Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 4

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um prófkjörsregflur samfylkingarinnar Kvennalistinn fær eitt af fj órum efstu sætunum FLOKKUNUM þremur sem þátt taka í sameig- inlegu framþoði félagshyggjumanna í Reykjavík verða hverjum um sig tryggð tvö af átta efstu sætum á framboðslista samíylkingarinnar og að minnsta kosti eitt af fjórum efstu sætunum. Þetta var niðurstaðan eftir fundahöld Kvennalista, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags í gær. Kvenna- listinn sóttist upprunalega eftir tryggingu fyrir einu af þremur efstu sætum listans, en á það vildu hinir flokkamir ekki sættast. Steinunn Valdís Oskarsdóttir, fulltrúi Kvenna- listans, vill ekki túlka samkomulagið sem sigur fyrir annan hvom aðilanna. „Þetta er bara sigur samfylkingarinnar. Þetta em búnar að vera erfið- ar fæðingarhríðir sem fólk hefur fylgst með nán- ast í beinni útsendingu vikulega og núna síðast nánast daglega. Ég er mjög ánægð með að málið skuli vera komið í höfn.“ Félagsfundur verður haldinn hjá Kvennalistan- um í Reykjavík á morgun. Að sögn Steinunnar mun þá skýrast hvaða konur muni gefa kost á sér í prófkjörinu. Framboðsfrestur rennur þó ekki út fyrr en næstkomandi laugardag. Árni Þór stefnir á 1. sætið Gert er ráð fyrir að Guðný Guðbjörnsdóttir þingmaður muni sækjast efth- fyrsta sæti Arni Þór stefnir á 1. sæti Alþýðubandalags Kvennalistans í Reykjavík og Hulda Olafsdóttir eftir fyrsta eða öðru sæti. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir er orðuð við fyrsta sæti á Reykjanesi. I gær tilkynnti Ámi Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgarstjóra, að hann myndi taka þátt í prófkjöri samfylkingar í Reykjavík. Hann stefnir á fyrsta sætið. Hann segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann telji að reynsla sín sem borg- arfulltrúi, aðstoðarmaður borgarstjóra og af störf- um innan Alþýðubandalagsins og Reykjavíkurlist- ans sé dýrmætur undirbúningur fyi-ir þau forystu- verkefni sem hann sækist eftir. Ámi hefur að höfðu samráði við borgarstjóra tekið sér þriggja vikna frí frá störfum vegna prófkjörsins. Ámi mun keppa við Bryndísi Hlöðversdóttur al- þingismann um forystusæti hjá Alþýðubandalag- inu. Bæði vísa þau til þess að Svavar Gestsson hafi ákveðið að hætta þingmennsku og þvi þurfi Al- þýðubandalagið að kjósa sér nýja forystu. Þá sendi Magnús Ingólfsson, kennari og stjórn- málafræðingur, frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann tilkynnir þátttöku í prófkjör- inu. Magnús tók þátt í störfum fyrir Alþýðubanda- lagið á Vestfjörðum á árum áður og var tvívegis á lista flokksins þar í alþingiskosningum. Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður og fyn- verandi alþingismaður, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að taka þátt í prófkjörinu fyrir Alþýðu- flokkinn. Reikna má með að fleiri gefi kost á sér í dag og á morgun, en þá rennur framboðsfrestur út. Sigríður stefnir á 2. sætið á Reykjanesi Samfylkingin á Reykjanesi auglýsir í dag fram- boðsfrest vegna prófkjörs sem fram fer fyrstu helgina í febrúar. Framboðsfresturinn er til 13. janúar. Á fundi í kjördæmisráði Alþýðubandalags- ins á Reykjanesi í fyrradag voru leikreglur í próf- kjörinu samþykktar. Á fundinum lýsti Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður því yfir að hún gæfi kost á sér í prófkjörinu og að hún myndi stefna að því að ná öðru sæti listans. Reiknað er með að al- þýðuflokksmaður skipi fyrsta sætið enda hefur Al- þýðuflokkurinn alltaf verið stærri en Alþýðu- bandalagið á Reykjanesi. í gær lýsti Skúli Thoroddsen lögfræðingur því yfir að hann gæfi kost á sér í prófkjörinu. Skúli er Alþýðubanda- lagsmaður. Þrotabú Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. Yanskil á áfengis- gjaldi á annað hundrað milljónir Gallar í innheimtukerfí aðflutningsgjalda UMBOÐS- og heildverslunin Júlíus P. Guðjónsson ehf. hefur verið tek- in til gjaldþrotaskipta að kröfu toll- stjórans í Reykjavík en fyrirtækið stóð ekki skil á áfengisgjaldi í ríkis- sjóð í eitt til eitt og hálft ár eða fram í september síðastliðinn þegar innheimtuaðgerðir hófust, skv. heimildum Morgunblaðsins. Var þá upphæð vangoldinna áfengisgjalda komin í um 110 milljónir króna. Samkvæmt kröfuskrá þrotabús- ins nemur samþykkt krafa toll- stjórans í Reykjavík í þrotabúið tæplega 131 milljón kr. að meðtöld- um vöxtum og er hún að megin- hluta til komin vegna áfengis- gjaldsins. Samþykktar kröfur í þrotabúið eru um 147 milljónir króna. Kröfu- lýsing hefur verið send kröfuhöfum og verður skiptafundur haldinn á fóstudaginn í næstu viku. Fyrirtækið Júlíus P. Guðjónsson ehf. hefur flutt inn og annast dreif- ingu á fjölmörgum tegundum af áfengi. Skv. upplýsingum blaðsins hafa komið í ljós gallar í inn- heimtukerfi aðflutningsgjalda, sem voru ástæða þess að tollstjóri greip ekki fyrr í taumana, þannig að fyr- irtækið gat óáreitt haldið áfram innflutningi áfengis meðan skuldin hlóðst upp. Lögheimili í Reykjavík en starfsaðstöðu í Kópavogi Fyrirtækið var með lögheimili í Reykjavík og fór innflutningurínn þar í gegn en það hafði hins vegar starfsaðstöðu í Kópavogi þar sem tollafgreiðslur voru skráðar. Var fyrirtækið því alltaf skráð skuld- laust hjá tollstjóraembættinu í Reykavík. Fjármálaráðuneytið fékk fyrst vitneskju um málið í september sl. og voru þá strax gef- in út fyrirmæli um að tollstjóri hæfi þegar í stað innheimtu skuld- arinnar. Eftir að árangurslaust fjárnám hafði farið fram var óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Ljósmynd/Björgvin Þórðarson FÁLKINN sat á svölunum og Ieit upp þegar myndin var tekin af hon- um og flaug burt eftir hálfrar klukkustundar setu. Formaður Félags eldri borgara um skattskyldar greiðslur úr lffeyrissjóðum Baráttu fyrir breyttum sköttum haldið áfram PÁLL Gíslason, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að samtökin muni halda áfram bar- áttu sinni á nýju ári gegn því að ávöxtun framlags í lífeyrissjóði verði skattlögð með tekjuskatts- prósentu þegar til útgreiðslu kem- ur eins og gert er í dag. Hann seg- ir að samtökin hafi reynt að koma þeim sjónarmiðum á framfæri í tvö ár að eðlilegra sé að þessi hluti lífeyrisgreiðslna sé skattlagður með sama hætti og aðrar fjár- magnstekjur, þ.e. með 10% skatti. A blaðamannafundi fjármála- ráðherra og fulltrúa aðila á fjár- magnsmarkaði um viðbótarlífeyr- issparnað sl. þriðjudag kom fram að frjáls viðbótarlífeyrissparnaður og ávöxtun framlagsins á sparnað- artímabilinu verður skattlagður eins og um hverjar aðrar launa- tekjur væri að ræða, þ.e. með tekjuskattsprósentunni þegar til útgreiðslu kemur. Fjármálaráð- herra sagði að krafa samtaka eldri borgara væri hins vegar að tekjur úr lífeyrissjóðum yrðu skattlagðar með sömu prósentu og fjár- magnstekjur. „Við vitum af þeirri kröfu, þ.e.a.s. 10%, en hvort hún er raunhæf, það er annað mál,“ sagði ráðherra á blaðamannafund- inum. Óeðlilegt að borga fullan tekju- skatt af ávöxtun iðgjaldsins Aðspurður um þessi ummæli sagði Páll Gíslason að eldri borg- arar teldu óeðlilegt að ekki væri greint á milli upphaflegs framlags í lífeyrissjóði og ávöxtunar fjár- hæðarinnar þegar lífeyrisgreiðslur væru skattlagðar við útgreiðslu. Framlag í lífeyrissjóði væri undan- þegið skatti en þegar kæmi að út- greiðslu hefði féð ávaxtað sig og væri upphaflegt framlag þá aðeins 1/3 hluti þess sem menn fengju greitt úr lífeyrissjóði en 2/3 hlutar væru fjármagnsaukning og eldri borgarar hefðu margsinnis farið fram á að greiddur yrði 10% skatt- ur af þeim hluta lífeyrisgreiðslna. „Mér finnst ekki óeðlilegt að menn borgi fullan skatt af þessum einum þriðja hluta sem við fengum dreg- inn frá skatti en af tveimur þriðju hlutunum finnst mér að við ættum bara að borga fjármagnstekju- skatt eins og aðrir sem hafa ávaxtað sitt fé,“ sagði hann. Jólatré hirt í end- urvinnslu JÓLATRÉ verða hirt á höfuð- borgarsvæðinu frá og með deg- inum í dag. Starfsmenn gatna- málastjóra í Reykjavík munu annast söfnunina í borginni og eru íbúar vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk sín til að auðvelda stai-fið. í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi verður einnig ekið um götur og trén fjarlægð. Við endui"vinnslu eru trén mulin niður og m.a. notuð við gerð gangstíga. Þau tilmæli bárust frá hreinsideild Hafnar- fjarðar að eigendur trjánna tækju af þeim allt jólaskraut og fýlgihluti áður en þeim væri fieygt. Dæmi eru um að tré hafi verið sett fullskreytt út á götu en það mun ekki vera vænlegt til endurvinnslu. Reykvíkingar geta nýtt sér þessa þjónustu fram til 12. jan- úar en eftir það er fólk vinsam- legast beðið um að snúa sér tii gámastöðva Sorpu. í Garðabæ verða jólatrén eingöngu hirt í dag en í Hafnarfirði og Kópa- vogi einnig á morgun. Sat salla- rólegur á svala- handriðinu Á ÞORLÁKSMESSU tyllti patt- aralegur fálki sér á svalahand- riðið hennar Helgu Pétursdótt- ur, sem býr á efstu hæð fjölbýl- ishúss við Hæðargarð. Líklegt er að fálkinn sé hinn sami og settist á gluggahandrið Borg- arspítalans ekki alls fyrir löngu. Gestkomandi hjá Helgu sá fálkann fyrst á svölunum, sem voru skreyttar grenigreinum og jólaseríu og taldi fuglinn vera styttu sem Helga hefði bú- ið til og komið svo haganlega fyrir á svalahandriðinu, en Helgu rak í rogastans þegar hún athugaði ætlað sköpunar- verk sitt. „Þá situr þar fálki, svo ansi kyrfilegur á miðju svalahandriðinu,“ sagði Helga við Morgunblaðið. Fálkinn sat alveg spakur og sneri inn að glugganum og bærði ekki á sér í hálfa klukkustund. Helga sagði það ótnílegt að fuglinn skyldi þora að setjast á upp- ljómaða jólaseríuna, en heldur að hann hafi e.t.v. litið á sval- irnar, sem einskonar kletta- syllu. Helga kallaði til húsvörð- inn, sem tók nokkrar myndir af fálkanum, sem sat fyrir eins og fínasta fyrirsæta. Alls voru 6-7 manns í einu, sem horfðu á fálkann úr glugga íbúðarinnar, en þrátt fyrir mannfögnuðinn Iét fálkinn sér hvergi bregða. „Hann var svo sallarólegur og var ábyggilega saddur eða þreyttur því hann var í hvíldar- stöðu. Það var yndislegt að sjá þetta,“ sagði Helga. Hún ákvað að freista fálkans með matar- ögn og fór inn í eldhús og sótti honum laxbita, en þegar hún kom aftur var hann nýfloginn. „Hann flaug burt í rólegheitum og hafði mikið vænghaf svo mér þótti sem hann væri full- vaxinn," sagði Helga og bætti því við að þetta atvik yrði lengi í minnum haft enda hefur hún aldrei séð fálka áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.