Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Leikskólar Reykja- víkur, góðan dag í GILDI er námskrá fyrir leikskólann í landinu. Þar er fjallað um þá námsþætti sem leikskólinn tekur til. Móðurmálskennsla, hugtakaskilningur, tjáning, skapandi hugsun. Venjur og sið- ir í samfélagi manna á milli, athafnir daglegs lífs, útivist og hreyfing. Allt þetta, og miklu fleira, eru þættir sem leikskólinn kennir nemendum sínum. Þetta kenna ekki ófag- lærðir starfsmenn leik- skólans en þeir eru ófáir. Það þarf einfaldlega mennt- aða kennara til að kenna öðrum. Sama lögmál gildir um leikskólann og aðrar menntastofnanir. Og, það eiga allir kröfu á leikskólagöngu fyrir börnin sín. Leikskólinn er löngu viðurkenndur sem nauðsyn- legur þáttur í menntun einstak- linga í nútíma tæknisamfélagi. Leikskólakennarar og fagmenntað fólk leikskólanna hefur staðið dyggan vörð um innihald leikskóla- starfsins og hafa margir leikskólar hérlendis staðið fyllilega jafnfætis eða framar leikskólastarfi víða er- lendis. Þau framkvæmdastjórinn og þjónustufulltúinn á Dagvist bama ættu því að þekkja þann mikla mun sem er á gæslu annars vegar og leikskólamenntun hins vegar öðrum betur og niðuriægja ekki menntað fagfólk með því að leggja þessi störf að jöfnu. Leikskólar Reykjavíkur Undirritaðri er með öllu fyrirmunað að skilja hverju það sæt- ir að Reykjavíkur- borg, stærsta sveitar- félag landsins, heyk- ist við að aðskilja rekstur 70 leikskóla sinna frá gæslu“veit- unni“, Dagvist barna. Skóli sem starfar eftir lögum menntamála- ráðuneytisins og framfylgir námskránni hlýtur að heyra undir fræðsluyfirvöld. Einföld aðgerð eins og að ákvarða að leikskólar borgarinnar skuli eftirleiðis heyra undir embætti fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eða bara nýtt emb- ætti Leikskóla Reykjavíkur virðist flækjast ótrúlega fyrir mönnum sem hafa tekið allt borgarkerfið til gagngerrar uppstokkunar ekki einu sinni heldur oftar í sinni valdatíð. Hvernig væri að stór- huga stjórnmálamenn stigju nú skrefið til fulls og tækju í alvöru á málefnum leikskólans í borginni? Leikskólinn yrði gjaldfrír, kennsl- an sem slík ekki gjaldfærð á for- eldra, hún væri í höndum leik- skólakennara og skóladagurinn skilgreindur 3-4 tímar á dag. Skólinn starfaði í 10 mánuði ársins og væri einsetinn. Þessu til viðbót- Mér er fyrirmunað að skilja, segir Jóhanna Thorsteinsson, hverju það sætir að Reykja- víkurborg heykist við að aðskilja rekstur 70 leikskóla sinna frá gæslu „veitunni“, Dag- vist barna. ar væri foreldrum gefinn kostur á að kaupa viðbótarþjónustu s.s. fæði í hádegi og gæslu fyrir og eft- ir skóla. Innritun færi fram að vori og öllum börnum 2 ára og eldri tryggður aðgangur. Hér er skýrt aðgreint menntunarhlutverk skó'lans frá gæslutilboðinu. Sá er munurinn. Reykjavíkurborg tryggði leikskólakennara í hvern bekk og eitthvert ákveðið þak væri á fjölda nemenda í hverjum bekk. Aðstoðarfólk væri ráðið til að sinna gæsluþættinum. Þetta fyrirkomulag hefði það í för með sér að dagleg viðvera leikskóla- kennarans yrði manneskjuleg og svigi’úm til undirbúnings starfsins betra. Hver er munurinn á þessu fyrirkomulagi og því sem embætt- ismenn Dagvistar barna skrifa um; að allir foreldrar eigi að fá þá dvöl í leikskólanum sem þeir Jóhanna Thorsteinsson æskja eftir fyrir börn frá 18 mán- aða aldri? Ef þessi framtíðarsýn rættist nú innan tíðar, þyrði ég að ábyrgj- ast að leikskólakennarar myndu endast betur í starfi og framboð á menntuðum leikskólakennurum myndi aukast, því þeir gætu vel hugsað sér slík vinnuskilyrði. Já, það mætti jafnvel manna 10 nýja leikskóla með fagfólki strax í vor. Almenn kennsla - einkakennsla Foreldrar eru yfirleitt mjög metnaðarfullir fyrir hönd barna sinna. Góður leikskóli er þeim því mikilvægur. Þó má finna foreldra sem kvarta undan skipulögðu starfi í leikskólanum. Þeir vilja ráða hvenær börnin mæta á morgnana og hvenær þeir sækja börnin síð- degis. Þeim finnst að sama skapi eðlilegt að bai-nið þeirra njóti alls hins sama og hin börnin uppskera sem mæta stundvíslega og taka daglega þátt í starfsemi skólans frá upphafi skóladagsins til loka hans. Þetta er ein af þessum óraunhæfu kröfum sem seint verða uppfylltar, nema auðvitað að þessir foreldrar ráði sér einkakennara til kennslu í heimahúsum. Margir gera þá kröfu til leikskól- ans að hann sé opinn 12 mánuði ársins. Borgaryfirvöld mæta þess- um óskum með því að leggja til reksturs leikskólanna aukalega um 15 milljónir til að halda starfsem- inni úti allt sumarið. Einhverjum þætti sá peningur betur kominn í öðrum og brýnni verkefnum. Líti nú hver í eigin barm og skoði hug sinn í þessu máli. Skoðanaskipti og frjóar umræður Þessi skrif mín kunna að þykja glannaleg. Um það get ég eitt sagt að löngu er orðið tímabært að taka upp málefnalega umræðu um leik- skólann og hlutverk hans. Skoð- anaskipti um þennan málaflokk eru mjög brýn. Hann er ekkert einkamál vinstri manna. Hann á ekki að vera í ætt við fyrir- greiðslupólitík og klíkuskap. Fé- lagsleg staða foreldra kemur mál- inu ekkert við. Það eru einfaldlega mannréttindi að börn njóti leik- skólamenntunar. Langur vinnudagur leikskóla- kennarans er einn þátturinn^ sem gerir þetta starf óaðlaðandi. Ohóf- legt vinnuálag er annar þáttur, þriðji þátturinn er mikil verk- stjórn leikskólakennarans sem er með tvo til þrjá aðstoðarstarfs- menn undir sinni stjórn auk sér- menntaðra starfsmanna sem sinna börnum með sérþarfir. Það er orðið brýnt að taka allan pakkann upp og brjóta blað í sög- unni. Leikskóli er sjálfsagður rétt- ur allra barna í nútíma samfélagi. Um það þarf ekkert að deilda frekar. Hins vegar er það álitamál hvort rétt sé að innheimta gjald fyi-ir skólagönguna sem slíka. Annar kostnaður við leikskólann sem lýtur að aukinni þjónustu, s.s. gæsla fyrir skóla og eftir, fæðis- kostnaður og gæsla í hádegi eru þættir sem foreldrar ættu að eiga eitthvert val um. Enda þyrftu þeir að greiða fyrir þjónustu af slíkum toga sjálfir. Og þegar kemur að því að telja upp úr buddunni, þá má víða spara. Nú stendur yfir í menntamálaráðuneytinu endur- skoðun námskrár leikskólans. Af þeim hvötum læt ég það eftir mér að fá þessar hugleiðingar mínar birtar á pi-enti, að þær megi verða til að kalla fram viðhorf og skoð- anaskipti um leikskólann, leikskól- anum í landinu og nemendum hans til heilla. Höfundur er leikskólastjóri í leik- skólanum Laufásborg, Reykjavík. UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA ÚTSALAN hefst í dag 30-60% afsláttur KRINGLUNNI - 5686062 SKÓHOLUnEU BÆJARHRAUNI 16-555 4420 vnvsin vivsin vivsin vivsin vnvsin vivsin vivsin vnvsin vivsin vivsin vnvsin vivsin Bætt endurhæf- ingaraðstaða á Reykjalundi ÓSJALDAN, þegar fólk hefur lent í hremm- ingum, misst aleigu sína eða jafnvel ástvini, hef- ur þjóðin brugðist við ákalli um hjálp af miklu veglyndi. Þetta finnst okkur öllum sjálfsagt. Nú gerðist það fyrstu helgina í október sl. að fólk hvaðanæva af land- inu brást með stórhug við þegar hafin var söfn- un á landsvísu undir heitinu „Sigur lífsins“, til styrktar byggingu sundlaugar og hópmeð- ferðarsalar á Reykja- lundi. Þetta finnst okkur ef til vill ekki sjálfsagt. En þetta sýnir hug manna til þessa staðar og þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Reykjalundur er endurhæfingar- miðstöð, sú stærsta sinnar tegundar á íslandi og leitast stöðugt við að Sú aðstaða, sem sjúkra- þjálfun býr við í dag, segir Birgir K. John- son, er mjög góð. sinna þörfum landsmanna fyrir end- urhæfingarþjónustu. Hér er um að ræða alhliða endurhæfingu og tekist er á við hin margvíslegu vandamál af líkamlegum, andlegum og félagsleg- um toga. Hefm' Reykjalundur sér- stöðu hvað þetta varðar og þjónar landinu öllu. Svo verður áfram og starfsemin sveigð að þörfum sjúk- linganna. Sú aðstaða, sem sjúkraþjálfun býr við í dag er mjög góð, þar til komið er að sundlaugar- og hópmeðferðar- aðstöðunni. Núverandi laug er mjög ófullkom- in og öll aðstaða við hana óviðunandi, bæði fyrir vistmenn og starfsfólk. Mikilvægi sundlaug- ar fyrir endurhæfingu verður ekki ofmetið, því nota má vatnið á margvíslegan hátt til æfinga og nægir að nefna að í því geta hreyfihamlaðir fram- kvæmt hreyfingar sem þeir ráða ekki við á þurru landi. Við skilj- um strax hvaða þýð- ingu það hefur. Ein- staklingur sem er nán- ast ósjálfbjarga á þurru verður ótrú- lega sjálfbjarga í vatninu og upplifb' þar tilfinningu sjálfstæðis. Sundlaug hentai- einnig mjög vel til „vatnsleik- fimi“ í hópum. Margir hafa lært að synda á Reykjalundi á efri árum og látið gamlan draum rætast. Hópmeðferðarformið er nauðsyn- legm- þáttur í endurhæfingu í dag og þarf því að vera til hentugur salur til afnota í þvi skyni og er ætlunin að bæta úi' þeirri vöntun sem er á slíkri aðstöðu. Reykjalundur er einka- stofnun í eigu SÍBS. Happdrætti SIBS var stofnað í upphafi til að fjármagna byggingaframkvæmdir á Iteykjalundi. Enginn afgangur er af rekstrarfé til þeirra þarfa. Happ- drættið er sú tekjulind sem þessi fé- lagasamtök hafa til að byggja fyrir. Söfnunin „Sigur lífsins" tókst mjög vel og verður landsmönnum seint þakkað hið stóra framlag. En betur má ef duga skal og er fólk hvatt til að styrkja málefnið áfram með því að kaupa miða í happdrætti SÍBS. Höfundur er sjúkraþjálfari. Birgir K. Johnson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.