Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 69

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 69 AFI á enn eftir að fara holu í höggi, en Davíð yngri náði draumahögginu í sumar. Einherjum fjölgar jafnt og þétt ► Einherjum, þeim sem ná að leika golfbraut á einu höggi, fjölgar jafnt og þétt hér á landi. Næstsíðasta dag ársins vai’ haldið hóf fyrir þá sem náðu drauma- högginu á síðasta ári, en þeir voru 84 talsins, en í Eiuherjakhíbbnum eru nú 740 kyifingar. Kjartan L. Pálsson er formaður klúbbsins og sagði hann meðal annars við þetta tækifæri að menn hefðu alltaf möguleika á að fara holu í höggi og það sannaðist best á því að á stórum steini við eina brautina á golfvellinum í La Manga á Spáni stæði að hér hefði maður farið holu í höggi og var hann nafn- greindur. Það sem er hins vegar merkilegt við árangur hans er að þegar hann náði draumahögginu var hann 99 ára gamall. Fjölmargir kylfingar voru mættir á Píanóbarinn í Hafnar- stræti þar sem umboðsaðili Drambuie bauð uppá veitingar auk þess að veita öllum nýjum Einherjum viðurkenningarskjal og annað sem tilheyrir þessum merka áfanga. Meðal þeirra sem voru mættir á staðinn voni Magnús Guðmunds- son, flugstjóri, úr Golfklúbbi Ness og Gfsli Jóhannesson, skip- stjóri, úr GR, NK og GO, en þeir fóru báðir holu í höggi á annarri braut, Magnús á Nesinu en Gísli á Korpúlfsstöðum. „Þetta er algjört glópa- lán,“ sagði Gísli sem hef- ur tvívegis náð holu í höggi. Þeir félagar hafa spilað í nokkur ár. Gísli „kom í land“ 1985 og hefúr spilað síðan en Magnús sagðist hafa leikið í 26 ár enda hefði hann verið í þannig vinnu að hann gat leikið golf með henni. Yngstur til að fara holu í höggi í fyrra var Davíð Svansson, 13 ára kyflingur úr Mosfellsbænum. Hann sló draumahöggið á 9. braut þar í bæ og var að vonum mjög áængður. Afi hans og nafni, Davíð B. Sigurðsson, sem mikið hefur starfað með handknattleikslands- liðinu, var með honum í hófinu en hann hefur aldrei náð drauma- Tísku-og ljósmyndaförðun t 6-12 vikna námskeið JKennsla hefst 18. janúar SKRÁNING HAFIN Á SEPTEMBERHAUSTÖNN ‘99. Lokaverkefni Birtu myndatökur í N úr förðunarskóianum Beauty Center of Miian • Notum ýmis snyrtivörumerki við kennslu Innritun og nánari upplýsingar í síma 561 6525 Kristín Friðriksdóttir hefur yfirumsjón með allri förðun fyrir ísienska útvarpsfélagið og hefur jafnframt starfað við leikhúsförðun og farðað fólk á forsíðum tímarita. Kristín Stefánsdóttir er margfaldur íslands- meistari í föröun og hefur farðað fólk á forsíðum allra helstu tímarita landsins síðastliðin ár. Hún hefur staðið fyrir námskeiðahaldi í förðun til margra ára. COSMIC EHF., HVERFISGÖTU 76. S. 561 6525, FAX 561 6526, E-MAIL NO NAME@ISLANDIA.IS FÓLK í FRÉTTUM HÓPURINN sem tók við viðurkenningu fyrir holu í höggi var myndarlegur. Morgunblaðið/Halldór högginu en það hefur Hulda Finnbogadóttir, eiginkona Da- víðs eldri og amma þess yngri gert. Hún var viðstödd þegar ömmubarnið náði draumahögg- inu enda spila þau mikið saman. Þegar menn fara holu í höggi þarf að tilkynna það til GSÍ og í fyrra fylgdi vísa frá Jóni H. Karlssyni, Valsmanni og muln- ingsvélarmanni. Hún er svona: Hérna sérðu skíta-skor sýnu verra en liðið vor. Ljósan punkt samt iíta má létt var holu í höggi að ná. TVEIR úr mulningsvél Valsmanna, Jón H. Karls- son og Ólafur H. Jónsson, með Kjartan L. Pálsson, formann Einlierjaklúbbsins, á milli sín. FLUGSTJÓRINN og skipstjórinn, Magnús Guð- mundsson (t.v.) og Gísli Jóhannesson til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.