Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 23 ERLENT Játvarður Bretaprins og unnusta hans, Sophie Rhys-Jones, tilkynna trúlofun sína Reuters SOPHIE Rhys-Jones og Játvarður prins ganga á fund fréttamanna í garðinum við St. James-höll þar sem þau tilkynntu trúlofun sína. Hyggj a á látlaust brúðkaup í vor London. Reuters. TILKYNNT var um konunglegt breskt brúðkaup á sumri komanda er Játvarður prins, yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, og unnusta hans, Sophie Rhys-Jones, gerðu trúlofun sína opinbera í gær- morgun. Samband þeirra hefur staðið í fimm ár og sagðist prinsinn í gær hafa gert sér grein fyrir að væri hann „ekki reiðubúinn nú, yrði það of seint“. Játvarður og Sophie lögðu á það áherslu að brúðkaupið yrði látlaust en það verður haldið í kapellu heilags Georgs í Windsor- kastala. í útliti minnir Sophie Rhys-Jones óneitanlega á Díönu prinsessu, fyrr- verandi eiginkonu Karls, elsta bróð- ur Játvarðs. En þær þykja þó eiga fátt annað sameiginlegt, Sophie hef- ur til að bera sjálfsöryggi og reynslu og hún hyggst til dæmis ekki hætta að vinna utan heimilis eftir giftinguna en hún rekur eigið markaðsfyrii-tæki. Játvarður og Sophie eru komin á fertugsaldurinn, hún 33 ára, hann árinu eldri. Þau kynntust á góðgerðarsamkomu í tennisklúbbi árið 1993 og höfðu fjölmiðlar fljót- lega veður af samdrætti þeirra. Samband þeirra hefur verið hálf- opinbert í rúmlega fimm ár, þau hafa farið saman í ferðalög og Sophie hefur gist í Buckingham- höll. Hafa Bretar lengi beðið þess að Játvarður og Sophie staðfestu ráð sitt og voru margir landar þeirra orðnir vondaufir um það er fregnin barst í gær. Aðspurð neit- aði Sophie því að hún hefði þrýst á unnusta sinn að kvænast sér. „Þvert á það sem margir halda, höfum við ekki búið saman og ég hef aldrei sett honum úrslitaskil- yrði,“ sagði hún. Játvarður staðfesti þessi orð unn- ustu sinnar og sagði að sér hefði tekist að koma henni í opna skjöldu. „Hún hafði ekki hugmynd um hvað var yfirvofandi, einmitt eins og ég vildi,“ sagði prinsinn og Sophie kvaðst hafa orðið steinhissa. „Svo rann að endingu upp fyrir mér að ég ætti að svara spumingunni, svo ég sagði ,já“, ég sagði ,já takk“,“ sagði Sophie, sem skartaði trúlofun- arhring skreyttum demöntum. „Vill svo til að við elskum hvort annað“ Játvarður og Sophie hyggjast ganga í hjónaband í vor eða snemm- sumars. Ekki er von á mikilli skrautsýningu, Sophie lagði á það áherslu að þótt athyglin beindist óneitanlega að þeim, væri giftingin íyrst og fremst persónuleg athöfn og tilefni fyrir fjölskylduna til að koma saman. Er hjónaleysin tilkynntu um trú- lofun sína nefndu fréttamenn m.a. misheppnuð hjónabönd allra þriggja systkina Játvarðs; Karls, Onnu og Andrésar. „Þeir urðu nátt- úrulega að minnast á þetta?“ spurði Játvarður unnustu sína og bætti við: „Ég held að ef einhverjir ætla að gifta sig, geri þeir það í þeirri von að það sé hið eina rétta. Við er- um góðir vinir og það er nauðsyn- legt. Svo vill svo vel til að við elsk- um hvort annað mjög mikið. Við er- um hamingjusöm núna, megi það endast sem lengst.“ David Starkey, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, sagðist í samtali við Sky-sjónvarps- stöðina í gær vonast til þess að konungsfjölskyldan bæri gæfu til þess að gera ekki mikið úr væntan- legu brúðkaupi og að undirbúninjg- urinn „fari ekki úr böndunum. Eg held að við höfum vaxið upp úr þeirri skoðun að einveldið sé ein- hvers konar táknrænt hjónaband fyrir þjóðina. Höfum við ekki gert það er það löngu tímabært," sagði Starkey. Miðstéttarstúlkan og prinsinn ÞRÁTT fyrir gjörólíkan bakgrunn eiga Sophie Rhys-Jones og Játvarður prins sam- eiginlegan fjölbreyttan starfsferil og góðar gáfur auk þess sem þau þyKja vera með báða fætur á jörðinni. Þau hafa ekki anað að neinu og tóku ekki ákvörðun um gift- ingu fyrr en þau voru fullviss um að þau vildu eigast, líklega minnug þess hve illa hjónabönd systkina Játvarðar hafa enst. Sophie er miðstéttarstúika og áður en þau Játvarður kynntust var hún með öllu óþekkt á meðal breska aðalsins. Hún er ósköp venjuleg ung kona, vinnur úti og hafði átt í nokkrum ástarsamböndum áður en hún kynntist prinsinum. Getum hefur verið leitt að því að hann hafi einmitt hrif- ist af hinum ofurvenjulega bakgrunni Sophie er þau hittust á góðgerðarsamkomu fyrir rúmum fimm árum. Sophie er fædd í Oxford og alin upp í smábæ skammt frá London þar sem faðir hennar rekur hjólbarðasölu. Hún á einn eldri bróður. Sophie gekk í einkaskóla og lauk skólagöngunni er hún var 18 ára. Flutti hún til Lundúna þar sem hún bjó með nokkrum vinum sinum, starfaði sem ritari og við almannatengsl. Er Sophie var rúmlega tvítug hélt hún til Sviss þar sem hún skipulagði m.a. skemmti- kvöld fyrir skiðafólk en þaðan lá ieiðin til Ástralíu þar sem einn skíðakennaranna og þáverandi unnusti hennar bjó. Upp úr sam- bandinu slitnaði en Sophie bjó áfram í Ástralíu og vann á ferðaskrifstofu. Hún flutti aftur heim til Bretlands snemma á þessum áratug og hefur m.a. aflað fjár fyrir góðgerðarsamtök og unnið hjá almanna- tengslafyrirtæki. Fyrir fáeinum árum stofn- aði hún svo eigið almannatengslafyrirtæki. Hinn gjörólíki bakgrunnur hjónaleysanna varð mönnum ljós fyrir nokkrum árum er Elísabet drottning hafði boðið fjölskyldu Sophie í te í Sandringham-höll. „Því verður ekki neitað, himinn og haf aðskilja Rhys-Jo- nes fjölskylduna frá konungsfjölskyldunni," sagði Christopher, faðir verðandi brúðar, er tedrykkjunni lauk. Talið er að fyrstu ár sambandsins hafi Sophie ekki viljað giftast Játvarði, m.a. var haft eftir embættismanni í konungshöllinni að hún væri ekki reiðubúin að gangast und- ir þann stranga aga sem fylgdi því að ganga inn í konungsijölskylduna. Sophie hefur ennfremur haldið sig til hlés, hefur reynt að sinna starfi sínu þrátt fyrir athygli fjölrniðla og hefur aldrei tjáð sig opinber- lega um samband sitt við prinsinn. „Laglegastur og gáfaðastur“ Játvarður hefur verið sagður vera lag- legastur og best gefinn allra í konungsfjöl- skyldunni. Hann er jafnframt sá eini sem vinnur fyrir sér og hefúr alla tíð lagt áherslu á sjálfstæði sitt. Játvarður reitti til dæmis Fóður sinn og marga Breta til reiði er hann hætti í sjóhernum eftir aðeins fjög- urra mánaða vist og neitaði að halda áfram. Hlaut hann m.a. uppnefnið „bleyða" í bresku götublöðunum en hann sagðist ein- faldlega ekki telja sig nógu áhugasaman til að Ieggja hermennsku fyrir sig. Annað viðurnefni, sem reynst hefúr lífseigara er „trúðaprinsinn" en Játvarður er þekktur fyrir áhuga sinn á leikhúsi og þykir auk þess uppátektasamur. Hann hef- ur m.a. starfað fyrir Andrew Lloyd Webber að uppsetningu söngleikja en stofnaði síðar eigið leikfélag ásamt nokkrum vinum. Það varð gjaldþrota og þá lá leiðin til Ardent- sjónvarpsstöðvarinnar og þaðan til Banda- ríkjanna, þar sem hann hefur m.a. framleitt sjónvarpsþætti. Fyrir nokkrum árum sagðist Játvarður í blaðaviðtali kunna því vel að starfa í Bandaríkjunum, þar sem engu máli skipti þótt hann væri konungborinn. í Bretlandi væri annað uppi á teningnum, þeir sem væru af konungsættum væru sjálfkrafa álitnir bjánar. Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. Lögreglan í Danmörku segir mál barnaníðingsins mun umfangsmeira en talið var í fyrstu Urskurðað að birta beri nafn mannsins BORGARDOMUR í Kaupmannahöfn úrskurðaði í gær að birta ætti nafn danska barnaníðingsins, sem misnot- að hefur drengi er hann kenndi bar- dagaíþróttir. Verjandi mannsins áírýjaði úrskurðinum til Eystri lands- réttar, sem fellir úrskurð í dag. Lög- reglan hafði farið fram á nafnbirt- ingu, því málið er að hennar mati mun umfangsmeh'a en virtist í fyrstu. Með nafnbirtingu gætu foreldrar gert sér grein fyrir hvort synir þeirra hefðu orðið fyrir barðinu á manninum, sem hefur kennt bar- dagaíþróttir víðsvegar í Kaupmanna- höfn og einnig unnið á leikskólum. Maðurinn fékk að vita í ársbyrjun 1997 að hann væri alnæmissmitaður, en ekki liggur Ijóst fyrir hvort hann hefur níðst á börnum eftir að hann fékk að vita þetta. Einn drengjanna, sem maðurinn hefur misnotað fékk að vita fyrir jól að hann væri smitað- ur af alnæmi, en þrjú ár eru liðin frá því að misnotkunin átti sér stað. I gær fór lögreglan hins vegar fram á að nafn mannsins yrði birt, því málið væri mun umfangsmeira en virst hefði í fyrstu. Kurt Jensen, yfirmaður glæpadeildar lögreglunn- ar, segir að þar sem maðurinn hafi hugsanlega lagt lag sitt við drengi undanfarin 5-6 ár og hugsanlega smitað einhverja af alnæmisveirunni sé nauðsynlegt að gera allt til að ná til drengjanna, sem nú gætu verið á þeim aldri að þeir færu að stunda kynlíf. Ekkert bendir til að maður- inn hafi misnotað börn á leikskólum sem hann hefur unnið á. Enn í gæsluvarðhaldi Upp komst um athæfi mannsins eftir að lögreglunni hafði verið bent á afbrigðilegan áhuga mannsins á að vera einn með drengjum, sem hann kenndi bardagaíþróttir. Kennslan fór fram í íþróttasal úti á Kristjánshöfn og naut stuðnings bæjarfélagsins. Maðurinn var þá sóttur í kennara- skólann, þar sem hann var við nám og færður til yfirheyi-slu. Við yfirheyrsl- ur 17. desember viðurkenndi hann að hafa misnotað drengi kynferðislega. Maðurinn hefur verið í gæsluvarð- haldi og nafni hans verið haldið leyndu samkvæmt dómsúrskurði eins og venja er í svona málum. Maðurinn, sem um ræðir er 38 ára að aldri. Hann hefur starfað á leik- skólum, auk þess sem hann hefur um árabil unnið við að kenna ungum drengjum austurlenskar bardagaí- þróttir af ýmsu tagi. Við yfirheyrslm- játaði maðurinn að vera alnæmis- smitaður. Hann er einnig eiturlyfja- neytandi og sprautufíkill. Ekki er ljóst hvort hann hefur smitast af óhreinum sprautum, eins og algengt er um alnæmissmitaða eiturlyfja- neytendur eða eftir öðrum leiðum. Lögreglan hefur gefið upp að ver- ið sé að athuga samband mannsins við sjö drengi á aldrinum níu tU tólf ára. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa gróflega níðst á tveimur drengj- um. Annar þeirra er alnæmissmitaði drengurinn, sem nú er fimmtán ára. Maðurinn misnotaði drenginn frá því hann var níu ára og þar til hann varð fimmtán ára, því maðurinn hefur að sögn lögreglu aðeins áhuga á drengj- um á þeim aidri. Drengurinn segir að engir aðrir en maðurinn hafi mis- notað sig, svo grunur beinist að því að hann sé smitberinn. Nokkrir aðrir drengir, sem mað- urinn er grunaður um að hafa mis- notað, eru lausii- við smit en aðrir bíða enn niðurstöðu alnæmisprófs. Ef í ljós kemur að maðurinn hafi misnotað drengi eftir að hann vissi af því að hann væri smitaður af alnæmi er maðurinn einnig brotlegur við lög um að refsivert sé að smita einhvern vísvitandi af lífshættulegum sjúk- dómi á borð við alnæmi. Ef kynferð- isleg misbeiting barna sannast á manninn á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Danir slegnir óhug Málið hefur eðlilega vakið mikinn óhug í Danmörku. Karlmenn eru í miklum minnihluta í starfsliði leik- skóla og vera þeirra þar þykir mjög mikilvæg til að gefa börnum færi á að sjá annað en einungis konur í kringum sig. Mál af þessu tagi er mjög óþægilegt fyrir karlmenn, sem annast börn, þar sem það getur ýtt undir tortryggni í þeirra garð. Námskeið í austurlenskum bar- dagaíþróttum, sem mest eru sótt af strákum, hafa þótt heppileg afþrey- ing fyrir unga drengi og verið mjög vinsæl. Danskir sérfræðingar telja að í skólastarfinu sé ekki tekið tillit til mikillar hreyfiþarfar drengja og þarfar þeirra tÚ að beita sér líkam- lega og slást og tuskast eins og strákum virðist lagið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.