Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 25
Þrír ráðherrar breska Verkamanna-
flokksins segja af sér á tveimur vikum
Efasemdir um
að átökum sé
að fullu lokið
MEÐ afsögn Charlies
Whelans, talsmanns Gor-
dons Browns fjármálaráð-
herra, í fyrradag er deilum
innan ríldsstjómar Tonys
Blair að mati flestra sér-
fræðinga lokið í bili. Hafði
Whelan verið sakaður um
að hafa leikið upplýsingum
til fjölmiðla er leiddu til af-
sagnar Peters Mandelsons
viðskiptaráðherra og Geof-
freys Robinsons, aðstoðar-
ráðherra í fjármálaráðu-
neytinu.
Afsögn Whelans var tal-
in óumflýjanleg en skiptar
skoðanir eru hins vegar um
það hvaða áhrif hón mun
hafa á togstreituna milli
Gordons Browns fjármála-
ráðherra og Tonys Blairs
forsætisráðherra. Hefur sú
kenning verið sett fram í
breskum fjölmiðlum að hér
hafí einungis lokið einum
kafla í sögu sem hófst 1994
þegar Brown og Blair tók-
ust á um leiðtogastólinn
í Verkamannaflokknum.
Frekari muni án efa fylgja
í kjölfarið.
Brown hefur neitað öll-
um beiðnum um að tjá sig
opinberlega um afsögn
Whelans. Samkvæmt frá-
sögn The Daily Telegraph í gær tel-
ur hann sig geta dregið úr deilunum
í kring um Whelan með þvl að þegja
um málið sjálfur. Sagt er að forsæt-
isráðuneytið reyni líka að kveða
málið niður með því að segja sem
minnst.
Erfið sambúð Mandeisons
og Whelans
Whelan er talinn eiga mikinn þátt
í því að Gordon Brown nýtur meiri
vinsælda á Bretlandi en nokkur
breskur fjármálaráðherra undan-
farna áratugi. Fréttaskýrendur
segja hins vegar að Whelan hafi
verið misvandur að meðulum í við-
leitni sinni til að auka veg Browns
og voru störf hans í þágu fjármála-
ráðheirans oft á kostnað annarra
ráðherra, ekki síst Mandelsons.
Mun Whelan ítrekað hafa lekið
upplýsingum í fjölmiðla sem ekki
komu Mandelson sérlega vel og var
samband mannanna með þeim
hætti að Boris Johnson, fréttaskýr-
andi The Daily Telegraph, segir að
kvöldið sem Mandelson sagði af sér
ráðherradómi hafi hann tjáð Tony
Blair sína hinstu ósk: „Sendu Whel-
an út í hafsauga." Mandelson og
Whelan hafi því tekist að „skera
hvor annan á háls“, eins og Johnson
kemst að orði.
Gagnkvæm andúð mannanna er
sögð eiga rætur að rekja til þess
tíma er Mandelson, er þá var náinn
vinur Gordons Browns, tjáði Brown
að hann [Mandelson] hygðist styðja
Blair í leiðtogaembætti Verka-
mannaflokksins en ekki Brown. Það
er alkunna að Brown átti erfitt með
að fyrirgefa þessi svik en Whelan er
hins vegar sagður hafa orðið æfur
og æ síðan gert allt sitt til að bregða
fæti fyrir Mandelson.
I hnotskum em afsagnir Whel-
ans, Mandelsons og Robinsons
sagðar liður í stærra
valdatafli þeirra Browns
og Blairs um áhrif og völd
innan Verkamannaflokks-
ins. The Daily Telegraph
segir Blair hafa krafist
þess að Whelan viki og það
er túlkað sem nokkur ósig-
ur fyrir Brown að hann
skuli ekki hafa getað stað-
ið gegn ósk forsætisráð-
herrans.
Eftirmaður Robinsons
í fjármálaráðuneytinu,
Dawn Primarolo, er að vísu
sögð Brown handgengin en
það telja fréttaskýrendur
The Times ekki nægja til
að vega upp á móti brott-
hvarfi Whelans.
Eru ummæli Johns
Prescotts varaforsætisráð-
hema í síðustu viku sögð til
marks um þá valdabaráttu
sem nú er háð en Prescott
lét hafa eftir sér að hann
og Brown myndu í samein-
ingu reyna að hefja „hefð-
bundin“ gildi Verkamanna-
flokksins aftur til vegs og
virðingar. Þar sem Peter
Mandelson er jafnan talinn
einn aðalhönnuða „nýja“
Verkamannaflokksins, auk
Tonys Blairs, þykir Ijóst að
Blair tapaði bandamanni í
baráttunni gegn Brown og Prescott
þegar Mandelson hrökklaðist úr
ríkisstjórninni.
I þessu ljósi hefði staða Browns
þess vegna virst afar sterk ef hann
hefði getað haldið Whelan. Heimild-
armenn á skrifstofu forsætisráð-
herrans segja hins vegar að ráðgjaf-
ar Blairs hafi fullyrt að ekki kæmi
til greina að láta „lítið skítseiði“ eins
og Whelan setja forsætisráðherr-
ann í klemmu.
Stormur í vatnsglasi?
Þrátt fyrir að atburðir síðustu
tveggja vikna endurspegli tog-
streitu milli helstu frammámanna í
Verkamannaflokknum, og ekki síð-
ur stuðningsmannahópa þeirra sem
berjast hatrammri baráttu íyrir
vegsemd skjólstæðinga sinna, segir
The Times að meðlimir bresku
stjórnarinnar hafi andað léttar er
þeir fréttu um afsögn Whelans,
enda kenna þeir honum um að hafa
aukið mjög spennu í samskiptum
Blairs og Browns. Ekki er heldur
víst hversu mikið er hægt að gera
úr ummælum Prescotts um aukna
samvinnu þeirra er standa til vinstri
við Blair í flokknum.
Segir leiðarahöfundur blaðsins að
nú þegar undirmennirnir, sem höt-
uðust svo innilega, séu á brott gefist
Blair og Brown þrátt fyrir allt ein-
stætt tækifæri til að leysa persónu-
legar deilur sínar án óheppilegra af-
skipta utanaðkomandi aðila.
Mestu máli skiptir, segir The
Times, að óvissu verði ekki leyft að
taka völdin, Blair verði að eyða
næstu dögum og vikum í að sýna al-
menningi og breskum þingheimi að
nýleg vandræði Verkamannaflokks-
ins, sem að vísu hafa skaðað ímynd
hans verulega, muni ekki koma í
veg fyrir að Bretlandi verði stýrt af
styrk og festu.
ERLENT
Gordon
Brown
Peter
Mandelson
UTSALA - UTSALA
hefst í dag
Otrúlega lágt verð
60-70%
afsláttur
Dæmi um verð áður nú
Vatteruð úlpa kr. 5.000 kr. 2.000
Plastjakki kr. 4.600 kr. 1.900
Vatterað vesti kr. 2.600 kr. 1.000
Flísjakki kr. 4.700 kr. 1.900
Rúllukraga peysa kr. 3.900 kr. 1.600
Sliuky bolur kr. 2.800 kr. 1.100
Velúrbolur kr. 1.800 kr. 700
Velúrskyrta kr. 3.000 kr. 1.200
Sett, jakki og pils kr. 7.700 kr. 2.300
Sett, bolur og pils kr. 6.600 kr. 2.000
Kjóll kr. 4.500 kr. 1.800
Sítt pils kr. 3.600 kr. 1.500
Litaðar gallabuxur kr. 4.500 kr. 1.800
Dömubuxur kr. 4.600 kr. 1.900
Opid frá kl. 9 til 18
fri
Síðumúla 13, sími 568 2870
Sendum í póstkröfu
g^ðöCfú
Ferðaalmanak Plúsferða til Kanari
04. jan. 22. feb.
11. jan. 01. mars
18. jan. 08. mars
25. jan. 15. mars
Ol.feb. 22. mars
08. feb. 29. mars
15.feb. 05. apríl
fijrir /ire meine
ii.jðíl
43.475 kr.
á mann miðaö við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára
Umboðsmenn Sauðárkrókur
Plúsferða: Skagfiröingabraut 21 Sími: 453 6262 Gríndavflc
Akranes
Pésinn, Stillholti 18 Rakkarinn, Víkurtraut 27
Sími: 4314222/4312261 Sími: 426 8060
Akureyrí: Setfoss:
Ráöhústorg 3 Suðurgarðurhf,Austuivegi22
Sími: 462 5000 Sími: 4821666
Keflavík Vestmannaeyjar
Hafnargötu 15 Eyjabúð,Strandvegi60
Sími: 421 1353 Sím'i:4811450
Innifalið er flug, gisting í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis
og flugvallaskattar.
I FERÐIR ■
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík
Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum
VIÐ BJOÐUM
HE LDSOlUVHIfl 0
NICDRETTE
Nikótínlyfjimi 5-9 janúar
HOLTS APÓTEK
Álfheimum 74 - Glæsibæ
S. 553-5212