Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 35
AÐSENDAR GREINAR
hverfi sínu saman við formlegt nám
í eðlisfræði og stærðfræði. Við telj-
um raunar að málfræðingar sem
rannsakað hafa máltöku bama muni
ekki vera sammála því að móður-
málið leki inn í gegnum húðina, eða
barnið verði talandi ósjálfrátt, held-
ur þarf hvert bam að leggja á sig
mikið og skipulegt nám og sýna
talsverðan sjálfsaga til að ná tökum
á þeirri kúnst að tala. En það er
önnur saga.
Móðurmálskennsla í skólum felst
ekki í því að nemendur komi í
kennslustundir og æfi sig í að tala
móðurmálið, agalaust og ósjálfrátt.
Það ætti varla að þurfa að segja
Þorsteini, né nokkrum öðram. Og
við verðum ekki vör við að ritgerða-
smíð, bókmenntasaga, málsaga eða
ljóðgreining, svo fáein af viðfangs-
efnum móðurmálskennslunnar séu
upptalin, síist inn í nemendur á
ósjálfráðan hátt. Vilji þeir ná góðum
tökum á efninu verða þeir að til-
einka sér öguð og markviss vinnu-
brögð. Talsverður tími móðurmáls-
kennara fer reyndar í að þjálfa
vinnubrögð nemenda.
Eðlisfræði gegnum
húðina
Svo vikið sé að eðlisfræði sýnist
okkur hægt að öðlast þekkingu á
eðlisfræðilegum eiginleikum um-
hverfisins á annan hátt en með
formlegu eðlisfræðinámi í skóla.
Okkur dettur jafnvel í hug að ganga
svo langt að halda því fram að eðlis-
fræði sé það viðfangsefni sem létt-
ast lærist í gegnum húðina. Hvemig
skynjum við til dæmis mun hita og
kulda nema í gegnum húðina? Eða
muninn á mýkt og hörku, eða bleytu
og þurrki? Og verður rafstraumur
ekki prýðilega skynjaður í gegnum
húðina? Að minnsta kosti betur en
íslensk bókmenntasaga.
Ef það er rétt hjá Þorsteini að
nemendur komi sér hjá því að læra
raungreinar væri honum nær að líta
í eigin barm og velta því íyrir sér
hvort ef til vill sé ástæða til að huga
að kennsluháttum í raungreinum í
stað þess að stimpla flesta nemend-
ur landsins sem agalausa húðarlet-
ingja. Að öllu gamni slepptu er
mergurinn málsins auðvitað sá að
allt nám krefst agaðra vinnubragða.
Og nú, á tímum síbreytilegrar þekk-
ingar, ætti starf allra kennara að
vera að talsverðu leyti fólgið í því að
kenna nemendum að leggja mat á
misgóðar upplýsingar og vinna úr
þeim á skipulegan og skynsamlegan
hátt.
Eigum við að
vera montin?
Það má auðvitað hafa gaman af
togstreitu í hálfkæringi á milli
kennslugreina i skólum. Við þykj-
umst sum kannast við létt raun-
greinamont og látum þá ekkert
eiga hjá okkur í þröngum hópi. Allt
í góðu! En þegar komið er á opin-
beran vettvang era flestir sammála
um að láta af öllum slíkum barna-
skap. Þótt Þorsteinn segi á einum
stað í viðtalinu að hér á landi séum
við á ýmsum sviðum „ekki nógu
montin af sérstöðu okkar“ er mont
vond stefna í fræðilegri umræðu.
Og þegar prófessor við Háskóla ís-
lands, sem meira að segja hefur
verið oddviti kennslumálanefndar
skólans og er í upphafi viðtalsins
kallaður „vísindasagnfræðingur",
ruglar saman fræðigrein og sjálf-
lærðu atferli og heldur því fram að
einmitt hans vísindi - og helst þau
ein - krefjist agaðra vinnubragða
viljum við ekki lengur taka þátt í
gríninu.
Eins og fyrr segir er allt nám
vinna sem byggist á sjálfsaga. Það
er engum til framdráttar - og allra
síst menntun í landinu - að upphefja
raungreinanám og þá sem stunda
það með því að gera lítið úr öðram
greinum og þeim sem við þær fást.
Höfundar eru íslenskukonnarar í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Þarftu aðstoð við áramótaheitin?
ÞESSAR ÞRJAR BUA YFIR MORGUM GOÐUM RAÐUM!
Bók sem hefur hjálpað milljónum manna um allan heim við að taka ábyrgð
á eigin lífi og breyta ferli þess með jákvæðum hugsunum. Louise L. Hay
hefiir að leiðarljósi í starfi sínu og lífsspeki að:
,3f við erum tilbúin að takast á við hinar huglægu
hindranir má sigrast á næstum hveiju sem er.“
Höf. Louise L. Hay
Einkenni Candida koma oft fram eftir
veisluhöld og hátíðir og geta verið: .
Síþreyta - máttleysi - úthaldsleysi - þunglyndi - áhuga-
leysi - kvíði - ofvirkni - höfuðverkur - magabólgur -
kviðverkir - hægðavandamál - þurrkur í húð o.m.fl.
í þessari bók er fjallað um lyfjalausar bataleiðir o.m.fl.
Höf. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir og
Guðrún G. Bergmann leiðbeinandi
^L^rírhessum
fVEPPASÝKlNG
■ **?»***, M,
GuðrúnG.eergmann
G dr'dur Hannesdóttir9
í þessari bók er að finna ljúffenga rétti sem allir eiga
það sameiginlegt að innihalda hvorki hvítan sykur, ger,
mjólkurafurðir né hvítt hveiti. Auðveldir og heilsusamlegir
réttir fyrir alla, sérstaklega þá sem þjást af Candida eða fæðuóþoli.
■ Höf. Guðrún G. Bergmann og Guðríður Hannesdóttir.
Bélciilívniiinaar aa réðaiöf
Guðrún og Guðríður kynna ELDAÐ UNDIR JÖKLI í Heilsuhúsinu á
Skólavörðustíg föstudaginn 8/1 írá kl. 14-17.
Guðrún og Hallgrímur kynna ELDAÐ UNDIR JÖKLI og CANDIDA SVEPPA-
SÝKINGÍ Heilsuhúsinu, Kringlunni, laugardaginn 9/1 frá kl. 13-16 og í
Heilsuhúsinu á Smáratorgi sunnudaginn 10/1 frá kl. 14-16.
1 1
Fréttir á Netinu vDmbl.is ALLTAf= eiTTHVAÐ NÝTl
UTSALAN
er hafin
ferra
GARÐURINN
KRINGLUNNI