Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 32

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTBR BACH í SALNUM TÖNLIST S a 1 u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR 15 manna hópur tónlistarmanna flutti þrjú verk eftir J.S. Bach þriðjudag- inn 5. janúar. MEÐ þessum tónleikum hefst í raun tónleikahaldið í „Salnum“ og fer vel á því að gera það með flutn- ingi verka eftir meistara meistar- anna, Johann Sebastian Bach. Hljómsveit í þeim skilningi sem síðai- varð, er Mannheim-snilling- amir stöðluðu hljómsveitina um 1750 og mörkuðu þar með upphaf sinfónískrar tónlistar, var ekki tO í hugum barokkmanna og því er oft ekki ljóst, hversu háttaði um sam- röðun hljóðfæra í hverju verki fyrir sig. I tengslum við þessi vandamál hafa margir tónlistarmenn reynt að líkja eftir því sem að nokkra er vitað um tónlistarflutning og gerðir hljóðfæra á þessum tíma og einnig leitast við að fara eins nærri flutn- ingsmáta og leiktækni þeimi sem hefur ráðið miklu um framsetningu tónlistar. Margt gott hefur komið fram um þessi atriði en það sem hefur þó lagst gegn þessu er sú staðreynd, að á 18. og 19. öld komu fram margvíslegar breytingar á eldri hljóðfæram, ásamt nýjum gerðum, er horfðu mjög til bóta varðandi leiktækni og tóngæði. Pessi munur er mjög mikill og er það margra manna álit, að í raun sé um að ræða tvenns konar hljóð- færi, þ.e. barokkhljóðfæri og nú- tímahljóðfæri, sem eigi sáralítið sameiginlegt og því sé allt eins rétt að leika verkin á sem fullkomnast- an máta, enda séu það innviðir tón- li: tarinnar sem mestu skipta, en ekki löngu gleymdur hljóðheimur • Þjóðleikhúsið hefur sýningar að nýju á leikriti Ragnars Arnaids, Solveig, sem framsýnt var á Stóra sviði Þjóðleikhússins á liðnu hausti. Sýningar hefjast á ný á föstudags- kvöld. Það er Vigdís Gunnarsdóttir sem leikur Solveigu og hefur hún fengið mikið lof fyrir leik sinn. Aðrir leik- endur hafa einnig vakið mikla hrifn- ingu; Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki sr. Odds, Pálmi Gestsson, Hjalti Rögnvaldsson, Olafía Hrönn Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreins- Sýningu lýkur SÝNINGU Ólafs Elíassonar lýkur um helgina í galleríi Ing- ólfsstræti 8. Sýningin er opin á fímmtudag og til sunnudagsins 10. janúar kl. 14-18. ERLENDAR REKIIR Spennusaga BLÓÐRÁS „BLOODSTREAM" eftir Tess Gerritsen. Pocket Books 1998. 324 síður. LÆKNATRYLLIRINN er sér- stakt fyrirbæri innan spennubók- menntanna og nýtur talsverðra vin- sælda. Af helstu höfundum sem skrifa slíkar spennusögur má nefna t.d. Michael Palmer og Robin Cook en nú síðustu árin hefur þeim borist liðs- auki sem er Tess Gerritsen. Hún var læknir og nýtir menntun sína í lækn- isfræði þegar hún sest niður við spennubókaskiáfin á svipaðan hátt og John Grisham nýtir sér lögfræði- þekkinguna í sínum bókum. Gerritsen sem menn era ekki fyllilega sam- mála um, og einnig að endurgerð barokkhljóðfæri séu auk þess margfalt betur smíðuð en fram- gerðirnar, svo að þar muni nokkra, er getur skipt máli varðandi áreið- anleik útkomunnar. A þessum tónleikum vora nú- tímahljóðfærin ráðandi, fyrir utan sembalinn og ef til vill pákumar, og var fyrsta verkefnið Forleikur (svíta) nr. tvö. Svítu-nafnið er dregið af því, að form verkanna er það sama og í danssvítunni, en „Overture“ er nafnið á fyrsta þætt- inum, sem var viðamesta tónsmíð- in. Svíta nr. 2 er samin fyrir flautu og strengi og oft litið svo á, að flautan sé einleikshljóðfæri, þ.e. að um sé að ræða eins konar flautu- konsert. Þótt flautuleikaranum sé ætlað viðamikið hlutverk og nokkr- ar sjálfstæðar tónhendingar er samspilið við strengina oftlega það sem kallað er „tutti", þ.e. að allir leika saman og fyrsta rödd er sú sama og í fiðlunni. Hvað sem þessu líður var flutningurinn mjög vel mótaður og leikur Martial Nai-- deau hreint glitrandi fallegur, en með honum léku Sigurbjöm Bern- harðsson, Sif Tulinius (bæði á fíðlu), Móeiður Anna Sigurðardótt- ir (lágfíðlu), Jón Ragnar Ömólfs- son (selló), Jóhannes Georgsson son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Sigui'ður Skúlason. Lýsingu hannaði Bjöm B. Guð- mundsson. Höfundur leikmyndai- og búninga er Gretar Reynisson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. • Hafnarfjarðarleikhúsið er að hefja sýningar á ný á tölvugaman- leiknum Vírus eftir þá félaga Ár- mann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason. Fyrsta sýning verður laugardaginn 9. janúar. Stoppleikhópurinn í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móð og Háðvör framsýndi leikritið 11. nóvember sl. Var leiksýningin einnig frumsýnd á Netinu hjá Is- landia Internet. Leikarar eru: Dofri Hermanns- son, Eggert Kaaber, Hinrik Ólafs- son, Katrín Þorkelsdóttir, Jón St. Kristjánsson, Erla Ruth Harðar- dóttir og Björk Jakobsdóttir. Leik- stjóri er Gunnar Helgason. Lýs- ingu annaðist Kjartan Þórisson, um útlitsgervi sá Ásta Hafþórs- dóttir og um tónlist sá Jón Ingvi Reimarsson. í landi skiifaði rómantískar spennusögur áð- ur en hún tók að skrifa um það sem hún þekkti best og varð metsöluhöf- undur með sínum fyrsta læknatrylli, „Harvest“. Ekki minnkuðu vinsældir hennar með „Life Support" og nú er kominn út þriðji læknatryllir hennar í vasabroti, Blóðrás eða „Bloodstr- eam“, hjá Pocket Books útgáfunni, einu af fyrirtækjum Simon & Schust- er forlagsins. Það er mjög viðunandi spennusaga sem gerist í Mainefylki á austurströnd Bandaríkjanna, kjör- svæði Stephen Kings, og er raunar ekki óskyld mörgum hans sögum. Tilviljun ein réði því að Gemtsen tók að skrifa læknatrylla fremur en (kontrabassa) og Elín Guðmunds- dóttir (sembal). Jón Ragnar og Nardeau áttu fallegan samleik í Double-þætti Pólónesunnar og hinn frægi lokakafli svítunnar, Ba- dinerie, var glæsilega fluttur en fyrir smekk undirritaðs allt of hratt. Annað viðfangsefnið var tvífiðlu- konsertinn í d-moll, sem Bach sjálf- ur umritaði fyrir tvo sembala og þá í c-moll. Fiðlukonsertamir þrír (a- moll, E-dúr og d-moll), sem era í raun elstu fiðlukonsertamir sem enn era fluttir reglulega á tónleik- um, era allir meistaraverk og þar í hægu þáttunum glitrar tónmálið af einstakri fegurð, er allt að því róm- antískt. Allur konsertinn var of hratt leikinn, er gerir verldð í heild „of stutt“, og var þetta helst um of í hæga þættinum, þessum und- urfagi-a tvíleik fiðlanna, sem er að formi til tvírödduð fúga, frjálslega unnin, þ.e. með löngum millikafla, sem í gerð er að mestu einraddaður víxlleikur fiðlanna. Á móti þessum tvíleik er „hljómsveitin“ í hlutverki „continuo“-hljóðfæranna. Einleik- arar voru Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjöm Bemharðsson og var leikur þeirra mjög fallega mótaður, þótt nokkuð vantaði á að staldrað væri við einstaka atriði í mótun tón- hendinganna, sérstaklega í hinum KVIKMYNPIR Sambíð ojí Rcgnboginn STAR KID ★% Leikstjórn og handrit: Manny Coto. Aðalhlutverk: Joseph Mazzello, Joey Simmrin og Alex Daniels. Trimark Pictures 1997. SAGAN segir af stráknum Spencer sem á enga mömmu, pabbi hans er alltof upptekinn, stóra systir hans er unglingaveik og hat- ar hann, hann er nýr í skólanum, honum er strítt og hann er skotinn í sætu stelpunni, henni Michelle, en á ei-fítt með að nálgast hana. Já, til- vistarkreppan byrjar snemma. Spencer er hins vegar svo heppinn að hann fínnur geimverabúning sem hann fer inn í og öðlast þá krafta og hæfileika ýmsa og getur Kings rómantískar spennusögur. Hún heyrði í matarboði skelfilegar sögur frá fyrrverandi lögreglumanni, sem starfað hafði í Moskvu, að munaðar- laus böm væru að hverfa af götum borgarinnar og hélt Moskvulögreglan að þeim væri rænt af rússnesku mafí- unni og seld sem líffæragjafar. Ger- ritsen á mág sem starfar við frétta- tímaritið Newsweek og tímaritið gerði athuganir á sögusögnum þess- um en fann engar sannanir er studdu þær. En bamshvörfín sóttu á Gerrit- sen sem byggði á þeim sinn fyrsta læknatrylli, „Harvest". Þetta var árið 1996 og sagan fór á metsölulista The New York Times. Gemtsen hætti „einraddaða" samtalskafla í mið- hluta hæga þáttarins. Tónleikunum lauk með þriðju svítunni og þá komu til leiks óbó- leikararnir Peter Tompkins og Daði Kolbeinsson, trompetleikar- arnir Ásgeir H. Steingrímsson, Láras Sveinsson og Eiríkur Örn Pálsson og pákuleikarinn Pétur Grétarsson. I heild var flutningur- inn nokkuð hrár og auðheyrt að ekki hafði verið nægilega vel hug- að að styrkleikajafnvægi á milli hljóðfæra. Þessi hráleiki í út- færslu, líklega vegna fárra æfínga, var einum of áberandi á öllum tón- leikunum, sem er skaði, því þarna voru samankomnir okkar bestu hljóðfæraleikarar. Góður og lang- reyndur leiðbeinandi hefði á nokkrum æfíngum getað lagað margt í styrkleikajafnvægi, t.d. þar sem bassinn var of sterkur, og einnig pákan, sem fékk of sterka enduróman úr sviðsgólfinu. Þá var staðsetning sembalsins ekki heppileg og einnig hefði strengja- sveitin mátt vera fjölmennari (tvær til þrjár fíðlur), til að skapa sterkari skil á einleik og samleik. Þrátt fyrir að allir flytjendur séu frábærir hljóðfæraleikarar þarf langan tíma til að samvinna tón og túlkun, svo að meira verði en blátt áfram spilamennska, því það næg- ir ekki til að skapa heildstæða mynd þótt hver sig fyrir sig hafí ýmislegt fram að leggja og geri það vel, eins og heyra mátti hjá einleikurunum. sérstaklega Nar- deau, er lék sitt utanbókar. I heild voru þetta nokkuð mis- litir tónleikar og hráir að því leyti til, að vart var þar meira að heyra en ágætan leik einstaklinga, yfir- leitt gott samspil, en án allrar íhugunar tónefnisins, sem verður aðeins til í langri samvinnu. Jón Ásgeirsson hefnt sín á öllum sem honum leið- ast. Þetta er fínasta hugmynd að barna- og unglingamynd, því ef- laust margir geta lifað sig inn í raunir þessa unga manns. Hug- myndin býður einnig upp á að handritið sé mjög fyndið, en því miður er mjög illa unnið úr þessum ágæta efniviði. Stór hluti myndar- innar gerist inni í búningnum og er sú sviðsmynd vægast sagt óraunveraleg, illa gerð og ósmekk- leg. Húmorinn er einnig einstak- lega lélegur, sem og öll leikstjórn yfir höfuð. Joseph Mazzello hefur leikið í fjölmörgum myndum á sín- um stutta ferli og yfirhöfuð staðið sig vel. Hann er ágætur hér, en það hefði þurft að toga eitthvað meira upp úr honum til að standa undir heilli mynd. Hildur Loftsdóttir læknisstörfum í framhaldi af því og helgaði sig spennusagnaskrifum en þess má geta að fjórði læknatryllir hennai', Þyngdarleysi, eða „Gravity“, kemur út á næsta ári. Blóðrás segir af tæplega fertugum lækni sem misst hefur manninn sinn og flutt ásamt syni sínum frá stór- borginni Baltimore til smábæjarins Tranquility í Mainefylki. Drengurinn var lentur í slæmum félagsskap eftir föðurmissinn og í tilraun til þess að ná sambandi við son sinn aftur flytur hún með hann í annað og að hún telur rólegra umhverfí. Dularfullur sjúkdómur Nema umhverfið er síst friðsam- ara í Tranquility. Dularfullui' sjúk- dómur hefur hlaupið í unga fólkið sem gerir það árásargjamt mjög og ofbeldisfullt svo bærinn logar fljóL lega í slagsmálum og morð eru fram- in. í ljós kemur að þetta hefur gerst áður fyrir um hálfri öld og jafnvel Ljós í Stöðlakoti MARGRÉT Guðnadóttir opnar sýn- ingu í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 9. janúai' kl. 16. Sýnd verða verk unnin úr tágum og vír. Margrét stundaði listnám í Banda- ríkjunum 1980-1986. Síðastliðin ár hefur hún starfað við kennslu auk þess að vera ein af listakonum Kirsu- berjatrésins að Vesturgötu 4. Mar- gi'ét hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Bandaríkjunum. Sýn- ing þessi er hennar fyrsta einkasýn- ing. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 24. janúar. --------------- Islensk sönglög í nýjum búningi FYRSTU söngtónleikarnir í SALNUM, Tónlistarhúsi Kópavogs, verða helgina 8. og 9. janúar. Stór- tónleikar Rotary-hreyfmgarinnar verða föstudaginn 8. og laugardag- inn 9. janúar kl. 20.30 og tónleikam- ir fluttir í þriðja sinn laugardaginn 9. janúar kl. 14.30. Á tónleikunum koma fram Auður Gunnarsdóttir, sópran, og Gunnar Guðbjörnsson, tenór, flautuleikar- arnir Guðrún Birgisdóttir og Marti- al Nardeau og bandarískur píanó- leikari, Carl Davis, sem hefur aðset- ur í Stuttgart þar sem hann kennir m.a. við Tónlistarháskólann, auk starfa sem píanóleikari, einkum með söngvurum. Flutt verða íslensk sönglög, m.a. tvö í nýjum búningi eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir tvær flautur og pí- anó, svo og sönglög frá ýmsum löndum og tímum, auk flautuleiks- ins áðurnefnda. Einnig verða flutt atriði úr óperum eftir Mozart, Doni- setti og Rossini og tónleikarnir enda á nokkrum atriðum úr „La Traviata" eftir Verdi. einnig fyrir þann tíma og fylgir flóð- um í ánni sem rennur hjá bænum og í Engisprettuvatn þar sem unglingarn- ir synda og leika sér á sumrin. Svo sem sjá má er hér á ferðinni efniviður fyrir Stephen King nema í stað þess að fara út í fáránlega yfir- náttúrulegar skýringar á óskapnað- inum, eins og King hefði verið treystandi til, heldur Tess Gerrit- sen sig á jörðinni. Hún gefur sér góðan tíma til þess að lýsa umhverf- inu og persónunum sem koma við sögu og fléttar þær skemmtilega inn í ráðgátuna um vatnið. Kunn- átta hennar í læknisfræði kemur mjög berlega fram í sögunni, sem gerist að talsverðum hluta á bráða- móttökum sjúkrahúsa og rannsókn- arstofum. Blóðrás er ágæt afþreyingarsaga, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á læknatryllum. Arnaldur Indriðason Aftur á fjalirnar Hjálp, leiðindi! Ofbeldisfaraldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.