprengdur og eyði- lagður í gær, en þrjú bréf sem í hon- um voru skemmdust ekki og voru látin í annan póstkassa. ð í dag Étea 3 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••% VIDSKIPn AIVINNULÍF ! OPINBER FERÐ Asía Ráðhen-a og 11 fyrirtæki/B7 GSM SÍMAR Met- sala Vinsæl jólagjöúB8 Lausn fundin á NBA-deilunni í Bandaríkjunum/C1 Erfitt að venjast myrkrinu fyrir vestan/C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.