Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 26

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarmenn fagna ákvörðun um byggingu tónlistarhúss Hlíf Halldór Kjartan Sigurjónsddttir Haraldsson Olafsson Björn Th. Stefán P. Jónas Amason Eggertsson Ingimundarson TÓNLISTARMENN eru almennt ánægðir með að ríkið og Reykjavík- urborg hafa loks gert með sér sam- komulag um byggingu tónlistarhúss í miðborginni, ef marka má samtöl sem Morgunblaðið átti við nokkra fulltrúa þeirra í gær. Þó að menn séu ekki allir jafnhrifnir af því að vera í nábýli við ráðstefnumiðstöð og hótel, fagna sumir þeirri áherslu- breytingu sem þeir teija að felist í því að nú sé talað um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð en ekki ráð- stefnu- og tónlistarhús, eins og það hefur áður verið orðað. „Það er alveg ótrúlegur áfangi að þessi ákvörðun skuli nú vera tekin,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Það var svo gaman að koma í vinnuna í morgun, það voru allir svo brosandi og hýrir, léttir og kátir, fólk trúir varla sínum eigin eyrum - nú veðjum við bara um hvað þetta eigi eftir að taka langan tíma. Helst myndum við vilja sjá þetta eftir svona tvö ár. Við tökum undir með borgarstjóra, sem sagði að þegar menn væru farnir af stað með framkvæmdir þá yrðu þær að ganga fljótt.“ Hljómsveitin hafi alltaf forgang Hvað varðar fyrirhugað sambýli Sinfóníuhijómsveitarinnar og ráð- stefnumiðstöðvar kveðst Hlíf vona það besta. „Ef það er alveg ljóst að hijómsveitin hafi alltaf forgang, þá ætti þetta sambýli að geta gengið," segir hún. I sama streng tekur Halldór Haraldsson, skólastjóri Tóniistarskólans í Reykjavík. „Það er klárt mál að ef salur er hannaður sérstaklega fyrir tónlist þá er hægt að halda þar ráðstefnu líka. En sé hann hannaður sem ráðstefnusalur er ekki víst að það sé hægt að nota hann sem tónlistarsal. Nú eru menn alveg yfír sig hissa á því hversu góður hljómburðurinn er í Salnum í Kópavogi, en það er auðvitað vegna þess að þar hafa sérfræðingar unnið saman, arkitekt og hljóðverkfræð- ingur, með þennan tilgang í huga,“ segir Halldór, sem álítur ákvörðun ríkis og borgar um byggingu tón- listarhúss mikla gleðifregn. „Ég fagna því að hálfrar aldar barátta skiii nú loks þessari ánægjulegu niðurstöðu og ég er sannfærður um að þetta tónlistar- hús á eftir að vera mikil lyftistöng fyrir tónlist og tónlistariðkun í land- inu,“ segir Kjartan Ólafsson, for- maður Tónskáidafélags Islands, sem gleðst sérstaklega yfír því að Sinfóníuhljómsveit Islands sé nú loksins búinn viðunandi samastað- ur. „Sinfóníuhljómsveitin er marg- búin að sýna það og sanna að hún er mjög fín og frambærileg hljómsveit en hún hefur búið við vondar að- stæður í áratugi," segir hann. Stórkostlegur áfangi Bjöm Th. Ámason, formaður Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna, er sömuleiðis ánægður og segir við- brögð sinna félagsmanna mjög já- kvæð. „Þegar við lítum um öxl og íffjum upp þá baráttu sem tónlistar- menn hafa lagt að baki, þá er þetta vægt til orða tekið alveg stórkostleg- ur áfangi. Og eftir að hafa hlustað á menntamálaráðheira og borgar- stjóra lýsa þeim áformum sem uppi em um það hvemig á að búa að saln- um og starfsumhverfi tónlistar- manna, þá er ég alveg sannfærðm- um að þetta verður íyrsta flokks. Svo eiga menn auðvitað eftir að setjast niður og skoða hvernig húsið á að líta út,“ segir hann og bætir við að hann telji að tónlistarhús, ráðstefnumið- stöð og hótel geti örugglega farið vel saman en vissulega sé það flókið mál og að mörgu að hyggja í því sam- bandi. Björn kveðst vilja nota tæki- færið og þakka, fyrir hönd tónlistai’- manna, þeim fjöhnörgu einstakling- um og fyrirtækjum sem hafa lagt fram fé málefninu til framdráttar. Hvað varðar þá fjármuni sem þegar hafa farið í undirbúningsvinnu, telur hann að þeir hafi ekki farið í súginn. Fyrir þá hafi farið fram ákveðin for- hönnun, sem menn hafí lært heilmik- ið á og eigi eftir að nýtast vel þegar tóniistarhúsið verður byggt. Að sögn Stefáns P. Eggertssonar, formanns Samtaka um tónlistarhús, nemur stofnkostnaður við undh’bún- ing að byggingaframkvæmdum rúm- lega 35 milljónum króna að núvirði, en sem kunnugt er var fyrir nokkrum árum efnt til samkeppni um hönnun tónlistarhúss í Laugar- dal. Stefán segir ljóst að stór hluti þeirrar vinnu hafi nýst í núverandi verkefni. Hann telur samkomulag ríkis og borgar, sem kynnt var á þriðjudag, gríðarlega mikinn og merkan áfanga. „Hlutverk samtak- anna í þessu máli hefur verið að haida hugmyndinni lifandi og vinna að því að stjórnmálamenn taki hana upp á arma sína. Okkur hefur verið það ljóst mjög lengi að það gerðist ekki öðru vísi en að ríld og borg tækju höndum saman um þetta verk- efni,“ segir hann. „Við höfum haft gott samráð við stýrihópinn sem hef- ur stýrt þessari vinnu núna síðast, stjóm samtakanna hefur íylgst með framvindunni og verið mjög sátt við allt sem lýtur að þætti tónlistarinnar í húsinu," segir Stefán. Hvar, hvenær og hvernig? Hvað varðar fyi’irhugað sambýli tónlistar og ráðstefnuhalds segir hann að vissulega heyrist efasemd- araddir úr báðum hópum, bæði frá tónlistarfólki og ráðstefnufólki. „En við trúum því að þetta eigi alveg eft- ir að geta gengið upp, það eru svo mörg fordæmi fyrir því erlendis frá að það hafí gengið. Það verður bara að tryggja stöðu allra, ekki síst Sin- fóníuhljómsveitarinnar, og ég held að það sé einfalt mál.“ Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari og einn aðalhvatamaðurinn að byggingu Tónlistarhúss Kópavogs, kveðst vilja óska þjóðinni til ham- ingju. Hann fagnar þvi mjög að ríki og borg hafi nú tekið höndum sam- an um þessa ákvörðun, sem sé mjög stórt skref fram á við. „En það hefði náttúrulega glatt mig ennþá meira ef menn hefðu verið búnir að taka ákvörðun um nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig ætti að byggja húsið, þannig að það væri hægt að byrja strax á morgun og klára þetta í hvelli,“ bætir hann svo við. Tilbúinn undir tréverk TOIYLIST S in á i* i n n EINSÖNGSTÓNLEIKAR Aríur, sönglög og dúettar eftir ýmsa höfunda. Tomislav Muzek tenór, Davíð Ólafsson bassa- barýton, Ólafur Vignir Albertsson, píanó. Smáranum, sal Söngskólans, þriðjudaginn 5. desember kl. 20:30. UPPSKRIFT að skemmtilegum söngtónleikum gæti hljóðað svo: góð- ar raddir, góður salur, góðir áheyr- endur. Og svo auðvitað ýmislegt fleira - svosem góð efnisskrá. En hversu mikils virði innlifaðir áheyr- endur eru fyi-ir unga söngvara á hraðri uppleið mátti glöggt heyra og sjá á „Nýárstónleikum frá Vínar- borg“ á þriðjudagskvöldið var í nýj- um, helzt til litlum en ágætlega hljómandi sal Söngskólans á Veg- húsastíg, þegar Davíð Óiafsson bassabarýton og þýzk-króatískur tenór að nafni Tomislav Muzek, báðfr réttum megin við þrítugt, leiddu saman hesta sína við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Það væri engu ofaukið að segja, að stemmningin hafí verið á suðumarki nánast frá byrjun, því tónleikagestir létu hraustlega í sér heyra, svo að Króat- inn ungi hlýtur að hafa öfundað fé- laga sinn af slíkum heimahögum. Leita verður langleiðina suður iyrir Mundíufjöll til að finna jafnhlýjar undirtektir í „blaseruðum" tónleika- heimi nútímans, og kemur raunar úr hörðustu átt að þurfa að rekast á fyr- irbærið hér á köldum klaka norður- hjarans. Fátt er vandræðalegra en þegar slegið er á létta strengi í fjarveru gæðainnistæðu. En kómískar fettur þeirra félaga í samsöngvum eins og „Wien, Wien, nur du allein“ og „Santa Lucia“ - að ekld sé minnzt á afvötnunartæka útleggingu Davíðs á bjórkjallaranum - komu eðlilega, já nánast elegant, út, vegna þess að söngurinn stóð meira en undir sér, og kómíkin passaði við aðstæður - enda féllu uppátækin auðheyranlega ekki í verri jarðveg úti í sal en alvar- legra efnið. Raunar voru dúettamir svo vei samhæfðir, bæði fyrir augu og eyru, að hvarflaði að manni að hér færu efnilegir Magister og Glúnt, næðu þeir Davíð einhvem tíma góð- um tökum á sænsku. Hinn ægifagri dúett úr Perluköfurum Bizets, „Au fond du temple saint“, sýndi á hinn bóginn, að ljóðrænn samsöngur þeirra tvímenninga gat verið ekki Helga Egils- dóttir sýnir í As- mundarsal HELGA Egilsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsai iaugardaginn 9. jan- úar kl. 16. Þetta er áttunda einka- sýning Helgu í Ásmundarsal. Á sýningunni, sem nefnist „Heimar", em sex olíumálverk sem öll em unnin á þessu ári. Þau em öll undir sterkum áhrifum frá íslensk- um vetri. Helga hefur m.a. sýnt í Gerðar- safni, Listasafni Kópavogs, og Listasafni ASI auk fjöida annarra síðri, e.t.v. burtséð frá smáósamræmi í styrk undir lokin. Þess á milli var skiptzt bróðurlega á sviðsljósinu í einsöngsatriðum. Tomislav Muzek söng eingöngu ítölsk lög; tvær Mozart-an'ui’, „Che gelida manina" úr La Boheme og nokki’ai’ gamalsælar ítalskai’ eyma- glennur eftir hlé, „Non ti scordar di me“, „Musica proibita", „Toma a Surriento" og „Core ‘ngi-ato“. Hvert var öðra glæsilegra, og augljóst, að hér fór hvorki mefra né minna en stórtalent, jafnvel án þess að miða við ungan aldur. Hljóðfærið var hljómfagurt, tilfinningin sönn og bein, en tæknimeðferðin útsmogin á við gamla rottu í faginu. Þegar undirritaður heyrði síðast í Davíð Ólafssyni var það í hlutverki Wills nokkurs Parkers, langs kúi-ekaslána sem hafði verið að sjá heiminn í Kansas City (í Oklahoma!- uppfærslu Söngskólans íyrir tæpum tveim áram). Nú var hann aldeilis OLIUMÁLVERK eftir Helgu. 170x140 sm. einka- og samsýninga heima og er- lendis. skriðinn úr púpunni; kominn með boldangs bassabai-ýton sem fyllti hvem krók og kima. Það er langt síð- an maður hefur séð aðra eins framfór á jafnstuttum tíma, og lýðum Ijóst, að hér fór hinn efnilegasti hljómskáli í mannsmynd; senn tilbúinn undir tré- verk - aðeins fínpússningin eftir. Það var eftirtektarverð breidd í túlkun Davíðs nú þegar. T.a.m. er veralegur eðlismunur, svo vægt sé til orða tek- ið, á Papageno og Sarastro í Töfraflautu Mozarts, en Davíð söng aríur beggja af sannfærandi skap- gerðarmótun. Söngleikjalögin Edelweiss (Sound of Music) og Youn- ger Than Springtime (South Pacific) tókust ekki alveg eins vel, mest sakir enska textans, auk þess sem síðara lagið (raunar tenórlag) hefði mátt vera töluvert viðkvæmara og sumt nær tali en söng. 01’ man river (Showboat) var hins vegar engu minna en frábært hjá Davíð, jafnvel að enskuframburði meðreiknuðum. Fúsalögin tvö, „íslenzkt ástarljóð“ og „Þín hvíta mynd“, nutu góðs af fyrir- myndarskýrri íslenzkri textamótun söngvarans, sem á greinilega erindi við bæði söngpall og leiksvið, um leið og fínpússningu iýkur. Ríkarður Ö. Pálsson ---------------- Nýárstónleik- ar endurteknir NÝÁRSTÓNLEIKAR frá Vín verða endurteknir fimmtudaginn 7. janúar kl. 20.30 í sal Söngskól- ans í Reykjavík, Hverfísgötu 45. _ Þar koma fram þeir Davíð Ólafsson, bass/baritón og Tomislav Muzek tenór og við flygilinn er Ólafur Vignir Al- bertsson. Fluttar eru óperuaríur, ftölsk sönglög og amerísk söngleikja- lög. Tónleikarnir verða einnig í Njarðvíkurkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 16. Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00 sem útvarpað er á l\/ær mamMKW

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.