Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 20

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Rækjuveiðar bannaðar á svæði norðaustur af landinu Helsta veiðisvæðinu lokað vegna smárækju SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur gefið út reglugerð um bann við rækjuveiðum utan Sléttu- grunns, í Langaneskanti og á inn- anverðum Héraðsflóa frá og með 10. janúar nk. Um er að ræða mjög stórt svæði norðaustur af landinu sem hefur á síðustu árum verið eitt helsta veiðisvæði rækjuveiðiflotans. Þá er einnig lokað litlu svæði innst í Héraðsflóa. Gripið er til þessara aðgerða að tillögu Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar, að höfðu samráði við skipstjórnarmenn, vegna hækkandi hlutfalls smárækju í afla og vegna slæmrar stöðu rækustofnsins. Veiðibannið gildir um óákveðinn tíma. Guðmundur Karlsson, hjá Fiski- stofu, segir menn hafa áhyggjur af ástandi stofnsins og telja að við því þurfi að bregðast með einhverjum hætti. „Menn telja að á umræddu svæði sé mest og jafnast af smárækju og að öllum líkindum uppeldisstöðvar rækjunnar sem síðan skilar sér inn á landgrunnið "ir 16" 14" irv rv r'V 'V XV ' • '7 66*- . \\ C^-.Héraðsflói 65’- Reglugerðarlokun vegna smárækju utan Sléttugrunns, 64' í Langaneskanti og á innanverðum Héraðsflóa og vestur með landinu,“ segir Guð- mundur. Ekki hjá því komist að grípa til aðgerða „Þetta leggst illa í flesta en því er hreint ekki að neita að veiðin hefur verið mjög léleg á þessu svæði að undanförnu og því varla hjá því komist að grípa til ein- hverra aðgerða. Ástandið hefur líklega ekki verið verra í 20 ár,“ segir Þormóður Birgisson, skip- stjóri á rækjuskipinu Sigluvík SI. Hann segir skip hafa skoðað um- rætt svæði nú í upphafi árs og fengið þar mjög lítinn og lélegan afla. „Þessu er því jafnvel sjálf- hætt. Við höfum sótt mikið á svæðið, enda lítið verið að hafa vestan við það. Ég tel rækjuna ekki hafa smækkað neitt að ráði undanfarin ár, hún hefur verið jafnsmá og við bentum á það fyrir mörgum árum. Þessi lokun ætti því ekki að koma mönnum á óvart þó líklega geri það mörgum erfitt fyrir. Staðreyndin er engu að síð- ur sú að það er fátt sem bendir til þess að ástandið sé að lagast og þá gildir einu hvar skipin eru að draga, veiðin er allsstaðar léleg. En vonandi lagast veiðin þegar líða fer á febrúar eins og oft ger- ist,“ segir Þormóður. Allt að 30.000 krónum fyrir hvern dag á sjó MJÖG gott fiskirí og hærra verð á alþjóðlegum fiskmörkuðum en nokkru sinni fyrr hefur komið sér vel fyrir færeyska sjómenn. Hlutur þeirra hefur aldrei verið jafnmikill og á liðnu ári. í mörgum tilfellum hafa tekjur þeirra fjórfaldast síð- ustu fjögur til fimm árin og sé miðað við tekjumar fyrir tíu árum eru dæmi um 230% hækkun. Minnst hækkun á frystitognrum Samtök sjómanna í Færeyjum, Föroya Fiskimannafelag, hafa reiknað út meðaltekjur færeyskra sjómanna á dag. Þær hafa aldrei verið hærri og jafnframt segir for- maður Sjómannasamtakanna að af- koma sé í raun betri en þessar töl- ur sýni, því hinir miklu opinberu styrkir, sem sjávarútvegurinn hafi fengið fyrir nokkrum árum, heyri nú sögunni til. Það sé aðeins í ein- staka tilfellum, sem tekjurnar á ár- inu hafí ekki verið í hámarki, en það sé á stóru frystitogurunum, sem gerðu það enn betra fyrir nokkrum árum. Daglaun áhafnar á flakafrysti- togara á síðasta ári voru um 16.200 íslenzkar krónur, sem er 11% meira en árið áður er launin voru 14.580 krónur. Þessi upphæð telst þó ekki mikil í samanburði við tekj- urnar árið 1991, þegar mikil gó- sentíð ríkti hjá frystitogurunum. Þá voru dagleg laun 22.780. Lægst hafa launin á frystitogurunum ver- ið 13.080 krónur á dag árið 1995. 15.300 á dag á línubátunum Sjómenn á nótaskipum nutu langmestrar launahækkunar á síðasta ári. Daglegar tekjur þeirra á síðasta ári eru 29.680 fyrir hvern dag á veiðum. Þetta er mikil breyt- ing frá árinu 1989, þegar daglegar tekjur voru aðeins 9.110 krónur. Á síðustu tíu áram hafa tekjur sjó- manna á nótaskipum hækkað um 226%. Á árinu 1997 fengu þeir 19.380 krónur fyrir hvern dag á sjó og nemur hækkunin því um 53% milli ára. Tekjur sjómanna á línubátum, Mikil tekjuaukn- ing færeyskra sjómanna í fyrra sem fiska í ís, hafa einnig hækkað. I fyrra fengu þeir að meðaltali 15.290 krónur fyrir hvem dag um borð. Það er 41% meira en 1997, er daglegar tekjur voru um 10.850 krónur. Þegar efnahagskreppan var mest, 1993, vora daglegar tekj- ur á þessum bátum aðeins um 7.020 krónur, að meðtöldum opin- beram styrkjum. Árið 1989 voru meðaltekjur þessa hóps sjómanna á dag 10.150 og hafa því hækkað urn 85% á tíu árum. Áhafnir lítilla ísfisktogara hafa einnig notið góðs af góðærinu. Þær þénuðu um 16.350 krónur á mann fyrir hvem dag á sjó í fyrra, sem er 47% meira en þeir gerðu árið 1997 þegar meðaltalslaun á dag námu „ÞAÐ má kalla auglýsinguna eins dags áminningu um stöðu sjávarút- vegsmála í landinu,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, um auglýsingu ráðsins sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag. Hann segir auglýsing- unni vissulega beint gegn upplýs- ingaherferð Landssambands ís- lenskra útvegsmanna sl. vetur. „Okkur fannst auglýsingar LIÚ þess eðlis að nauðsynlegt væri að rétta þær aðeins af. Við viljum minna á að útgerðarmaður og skip ná ekki aflaheimildunum, heldur þarf til þess framsækna og duglega sjómenn." Að Sjómannadagsráði standa stéttarfélög allra sjómanna í 11.900. Á síðustu tíu áram hafa tekjur þessara sjómanna aukizt um 70%. Það hefur einnig gengið vel á stóru ísfisktoguranum. Þar hafa daglegar tekjur verið 12.460 krón- ur á síðasta ári, sem er 29% aukn- ing frá árinu áður, er daglegar tekjur vora 9.660 krónur. Á síðustu tíu áram hafa laun þessara sjó- manna hækkað um 37%. 53% hækkun á rækjutogurunum Áhafnir rækjutogara vora með 11.400 krónur fyrir hvem dag á sjó. Það er 53% aukning frá árinu áður er tekjur á dag voru 9.430 krónur. Á síðustu tíu áram hafa laun þeirra hækkað um 20%. Loks kemur fram í úttekt Föroyja Fiski- mannafelags, að sjómenn á bátum, sem veiða grálúðu í net, hafa þénað 11.840 krónur á dag hvem á veið- um. Það er 13% meira en árið áður, er daglaunin námu 10.480 krónum. Reykjavík og Hafnarfirði. Guð- mundur segir það eitt af markmið- um Sjómannadagsráðs að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanns- ins og hin mikilvægu störf sjó- mannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Hann segir hinsvegar ekki á döfinni auglýsingaherferð þess efnis. „Fólk er sífellt að fjar- lægjast mikilvægi þessarar útflutn- ingsgreinar. Okkur fannst einnig auglýsingar LIÚ þannig úr garði gerðar, að við sem samtök þyrftum stöðu okkar vegna að leiðrétta auglýsingakompás útgerðarinnar. Við höfum orðið áþreifanlega varir við að auglýsingin vakti mikla at- hygli og teljum að hér sé nóg að gert í bili,“ segir Guðmundur. Auglýsing Sjómannadagsráðs „Leiðrétting á aug- * * lýsingakompás LIU“ Leið fundin til að stöðva „eilífðar- vél“ krabbameins London. Reuters. BREZKIR vísindamenn greindu í fyrradag frá því að þeir hefðu komizt að því hvemig hægt væri að láta krabbameinsfrumur deyja af sjálfu sér. Gert er ráð fyrir að með uppgötvuninni opnist nýir meðferðarmöguleikar við krabba- meini. Að sögn vísindamannanna, sem birtu niðurstöður rannsókna sinna í nýjasta hefti Journal ofthe National Cancer Intstitute, tókst þeim að einangra hóp gena sem kunna að geta stöðvað framleiðslu ensímsins telomerasa, en þetta ensím kemur í veg fyrir að krabba- meinsfrumur deyi eins og aðrar frumur. Það mun svo til eingöngu finnast í krabbameinsfrumum en ekki í heilbrigðum frumum mannslíkamans. Stór áfangi „Þetta er stór áfangi þar sem við höfum með þessu sýnt fram á að með því að skrúfa fyrir telomerasa skrúfast fyrir hæfni krabbameins- frumna til að skipta sér og þær hætta að skipta sér í öllum tilvik- um,“ segir Robert Newbold, pró- fessor við Brunel-háskóla í Vestur- London, en hann er í forsvari fyrir rannsóknarhópnum. Helga Ögmundsdóttir, for- stöðumaður rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Islands, sagði i samtali við Morgunblaðið að krabbameinsrannsóknir hefðu á síðustu árum beinzt mjög sterklega að telomerasa-ensíminu. „Að búið sé að finna eitthvað sem vinnur á þessum mekanisma," segir Helga, „er mjög merkileg uppgötvun. Þetta er eiginlega eilífðai-vélin sem er að finna í krabbameinsfrumun- um, sem er verið að skemma þarna,“ segir hún. Brezku vísindamennirnir beindu sjónum sínum í rannsókninni eink- um að bijóstakrabba, en niðurstöð- urnar munu einnig eiga við um aðr- ar krabbameinstegundir. „Telomerasi er fyrir hendi í samasem öllum krabbameinsfram- um og finnst ekki í venjulegum vefjum. Hann er því einstakt mark- efni sem við getum einbeitt okkur að og ráðist gegn til að eyða krabbameini,“ segir Newbold. Uppgötvunin opnar fyrir mögu- leika á þróun nýrra leiða til gena- meðferðar gegn krabbameini. „All- mörg fyrirtæki, sérstaklega í Band- aríkjunum, hafa verið að reyna að finna lífefnafræðileg efni til að hemja þetta ensím,“ segir Newbold. „Það sem rannsókn okkar hefur gefið þeim er vissan um að takist þeim að finna efni sem hemur telomerasa með eins skilvirkum hætti og hið náttúrulega gen gerir þá ná þeir árangri.“ Stofnanir ESB deila um spillingarásakanir Santer segir fram- kvæmdastjdrnina ekki munu víkja Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDAST J ORN Evr- ópusambandsins, sem í sitja samtals 20 fulltrúar aðildarlandanna 15, mun þá aðeins víkja úr embætti ef yfir tveir af hverjum þremur þing- mönnum á Evrópuþinginu samþykkja brottrekstur hennar í atkvæðagreiðslu sem fram á að fara í næstu viku. Þetta sagði Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastj órnar- innar, á blaða- mannafundi í Brussel í gær. Santer sagði framkvæmdastjórnina hvergi munu víkja jafnvel þótt einfaldur meiri- hluti þingmannanna 626 samþykktu tillögu um að víkja henni frá, en at- kvæðagreiðsla á að fara fram fimmtudaginn í næstu viku um slíka tillögu, sem er til komin vegna ásak- ana um að meðlimir og starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hefðu sóað fé sambandsins. Til þess að hljóta lögformlegt samþykki þarf tillagan tvo þriðju hluta atkvæða á þinginu, en ekki er búizt við því að svo mikill stuðning- ur sé við hana. Viðurkennir misferli Santer viðurkenndi að einstaka aðilar innan framkvæmdastjórnar- innar hefðu gerzt sekir um mis- ferli, en hún væri staðráðin í að koma á reglu í eigin ranni. Fyrr í þessari viku staðfesti framkvæmda- stjórnin að hún hefði rekið embætt- ismann, sem hafði sent Evr- ópuþinginu skýrslu þar sem bent er á ýmiss konar fjármálamisferli og spillingu innan framkvæmdastjórn- arinnar. Kosið verðu á ný til Evrópuþings- ins í sumar, en venjulegu fimm ára skipunartímabili framkvæmda- stjórnarinnar lýkur um næstu áramót. ESB hótar sektum The Daily Telegraph. FRONSK stjórnvöld eiga á hættu að þurfa að borga háar sektir fari franskir skotveiðimenn ekki að hertum lögum Evrópusambandsins (ESB) um fuglavernd. í byrjun janúar hefst hinn hefðbundni veiðitími en þá vopnast 1,6 milljónir Frakka og skjóta smáfugla í gríð og erg. Vegna sameiginlegs átaks framkvæmdastjórnar ESB og franskra umhverfissinna getur nú farið svo að franska ríkið verði sektað fari skotveiðimenn ekki að 20 ára gömlum lögum ESB um fuglavernd. Lögin segja til um að skotveiðitímabilinu eigi að ljúka í lok janúar til að farfuglar geti flogið burt. En fram til þessa hefur tímabilið endað mánuði seinna í Frakklandi en annars staðar í Evrópu. Á síðasta ári samþykkti franska þingið, undir þrýstingi sport- veiðimanna og bænda, lög um að skotveiðitímanum lyki mánuði seinna í Frakklandi. Þingið hunsaði þar með lög ESB sem nú hefur fært málið fyrir Evrópudómstólinn. Fari svo sem búist er við að dómstóllinn dæmi framkvæmdastjórn ESB í hag þarf franski ríkissjóðurinn að borga fjársektir fyrir hvern dag sem skotið er í febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.