Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Átökin um Bandaríkjaforseta Oljúf skylda repúblikana o g deilumál aldarinnar Réttarhöld í máli Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefjast í öldunga- deild Bandaríkjaþings í dag. Jón Olafsson veltir málinu og að- draganda þess fyrir sér. ÞAÐ er stundum sagt að stjórnmál séu „list hins mögulega“. Hver svo sem hugsunin var á bak við þetta í upphafi þá er víst að notkun- in er margvísleg: Hvað merkir „list hins mögulega"? Er það sú list að koma eins miklu fram af markmið- um sínum og mögulegt er? Eða er hugsunin frekar sú að stjórnmál séu listin að velja bestu leiðina af mörg- um sem mögulegar eru þegar vandi er að spá um endanlegar afleiðingar þess sem maður kýs að gera? Er list hins mögulega kannski sú list að sjá hvað er mögulegt í flókinni tafl- stöðu? Sjaldan hafa stjórnmál komið mönnum eins mikið og stöðugt á óvart og í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hin ómerkilegu hneykslismál sem leiddu af sér stjórnmálaátök ársins hafa vakið dýpstu ágreinings- efni þjóðarinnar upp á nýjan leik. Nú er engu líkara en að síðasta ár aldarinnar muni öldungadeild þings- ins taka sér fyrir hendur að rétta yf- ir forseta sínum til að dæma hann sekan eða saklausan af verkum sem sumir telja í mesta lagi vandræðaleg aðrir svo alvarlega glæpi að það kunni að stefna framtíð ríkisins, ef ekki mannkyns alls, í stórkostlegan voða verði þyngstu refsingu ekki beitt. Hafí repúblikanar stundað list hins mögulega í Clintonmálunum þá er það sú list að komast eins langt og mögulegt er. Jafnvel þó að van- traust þingsins væri fyrirséð í rúma viku var atburðinum tekið eins og sögulegri skelfíngu þegar að honum kom og líkt við stríðsbyrjun, stór- kostlegar náttúruhamfarir eða jafn- vel forsetamorð. Demókratar sögðu samþykkt fulltrúadeildarinnar auð- mýkingu og áttu væntanlega við að þjóðin hefði verið auðmýkt. Repúblikanar sögðu daginn dapur- legan en vörpuðu sökinni á forset- ann sjálfan. Pað sem þeir hefðu gert með því að samþykkja vantraustsyf- irlýsingu og senda formlega ákæru til öldungadeildarinnar sögðu þeir aðeins skyldu sína. Til þess að vemda og virða lög og reglu, stjórn- arskrá og þjóðskipulag hefði þeim verið nauðugur sá kostur að lýsa vantrausti á forsetann og krefjast þess að hann yrði leystur frá emb- ætti. Þannig gripu fulltrúadeildar- þingmenn til róttækustu __________ aðgerða sem stjórnar- skráin leyfír þeim af skyldurækni jafnvel þó að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar væru á móti .......... því samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir rökstuddu aðgerðir sínar með því að þótt vinsældir réðu úrslitum í kosningum þá væri skylda kjörinna fulltrúa ekki við almenningsálit heldur við lög og stjórnarskrá. Þar sem dómgreind þeirra sjálfra, niður- stöður sérfræðinga og óvilhallra dómara segðu að forsetinn hefði brotið eiðstaf sinn og þar með gerst brotlegur við lög, væri það alveg ljóst að hversu óljúf sem skyldan væri þeim og kynni að baka þeim óvinsældir væri hún ekki minni skylda fyrir það. Rödd þjóðarinnar En dómgreind demókrata leiddi þá í aðra átt, sérfræðingar þeirra komust að öðrum niðurstöðum og Gripið til rót- tækustu að- gerða hinir óvilhöllu dómarar voru í þehra augum ekk- ert annað en málaliðar sem árum saman hefðu eytt stórfé í að rannsaka öll mál forsetans til þess eins að koma honum á kné. Auk þess héldu þeir því fram að þótt almenn- ingsálit ætti ekki að standa ofar lögum þá væri mat almennings mikilvægt í þessu tilfelli. Þar sem kjami málsins væri spurningin um hvort forsetinn hefði framið raunvemlega glæpi og hvort öryggi ríkisins stafaði hætta af því að hann sæti áfram í embætti þá ættu repúblikanar að hlusta á „rödd þjóðarinnar“ sem talaði máli heilbrigðrar skynsemi og segði að verk forsetans væm ein- faldlega ekki þess eðlis að rétt væri að hrekja hann úr embætti vegna þeirra. En rödd þjóðarinnar er merkilegt fyrirbæri og það virðist einmitt vera hún sem repúblikanar hafa reynt árangurs- laust að beisla á undanfórnum mán- uðum. Þessvegna hafa deilumar skipt mönnum í tvær andstæðar fylkingar á sama hátt og átök um miklu mikilvægari og að því er virð- ist alvarlegri mál. Nú stendur hluti þjóðarinnar gegn hinum hlutanum rétt eins og þjóðin hefur áður skipst í fylkingar í afstöðu til þegnréttinda svartra Bandaríkjamanna, McCart- hyismans, baráttu róttæks frjáls- lyndis og íhaldssemi á sjöunda ára- tugnum, deilna einangranarsinna og alþjóðasinna alla þessa öld, verka- lýðsbaráttunnar í byrjun aldarinnar, efnahagsaðgerða Roosevelts í kreppunni miklu, Sacco og Vanzetti málsins, fóstureyðinga og dauða- refsinga - allra hinna sögulegu ágreiningsefna sem sett hafa svip á öldina. Svona hefur þetta mál, sem er merkilegt fyrir það eitt hve lítil- fjörlegt það er, vakið upp kunnug- lega drauga og búið til aðstæður sem svipta þunnum hjúpi umburðar- lyndis af hinum andstæðu fylkingum þjóðlífsins. A endanum er spurn- ingin um sekt forsetans eða sakleysi heimspekileg ““" spuming. Framdi hann meinsæri eða ekki? Ja, það veltur á því hvernig orðið er skilið. Er það meinsæri að reyna að snúa sig út úr erfiðum málum með því að heimta nákvæmar lagaskilgreiningar á hug- tökunum sem notuð era frekar en tala bara mælt mál? Eða er mein- særi öllu heldur beinni lygar - til- raun til þess að fá andstæðinginn til að mynda sér ranga skoðun á því sem gerðist fremur en að halda fram sérkennilegri túlkun á eðli atburð- anna sem gerðust? Hindraði forset- inn framgang réttvísinnar? Ja, það fer eftir því hvernig inntak samtala hans við samstarfsfólk sitt og fleiri um það sem gerst hafði er túlkað. Ætlaði hann að reyna að koma í veg fyrir að réttvísin kæmist að hinu sanna? Ja, vafalaust hefði honum Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti er iðinn golfleikari og hefur ekki látið vandræði undanfarinna vikna aftra sér frá því að fara hring. þótt það betra, en er það nóg til að gera ráð fyrir ætlun? Spumingin um hvort glæpur hafí verið framinn snýst ekki um glæpsamlegan verkn- að sem svo hafí verið reynt að hylma yfir heldur eingöngu um yfirhylm- inguna sjálfa. Úr því að spurningin er heim- spekileg er ekki við öðru að búast heldur en að þjóðfélagið skiptist í tvær andstæðar fylkingar: Þannig era heimspekilegar spumingar. Engan granar að hægt sé (eða hjálp- legt) að leysa þær í eitt skipti fyrir öll. Heimspekilegar spurningar era ræddar vegna þess að oft þurfa menn að taka ákvarðanir án þess að hafa fulla éða endanlega vitneskju um gildi eða afleiðingar athafnar sinnar. En tæplega hefur heimspeki- leg spurning fyrr sett bandarískt þjóðfélag á annan endann. Heim- spekilegar spurningar hafa aldrei verið kjarninn í deilumálum af þessu tagi síðan kannski á miðöldum. Bæði á tímum rannsóknarréttarins og hinna miklu einræðis- ------------ hema 20. aldarinnar vora það ekki heimspekilegar spurningar sem skára úr um sekt fólks eða sak- ___________ leysi. Akæravaldið reyndi “ í öllum tilfellum að sýna fram á að hinir seku væra ógnun við velferð samborgara sinna, hefðu framið hryðjuverk eða aðra glæpi eða gert tilraunir til þess. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi ætla ekki að hrekja Clinton úr embætti vegna þess að hann sé vondur maður, hvað þá vondur forseti. Þeir vilja gera það „prinsippsins“ vegna. Clinton er ekki sjálfur ógnunin heldur prinsippleys- ið sem það sýndi að leyfa honum að sitja áfram í embætti. Þeir halda að þá fari Bandaríkin til andskotans og lestir og siðleysi verði allsráðandi í stjórnarstofnunum ríkisins. Lög og reglur glati gildi sínu og stjórnar- skráin liggi fyrir hunda og manna fótum. Svipaðar áhyggjur höfðu menn Viðhorf sem svipa til anda miðalda stundum á miðöldum þegar nýjungagjarnir heimspekingar settu fram hugmyndir um skipan hlutanna sem þóttu djarfar eða bara um það hvernig ætti að skilja Aristóteles. Þá héldu menn líka að margt sem nú virðist ýmist augljós sannindi eða léttvægar skoðanir mundi hafa gífurleg og ógnvænleg áhrif á heimsmynd fólks og siðferði, að þjóðfélögin mundu flosna upp, valdakerfin hrynja og öllu verða steypt í voða. A hinn bóginn má auð- vitað segja sem svo að það sé einmitt það sem gerst hafi og að íhalds- menn hafí alltaf rétt fyrir sér. Hinn strang- ari skilningur á réttvísi valdhafanna, réttileika biskupa og kardínála og sannleika kirkjunn- ar vék smám saman fyrir uppgötvunum í vísindum og nýjum hugmyndum um mann- legt eðli og samfélag og síðast en ekki síst fyrir nýjum spurningum. Var það sem gerðist upplausn siðferðisins? Frá okkar sjónarmiði tæpast. En frá sjónar- miði hinna sem stóðu fortíðarmegin við breytingamar gat end- urreisnin og framhald hennar ekki skilist öðravísi en sem hnignun. „Síðasta vörn“ gildanna Atburðir síðasta árs sýndu svo ekki verður um villst að bandarískt samfélag hefur breyst á síðustu tveimur til þremur áratugum. Til- raun repúblikana til að vekja andúð á forsetanum, beisla rödd þjóðaiinnar í eilífri fordæmingu á honum og fram- ferði hans heppnaðist ekki. Þó að fjölmiðlar hafí birt upplýsingar um forsetann sem samkvæmt algengri hugmynd um siðferðisviðmið hvítra Bandaiikjamanna hefðu átt að duga til að gera út af við hann yppta menn bara öxlum. Að vísu ekki allir, um þriðjungur þjóðarinnar virðist þrátt fyrir allt styðja repúblikana í þessum málum. En hlutfall og áhrif þeirra sem halda uppi merki hinnar vel- þekktu siðavendni Bandaríkjamanna era í rénun og repúblikönum hefur ekki tekist að kalla yfir forsetann „reiði siðprúðs og guðhrædds fólks“ sem líður ekki háttalag af því tagi sem hann hefur gert sig beran að og er nú sakaður um að hafa reynt að breiða yfir. Og þegar ekki gengur að höfða til fjöld- ans, þá er það á endanum hin óljúfa skylda sem repúblikanar og hinn aldurshnigni siðameistari þeirra, Henry Hyde, bregða fyrir sig. Nú er baráttan farin að snúast um síðustu vörn þeirra gilda sem eitt af öðra hafa fallið fyi-ir réttindabaráttu og þjóðfélagsstríði aldarinnar. Það er ekki laust við að það sé tómahljóð í skyldunni. Það er alltaf dálítið tómahljóð í þeirri skyldu sem menn telja neyða sig til að vinna óljúf verk. Repúblikanar minna óneitan- lega dálítið á réttvísina úr Reykjavík í kvæðinu um Mosfellsprestinn. En ekki eru öll kurl komin til grafar enn- þá og því er of snemmt að spá um hvort repúblikanar verða „hljóðir, hógværir menn“ eftir síðustu viðui'- eignina sem framundan er í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Stóð Bin Laden á bak við gíslatöku? BRESKUM rannsóknarlög- reglumönnum var vísað frá Jemen á þriðjudagskvöld, en þeir höfðu verið sendir til landsins til að rannsaka rán á sextán vestrænum ferðamönn- um þar í vikunni sem leið, er lyktaði með því að fjórir gísl- anna létu lífíð í áhlaupi jem- enska hersins. Var lögreglu- mönnunum meinað að sinna störfum sínum í Jemen. Breska dagblaðið The Daily Telegraph greindi frá því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) granaði hryðjuverka- manninn Osama bin Laden um að standa á bak við þjálfun mannræningjanna og teldi að gíslatakan hefði verið hefnd vegna árása Bandaríkjamanna og Breta á Irak í síðasta mán- uði. Hafí FBI þegar tekist að sýna fram á að Bin Laden að- stoðaði mannræningjana fjár- hagslega. Inflúensa breiðist út SLÆM inflúensa, sem geisað hefur í norður- og miðhluta Bretlands, er nú að breiðast út í suðurhluta landsins. Þrátt fyrir aukna fjái’veitingu til heilsugæslunnar vegna flens- unnar eiga sjúkrahús erfitt með að mæta vandanum vegna skorts á hjúkranarfólki og sjúkrarúmum. Flensan hefur lagst á um 100 manns af hverj- um 100 þúsund, og telst ekki vera faraldur, þótt heilbrigðis- yfirvöld fullyrði að sjúkrahús hafí aldrei verið undir öðra eins álagi. Jospin vísar gagnrýni Chiracs á bug LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, vísaði í gær á bug gagnrýni Jacques Chiracs Frakklandsforseta á stefnu stjómarinnar. Sagði Jospin í viðtali við dagblaðið Le Monde að stuðningur kjós- enda við stjórnina hefði meira vægi en snuprur forsetans, sem hefur meðal annars kraf- ist skattalækkana og hertrar baráttu gegn glæpum. Þykja þessi ummæli benda til vax- andi togstreitu milli sósíalist- ans Jospins og hægi-imannsins Chiracs, en samstarf þeirra hefur hingað til þótt gott. Rannsókn á ofbeldi MAHATHIR Mohamad, for- sætisráðherra Malasíu, sagði í gær að ríkisstjórnin myndi taka til athugunar kröfur um að sett yrði á fót óháð nefnd til að rannsaka misþyrmingar lögi-eglu á Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherx-a landsins, eftir að hann var tek- inn höndum í september í fyrra. Anwar, auk leiðtoga stjórnarandstöðunnar og mannréttindasamtaka, hefur harðlega gagnrýnt seinagang við rannsókn á áverkum hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.