Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ritverkið Byggðir Borgar- fjarðar komið út Borgarnesi - Búnaðarsamband Borgarfjarðar kynnti nýlega á blaðamannafundi útkomu tveggja síðari binda í ritverkinu Byggðir Borgarfjarðai’. Jón G. Guðbjörnsson, formaður ritnefndar, sagði frá gangi mála við þetta mikla verk og gat þeirra sem að því hafa komið. Guðbrandur Brynjólfsson, formaður Búnaðar- sambands Borgarfjarðar, þakkaði fyrir vel unnin störf að útgáfunni. Vildi hann sérstaklega þakka þeim fjórum er mest hefði mætt á varð- andi útgáfuna, þeim Bjama Ara- syni, Björk Ingimundardóttur, Bjarna Guðráðssyni og Hólmfríði Héðinsdóttur. Var þeim afhent heildarútgáfan af Byggðum Borgar- fjarðar sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Tuttugu ára vinna að baki Það eru rétt um tuttugu ár síðan Þorsteinn Guðmundsson, fyrrum bóndi á Skálpastöðum í Lundar- i’eykjadal, hvatti til þess á aðalfundi Búnaðarsambands Borgarfjarðar að hugað yrði að útgáfu byggðalýs: ingar fyrir Borgarfjarðarhérað. I ritnefnd völdust auk Þorsteins þeir Jakob Jónsson, bóndi á Varmalæk, og Jón G. Guðbjömsson, bóndi í Lindarhvoli. Björk Ingimundar- dóttir frá Hæli í Flókadal tók að sér INGIMUNDUR heitinn Ásgeirs- son, fyrrum bóndi á Hæli í Flóka- dal, tók saman ábúendatalið fyrir ritverkið Byggðir Borgarfjarðar en hann féll frá árið 1985. ritstjórn. Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal, fór með fram- kvæmdastjórn. Meginþungi verks- ins hvíldi á þeirra herðum, en aðrir helstu starfsmenn við þetta verk hafa verið Bjarni Arason, fyrrum héraðsráðunautur og framkvæmda- stjóri Búnaðarsambands Borgar- fjarðar, og Hólmfríður Héðinsdótt- ir, fyrram starfsmaður sambands- ins. Fyrsta bókin kom út árið 1989 en önnur bókin árið 1993. Morgunblaðið/Ingimundur FJÓRIR einstaklingar hlutu sérstakar þakkir fyrir vinnu sína að ritverkinu Byggðir Borgarfjarðar. Frá vinstri: Bjarni Arason, Björk Ingimundardóttir, Bjarni Guðráðsson og Hólmfríður Héðinsdóttir. Með þeim á myndinni er Guðbrandur Brynjólfsson, formaður Búnaðarsambands Borgarfjarðar. í 1. bindi er að finna ágrip af bún- aðarsögu Borgarfjarðarhéraðs rak- ið frá landnámstíð í ljósi tiltækra heimilda. Aðalhöfundur þess er Helgi J. Halldórsson. Um viðskipta- mál og verslun skrifa Björk Ingi- mundardóttir og Guðbrandur Brynjólfsson. Kafli um þróun þjóðlífs Þá má finna kafla um þróun þjóð- lífs og búskaparhátta í Borgarfirði á 19. öld, sögu Búnaðarsambands Borgarfjarðar, söguþætti um rækt- unarsambönd og búnaðarfélög og einstakar búgreinar. Loks er þáttur um Samband borgfirskra kvenna. Bókin er ríkulega skreytt ljósmynd- um frá ýmsum tímum. í II. og III. bindi er að finna sveita- og jarðalýsingar. Ennfremur lýsingar allra afrétta ásamt upp- dráttum af afréttarlöndum og myndir af réttum og réttartóftum. Hverri jörð er helguð ein blaðsíða með samtímamynd af ábúendum og mannvirkjum. Allar myndir af mannvirkjum eru teknar úr lofti af Jóni Karli Snorrasyni. Uppdrættir af hverri sveit fylgja sveitarlýsing- um til glöggvunar um bæjarröð og helstu ömefni. Ábúendatal I IV. bindinu er að finna ábú- endatal og nafnaskrá fyrir öll bind- in. Ingimundur Ásgeirsson, fyrrum bóndi á Hæli í Flókadal, tók saman ábúendatalið en hann féll frá árið 1985. Bjami Arason bætti svo við tímabilið fram til 1995. Ábúenda- talið spannar meira en 100 ára ábú- endasögu allra jarða í héraðinu og oft gott betur. Nafnaskrár era mikl- ar að vöxtum og mikilvægar en þær vann Björk Ingimundardóttir. Margir fleiri komu að þessu verk. Það er greinilegt að þeir sem að út- gáfunni komu lögðu metnað sinn í verkið, en prentun og bókband ann- aðist Prentsmiðjan Oddi hf. Viðstaddir athöfnina voru marg- ir þeir sem unnið hafa að útgáfu ritsins, stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar og formenn allra búnaðarfélaga auk fulltrúa fjöl- miðla. r* V Á ‘ ' Æ i t V / . jfl L_/ i Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson AFHENDING tilnefninga til fþróttamanns ársins 1998. Morgunblaðið/KVM KIRKJUSÓKN um hátíðarnar var góð í Grundarfjarðarkirkju. USVH velur íþrótta- mann ársins 1998 Góð kirkjusókn í Grundar- firði um jól og áramót Hvammstanga - Ungmennasam- band V-Hún. bauð til athafnar á Hótel Seli á Hvammstanga á gamlársdag. Þar fór fram af- hending viðurkenninga fyrir góðan árangur ungmennafélaga í íþróttum á árinu 1998, ásamt kynningu á vali fþróttamanns ársins 1998. Formaður USVH, Baldur tí. Haraldsson, bauð gesti velkomna og kynnti val á þeim unglingum sem tilnefndir hefðu verið. Þau voru: Bára Kristinsdóttir, frjáls- ar íþróttir og körfuknattleikur, Birgitta Maggý Valsdóttir, körfuknattleikur og knattspyrna, Eyrún Ösp Hauksdóttir, frjálsar íþróttir og sund, Halldór P. Sig- urðsson, hestaíþróttir, Hjördís Óskarsdóttir, fijálsar íþróttir og knattspyrna, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, fijálsar íþróttir og körfubolti, Björn Þór Hermanns- son, körfubolti og knattspyrna, Daníel Geir Sigurðsson, körfu- bolti og knattspyrna, Einar Örn Rafnsson, körfubolti og knatt- spyrna, Fannar Karl Omarsson, knattspyrna, Krislján Haukdal, fijálsar íþróttir, Magnús Ásgeir Elíasson, hestaíþróttir, Vilmar Þór Víglundsson, fijálsar íþróttir og körfubolti, Þórir Trausti Sveinsson, knattspyrna. I vali um íþróttamann ársins hjá USVH hlaut Sigurbjörg Þor- steinsdóttir fyrsta sæti, með 36 atkvæði. Sigurbjörg vann gull í spjótkasti og kúluvarpi á ung- lingalandsmóti UMFI og bætti héraðsmet USVH í spjótkasti. Hún var einnig valin í FRI 2000- hópinn, sem þykir góð viður- kenning. Við tilnefninguna nú hlaut hún verðlaunabikar og styrk sem Sparisjóður Húnaþings og Stranda veitti úr menningar- sjóði kr. 20.000. í öðru sæti varð Birgitta Maggý Valsdóttir, með 28 stig og Bára Dröfn Kristinsdóttir í þriðja, með 13 stig. Að afhendingu viðurkenninga ÍÞRÓTTAMAÐUR USVH árið 1998, Sigurbjörg Þorsteinsdótt- ir, ásamt formanni USVH, Baldri tí. Haraldssyni. lokinni, talaði sr. Sigurður Grét- ar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga, nokkur orð til ungmennafélaganna og ræddi m.a. um gildi þess að taka bæði sigrum og ósigrum og minnti á heilræðið um „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Grundarfirði - Á Þorláksmessu kl. 23 var Grundfirðingum boðið að koma til kirkju og hlýða á Friðrik Vigni Stefánsson, organista í Grundarfirði, leika sálma og tón- verk sem tengjast aðventu og jól- um. Þetta er orðinn árviss viðburð- ur og hefur sá hópur sem notfærir sér þessa fallegu tónleika farið stækkandi. Aftansöngur í Grundarfjarðar- kirkju var svo kl 18 á aðfangadag og voru kirkjubekkir fullsetnir. Á jóla- dag kl. 14 var hátíðarguðsþjónusta í Setbergskirkju, hinni gömlu kirkju Hellissandi - Blíðuveður var í Snæ- fellsbæ um áramótin. Snæfellsbær stóð að mikilli áramótabrennu á Hólsbreiðinni og var bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, ábyi’gur fyrir henni. Hjálmar Kristjánsson í Rifi var brennustjóri. Þarna mættust Sandarar og Ols- arar á miðri leið og létu sér vel líka og kom vel saman. Gamlar sagnir Eyrarsveitar. Og annan í jólum var einnig fjölskylduguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju þar sem barnakórinn söng undir stjórn Arn- hildar Þórhallsdóttur við undirleik Friðriks V. Stefánssonar. Á gaml- ársdag var síðan guðsþjónusta þar sem liðins árs var minnst og beðið um blessun Guðs á því sem nú er að hefjast. Þeir sem sóttu kirkjuna í Grund- arfirði og Setbergi áðurnefnda daga voru um 480 manns en í Eyr- arsveit eru nú 950 íbúar svo kirkju- sókn verður að teljast nokkuð góð. herma að svo hafi ekki alltaf verið þegar þeir mættust á mannfundum. Kveikt var í brennunni kl. 20.30 og logaði glatt og lengi í henni. Þeg- ar brennan tók að fjara út stóðu björgunarsveitirnar í bænum fyrir mikilli flugeldasýningu. Var notaður tölvustýrður búnaður til að gera sýninguna bæði hættuminni og til- komumeiri. Mikil brenna í Snæfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.