Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Af góðæri og
fölskum söng
Hinir breyttu tímar kristallast í nýjum
einkareknum Viðskiptaháskóla - íslenskt
þjóðfélag er smám saman að taka á sig
mynd raunverulegs markaðsbúskapar.
tjómmál eru skotgrafa-
hemaður. Ólíkar fylk-
ingar una glaðar hver í
sinni skotgröf, sann-
færðar um eigið ágæti
og fullar hneykslunar á málflutn-
ingi og heimsku andstæðinganna.
Þangað til einn daginn að sæti
býðst við veisluborðið stóra - rík-
isstjórnarborðið. Þá stökkva fylk-
ingamar óðfúsar uppúr skotgröf-
unum, fagna féndum sínum eins
og aldagömlum vinum og éta oní
sig með bros á vör fyrri staðhæf-
ingar og heitstrengingar. Að
vissu leyti era samsteypustjómir
því til vitnis um þroska, andstæð-
ar fylkingar setja sig hver í spor
annarrar, slá af ýtrustu kröfum
og leita málamiðlunar. En því
_________ miður er ekki
VIÐHOnr um varanlegan
Eftir Jakob F. Þr0®ka að ræða'
Ásgeirsson Undirems og
veislunni lýkur
fer allt í sama farið - fylkingarn-
ar búa um sig í skotgröfunum á
ný og brynja sig með gömlu slag-
orðunum eins og ekkert hafi í
skorist.
Þetta era leikreglur stjómmál-
anna. Þess vegna geta þeir sem
áður studdu kvótakerfíð fast,
meðan þeir sátu í stjórn, kinn-
roðalaust fundið því allt til for-
áttu nú þegar þeir era utan
stjórnar. Og þeim, sem áður
börðust hart gegn EES-samn-
ingnum, meðan þeir vora í stjóm-
arandstöðu, finnst sjálfsagt að
lofa hann á hvert reipi nú þegar
þeir era sjálfir við stjórnvölinn.
Vissulega má segja að slíkur
tvískinnungur sé í takt við mann-
lífið að öðra leyti - og stjómmál
hljóta að spegla þann veraleika
sem umlykur þau. Oft er hneyksl-
ast á valdabaráttu og rógi stjóm-
málanna sem flestir vita þó að eru
iðulega barnaleikur samanborin
við það sem viðgengst í ýmsum
öðram félagsskap manna, á vinnu-
stöðum og í félagslífi margskonar,
ekki síst í kirkjusóknum.
En á breytingatímum gerist
það stundum að hinn hefðbundni
skotgrafahemaður stjórnmálanna
sýnist undarlega á skjön við vera-
leikann og slagorðin innantóm.
Þetta kom glöggt fram nú um
áramótin þegar forystumenn
stjómmálaflokkanna vora beðnir
að lýsa ástandinu í Morgunblað-
inu og Degi. Af málflutningi
stjómarandstæðinga að dæma er
ekki annað að merkja en að hér
stefni allt hraðbyri til fjandans -
fátæktin vaxi dag frá degi, mis-
skiptingin keyri um þverbak og
„góðærið" sé hvergi til nema í
hausnum á Davíð!
En hverjar era staðreyndirn-
ar? Hagvöxtur undanfarinna
þriggja ára er meiri en dæmi eru
um áður og stefnir í meiri sam-
felldan vöxt landsframleiðslunnar
á fjóram árum en nokkru sinni
fyrr. Verðbólga hefur haldist við
2% markið undanfarin ár og at-
vinnuleysi er nú aðeins um 2,2%.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
hefur aukist stórum - um 3%
1996, 5,5% 1997 og 10% 1998, eða
alls um 18,5% á 3 árum. Formað-
ur Verslunarráðs íslands telur að
unnt sé að auka kaupmátt um
20% fram til 2003 ef rétt verður
staðið að málum. Ef sú spá rætist
mun kaupmáttur hér á landi hafa
aukist um nær 40% á 6 áram! Is-
land er nú eitt fárra ríkja í heim-
inum þar sem ríkissjóður er rek-
inn með umtalsverðum tekjuaf-
gangi. Á þessu ári og næsta mun
um 30 milljörðum verða varið til
lækkunar á skuldum ríkisins.
Þriðja árið í röð lækkar tekju-
skattur. Endurskipulagning
bankakerfisins mun leiða til
lækkunar vaxta og draga þar með
úr fjármagnskostnaði fyrirtækja
og einstaklinga - í sama mund og
kaupmátturinn eykst!
Allt er þetta til vitnis um
óvanalegt góðæri. Nú þegar er
farið að tala um að tíundi áratug-
ur þessarar aldar sé jafnvel
meira framfaraskeið í íslenskum
þjóðarbúskap en Viðreisnartím-
inn (1959-1971). Þeir stjórnmála-
menn sem stinga höfðinu í sand-
inn og þverskallast við að kannast
við góðærið vekja ekki traust. Til
að nýta góðærið sem best verða
menn auðvitað að kannast við
það. Og þeir sem telja hina bestu
tíma sjálfsagða era ekki líklegir
til að kunna að fóta sig þegar hin-
ir verstu tímar ganga í garð.
Velsældin sem nú ríkir í ís-
lenskum þjóðarbúskap á ekki
nema að hluta rætur að rekja til
hagstæðra ytri skilyrða. í upphafi
áratugarins sýndu stjómvöld og
aðiljar vinnumarkaðarins mikla
staðfestu sem nú er að bera ávöxt
og leiddi til þess stöðugleika í
verðlagsmálum sem við höfum
búið við. Markviss stjórn ríkis-
fjármála, lækkun skulda, skatta-
lækkanir og ekki síst opnara
efnahagslíf hafa síðan skapað at-
vinnulífinu margvísleg sóknar-
færi. Hverjum hefði komið til
hugar við upphaf þessa áratugar
sá mikli vöxtur sem orðið hefur í
hugbúnaðarframleiðslu og lífefna-
rannsóknum? Og hverjum hefði
þá dottið í hug að almenningur
myndi í aldarlok taka virkan þátt
í fjármögnun fyrirtækja á hluta-
bréfamarkaði?
Það má segja að breytingar
undanfarinna ára kristallist í hin-
um nýja einkarekna Viðskiptahá-
skóla sem settur var á fót á liðnu
ári. Islenskt þjóðfélag er smám
saman að taka á sig mynd raun-
verulegs markaðsbúskapar - með
auknu valfrelsi einstaklinga, heil-
brigðari rekstrargrundvelli fyrir-
tækja og minni ríkisafskiptum.
Margt er þó ógert. Stjómvöld
þurfa að sýna atvinnulífinu enn
meiri skilning og gera það að
reglu að vinna með fyrirtækjum
og einstaklingum í stað þess að
setja boð og bönn, það þarf að
draga enn frekar úr skattheimtu,
einfalda skattareglur, einkavæða
meira, minnka ríkisumsvif og
halda opinberri reglustýringu í
skefjum, ekki síst í ljósi þess
reglugerðafargans sem hellist yfir
okkur vegna Evrópusamstarfsins.
En hinir breyttu tímar hafa
í'arið framhjá samfylkingarmönn-
um. Úr skotgröfum vinstri manna
heyrist gamalkunnur söngur. Það
á að ráðast gegn „peningahyggj-
unni“, „græðginni" og stórauka
útgjöld til félags- og menntamála.
En söngur þessi hefur orðið
falskan hljóm í eyram þorra
fólks. Það hefur heyrt þetta allt
saman áður.og man afleiðingarn-
ar - höftin, sjóðasukkið, óðaverð-
bólguna, skuldasöfnunina og stór-
fellda kaupmáttarrýrnun. Skoð-
anakannanir sýna að almenning-
ur er að gera sér ljóst að aðeins
með stöðugleika, öflugum mark-
aðsbúskap og auknum erlendum
viðskiptum getum við styrkt í
sessi það velferðar- og mennta-
keifi sem við búum við.
Byggðamál
og borgarsvæði
Á ÞESSU kjörtíma-
bli sem öðrum hafa
stjórnmálamenn barm-
að sér mikið yfir því
sem þeir kalla óæski-
lega byggðaþróun hér
á landi, það er að fólk
af landsbyggðinni kýs í
auknum mæli að koma
sér upp heimili á höf-
uðborgarsvæðinu. Ef
betur er að gáð er
þessi þróun síður en
svo óæskileg.
Ein af heilögum kúm
hagfræðinnar frá því
Adam Smith skrifaði
hina frægu bók sína
um Auðlegð þjóðanna,
seint á átjándu öld, hefur verið að
líta á þjóðríki sem þær einingar
sem horfa skuli til þegar hagvöxtur
og framleiðsla era mæld. Á undan-
fórnum áratugum hefur þó verið
bent á að þessi aðferð sé gengin sér
til húðar, hafi hún nokkurn tímann
verið gild. Innan þjóðríkja geta ver-
ið mörg mismunandi svæði í efna-
hagslegu tilliti og er einna skýrast-
an mun sjálfsagt hægt að merkja á
Italíu, þar sem Norður-Italía er
þróað velmegunarríki meðan Suð-
ur-Italíu og Sikiley verður best lýst
með samanburði við efnahagslega
vanþróuð svæði heimsins.
Þessi munur er sýnilegur i flest-
um ríkjum þegar litið er til borga
og stærri þéttbýlisheilda annars
vegar og hins svokallaða dreifbýlis
hins vegar. Borgir eru ávallt þau
svæði sem drífa efnahag þjóðanna
og sveitanna og þannig hefur það
verið frá örófi alda. Þó framleiðslu
á landbúnaðarafurðum sé oftast
nær að finna í sveitum er markað-
ina fyrir þann vaming að finna í
borgum og fullvinnsla hans er þar í
flestum tilvikum einnig. Yfirleitt er
landbúnaðurinn blómlegri því nær
sem hann er markaði í þéttbýli.
Borgir og borgarsvæði eru oftast
nær sjálfum sér næg um aðfóng,
þjónustu og framleiðslu. Með
auknu frelsi í heimsviðskiptum mun
samkeppnin og samskiptin í æ rík-
ari mæli vera á milli borgarsvæða í
stað þjóðríkja.
Þá eram við komin að kjarna
málsins. Því fjölmennari, fjölbreytt-
ari og sterkari Reykjavík því betra
fyrir Island. Með því að taka
Reykjavík blóð, eins og æ ofan í æ
er lagt til athugasemdalaust á Al-
þingi, erum við að skjóta okkur í
fótinn þegar kemur að samkeppni
okkar um framleiðið vinnuafl við
önnur borgarsvæði heimsins. Við
erum að spilla framtíðarmöguleik-
um Islands.
Byggðastefna á
grandvöll sinn í róm-
antík en ekki raunsæi.
Rauður þráður í öllum
byggðastefnuaðgerð-
um er að þær era
dæmdar til að mis-
takast. Það er ekki
eins og Alþingi eða rík-
isstjórnir Islands hafí
setið auðum höndum
síðan landið fékk sjálf-
stæði í viðleitni sinni til
að sporna við eðlileg-
um flutningum fólks á
svæði þar sem það sér
fram á betra líf. Mulið
hefur verið undir þær
atvinnugreinar sem
menn telja helst henta því fólki sem
þeir vilja skilgreina sem lands-
byggðarfólk, sjávarútveg og land-
búnað. Meira að segja hefur verið
Byggðastefna, segir
Magnús Arni Magnús-
son, á grundvöll
sinn í rómantík en
ekki raunsæi.
reynt að múta fólki með allt upp í
fjórfoldum atkvæðisrétti á við íbúa
höfuðborgarinnar til að halda sig
úti á landi og samkvæmt nýrri til-
lögu forsætisráðherra (sem vel að
merkja er fyrsti þingmaður
Reykjavíkur) á markvisst að vinna
að því að auka fjölbreytni atvinnu-
tækifæra á landsbyggðinni, vegna
þess að atvinnuframboð þar sé fá-
breyttara en í borginni. Auðvitað er
það þannig og getur aldrei orðið
öðravísi, sama hvað menn berja
hausnum við steininn.
En allt kemur fyrir ekki. Fólk er
ekki á því að láta draga sig í þessa
dilka. Það heldur áfram að kjósa
með fótunum og flytjast á það
svæði, þar sem vinnuafl þess nýtist
best, því sjálfu og þjóðinni til hags-
bóta.
Þess skal getið að þegar talað er
um borgarsvæði Reykjavíkur, þá
nær það, í kjölfar bættra sam-
ganga, yfir Suðurnes, Faxaflóa-
svæðið og jafnvel til Árborgar-
svæðisins að auki.
Því miður virðist sem svo að
þingmenn Reykjavíkur og Reykja-
ness hafi ekki áttað sig til fulln-
ustu á þessari staðreynd um mikil-
vægi borgarinnar. Þeir virðast í
flestum tilfellum líta á sig sem
þingmenn landsins alls meðan
landsbyggðarþingmenn þekkja
hlutverk sitt sem málsvarar síns
Magnús Árni
Magnússon
fólks heima í héraði. Sennilega er
það hinn mikli fjöldi þingmanna R-
kjördæmanna tveggja sem gerir
það að verkum að þeir virðast
dofnir gagnvart þessu hlutverki
sínu. Eða þá sú staðreynd að þeir
eru í minnihluta gagnvart öflugum
hagsmunagæslumönnum hinna
dreifðari byggða, vegna áður-
nefnds atkvæðamisvægis. Þar
kann einnig að vera á ferðinni ótti
við að þurfa að þola bölbænir fyllt-
ar djöfulmóð á borgarafundum úti
á landsbyggðinni, eins og Jón
Baldvin Hannibalsson þurfti að
sitja undir þegar hann sem utan-
ríkisráðherra kynnti GATT-sam-
komulagið landsmönnum.
Merkilegt dæmi um alþingis-
mann R-kjördæmis, sem virðist
ekki átta sig á vandanum, er af
háttvirtum sjöunda þingmanni
Reyknesinga, Hjálmari Árnasyni.
Þar fer maður sem skrifar undir
hvert byggðastefnumálið á fætur
öðru, nú síðast það að námsmenn
af landsbyggðinni ættu að eiga
kost á að fá uppgefnar námslána-
skuldir sínar og að ákveðnir hópar
menntamanna eigi kost á því sama
ef þeir kjósa að setjast að á lands-
byggðinni. En hinn ágæti þing-
maður Reykjaness virðist ekki
átta sig á að kjarni málsins er ekki
samkeppni Reykjavíkur við lands-
byggðina um menntafólk, heldur
samkeppni Islands við umheiminn
um menntafólk. Þar er Reykjavík
og nágrenni hennar okkar helsti
styrkur. Það væri nær að létta
greiðslubyrði þeirra sem kæra sig
um að flytja aftur heim í saman-
burði við þá sem láta erlend borg-
arsvæði njóta þeirrar menntunar
sem íslenska þjóðin hefur gert
þeim kleift að stunda.
Auðvitað er það á margan hátt
athyglisvert og skemmtilegt að
byggð sé sem víðast í landinu, en sú
byggð verður að vera á forsendum
íbúanna sjálfra en ekki ríkisvalds-
ins. Ef okkur finnst á annað borð
eftirsóknarvert markmið að til
verði íslensk þjóð allt næsta árþús-
und er það grundvallaratriði að
leyfa kostum þéttbýlis hér á landi
að njóta sín til fullnustu og gera
ekkert sem skaðar aðdráttarafl
þungamiðju íslensks samfélags,
borgarsvæðis Reykjavíkur, í sam-
anburði við önnur borgarsvæði í
Evrópu og Norður-Ameríku.
Við búum við eitthvert versta
veður á byggðu bóli, við búum við
eitthvert myrkasta skammdegi sem
mannskepnan þraukar í gegnum.
Við búum við fámenni og fjársvelti í
menntun og menningu. Það er
skylda okkar sem þjóðar að standa
ekki í vegi fyrir því að það besta
sem við eigum, borgin okkar
Reykjavík og borgarsvæði hennar,
geti blómstrað til fullnustu um
ókomin ár.
Höfundur er 15. þingmaður
Reykjavíkur.
Hugleiðing um
happdrætti
ÉG ER meðal
þeirra sem eiga erfitt
með að standast töfra
happdrættanna. Það
er svo örvandi í tíð-
indalausu sýsli hvers-
dagsins að finna
hvemig spennan vex
stig af stigi þegar líður
að drætti. Meðan á
biðinni stendur glímir
hugurinn við það
hvernig verja skal
vinningnum, en þar er
að mörgu að hyggja. í
þessum aðdraganda
hefur maður auðvitað
eigin drauma í fyrir-
rúmi, en það er líka
hægt að vera örlátur við ættingja
og vini.
Og svo rennur stundin upp og
skjálfandi rýnir maður í blaðið.
Það munar tveimur
stöfum eins og oft áð-
m*. Vonbrigði? Ég veit
ekki. Það gengur
áreiðanlega betur
næst. Og það sem er
svo skrítið, þrátt fyrir
væntingarnar, er að
það liggur við að
manni létti. Af
hverju? Jú, sjáðu til,
eiginlega spilar maður
ekki til að vinna held-
ur fyrir málefnið.
Máleíhið? Já, tökum
til dæmis málefni
Vöruhappdrættis
SÍBS. Þar hefur ágóð-
inn undanfama ára-
tugi farið til þess að byggja upp
Endurhæfingarmiðstöðina að
Reykjalundi, eina glæsilegustu
heilbrigðisstofnun landsins. Stofn-
Þorsteinn
Sigurðsson
*
A næstu árum verður
verkefni happdrættis-
ins að fjármagna,
segir Þorsteinn Sig-
urðsson, æfíngasal
og tvær þjálfunarlaug-
ar, sem kosta a.m.k.
200 milljónir.
un sem allir íslendingar era stoltir
af og fjöldi fólks þakklátur fyrir.
Það kom greinilega í ljós í söfnunni
Sigur lífsins. Á næstu árum verður
það verkefni happdrættisins að
fjármagna æfingasal og tvær þjálf-
unarlaugar sem kosta a.m.k. 200
milljónir. Þessi viðbót gerir kleift
að minnka 500 sjúklinga biðlista -
og veita fullkomnari endurhæfingu
á styttri tíma en tekist hefur. Þjóð-
hagslega gott mál og ómetanlegt
fyrir þá sem þurfa á endurhæfingu
að halda. Það er stóri vinningurinn.
Höfundur er sérkennslufræðingur.