Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 61,
FRETTIR
Tvær málstofur efnafræðiskorar
EFNAFRÆÐISKOR raunvísinda-
deildar heldur tvær málstofur
föstudaginn 8. janúar. Allir eru vel-
komnir.
Hin fyrri verður í stofu 158, VR-
II við Hjarðarhaga og hefst kl.
12.20. Jóhannes Reynisson, Rann-
sóknastöðinni í Risa, Danmörku,
flytur erindi: Kennilegir reikningar
á TOTA karbókatjóninni bornir
saman við röntgenkristalstrúktúr
og titringsróf hennar. Þar verður
fjallar um jákvætt hlaðnar kolefn-
isjónir (karbókatjónir) og kennilegir
reikningar bomir saman við til-
raunaniðurstöður.
Seinni málstofan verður í stofu
158, VR-II við Hjarðarhaga og
hefst kl. 16. Hörður G. Rristinsson,
matvælafræðideild Massachusetts-
háskóla, flytur erindi: Hraðahvörf,
lífefnafræðilegir eiginleikar og eðl-
iseiginleikar vöðvapróteina úr laxi
sem eru melt af ýmsum próteinös-
um. Þar verður sagt frá tilraunum
til að nýta próteinríkt hráefni sem
er hent eftir vinnslu sjávarafurða.
Með því að nota ensím (próteinasa)
sem melta vöðvaprótein úr laxi
fengust afurðir sem hugsanlega
geta komið að notum í matvæla-
vinnslu.
Samanburður á hækkun rekstrarkostnaðar leikskóla og fjölgun dvalarstunda barna
/
/
/
X
ou %-fjölgun dvalarstunda
X "
%-hækkun rekstrar
I O
fy— 1 1 i i 1993 1994 1995 1996 1997 1998
LEIÐRETT
Goðaland
ekki Heimaland
í FRÉTT í blaðinu í gær var sagt
frá álfabrennu Fljótshlíðinga og
var sagt að þetta hefði farið fram á
Heimalandi en átti að vera
Goðalandi. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Isiensk hönnun,
ekki finnsk
í FRÉTT í blaðinu á þriðjudag var
sagt frá því að tillaga Verkafls hf.
um fjölnota íþróttahús í
Reykjanesbæ byggði á húsi frá
finnsku fyrirtæki. Hið rétta er að
tillagan byggir á hönnun Sigríðar
Sigþórsdóttur arkitekts hjá
Vinnustofu Ai'kitekta hf í samvinnu
við Verkfræðistofu Suðurnesja hf.,
Rafteikningu hf., og Teiknistofuna
Storð ehf. Fyrirmynda var
eingöngu leitað í Finnlandi
varðandi burðarþol þakvirkisins
sem byggt er úr stálgrindarbitum.
Rangur texti í súluriti
RANGUR texti birtist í súluriti
sem fylgdi grein Bergs Felixsonar
og Steinunnar Hjartardóttur um
dagvistai-vandann í Reykjavík 29.
desember sl. Súluritið birtist hér
aftur leiðrétt.
NÝSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskóla Ármúla.
Morgunblaðið/Halldór
55 nemendur útskrifuðust frá
Fjölbrautaskólanum við Ármúla
FJOLBRAUTASKOLINN við Ar-
múla var slitið við hátíðlega athöfn í
Langholtskirkju laugardaginn 19.
desember. Sölvi Sveinsson skóla-
meistari setti athöfnina og stjórn-
aði henni. Bogi Ingimarsson að-
stoðarskólameistari gerði grein fyr-
ir skólastarfi haustannar. í máli
hans kom m.a. fram að u.þ.b. 800
nemendur stunduðu nám í skólan-
um á haustönn. Ilann ræddi breyt-
ingar á skólastarfi sem tengjast
kjarasamningum kennara og fjár-
málaráðuneytis.
Þá greindi hann frá því að lokið
væri byggingu glerhýsis á lóð skól-
ans sem bætir mjög aðstöðu allra
nemenda. Einnig ræddi hann aðrar
væntanlegar byggingarfram-
kvæmdir. Nýlega varð skólinn þró-
unarskóli í upplýsingatækni og
tölvugreinum. Honum er ætlað það
hlutverk að vera kjarnaskóli í heil-
brigðisgreinum en beðið er eftir
formlegri viðurkenningu. Unnið er
að þróun nýrra námsbrauta á heil-
brigðissviði.
Frá skólanum útskrifast að
þessu sinni 55 nemendur. Nýstúd-
entar eru alls 40 og útskrifast flest-
ir af félagsfræðibraut. Af starfs-
menntabrautum útskrifast alls 15
nemendur, þar af 11 læknaritarar
með lögvernduð stai’fsréttindi.
Að venju hlutu margir nemendur
viðurkenningu fyrir góðan námsár-
angur eða fyrir framúrskarandi
störf í þágu nemenda. Atli Krist-
jánsson og Einar Guðberg Jónsson
fyrir félagsstörf og eftirtaldir nem-
endur fyrir góðan námsárangur í
einstökum greinum: Elín Sigurðar-
dóttir dux scholae, Baldur S.
Helgason, Birna María Þorbjörns-
dóttir, Hildur Sigurðardóttir, Jan-
us Christiansen, Laufey Sveins-
dóttir, Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir,
Rósa Björk Gunnarsdóttir,
Sesselja Bjarnadóttir og Unnur
Bjarnadóttir.
Einar Guðberg Jónsson nýstúd-
ent ávarpaði samkomuna fyrir
hönd nýstúdenta. Við athöfnina
sungu Katrín Knudsen og Þórunn
Eggertsdóttir tvísöng, en þær eru
nemendur Fjölbrautaskólans við
Armúla og einnig söng Nanna Mar-
ía Cortes, nemandi Söngskólans í
Reykjavík, einsöng við undirleik
Krystynu Cortes. Kór Fjölbrauta-
skólans við Ánnúla söng þrjú lög
við undirleik Gunnars Gunnarsson-
ar.
Fjölmenni var við athöfnina og^
var hún öll hin hátíðlegasta.
UTSALAN
ER HAFIN
QTfDarion
Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147
LAGE
30-70% afsláttur
Opið laugardag kl. 10-16
KÖRFUBOLTASKÓR 10.900.- 5.900.J
SKÓR 7.990.- 3.990.-
AREOBIC SKÓR 7.990.- 4.990.-
ÚLPUR 9.990.- 6,990.-
SKÍÐABUXUR 10.590.- 3,990.-
ÍÞRÓTTAGALLAR 7.200.- 3.990.-
REGNJAKKAR 8.590,- 3.990.-
BARNASKÓR 4.990.- 1.990,-
'BOLTAMAÐUR'NN
LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599
Skrifstofutækni
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á
skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu.
Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á
verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni
nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt
undirstöðuatriðum í mannlegum
samskiptum og Interneti.
Námið er var vel skipulagt og kennsla
frábær. Kennt var 3 kvöld í viku í 4 mánuði
og enginn heimalærdómur. Nú flnnst mér
ég vera fær (flestan sjó!
Guörún Skúladóttir, deildarstjóri.
iönaðar- og viöskiptaráðuneyti.
. Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18 Sími 567-1466