Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 30

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞEIR sein leyndardómsins gæta (Guardians of the Secret), frá fyrstu einkasýningu Poll- ocks í galleríi Peggy Guggenheim árið 1943. ÚR Svörtu seríunni, Ekkó: Númer 25, frá 1951. EITT af síðustu þekktu verkum listamannsins, Bláir pólar: Númer 11, frá 1952. Dagskráin þín er komin út 7. jan.-20. jan. íallri sinni mynd! Slettu-Jón eða snillingur? Bandaríski myndlistarmaðurinn Jackson heitinn Pollock hefur verið fyrirferðarmikill í listalífí New York-borgar að undanförnu. Museum of Modern Art, MoMA, gengst fyrir yfírlitssýningu á verkum listamannsins og er þetta í fyrsta sinn í 30 ár sem svo stór sýning á verkum þessa margumtalaða málara er sett upp í Bandaríkjunum. Hulda Stefánsdóttir segir frá sýningunni og viðtökum hennar vestan hafs. AÞESSARI viðamiklu sýn- ingu er að finna 106 mál- verk, 49 verk unnin á papp- ír, bæði grafíkmyndir og teikningar, og 3 höggmyndir lista- mannsins. Grafíklistadeild MoMA sýnir auk þess röð grafíkverka sem Pollock vann á árunum 1943 og ‘44 og ekki hafa komið fyrir almennings sjónir áður. Þriðja sýning safnsins um þessar mundir fjallar síðan um myndlist þess tímabils og þeirra listamanna sem kenndii- eru við New York-skólann, listamenn á borð við Mark Rothko, William de Kooning, Arshile Gorky og Pollock. Andi sýningarinnar berst víða. Sem dæmi má nefna glæsiverslunina Bergdorf Goodman á 5. Breiðgötu sem hefur skrýtt verslunarglugga sína málningarslettum á la Pollock og mikið hefur birst af greinum í blöðum þar sem fjallað er um að- skiljanlegustu mál tengd listamann- inum. Aðdráttarafl Jacksons Poll- ocks hefur ekki siður verið bundið persónunni en list hans og 42 árum eftir andlát þessa gallabuxnaklædda James Deans bandarískrar mynd- listar virðist honum enn takast að hrista upp í fegurðarsmekk listunn- enda, - og listgagnrýnenda sem nú eins og áður velta því fyrir sér hversu stór hluti myndlistar Pollocks var sönn snilld og hversu mikinn þátt ímynd listamannsins átti í heimsfrægðinni. „Ahrifamesti listmálarinn í banda- rískri samtímamyndlist og sá eini sem virðist ætla að skipa sér á bekk meðal hinna Stóru nafna hefur öfga- kenndan gotneskan stfl og er ákafur lærisveinn kúbisma Picassos og síð- kúbisma Mírós auk þess að bera keim af list Kandinskys og sækja innblástur til Súrrealistanna. Hann heitir Jackson Pollock.“ Með þessum orðum kynnti bandaríski listfræðing- urinn Clement Greenberg Pollock til sögunnar haustið 1947. Þá var Poll- ock að brjótast undan hálf-fígúratíf- um abstraksjónum til hins hreina rythmíska línusamspils sem varð hans kennimerki. „Fullkomið frelsi frá forminu," sögðu sumir á meðan aðrir héldu því fram að risavaxin málverk Pollocks væru fátt annað en „óljós ringulreið“, „hrafl“ og „slett- ur“. Hinn fyrsti al-ameríski listmálari Jackson Pollock er fæddur árið 1912 í Wyoming-fylld. Hann var einn fimm bræðra af fátæku foreldir og merkilegt nokk þá áttu þrír eftir að leggja fyrir sig myndlist. Þegar Pollock er ársgamall tekur fjöl- skyldan sig upp og flytur til Kali- forníu þár sem Pollock elst upp og gengur í skóla allt þar til hann af- ræður 18 ára gamall að halda til New York og gerast listamaður. Frásagnir af kúrekanum sem steig á bak hesti sínum og kvaddi Villta vestrið til að umbylta stöðnuðu lista- lífi stórborgarinnar eru því stórum ýktar þó þær hafi sannarlega þjónað tilgangi sínum við ímyndargerð hins fyrsta al-ameríska listamanns fyrir hálfri öld. í fyrstu lærði Pollock skúlptúr og veggmyndagerð undir áhrifum verka mexíkóskra listamanna á borð við David Alfaro Siqueiros, sem síðar varð kennari hans og sá sem hvatti Pollock til að reyna fyrir sér með að sletta málningunni á myndflötinn. Verk rómantíska ein- farans Alberts Pinkhams Ryders voru Pollock hugleikin og síðar sagði hann að Ryder væri eini bandaríski listamaðurinn sem sér þætti áhugaverður. Myndefni Ryders voru iðulega sótt til þjóð- sagna gamla vestursins og frum- EIN úr Bermúdaþríhyrningnum fræga. Númer 32 frá 1950. Pollock notaði iðulega húsamálningu og iðnað- arlökk í verkum sinum í stað hinnar hefðbundnu olíu á striga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.